Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1991, Side 2
28
Bflar
LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991.
ú' DV
*----------------------------------------
Teikning af svæðinu við Krýsuvíkurveginn. Vinstra megin má sjá rallíkrossbrautina en hægra megin er fyrirhugað að komi æfingasvæði fyrir ökunema á vegum Umferðarráðs og ökukennara.
Svo kann að fara að æfingasvæðið líti dagsins Ijós fyrir tilstilli sömu manna og gerðu krossbrautina þvi ökukennarar og umferðaryfirvöld virðast sýna æfingasvæðinu lítinn áhuga.
Nýrallíkrossbraut-framhald afbls. 27
ar og voru reknir niður um 200 stál-
staurar til að bera það uppi. Hluti
vegriðsins var fenginn hjá Vegagerð-
inni, gamlir bútar sem nýttust henni
ekki lengur, og er það nánast eini
styrkurinn sem ríkisvaldið hefur
veitt þessum kjarnaköllum sem að
bvggingu brautarinnar hafa staðið.
Toyota LandCruiser STW
4000 '84, 4ra g., 4ra d., blár, ek.
260.000. V. 1.090.000 stgr.
Toyota Hilux '82, 4ra g„ 2ja d„
rauður, ek. 159.000. V. 600.000
stgr.
Toyota Hilux '85, 5 g„ 3ja d,
grár, ek. 85.000. V. 950.000 stgr.
Verk fárra manna
Þótt á annað hundrað manns séu í
þeim hópi sem stundar aksturs-
íþróttir á einn eða annan hátt í land-
inu er gerð þessarar brautar verk
fárra manna. Ég hafði heyrt aö þeir
væru aðeins sex sem stæðu á bak við
þetta þrekvirki og staðfesti Birgir að
Toyota 4Runner 3000 '90, 5
g„ 4ra d„ grár, ek. 43.000. V.
2.050.000 stgr.
Toyota LandCruiser STW
4000 '87, 5 g„ 4ra d„ grár, ek.
77.000. V. 1.950.000 stgr.
, it{. —
1
Toyota LandCruiser STW
4000 '86, 5 g„ 4ra d„ brúnn, ek.
64.000. V. 1.950.000 stgr.
svo væri. Þeir voru að vísu upphaf-
lega sjö en einn úr hópnum, hinn
góðkunni rallkappi og aksturs-
íþróttamaður Jón S. Halldórsson,
fórst í umferðarslysi á dögunum og
lifði ekki að sjá þennan draum sinn
rætast. Þeir félagar hafa í hyggju að
reisa Jóni minnisvarða á svæðinu
þótt ekki hafi unnist tími til þess nú
fyrir fyrstu keppnina.
„Beggi og Jón S. voru búnir að leita
að heppilegu svæði í þrjú ár án sýni-
legs árangurs þar til svæðið í hraun-
inu við Krýsuvíkurveginn fékkst til
afnota," sagði Birgir. Beggi er Guð-
bergur P. Guðbergsson en það nafn
ættu flestir sem einhvern tíma hafa
fylgst með jeppakeppni að þekkja.
Þetta var sjötta svæðið sem þeir sóttu
um þannig að greinilega voru ekki
allir tilbúnir að vista akstursíþrótt-
irnar.
Byrjuðu í nóvember
Þaö hafa greinilega verið mörg
handtök við gerð brautarinnar og
kom það á óvart að heyra að þeir
félagarnir heíðu hafið verkið í nóv-
ember. Hefði mátt ætla að miklu
lengra væri síðan; svo miklu hafa
þeir fengið áorkað.
Einn sexmenninganna er Einar
Gíslason, annar þeirra sem reka
flutningafyrirtækið Einar og
Tryggvi. Var það stórvirk jarðýta frá
þeim sem byrjaði að róta hrauninu
tfl í nóvember og síðan var efni í
brautimar ekið á bílum frá þeim fé-
lögum. Þá hafa þeir einnig flutt mik-
ið af mold inn í miöju brautarinnar
og verður sáð grasfræi á það svæði
og eins svæðið í kringum brautina.
Þetta landgræðslustarf er þeim félög-
um-áhugamál og fer vel á því þar sem
það er einmitt Skógræktin sem leigir
þeim landið undir brautina, að vísu
gegn vægu gjaldi, eftir því sem Birg-
ir segir okkur.
Þeir félagar áttu mörg handtökin
eftir áður en allt verður tilbúið fyrir
fyrstu keppnina sem verður á morg-
un, sunnudag. Vaskur hópur var að
skrúfa saman vegriðið og var greini-
legt að áhuginn smitar út frá sér því
stór hluti þeirra sem þama voru að
skrúfa í kvöldblíðunni voru starfs-
menn Birgis í Hjólbarðahöflinni.
Þrjár keppnir í sumar
Fyrsta keppnin á þessari nýju
braut verður á morgun, klukkan tvö,
og síðan em fyrirhugaðar tvær til
viðbótar, ein 7. júlí og loks sú þriðja
í september.
Þegar ég spurði Birgi hvort hann
hlakkaði ekki til að keppa á braut-
inni sagði hann það ekki vera á dag-
skrá að sinni því þeir félagamir
hefðu tekið þá ákvörðún að slá
keppni á frest fyrsta árið. Það hefði
farið of mikill tími í að búa til keppn-
isbíla sem þá hefði komið niöur á
brautargerðinni.
