Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Blaðsíða 6
22 X' í.r' i ,.é nir /iTUi'raOí FÖSTUDAGUR 5. JÚLl 1991. Regnboginn: Hrói höttur, prins þjófanna í dag frumsýnir Regnboginn vin- sælustu kvikmyndina í Bandaríkj- unum um þessar mundir, Hrói höttur, prins þjófanna (Robin Ho- od, Prince of the Thieves) meö Ke- vin Costner í aðalhlutverki. Þetta er önnur tveggja kvikmynda um Hróa sem komið hafa á markaðinn í sumar og hefur þessi haft vinning- in hvað vinsældir snertir. Raunar fór það svo að Hróa hattar myndin, sem Bíóborgin sýnir, fór aldrei í kvikmyndahús vestanhafs, heldur var sýnd sem sjónvarpskvikmynd. Það verða sjálfsagt margir sem verða undrandi á söguþræðinum í Hróa hetti, hann er ekki beint líkur því sem venja hefur verið hingað til. Þegar myndin hefst er Hrói höttur, sem er aöalsmaður, að koma úr krossferð frá Landinu helga og með honum er svartur Mári sem hefur heitið því aö skilja ekki við hann fyrr en hann hefur bjargað lífi hans. Morgan Freeman leikur Márann. Hrói lendir síðan í kunnuglegum útistöðum við fótget- ann í Nottingham, sem leikinn er snilldarlega af Alan Rickman, og flýr í Skírisskóg þar sem barist er um völdin meðal útlaganna. Þeir sem séð hafa þessa nýju út- gáfu af Hróa hetti segja að hann líkist fremur Indiana Jones heldur en gömlu Hróaímyndinni sem Er- roll Flynn gerði ódauðlega á fjórða áratugnum. Það var ekki lagt í þessa Hróa mynd fyrr en Kevin Costner hafði játað því að leika í henni, slík áhætta þótti að gera hana, en þegar hann hafði samþykkt var ekkert til sparað. Costner setti þó skilyrði fyrir þátttöku sinni, að hann fengi að ráða hver yrði leikstjóri. Valdi hann vin sinn Kevin Reynolds sem ekki hafði mikla reynslu af stór- myndum sem þessum. Allt virðist þó hafa gengið upp og nú er aðeins að sjá hvernig landinn tekur nýjum Hróa hetti. -HK Tilburðir Hróa hattar minna oft frekar á Indiana Jones en gömlu Hróaímyndina. Fjörugir unglingar skemmta sér. Laugarásbíó: Táningar Laugarásbíó hefur hafið sýningar á léttri gamanmynd, Táningum (Book of Love). Aðalpersónan er Jack Twiller sem kvíðir fyrir þeim breytingum sem fylgja því að foreldrar hans flytjast með hann og yngri bróður hans, Peanut, í nýtt um- hverfi. Hann kynnist samt strax bækluð- um dreng og er honum hjálplegur meðan hann er að venjast nýja staönum. Jack kynnist líka fleiri strákum, meðal annars Floyd, sem móður hans líkar vel við og telur sannkallað prúðmenni, en ekki er allt sem sýnist og þegar Jack býð- ur honum gistingu þegar hann er einn heima býður Floyd hópi fólks í partí þar sem djammað er upp um alla veggi. Það eru ungir og óþekktir leikarar sem leika aðalhlutverkin í Táningum. Chris Young, sem leikur Jack Twiller, er aðeins 19 ára gamail og fæddur í Pennsylvaniu. Hann hefur þó leikið á sviði síöan hann var sjö ára gamall og hefur alltaf sett stefn- una á leiklistina. Þeir sem sáu leiknu þættina um Max Headroom muna kannski eftir honum en hann lék ungt tölvufrík sem var í sambandi við Headroom. Þá lék hann son John Candy í The Great Outdo- ors. Leikstjórinn, Robert Shaye, er stofnandi New Line Cinema sem er eitt af „minni“ kvikmyndafyrirtækjunum í Hollywood sem hefur gengið vel að undanfómu. Hann byrjaði með fyrirtækið sem lítiö dreifing- arfyrirtæki en með skynsamlegu vah á kvikmyndum hefur hann gert New Line Cinema að fyrirtæki sem veltir milljörö- um árlega. Shaye hefur sjálfur ekki mikið leikstýrt kvikmyndum heldur verið í hlut- verki framleiðanda og meðal kvikmynda, sem hann hefur