Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1991, Síða 6
LAÚGÁRDAGUR 1. JÚNÍ l:ð9Í.
36
Benz 1419 árg. 1977, 37 sæta
Bílasalan Skeifan
Simi 689555
Til sölu
Toyota 4Runner EFI ’86,
ekinn 53.000 mílur.
Allar uppl. í síma 94-4455
frá kl. 10-18 virka daga,
sími 94-3081 á öðrum tímum.
GLOBUSBILAR
Lágmúla 5, sími 91-681555
Saab 9000i turbo, ek. 53.000, beinsk., 5 g., sóllúga. V.
1.850.000.
Volvo 240 GL '85, ek. 80.000,
sjálfsk., splittun. V. 790.000.
Citroén BX 19 GTi ’90, sjálfsk., sól-
lúga, rafdr. rúður, samiæsing o.fl.,
toppbíll, ek. aðeins 1.850. V.
1.580.000, sem nýr.
Saab 90 '87, ek. 60.000, 3ja d. V.
670.000.
Escort '84 1600, ek. 100.000. V.
299.000.
ALLIR BlLAR YFIRFARNIR
OG I 1. FLOKKS ÁSTANDI
OPIÐ í DAG KL. 10-14
CITROénQ SAAB
Bílar
KynnlngaraksturAudi 100-framhald afbls.35
um tilvikum er fólki betur borgið
þannig. Þá eru þeir sem í kring eru
heldur ekki í voða fyrir rúðum sem
skjótást úr eins og byssukúlur og guð
má vita hvar þær lenda. Þá er og
hugsað fyrir því í innréttingu bílsins
að hafa þar engin skörp hom eða
brúnir og fóðraða þá kanta sem
menn kynnu helst að meiða sig á.
Það þarf ekki að fara mörgum orð-
um um aksturseiginleika bílsins.
Þeir sem þekkja Audi - og þeir eru
býsna margir þrátt fyrir allt - vita
að þeir eru ákaflega þægilegir bílar
og skemmtilegir að aka. Sá sem við
vorum með hafði 5 gíra kassa hand-
skiptan. Hann var lipur og skiptingin
en svona aflmikill fólksbíll á náttúr-
lega að vera sjálfskiptur. Sjálfskipt-
ingin er til fjögurra gíra, með vali
um sparnaðar- eða sportstillingu.
Læsivarðar bremsur eru staðalbún-
aður sem fyrr segir en þó fær Audi
100 aukaplús fyrir það að hægt er að
slá út læsivörninni ef/þegar þær að-
stæður eru fyrir hendi að æskilegra
er að hafa bremsur með gamla lag-
inu.
Ágætlega hljóðlátur
Það fer prýðilega um alla í káet-
unni á Audi 100 - nóg rúm fram í og
yfirdrifið aftur í. Sætin eru góð en
þó fannst mér vanta mjóbaksstuðn-
ing í bílstjórasætinu þegar til lengdar
lét. Það er raunar fremur regla en
undantekning; ég man í svipinn ekki
eftir nema tveimur framleiðendum
sem hafa gert framstóla sem henta
mínum skrokk hvað þetta snertir.
Alls konar aukabúnaður er fáanleg-
ur í þessa bíla, þar á meðal stillanleg-
ur stuðningur við mjóbak. - Aftur í
er góður sófl með ágætri armhvílu í
miðju, ef mest tveir eru þar farþeg-
ar, og hjá armhvílunni er svokallað-
ur skíðapoki ef með þarf. Það væsir
ekki um þrjá aftur í, þó sá í miðið
hafi þá aðeins tveggja punkta bílbelti.
Stjórntæki liggja öll vel við en mig
undrar að ekki skuli kominn snerti-
rofi til þess að senda vinnukonurnar
eina sveiflu. Hann er kannski fáan-
legur sem aukabúnaður, ég veit það
ekki.
Bílaframleiðendur leggja sig nú
fram um að gera bíla sína hljóðláta.
