Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Side 7
23 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ1991. íþróttir helgarinnar: Toppleikur á Hlíðarenda í kvöld - aldursflokkamótið í sundi í Hafnarfirði um helgina Áttundu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Tvö lið úr efri hlutanum, Valur og Breiðablik, mætast á Hlíðarenda og Stjarnan tekur á móti Eyjamönnum í Garðabæ. Báðir leikimir heíjast klukkan 20. í 2. deild veröur leikin heil um- ferð og þar ber hæst viðureign ÍA og Þróttar R. á Akranesi en ÍA er á toppnum og Þróttarar í þriðja sætinu. Þá er fallslagur á Hvaleyr- arholti í Hafnarfirði þar sem Hauk- ar mæta Fylki. Þór og Tindastóll leika á Akureyri, ÍBK og ÍR í Kefla- vík og Grindavík mætir Selfyssing- um í Grindavík. AUir leikimir hefj- ast klukkan 20. Heil umferð verður í 3. deiid og í þeirri jöfnu baráttu era allir leikir úrslitaleikir. Liðin í öðra og þriðja sæti, Skallagrímur og BÍ, mætast í Borgamesi, Leiftur og Þróttur, N. á Ólafsfirði, Magni og ÍK á Greni- vík, Reynir, Á. og Dalvík á Ár- skógsströnd og loks KS og Völsung- ur á Siglufirði. Allir leikirnir hefj- ast klukkan 14. Þá er mikið leikið í 4. deild um helgina. í kvöld mætast Leiknir, R., og Ægir og Þrymur og Neisti en á morgun Reynir, S. - TBR, Bol- ungarvik - Njarðvík, Stokkseyri - Afturelding, Ármann - Geislinn, Víkverji - Víkingur, Ó., Hafnir - Árvakur, Léttir - Grótta, Snæ- fell - Fj ölnir, SM - Kormákur, HSÞ-b - Hvöt, KSH - Sindri, Austri - Einherji og Valur, Rf. - Huginn. í 2. deild kvenna leika Valur, Rf., og Höttur í kvöld og Austri og Ein- heiji á morgun. Kvennalandsliðið mætir Þjóðverjum Þýskt úrvalslið kvenna er komið til landsins og leikur þijá leiki gegn íslenska kvennaiandsliðinu á næstu dögum. Fyrsti leikurinn verður á Selfossi klukkan 18 1 kvöld, sá næsti í Reykjavík klukk- an 18 á sunnudag og sá síðasti á Valbjarnarvelli klukkan 18 á þriðjudag. Á Akureyri er haldið Essomót 5. flokks en það hófst í gær og lýkur á sunnudaginn. Þar fer einnig fram pollamót Þórs og Sjallans fyrir knattspyrnumenn 30 ára og eldri í dag og á morgun. Þá fer um helgina fram forkeppnin í Hnátumóti KSÍ. Aldursflokka- mótið í sundi Aldursflokkameistaramótið í sundi fer fram um helgina í Hafn- arfirði. Þar keppir mikill fjöldi barna og unglinga frá 10 ára aldri og má búast viö skemmtilegri keppni í öllum greinum. Mörg mót hjá hestamönnum Talsvert verður um að vera hjá hestamönnum víða um land um helgina. Stormur er með gæðinga- keppni og kappreiðar á Söndum í dag og á morgun og það sama er um að vera á sömu dögum hjá Glað á Nesodda. Faxi er sömuleiðis með gæðingakeppni og kappreiðar í Faxaborg á laugardag og sunnu- dag. Þá halda Feykir og Snæfaxi hestamót á Ásbyrgisvelli á laugar- dag og sunnudag og loksins stend- ur Blær fyrir hestadögum á Kirkju- bólseyrum um helgina. Keppt á kjölbátum Siglingamenn á kjölbátum verða á ferðinni milli Reykjavíkur og Ól- afsvíkur en Faxaflóakeppnin hefst klukkan 14 í dag og lýkur á sunnu- dag. Þá verður á sunnudag keppt um Ólafsvíkurbikarinn og hefst sú keppni klukkan 10. Það er Brokey sem hefur umsjón með báðum mótunum. Af öðrum viðburöum