Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1991, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1991, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1991. Spumingin Hefur þú farið í útilegu í sumar? Viðar Víkingsson, vinnur hjá ís- landsbanka: Nei, ekki enn en ég stefni að því í sumar. Kolbrún Gísladóttir sendill: Nei, en það getur vel verið að ég fari í sumar. Páll Sigurjónsson veitingamaður: Nei, en ég fer alveg tvímælalaust seinna í sumar. Guðrún Ragnarsdóttir nemi: Nei, en ég er ákveðin að fara að Kirkjubæjar- klaustri nú í sumar. Bjarni Bjarnason nemi: Nei og ég ætla ekki í útilegu í sumar. Gils Fiðriksson sjómaður: Nei, en ég býst við að ég fari á Snæfellsnes í sumar. Lesendur___________ Nýir straumar með Atlantal Frá fundi iðnaðarráðherra á sl. ári með forráðamönnum Atlantal. Björn Sigurðsson skrifar: Oftast þarf utanaðkomandi til að innleiða breytingar þar sem fast- heldni hefur ráðið lengi. Þetta á við um hópa og þjóöir og þó alveg sér- staklega um eyþjóðir. Hér á landi hafa oftar en ekki þurft til að koma erlendar álitsgerðir, samþykktir og stundum erlend lög til að hnika ríg- skorðuðum hefðum og reglugerðum sem hér hafa þótt alveg bærilegar þar til annað reynist sannara og betra. - Nýleg eru dæmi um sam- þykktir Mannréttadómdóls Evrópu þar sem við íslendingar leitum nú helst leiðréttingar á mannréttinda- brotum sem hér hafa viðgengist lengi við góðan orðstír. Nýir straumar berast m.a. með ein- staklingum sem hingað koma. Fyrir- lestrar hjá hagsmunasamtökum í viðskiptalífinu eru fjölsóttir og áhrif- in hreiðra um sig víðs vegar í þjóðlíf- inu. Og ekki má gleyma verktækn- inni. Samskipti við erlend fyrirtæki í viðskiptum opna augu manna fyrir því að margt hefur setið á hakanum og sumt hreinlega verið á afturlöpp- unum í þessu annars góða landi. íslenskur vinnumarkaður hefur ekki verið barnanna bestur og lengi vel hafa einungis tvö öíl ráðið því sem ráðið var. Alþýðusamband ís- lands og Vinnuveitendasamband ís- lands. - Það er því að vonum að for- ráðamönnum þessara samtaka hnykki við þegar einstaka verkalýðs- félög fara að gera samkomulag upp á sitt eindæmi og það við erlent stór- fyrirtæki sem hugsar sér að setja upp atvinnurekstur hér á landi. Þetta veldur nánast uppþoti í byrj- un en er ekki annað en það sem hér á eftir að verða algengur gjömingur þegar fram líða stundir. Stóra sam- tökin á vinnumarkaðinum hafa brugðist ókvæða við gagnvart verka- lýðsfélögum þeim á Suðumesjum sem brutu ísinn. - í Þjóðviljanum, sagði t.d. í forsíðufrétt „Verkfallsrétt- inum fórnaö" þótt það sé algjört rangnefni að kalla samkomulag verkalýðsfélaganna fórn eins eða annars. Hinn armur vinnumarkað- arins, VSÍ, tengir samning félaganna við stríðsyfirlýsingu og frumhlaup. Flestir munu þó gera sér ljóst að hinir nýju straumar, sem erlenda fyrirtækið Atlantal færir með sér hingað til lands, boða tímamót í samningum á vinnumarkaðinum. Það var löngu tímabært að brjóta upp hið staðnaða og stirða kerfi vinnu- markaðarins hér. Fyrstu viðbrögð stóru heildarsamtaka vinnumarkað- arins verða aðeins til að flýta fyrir þróun sem ekki verður stöðvuð. Guðbergur er frábær penni Þorsteinn Einarsson skrifar: í DV og Morgunblaðinu eru margar greinar dag hvern eftir hina ýmsu höfunda og jafnmörg eru viðfangs- efnin sem um er fjallað. Blöðin væru fátæklegri ef ekki væru neinar að- . sendar greinar. - Líklega væru minninga- og ættfræðigreinar ásamt lesendabréfuunm það eina sem mað- ur hefði úr að moða en allt er þetta víðlesið eins og allir vita. Einn er sá maður sem ég hefl ómælda ánægju af að lesa greinar eftir, það er Guðbergur Bergsson rit- höfundur, sem hefur nokkrum sinn- um skrifað í DV. Eina slíka las ég í blaðinu sl. mánudag. Hún hét „Hveijir eiga verðlaun skilið?" Snjöll ádrepa um friðarverðlaun Nóbels og afleidda þanka rithöfundarins. Ég man eftir fleiri greinum Guð- bergs, m.a. einni þar sem hann „handlék" mengunarmálin, m.a. hér á íslandi, og hvernig mengunin hefði að lokum áhrif á fiskinn okkar. End- aði á að vitna í konuna sem varð að láta sér lynda að kaupa „kvefaða keilu“ í soðið. - En það er ekki sama hvemig skrifað er. Jafnvel færustu rithöfundum er ekki alltaf lagið að skrifa um málefni líðandi stundar. Þaö getur Guðbergur hins vegar og það með afbrigðum skemmtilega. Góðan borgarstjóra viljum við Rósa Guðmundsdóttir skrifar: Vegna þess að enn er verið að skrifa um væntanleg borgarstjóraskipti, og málið hefur ekki enn verið afgreitt, langár mig til að leggja orð í belg. ekki skortir umsækjendur eða menn sem vilja taka starfið að sér. En nú hefur skapast rígur vegna þess að ekki var strax