Skiltið við Krýsuvíkurveginn sem
vísar á brautina þegar menn hafa
ekið rétt um þrjá kílómetra frá Kefla-
víkurveginum.
Keppt í fjórum flokkum
Til að forvitnast nánar um í hverju
væri keppt á svona braut báðum við
Birgi að leiða okkur og þá jafnframt
lesendur í allan sannleika um það
mál.
„Það verður keppt í fjórum flokk-
um á þessari braut. Fyrstan getum
við talið „krónubílaflokk" en svo
höfum við kallað „dmslubílaflokk-
inn“. í þessum flokki keppa bílar sem
byggðir em á því sem kalla mætti
druslur, eða bílar sem hafa veriö af-
skrifaðir frá akstri í venjulegri um-
ferð,“ sagði Birgir.
Krónubílaflokksnafnið kemur af
því að til að fyrirbyggja að menn
leggi of mikla peninga eöa vinnu í
þessa bíla verða eigendur þeirra að
sæta því að þeir bílar, sem lenda í
efstu sætunum í hverri keppni, verði
nánast á uppboði eftir keppnina.
Komi boö í þá sem nemur um 150
þúsund krónum eru eigendumir
skyldugir að selja þá.
Annar flokkur era venjulegir rall-
bílar eins og við þekkjum þá úr rall-
keppni. Þetta verða eflaust kraft-
mestu bílamir og má reikna með því
að þeir nái 140 til 150 kílómetra hraða
á beinu köflunum í brautinni áður
en þeir verða að hægja á sér í beygj-
unum.
Þriðji flokkurinn verður nokkurs
konar „stórbílaflokkur". í þennan
flokk vilja þeir félagar fá stóru
karftmiklu drekana, gamla ameríska
bíla og stóra Benza, svo dæmi séu
tekin.
Síðastan má svo telja „furðubíla-
flokk" en í þessum flokki keppa sér-
smíðaðir bílar á borð við jeppagrind-
umar sem keppt er á í jeppakeppni.
Hins vegar yrðu þeir að skipta yfir á
venjuleg sumardekk í stað „skóflu-
dekkjanna" því eina leiðin til að
halda brautinni í lagi er að engir
keppnisbílar séu á of grófum dekkj-
um - þeir róta örugglega nógu miklu
samt. Þá hefur heyrst af mönnum
sem em að smíða hálfgerða „kapp-
akstursbíla", á borð við formúlubíla,
til keppni á brautinni.
Kappakstursbrautin bíður
Akstursíþróttamönnum hefur ver-
ið úthlutað helmingi stærra svæði
en nú hefur verið tekið undir rallí-
krossbrautina en sunnan við hana
hafa þeir ráðgert að gera raunvera-
lega kappakstursbraut sem yrði tvö-
falt til þrefalt lengri en þessi braut
og öll malbikuð.
Búiö er að teikna svæðið en það
gerði einn áhugamaðurinn um akst-
ursíþróttir, Halldór Gíslason arki-
tekt.
Þessi braut kemur til með að bíða
að sinni og vel getur svo farið að
næsta verkefni þeirra félaga verði
ungum ökumönnum og umferðinni
í landinu til gagns.
Æfingasvæðið næst?
Þegar þeim félögum var úthlutað
þessu svæði var það í nábýli við
Umferðarráð og Félag ökukennara,
en á svæðinu vestan við rallíkross-
brautina var þessum tveimur aðilum
úthlutað svæði fyrir akstursæfingar
þar sem ökunemar og aðrir gætu til
dæmis æft sig í hálkuakstri og al-
mennt í akstri án þess að valda sér
og öðrum í umferðinni hættu.
Ekkert bólar enn á framkvæmdum
á þessu svæði og sagðist Birgir hafa
heyrt að margir ökukennaranna
væru þeirrar skoðunar að þetta fyr-
irhugaða æfingasvæði væri of langt
frá borginni.
Því kæmi vel til greina að næsta
verkefnið yrði að gera í það minnsta
vísi að slíku æfingasvæði.
Eins og suma lesendur rekur
kannski minni til var á dögunum
fjallað um slíkt æfingasvæði nálægt
Osló í Noregi og „reynsluakstur" á
því svæði. Ekki kvörtuðu norsku
ökukennararnir undan fjarlægðinni
frá Osló en hún er svipuð því að reyk-
vískir ökukennarar yrðu að aka til
Keflavíkur til að komast á æfinga-
svæðið. Þvert á móti voru þeir
ánægöir og sögðu aksturinn þangað
einmitt æfa nemendur í þjóðvega-
akstri. En þetta var útúrdúr.
Brautin opin almenningi
Hvemig sem fer með æfingasvæðið
þá er það hugmynd þeirra sem
standa að rallíkrossbrautinni að hún
verði opin almenningi einhveija
daga gegn vægu gjaldi þannig að
hver sem er geti komið þangað og
spreytt sig á akstri á henni.
44 1 44 - 44 7 33
-fáfrvAftHqafc
Nýbýlavegi 6-8, Kópavogi
TOYOTA
NOTADIR BÍLAR
ATHUGASEMD! Bilar meó staógreiósluverói
eru einnig fáanlegir með lánakjörum skv. lánatöflu
Toyota bílasölunnar.