Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1991, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1991, Qupperneq 8
8 FÖSTIJDAGTIR 14. JÍJNÍ 1991. Lífestm Vínber Verð í krónum Nóv. Des. Jan. Feb. Mars Aprd Mai Júnl m Tdmatar DV kannar grænmetismarkaðinn: 201prósentsmunur á hæsta og lægsta verði á vínberjum Neytendasíða DV kannaði að þessu sinni verð á grænmeti í eftirtöldum verslunum: Bónusi í Faxafeni, Fjarð- arkaupi í Hafnarfirði, Hagkaupi í Skeifunni, Kjötmiðstöðinni, Glæsibæ, og Miklagarðsversluninni við Kaupstað í Mjódd. Bónusbúðimar selja grænmeti í stykkjatali en hinar verslanirnar selja eftir vigt. Til aö fá samanburð var grænmetið í Bónusi vigtað og umreiknað eftir meðalþyngd yfir í kílóverð. Meðalverð á tómötum er nú 282 krónur, hefur lækkað frá síðustu viku um 16 prósent. Bónus er með lægsta verðið, þar kosta tómatamir 233 krónur kílóið en verðið í hinum verslununum er nokkuð svipað eða frá 289 krónum í Kaupstað og upp í 298 krónur í Kjötmiðstöðinni þar sem það er hæst. Munur á hæsta og lægsta verði er um 28 prósent. Gúrkurnar hækka um 6 prósent í verði. Veröiö er lægst í Bónusi, þar kostar hvert kíló 174 krónur en hæst er það í Kjötmiðstöðinni, þar kostar kílóið 279 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði er 60 prósent. Annars er gúrkuverðið mjög mismunandi þessa vikuna, það er næstlægst í Hagkaupi, á 215 krónur kílóið, örlítið dýrari í Kaupstað þar sem þær kosta 218 krónur og 247 krónur í Fjarðar- kaupi. Sveppir lækka örlítið í verði þessa vikuna og munurinn á lægsta verði, sem er í Bónusi, og þess sem er í Fjarðarkaupi er 16 prósent. Meðal- verðið reyndist vera 526 krónur en var í síðustu viku 544 krónur. Verðmunurinn á vínberjum er á hinn bóginn mjög mikill eða 201 pró- sent. Kílóið af þeim er langódýrast í Bónusi. Þar kostar það 126 krónur en dýrust eru berin í Kjötstöðinni, þar kostar kílóið 379 krónur. í Fjarð- arkaupi kostuðu vínberin 285 krónur hvert kíló, 289 krónur í Kaupstað 339 krónur í Hagkaupi. Meðalverðið er 284 krónur og hafa vínberin hækkað um 2 prósent frá síðustu viku. Verð á kartöflum stendur í stað frá síðustu viku en blómkálið hefur hækkað um 8 prósent. Það er hag- stæðast að kaupa blómkál í Hag- kaupi, þar kostar það 195 krónur en í Fjarðarkaupi og Kaupstað kostar hvert kíló 198 krónur. Dýrast er kíló- ið hins vegar í Kjötmiðstöðinni, 247 krónur. Gulræturnar kosta frá 118 krónum í Bónusi og upp í 187 krónur í Kaup- stað í Mjódd. Meðalverðið er 156 krónur en var í síðustu viku 155 krónur. Hækkunin á milli vikna er því sáralítil. J.Mar Grænmeti ýmist hækkar eða lækkar í verði þessa vikuna. Sértilboð og afsláttur: Kattafóður og kjöt á grillið Það er ýmislegt á tilboðsverði í verslunum þessa vikuna. í Kjötmið- stöðinni var að finna á tilboði, lítra- fernur af appelsínunektar frá Sól á 79 krónur, sömuleiðis Brink krem- kex í 250 gramma pakkningum á 85 krónur. Kókómalt frá Lucerne, 907 grömm, var falt fyrir 298 krónur. Þá var og að finna á tilboði marinerað grillkjöt á 695 krónur kílóið. Tilboðshornið í Fíarðarkaupi var fjölbreytt. Þar var til að mynda Whiskas kattamatur í 400 gramma dósum á 64 krónur, Uncle Ben’s hrís- grjón í 907 gramma pakkningum á 105 krónur, hálft kíló af Barilla spag- hetti á 46 krónur og Tandex tann- burstar, tveir saman í pakka, á 79 krónur. í Bónusi mátti finna Wash and Go sjampo frá Widal Sassoon í 220 ml flöskum á 260 krónur, 300 gramma pakkningu af Létta frá Smjörlíki hf. á 98 krónur, DB kremkex frá Fourré í 300 gramma pakkningum á 77 krón- ur og loks 12 klósettpappírsrúllur saman í pakka frá Edet Natur á 244 krónur. í kjötborðinu í Kaupsiað er boðið upp á kryddlegnar lambakótelettur og framhryggssneiðar, tilbúnar beint á grillið. Kóteletturnar kosta 672 krónur kílóið og sama iiagn af fram- hryggssneiðum 698 krcnur. Þar var einnig að finna sex kiwi saman í pakka á 149 krónur og Maa- rud snakk í 85 gramma pakRningum á 145 krónur. -J.Mar GURKUR +6% I I 279 174 PAPRIKA -10% I 0Q I 555 286 SVEPPIR . -3% «0 3 l i 560 480

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.