Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1991, Page 14
14
FÖSTUDAGUR 14. JUNÍ 1991.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91)27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1100 kr.
Verð i lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr.
Sjúklingaskattur
Heilbrigðisráðherra hefur kynnt áform sín um sparn-
að í heilbrigðiskerfinu, sem fela það einkum í sér að
sjúklingar þurfa sjálfir að greiða að fullu fyrir öll algeng-
ustu lyf. Niðurgreiðslur almannatrygginga á sýklalyfj-
um, svefnlyfjum, róandi lyíjum, getnaðarvarnalyQum
og öðrum þeim lyíjum, sem fást án lyfseðils, verða felld-
ar niður. Þegar um er að ræða langvarandi eða ólækn-
andi sjúkdóma skulu gefin út sérstök lyfjakort sam-
kvæmt umsóknum og undanþágum. Gert er ráð fyrir
að fólk geti fengið endurgreiddan lyfjakostnað sinn þeg-
ar um er að ræða efnalitla einstaklinga eða fjölskyldur.
Heilbrigðisráðherra reiknar með umtalsverðum sparn-
aði með þessum ráðstöfunum, sem getur numið hálfum
milljarði króna á ári.
Lyfjanotkun íslendinga er með ólíkindum. Á það
einkum við um sýklalyf. Hún er helmingi meiri á hvern
mann heldur en þekkist á Norðurlöndum, svo einhver
viðmiðun sé höfð til hhðsjónar. Upplýst er að ríkissjóð-
ur standi undir lyfjakostnaði í gegnum almannatrygg-
ingar og sjúkrahúsin, sem er á bilinu fjórir til fimm
mihjarðar króna. Þetta eru ískyggilegar upphæðir og
vantar þó inn í þá tölu hvað neytendur lyfjanna greiða
sjálfir. Af þessu má marka að lyíjanotkun og lyúakostn-
aður vegur þungt í heUbrigðisgeiranum og útgjöldum
ríkisins á þeim vettvangi.
Hér er hins vegar um viðkvæmt mál að ræða. Það
er viðkvæmt og vafasamt að beita niðurskurðarhnífi
ríkisins gagnvart sjúkhngum. Þar er höggvið sem síst
skyldi og hjá þeim sem þurfa helst á aðstoð hins opin-
bera að halda. Það er sömuleiðis mikil grundvallar-
spurning hvort rétt sé að miða framlag almannatrygg-
inga til sjúkra við efnahag þeirra. íslendingar hafa van-
ist því að allir fái sömu þjónustu og sömu meðferð þeg-
ar veikindi eru annars vegar. Þar hefur ekki verið farið
í manngreinarálit. Með hinni nýju stefnu heilbrigðisráð-
herra er að hluta til horfið frá þessari jafnréttisreglu,
þar sem gert er ráð fyrir að lyfjanotendur geti sótt um
undanþágur ef efnahagur er bágur. Má þá spyrja hve-
nær að því komi að sjúkhngar á sjúkrahúsum verði
látnir greiða daggjöld úr eigin vasa eftir efnum og ástæð-
um sjúklingsins. Á þessu tvennu, lyfjaneyslu til að
stemma stigu við sjúkdómi annars vegar og sjukrahús-
vist hins vegar, er stigsmunur en ekki eðlismunur.
Það er tímanna tákn að ráðherra Alþýðuflokksins
skuli ríða á vaðið í þessum efnum.
Auðvitað mun Sighvatur Björgvinsson mæta gagn-
rýni fyrir tihögur sínar. Sú gagnrýni hefur þegar komið
fram f mótmælum Alþýðusambandsins og BSRB. Reglu-
gerðarbreytingin mun verða uppnefnd sjúklingaskattur
og það með nokkrum rétti. Það mun standa styr um
þessa breytingu í röðum lækffa, enda hafa læknar sér-
stakt lag á því að setja sig upp á móti flestum þeim að-
gerðum sem stjórnvöld hafa lagt til um aukinn sparnað
í heilbrigðiskerfinu. Það er saga út af fyrir sig.
Lyfjakostnaðurinn hefur verið til umræðu í langan
tíma. Þar hefur hvorki gengið né rekið þar til nú að nýr
heilbrigðisráðherra tekur af skarið. Það frumkvæði er
virðingarvert og sjálfsagt að gefa því tíma. Sjá hvernig
dæmið gengur upp. Kostir breytinganna eru þeir að
fólk verður betur meðvitað um kostnaðinn. Fær rétt
verðskyn. Auk þess má leiða að því líkur að mjög dragi
úr kaupum og notkun á algengustu sýklalyfjum.