Audi tekur þátt í þeim leik. Veghljóð
er sáralítið í þessum bíl, sömuleiðis
hljóð frá vél og drifrás. Enda eru að
sögn notuð 23 kíló af hljóðeinangrun-
arefni í bílinn. Ég varð dálítið hissa
á vindhljóðinu í honum; þó fer það
ekki að verða til ama fyrr en við 160
km hraða eða þar um bil.
Góður staðalbúnaður
- Og nú er Audi sem sagt að koma
Hér má sjá greinargott yfirlit um innanmálin í Audi 100. Við þau má bæta
þvi að innanbreidd við sæti aftan og framan er 1460 mm, farangursrúm
tekur jafngildi 510 lítra að rúmtaki. Ytri mál bílsins eru, lengd-breidd-hæð:
4790-1777-1431 mm. Eigin þyngd er 1310-1400 kg eftir grunngerðum.
Úr vissum sjónarhornum er Audi 100 ákaflega fallegur bíll. Frá þessu horni
er til að mynda auðvelt að sjá fyrir sér hvernig hann væri sem „coupé“-
útfærsla.
Skottið er sagt taka 510 lítra, hvernig sem á nú að láta vökva tolla í skotti
sem opnast svona! En rúmgott er það, og flugrúmt um farangur þriggja
ferðalanga. Þeir hefðu þess vegna mátt vera fimm.
af fullum krafti inn á íslandsmarkað
aftur. Hann verður fáanlegur með 4
strokka vélinni, tveggja lítra, sem
gefur 101 hestafl, 2,3 lítra vél, 5
strokka, sem skilar 133 hö., og V6 2,8
vél sem gefur 174 hö. Verðið verður
frá 1,8 milljónum upp í 2,8 milljónir
eftir grunngerðum. Þær eru ekkert
illa búnar - sú sem við kynntumst í
Þýskalandi á dögunum var með eft-
irtöldum staðalbúnaði, svo nokkuð
sé nefnt: læsivörðum bremsum, afl-
stýri, Procon Ten, samlæsingu á
hurðum, skotti og bensínloki, rafrúð-
um, lituðu gleri og rafstýrðum og
rafhituðum útispeglum. Við þetta
má svo bæta ýmsu eftir þörfum og
óskum: skriðstilli, sóllúgu, vandaðra
ökumannssæti o.s.frv.
Látum hér staðar numið að sinni
að fjalla um Audi 100. Þeir sem vilja
kynna sér hann betur geta gert það
núna: Hann er til sýnis einmitt núna
um helgina hjá Heklu hf. á Laugaveg-
inum.
Sigurður Hreiðar Hreiðarsson
Audi, Pajero, Sigma
Þrír glæsivagnar til sýnis
Nú um helgina frumkynnir Hekla
hf. þrjá nýja glæsivagna í Reykjavík.
Þetta eru Mitsubishi Sigma (sjá
kynningu í DV-bílum 11. maí),
Mitsubishi Pajero (sjá kynningu í
DV-bílum 25. maí) og Audi 100 2,8
(sjá DV-bíla í dag).
Sigma er japanskur glæsibíll af
þeirri sjálfvirknikynslóð sem um
þessar mundir er að byrja að láta aö
sér kveða. Pajero er framþróun af
aldrifsbílnum vinsæla sem þekktur
hefur verið hér á landi síðasta ára-
tuginn eða svo en Audi 100 heldur
nú aftur innreið sína á íslenskan
bílamarkað eftir langa og óverð-
skuldaða fjarveru.
Sýning þessara þriggja bíla í
Reykjavík verður aðeins núna um
helgina því strax eftir helgi fer Pa-
jero-bíllinn í kynnis- og sýningarför
um landið með aldrifsfrændum sín-
um úr Mitsubishifjölskyldunni og ef
til vill fleiri förunautum.
S.H.H.
Mitsubishi Sigma.
Audi 100 2,8.