Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Blaðsíða 1
Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur við einn sýningargripanna. DV-mynd JAK Þjóðminjasafnið: Stóra-Borg fomleifarannsókn 1978-1990 A morgun kl. 14 verður sýningin Stóra-Borg fornleifarannsókn 1978-1990 opnuð í Bogasal Þjóð- minjasafns íslands. Þar er sögð saga fornleifarannsókna í Stóru- Borg undir Eyjaflöllum, Rangár- vallasýslu og sýndir gripir sem þar fundust. Við opnunina flytur Þórð- ur Tómasson, safnvörður í Skóg- um, erindi. Árið 1978 var hafist handa við fomleifauppgröft í Borgarhól í Stóru-Borg, bæjarhól sem byggða- leifar höfðu hlaðið upp í aldaraðir, en hóllinn lá þá undir skemmdum af ágangi sjávar. í 13 sumur var grafið þar undir stjóm Mjallar Snæsdóttur fornleifafræðings og könnuð ýmis byggðarskeið á staðn- um. Margt góðra gripa fannst við uppgröftinn, rúnakefli, trégríma, innsigh, gríðarstórt steinker og margt fleira. Sýningin verður opin fram í nóv- ember. Á morgun opnar Alda Ármanna Sveinsdóttir sýningu á vatnslitamyndum af náttúru íslands I veitingahúsinu Café Mílanó í Faxafeni 11. Myndirn- ar eru málaðar á liðnu sumri og flest viðfangsefnin eru frá Vestmanna- eyjum, af Siðunni og Kirkjubæjarklaustri. Sumartónleikar í Skálholtskirkju Fyrstu tónleikar sumarsins á vegum Sumartónleika í Skálholts- kirkju verða um helgina. Félagar úr Musica Antiqua Köln hefja Sumartónleikana að þessu sinni með verkum eftir Bach, Biber, Ge- maniani, Telemann, Graf og Moz- art. Að venju veröur boðið upp á þrenna tónleika, á laugardag kl. 15 og 17 og á sunnudag kl. 15. Athygli skal vakin á fyrirlestri Jed Wentz flautuleikara Musica Antiqua Köln á laugardag kl. 13 í Skálholtsskóla er hann nefnir „Ástríður sálarinn- ar“ og fjallar um lífssýn nokkurra barokktónskálda. Musica Antiqua Köln er einn virtasti og eftirsóttasti hópur bar- okktúlkenda í dag. Félagar úr Musica Antiqua Köln sem sækja Sumartónleika í Skálholti um helg- ina eru Jed Wentz flautuleikari, Að venju verður boðið upp á þrenna tónleika um helgar. Manfred Kraemer fiöluleikari, Ballasz Mate sellóleikari og Riko Laura Johnson lágfiöluleikari, Fukuda semballeikari. Árbæjarsafn: Margt til skemmtunar Heilmikið veröur um að vera á Bemharðsson sagnfræðingur stutt og séra Kristinn Ágúst Friðfinns- Árbæjarsafni á sunnudag. Jass- erindi á sama stað um jass og aðra son messar kl. 14. Meðal hand- sveit á vegum Tómasar R. Einars- tónhst á stríðsárunum. verksmanna eru skósmiður og sonar mun leika við Dihonshús kl. Sem fyrr verða handverksmenn bókbindari og þá má einnig benda 14.30-17 og kl. 15 flytur Eggert Þór að störfum á safninu kl. 13.30-17 á ljósmynda- og fornleifasýningu. Skósmiður að störfum i Árbæjarsafni. Gígja Baldursdóttir sýnir á Torfunni A morgun mun Gígja Baldurs- dóttir hengja upp myndir sínar í veitingahúsinu Torfunni, Amt- mannsstíg 1. Gígja er fædd í Reykjavík og stundaði nám við Myndlistarskóla Reykjavíkur 1980-81, Oslo Male- skole 1981—82 og Myndhsta- og handíðaskóla islands 1982-86. Hún hélt einkasýningu í Ásmundarsal 1989. Myndimar á sýningunni eru málaðar með akrílhtum á pappír og eru unnar á síðastliðnum tveim- ur árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.