Aðalatriðið er að nú er loksins ráðist til atlögu gegn
óhóflegum útgjöldum. Einhvers staðar verður að byija.
Ehert B. Schram
Hin sjálf um-
glaða sigurvíma
Sá þjóðarleiðtogi sem spanar al-
menningsálitið einum of hátt upp
á á hættu aö verða fangi þess.
Þannig hefur fariö fyrir George
Bush Bandaríkjaforseta eftir lok
stríðsins við írak. Hann magnaði
upp slíkt fár gegn Saddam Hussein
persónulega að sjálfur djöfullinn
bliknaði í samanburði.
Öll bandaríska þjóðin sameinað-
ist í því háleita markmiði að ganga
erinda hins góða í krossferð gegn
hinu illa. í þeim tilgangi voru um
200 þúsund frakar drepnir og allur
iðnaöargrundvöllur íraks sprengd-
ur í loft upp og írakar voru hraktir
frá Kúvæt. Málstaður hins góða
hafði sigrað, eða hvað? Saddam
Hussein er enn persónulega ósigr-
aður. Hann hefur, ef eitthvað er,
sterkari tök á stjóm lands síns en
nokkru sinni fyrr. Hundruð þús-
unda manna í norðri og suðri í írak
eru á vergangi, drepsóttir og hung-
ur vofir yfir hundruðum þúsunda
til viðbótar. Það gósenland hins
góða sem átti að heimta úr hers
höndum hefur reynst vera lög-
regluríki á borð við írak og að auki
er olíuauður Kúvæts að brenna
upp í reyk. Stríösreksturinn hefur
engin áhrif haft til að liðka fyrir
samningum um lausn deilu ísraels
og Arabaríkjanna, nýtt vígbúnað-
arkapphlaup er hafiö, ef einhver
breyting hefur orðið í Miðaustur-
löndum er hún til hins verra.
Þjóðarstolt og Kúrdar
Hvað hefur þá áunnist? Eitt er
áþreifanlegt, sjálfstraust og þjóð-
ernisvitund Bandaríkjamanna hef-
ur stóraukist. Nú hafa þeir sannað
fyrir sjálfum sér að þeir geta unnið
stríð eftir allar þær sálarkvalir sem
ósigurinn í Víetnam hefur valdið
síðustu fimmtán ár. Þeir vita nú
að þeir eiga bestu vopnin og að
minnsta kosti jafngóöa hermenn
og nokkur annar. Stríðið við írak
hefur fyllt bandarískan almenning
þjóöarstolti og jafnvel þjóðrembu
sem birtist svo berlega í sigurgöngu
Bandaríkjahers í Washington og
New York um síðustu helgi.
En öll þessi sigurgleði er samt
blandin efa. Hvað varð um sigur
hins góða yfir hinu illa? Var ekki
eina niðurstaða stríðsins sú að
styrkja sjálfan djöfulinn, Saddam
Hussein, í sessi? Sú innanlandsólga
sem fylgdi stríðinu og birtist í þjóð-
flutningum Kúrda og uppreisn sjíta
múslíma hefur aðeins valdið aukn-
um hörmungum þess fólks sem átti
að frelsa undan haröstjórn Sadd-
ams.
George Bush bjó til svo miklar
væntingar með persónulegri kross-
ferð sinni gegn Saddam Hussein að
vonbrigði eru óhjákvæmileg. Þótt
hann sé nú hylltur sem mikill sig-
urvegari á eftir að koma í ljós
hversu lengi það veganesti dugir
honum. Þaö verður nefnilega ekki
hjá því komist að líta svo á að Sadd-
am Hussein hafi sloppiö vel frá því
að berjast einn við allan heiminn.
Enginn gat búist við að hann
hefði sigur gegn bandalagi 30 ríkja
sem hafði almenning um alla ver-
öldina á bak við sig. Samt slapp
hann óskaddaður, hörmungar
óbreyttra borgara í írak snerta
ekki hann persónulega. Saddam
Hussein er í aðstöðu til að gefa
Bush langt nef þótt Bandaríkja-
menn og aðrir þráist enn við að
viðurkenna það.
Mannfall
Hernaður Bandaríkjamanna, því
aö það voru næstum eingöngu
Bandaríkjamenn sem heijuðu á
írak, var að miklu leyti vindhögg.