skipað í starfið, annað- hvort maður innan borgarstjórnar- flokksmeirihlutans - eða utan hans. Héðan af finnst mér fyrri leiðin ófær því að þá þyrfti að gera upp á milli tveggja manna sem hvað harðast hafa sóst eftir starfinu. Ekki bætir úr skák að efstu menn á lista Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjómarflokknum hafa sýnt tals- verða drýldni eða ofmetnað með því að svara því sýknt og heilagt að þeir vilji ekki ræða málin nema í sínum hópi og ekkert hafa með fjölmiðla að gera. - Þetta er ekki til fagnaðar hjá almennum kjósendum. Því er ég þess fullviss að þrautalendingin verður sú að ráða góöan mann utan frá, Ólafur B. Thors framkvstj. og fyrrv. forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. mann sem allir geta verið sammála um að einmitt leysi þann hnút sem málið er komið í. Við höfum ekki lengur á að skipa mönnum í hinum gamla og góða Sjálfstæðisflokki á borð við Ólaf Thors, Bjarna Benediktsson, Jóhann Hafstein og Geir Hallgrímsson, menn sem tóku á málunum af fullri ein- beitni eða málamiðlun, sem flokks- menn sættu sig við. Ég hef nú alltaf verið þeirrar skoð- unar að leita ætti til Ólafs B. Thors sem er vel kunnugur borgarmálum af setu sinni í borgarstjóm. Ég tel að það sé enn ekki fullreynt að fá hann til embættis borgarstjóra. Hann hefði að vísu mikið forskot umfram aðra í næstu kosningum til borgarstjómar, a.m.k. í prófkjöri, en það yrði líka Sjálfstæðisflokknum til framdráttar. - Borgarstjóramálið veröur að leysa og góðan borgar- stjóra viljum við. Það er heilmikið atriði fyrir höfuðborgina að það emb- ætti sé vel og tryggilega skipað. Haraldur Blöndal skrifar: Ekki þarf að hvetja neytandann til að hella úr skálum reiði sinnar ef honum mislikar þjónusta og verslunarvara. Hitt er sjaldgæf- ara að geta þess sem vel er gert. - Sonur minn, 10 ára gamall, fór í byrjun júní í verslunina Hvell, Smiðjuvegi 4 í Kópavogi. Hann er með nýtt hjól, aðeins um tveggja mánaða gamalt, og var í vandræðum með keðju og bremsukerfi. Er ekki að orð- lengja það að viðtökurnar voru öldungis til fyrirmyndar aö hans sögn. Ekki nóg með að afgreiðslu- maöurinn gæfi sér um hálfa klukkustund til að sinna pilti, heldur fékk hann viðgerð á bremsukerfinu og nýja keöju á hjóliö. Þetta kostaði ekki eyri! - Þetta þótti mér merkilegt og ekki síður er hann sagöi mér að á meðan hann var þarna komu tvö börn í verslunína með hjól sem þurfti að líta á. Að hans sögn var sama alúðin lögð við að leysa vanda þeirra. - Eg gat ekki annað en samglaðst syni mínum að lenda á svo liprum og kurteisum kaupmönnum. Þeir eru ekki á hvetju strái. Beinarpylsur ogbognar Jenný ski'ifar: Ég hef verið að fylgjast með hinum stríðu pylsuauglýsingum undanfarið frá framleiðendum þeirrar vinsælu vörutegundar sem pylsur eru hér á landi. - Þeir hjá Sláturfélaginu, minnir mig hafa sagt, að „boginn" (á pylsun- um) sé þeirra aðalsmerki. - En þá segja þeir Goða-menn, að það sé „ekkert bogið“ við pyslurnar þeirra. Og þar með heldur stríðið áfram. Ég segi hins vegar fyrir mig að ég vil endilega hafa pylsuraar beinar en ekki bognar. Ekki síst þegar ég er að borða þær í brauði með „öllu“. Það er hreinasta vandamál að vera með bogna „veltipylsu" eins og ég kalla hana í brauðinu. Alltaf í þann veginn að detta úr brauðinu. - Framleið- iö nú sérstaklega beinar pylsur, a.m.k. í brauðin. Notaleg þjónusta Sigríður Björnsdóttir skrifar: Til tilbrey tingar frá þeim kvört- unum sem oft eru í meirihluta þar sem rætt er um þjónustu og viðskipti hér á landi, langar mig til að hrósa bakaríi einu, þar sem ég versla oftast nú orðið. - Þetta er bakarí viö Álfabakka 12 hér í Breiðholtinu. En auk þess að geta keypt þarna brauð og kökur er líka hægt að setjast niður á staðn- um og fá kaffi og meðlæti. Þetta finnst mér afar notaleg þjónusta og óskandi væri að fleiri bakarí tækju upp svipaða þjónustu. Refsaðífangelsi Fyrrverandi fangi skrifar: Mig langar til aö koma því á frarafæri að íongum sem sitja í fangelsi hér er oftlega refsað geri þeir tilraun til að gæta réttar síns. Þetta kom m.a. fyrir mig per- sónulega. Ég get að sjálfsögðu ekki, aðstæðna vegna, látið það koma fram hvemig á mér var brotið eða hvernig mér var refs- að. - Ég myndi með því koma fóngum sem sifja í fangelsi í vandræöi. Fangar hafa hins vegar litla möguleika á að standa á rétti sin- um. Ég get þó ekki skiliö hvers vegna menn, sem sitja í fangelsí, mega ekki benda á meint lögbrot í þessu efni. Þeir sem eru í fang- elsi eru þar fyrir að brjóta lög. Þar af leiöandi skyldi maður halda að lög væru virt í fangels- um hér á landi! !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.