Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1991, Síða 11
FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1991.
11
Utlönd
Ahorfandi á opna bandariska meistaramótinu í golfi fær súrefni eftir að
hann varð fyrir eldingu í gær. Einn maður lést i þrumuveðrinu.
Simamynd Reuter
Opna bandaríska meistaramótið í golfi:
Elding drep-
ur áhorfanda
Fyrsta umferö opna bandaríska
meistaramótsins í golfl, sem haldiö
er í Hazeltine golíklúbbnum í Minne-
sota, varð aö martröð í gær þegar
eldingu laust niöur í sex áhorfendur
með þeim afleiðingum aö einn þeirra
lést og hinir fimm slösuöust.
Sexmenningarnir fundust allir
hggjandi undir víðitré nærri ellefta
teignum eftir aö mikiö þrumuveður
gekk skyndilega yfir völlinn.
„Atburður sem þessi er martrööin
sem maður vonar aö fá aldrei," sagöi
David Fey, framkvæmdastjóri
bandaríska golfsambandsins.
Leikur á mótinu var stöðvaður í
nærri þijár klukkustundir á meðan
reynt var aö bjarga lífi þess sem svo
lést og gert var aö sárum hinna.
Áhorfendur á mótinu voru 40 þúsund
og yfirgáfu margir þeirra völlinn eft-
ir óveðrið.
Eldingunni laust niður sjö mínút-
um eftir að sírenur höfðu verið þeytt-
ar til að vara áhorfendur við yfirvof-
andi hættu og hvetja þá til að leita
skjóls. Þótt þrumuveðrið hafi skollið
skyndilega á segjast starfsmenn vall-
arins hafa verið ágætlega undirbúnir
og notuðu þeir m.a. ratsjá til að fylgj-
ast með því.
„Fyrstu fregnir, sem við fengum,
voru um að óveður væri í aðsigi en
að því fylgdi bara rigning," sagði
Fay. „Þegar við heyrðum aö veðrinu
fylgdu þrumur og eldingar litum við
upp og sáum eldingu í fjarska. Við
ákváðum þá að stöðva leikinn án taf-
ar.“
Á flestum golfvöllum í Bandaríkj-
unum, þar á meðal Hazeltine, eru
skýli til að vernda kylfingana en þau
duga hvergi nærri fyrir stóra áhorf-
endahópa sem fylgjast með mikil-
vægum mótum.
Reuter
Fundust nakin í koju
og voru sektuð
Herdómstóll í London sektaði í gær
og veitti áminningu flugmanni í sjó-
hernum og kvenhðsforingja sem
fundust nakin saman um borð í
breskri freigátu viö Persaflóa á meö-
an stríðið geisaði þar. Var þeim gert
að greiða jafnvirði rúmlega sjötíu
þúsund íslenskra króna.
Skötuhjúin tóku það fram í réttin-
um að þau hefðu ekki haft kynmök
um borð í freigátunni. Þau heföu
komist að þeirri niöurstöðu áður en
þau fundust kijúpandi í koju að
hætta væri á að samband þeirra færi
úr böndunum.
í breska sjóhernum hafa verið
miklar deilur um það hvort senda
beri konur út á haf og þykir víst að
þær aukist vegna þessa máls. Af tvö
hundruð og fimmtíu skipverjum á
fyrrnefndri freigátu voru tuttugu
konur. Reuter
Kvenliðsforinginn, Jacqueline
Ramsey, sem sektaður var eftir að
hafa fundist nakinn með flugmannl
um borð í breskri freigátu við Persa-
flóa. Simamynd Reuter
17. júní
fáallir
krakkar
blöðrur
með matnum
Opið alla daga
kl. 11-22
Kjúklingar
og ROKK
Erum í göngufæri
við rokkhátíðina
í Kaplakrika
M ^ntadqr Á horni Hjaliahrauns og Reykjanesbrautar, sími 50828
0 Fried Chicken Einnig í Reykjavik, Faxafeni 2, sími 680-588
ARTCH
LISTAHATID
i HAFNARFIRÐI
I. JÚNÍ-13. JÚL11991
SVÆÐIÐ OPNAR
KL. 12.00.
1 BARN YNGRA
EN 10 ÁRA í
FYLGD MEÐ
FULLORÐNUM
FÆR FRÍTT INN.
VEITINGAR
SELDAR ALLAN
DAGINN
12 TÍMA
SKEMMTUN
FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA
MIÐAVERD KR.
5.500.-
20.20-21.20
19.00-19.50
14.30-15.00
SUNNUDAGINN
KAPLAKRIKA HAFNARFIRÐI
FORSALA AÐGÖNGUMIÐA:
Reykjavík: Skifan. Kringlunni. Laugavegi 33 og Laugavegi 96; Bónus Videó
Hraunbergi; Bónus Videó Strandgötu 28. Videóhöllin Þönglabakka 6. Videóhöllin
Hamraborg 11, Akranes: Bókaskemman. Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga.
ísafjtirdur: Hljómborg. Sauðárkrókur: Kaupfélag Skagfirðinga. Akureyri: KEA.
Neskaupstadur: Tónspil. Ólafsvik: Gistiheimiliö Höfði HSfn: KASK.
Vestmannaeyjar: Adam og Eva Selfoss: Ösp Keflavík: Hljómval.
Allar upplýsingar i sima 91 - 67 49 15.
HÆGT ER AÐ BORGA MIÐANN MEÐ GREIÐSLUKORTI
I SIMA 91-674915 JE
RÉTTUM STAÐ
TÍMASETNINGAR Á HLJÓMSVEITUM G/ETU RASKAST LÍTILLEGA