Þegar til kom varð fyrirstaðan lítil
sem engin. Þrátt fyrir hástemmt
gort Swarzkopfs hershöfðingja af
frammistööu sinna manna gegn
KjáUaiinn \
Gunnar Eyþórsson
blaðamaður
fjórða stærsta her heims reyndust
ekki nema rúmlega 150 þúsund
menn úr varaliöi íraska hersins
hafa verið í Kúvæt og þeir reyndu
ekki einu sinni að berjast. Mann-
fallið ber þessu vitni.
Af 345 mönnum sem Bandaríkja-
menn misstu frá því í ágúst í fyrra
til stríðsloka fórust 14 í bardögum
í Kúvæt. 28 fórust í Scud árás í
Saudi-Arabíu á síðasta degi stríðs-
ins, 24 voru drepnir af sínum eigin
mönnum, þar af tólf sama daginn,
þegar bandarísk herþyrla gerði
árás á bandaríska bryndreka, 18
voru skotnir niður yfir írak og
Kúvæt, allir hinir fórust í slysum.
Sannleikurinn er sá að írakar ætl-
uðu ekki að verja Kúvæt, þeir vissu
jafnvel og aðrir aö við algert ofur-
efli var að etja. Bandaríkjamenn
höfðu að lokum 541 þúsund her-
menn á vígstöðvunum en hinn
raunverulegi íraski her var þá
hvergi nærri.
Alþýðuskýringar
Sú alþýðuskýring hefur verið
búin til aö Saddam Hussein hafi
tekist aö bæla niður uppreisn
Kúrda vegna þess að her hans var
ekki eyðilagður í Kúvæt. Sannleik-
urinn er allt annar, allan tímann
voru um 400 þúsund hermenn í
norðurhluta íarks sem aldrei komu
nálægt Kúvæt og þessi her bældi
niður uppreisnina. Goðsögnin um
allan herinn og skriðdrekana sem
sluppu, fyrir glæpsamlega van-
rækslu Bush að sumra áliti, var
búin til til að breiða yfir þá stað-
reynd að íraski herinn var-einfald-
lega ekki til staöar í Kúvæt, þar
voru miðaldra varaliðar með úrelt
hergögn sem Saddam taldi sig hafa
efni á að fórna.
Loftárásirnar voru háðar á efna-
hagslegum grunni, allur iðnaður í
írak skyldi eyðilagður. Þeirra á
meöal var eina mjólkurduftsverk-
smiöja landsins, þar voru fram-
leidd sýklávopn, aö dómi bandarí-
skra herforingja. Mjólkurduft er
einmitt það sem nú vantar hvað
mest meðal allslausra flóttamanna.
Lofthernaðurinn var óslitin sigur-
ganga. Að sögn Swarzkopfs rigndi
3000 pundum af sprengjum yfir ír-
ak á hverri minútu að meðaltali
samfleytt í sex vikur.
Réttlæti og sjálfshól
Niðurstaðan er sem sagt sú að
bandarískur almenningur er í sjö-
unda himni og þeir 500 þúsund
bandarísku hermenn sem þátt tóku
í hemaöinum eru þjóðhetjur um
sinn. Þar sem ekki næst til Sadd-
ams á að svelta almenning í írak
með áframhaldandi viðskiptabanni
og bæta emírnum í Kúvæt tjónið
með því að láta íraka greiða þriðj-
ung af olíuútflutningstekjum sín-
um í skaðabætur til Sabahfjöl-
skyldunnar. Réttlætinu hefur verið
fullnægt, eða hvað?
Þannig lítur málið út í Bandaríkj-
unum um þessar mundir. En hverj-
ir eru hinir raunverulegu sigur-
vegarar? Tvímælalaust ísrael,
sömuleiðis Sýrland og íran. En
mergurinn málsins er sá að maður-
inn sem átti að sigra, sjálfur djöfull-
inn í mannsmynd, persónu-
gervingur hins illa, Saddam Hus-
sein, stendur eftir ósigraður. Sigur-
gleðin í Bandaríkjunum er innan-
tómt sjálfshól, sá tilgangur sem
stríðið átti aö þjóna hefur gufað
upp.
Gunnar Eyþórsson
En öll þessi sigurgleði er samt blandin efa.
„Sú alþýðuskýring hefur verið búin til
að Saddam Hussein hafi tekist að bæla
niður uppreisn Kúrda vegna þess að
her hans var ekki eyðilagður í Kúvæt.
Sannleikurinn er allt annar..