framleitt, má nefna Nig- htmare on Elm Street myndirnar, The Hidden, Critters, Hairspray og My Demon Lover. -HK BÍÓBORGIN Ungi njósnarinn ★★14 Dágóð skemmtxm þar sem gert er stólpagrín að James Bond og hans líkum. Efnisleikarar ásamt eldri og reyndari fara á kostum. Einnig sýnd í Bíóhöllinni. -PÁ Valdatafl ★★★* Grípandi glæpónasaga með undra- verðu handriti og persónum. Enn eitt meistaraverkið frá Cœn- bræðrum. -GE Hrói höttur ★★ Ágætis hasarmynd á léttari nótun- um. Gerir lítáö úr hetjuímynd Hróa enda Bergin frekar daufur. -GE Eymd ★★★ Vel heppnuö spennumynd eftir einni af skástu sögum Stephens King. Kathy Bates sýnir hörkuleik. Dúndurafþreying. -PÁ BÍÓHÖLLIN Meö lögguna ó hælunum ★★ Góö tónlist og tökur fyrir ofan meðallag bjarga myndinni fyrir hom. Efhileg saga rennur út í sandinn. -PÁ Útrýmandinn , ★'/> Næfurþunnur B-myndasöguþráð- ur meö einfaldri sálarflækju. Ekki næg spenna til uppfyllingar. -GE Sofið hjá óvininum Einstaklega stílhrein útfærsla á einfaldri en kröftugri sögu. Júlia er sæt sem endranær. -GE Aleinn heima ★★ '4 Gamanmynd um ráðagóðan strák sem kann svo sannarlega að taka á móti innbrotsþjófum. Miög fynd- in í bestu atriðunum. MacCaulay Culkin er stjama framtíöarinnar. -HK HÁSKÓLABÍÓ Lömbin þagna Stórgóð sakamálmynd þar sem fer saman mikil spenna og góöur leik- ur. Anthony Hopkins er ógleyman- legur. -HK Hafmeyjarnar ★★ Þrjár spes mæðgur og uppátæki þeirra á sjöunda áratugnum vekja oft kátínu. Litla stelpan leikur Cher og Winonu í kaf. -GE Ástargildran ★★ Erótísk eöa ekki erótísk, það er spumingin. I slöku meöallagi. -PÁ Eldfuglar ★ Vængstýfður óður til herþyrlu. Bara fyrir hörðustu hemaðará- hugamenn. -GE Tveir góðir ★'/; Því miður stenst myndin engan vegin samanburð við fyrirrennar- ann, Chinatown. Góöur leikur bjargar ruglingslegu handriti. HK DanieUe frænka ★★ Sérstæð gamanmynd um fúllynt gamalmenni. Ágæt skemmtun. -PÁ Bittu mig, elskaðu mig ★★★ Afdráttarlaus, meinfyndin kóme- día. Helst betur á húmornum en alvörunni á bak við húmorinn. -GE LAUGARÁSBÍÓ Hans hátign ★ 14 John Goodman leikur erfingja bresku krúnunnar þegar öll kon- ungsfjölskyldan ferst á einu bretti. Goodman nær ekki að bera uppi myndina sem er frekar ófyndin. -PÁ Hvíta höUin ★★'/> Skemmtileg mynd um ást og stétta- skiptingu. Spader og Sarandon fara á kostum þótt handritið bregðist í lokin. -PÁ REGNBOGINN Glæpakonungurinn ★★'/> Nöturleg mynd af undirheimum New York. Walken í banastuði. Ekki fyrir viðkvæma. -PÁ Löng og faUeg kvikmynd um nátt- úruvernd og útrýmingu indíána. Glæsileg frumraun Kevins Costn- er. -PÁ STJÖRNUBÍÓ Saga úr stórborg **!4 Steve Martin sýnir sínar bestu hhðar sem leikari og handritshöf- undur í skoplegri ádeiiu á þotuliðið í Los Angeles. -HK Avalon ★★*'/! Skemmtileg ættarsaga og frábær ádeUa á upplausn stórfjölskyld- unnar í drauraalandinu. -GE Stál í stál ★'/> Eftir hressilega byrjun siglir í rugl- inslega atburðarás sem er yfir- gengilega ósennUeg. -HK Cyrano de Bergerac ★★★ Gerard Depardieu er eins og hvirf- ilbylur í aðalhlutverkinu. Magnað- ur leikur í glæsilegri stórmynd. -PÁ Dansað við úlfa ★★★ The Doors ★★★ OUver Stone er snjall kvikmynda- gerðarmaður. Honum tekst að gera sannfærandi mynd um ævi popp- goðsins Jims Morrison sem brann út á örfáum árum. Val Kilmer hjálpar tU með góðum leik. -HK Pottormamir ★'/! Hroðvirknislegt framhald þar sem söguþráður er nánast enginn og frumleikinn horfinn. Bömin eru einu leikararnir sem standa fyrir sínu. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.