helgarinn- ar má nefna stórmót í kraftlyfting- um á Akureyri á morgun, bílkross hjá Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykja- víkur á sunnudaginn og svo meist- aramót flestra golfklúbba landsins sem standa yfir þessa dagana og lýkur yfirleitt á laugardag eða sunnudag. -VS Það mæðir væntanlega mikið á dómurunum í knattspyrnuleikjum helgar- innar en þeir hafa verið taisvert í sviðsljósinu að undanförnu. Hér er það Egill Már Markússon sem er með rauða spjaldið á lofti. DV-mynd Brynjar Gauti Sýningar Art-Hún Stangarhyl7 Art-Hún-hópurinn sýnir skúlptúrverk, grafík og myndir, unnar í kol, pastel og oliu, í sýningarsal sínum aö Stangarhyl 7. Opið virka daga kl. 12-18. Aðrir tímar eftir samkomulagi. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 í safni Ásgríms Jónssonar eru nú sýnd 26 verk. Mörg verkanna, sem bæði eru unnin í olíu og með vatnslitum, eru frá árunum 1905-1930 og eru þau einkum frá Suðurlandi. Ásmundarsafn Sigtúni Þar stendur yfir sýning sem ber yfir- skriftina Bókmenntimar í list Ásmundar Sveinssonar. Jafnframt hefur verið tekin í notkun ný viðbygging við Ásmundar- safn. Safnið er opið frá kl. 10-16 alla daga. Café Mílanó Faxafeni 11 Á morgun opnar Alda Armanna Sveins- dóttir sýningu á vatnslitamyndum af náttúru íslands í veitingahúsinu Café Mílanó. Myndimar em málaðar á liðnu sumri. FÍM-salurinn v/Garðastræti Sumampphenging til 21. júlí. Opið dag- lega kl. 14-18. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Nú stendur yfir sumarsýning á verkum gömlu meistaranna í Gallerí Borg, Póst- hússtræti. Verkin em öll til sölu. Gallerí Borg er opið virka daga kl. 14-18 en lokað um helgar. Gallerí List Skipholti Þar stendur yfir sýning á verkum eftir nokkra listamenn. Þar gefur að lita graf- ikmálverk, keramik, postulfn, glerverk og rakúkeramik. Sýningin stendur yfir i allt sumar og er opið virka daga ki. 10.30-18. Galleri 8 Austurstræti 8 Þar stendur yfir sýning á miklu úrvali listaverka eftir um 60 listamenn: mynd- list, leirhst, gler, grafik, skartgripir og fleira. Ný listaverk í hverri viku, einnig verk eldri málara. Opið frá kl. 10-18 alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Gallerí Kot Borgarkringlunni Leifur Breiðfjörð sýnir steinda glugga, oliumálverk og pastelmyndir. Sýningin er opin á almennum afgreiðslutíma Borg- arkringlunnar. Gallerí Sigurþórs Víðimel 61 er opið alla daga frá kl. 13-18. Myndverk eftir Sigurþór Jakobsson til sýnis og sölu. Gallerí II Skólavörðustig 4a Ami Páll og Joep Van Lieshout opna sýningu á skúlptúrum í dag kl. 18. Sýn- ingin verður opin alla daga kl. 14-18 og stendur hún til 14. júli. Hafnarborg Strandgötu 34 Myndlistarsýning í Hafnarborg með þátt- töku ýmissa listamanna. Sýningarsalir em opnir daglega kl. 14-19, lokað þriðju- daga. Sýningin stendur til 14. júlí. Hlaðvarpinn Vesturgötu 3 Laura Valentino opnar málverkasýningu í Hlaðvarpanum í dag sem hún nefnir „Kyn, vald, fegurð“. Sýningin stendur til 21. júlí og er galleríið opið þriðjudaga til föstudaga kl. 12-18, laugardaga kl. 10-16 og sunnudaga kl. 14-16. J. Hinriksson Maritime Museum Súðarvogi 4 Sjóminja- og vélsmiöjumunasafnið er opið frá kl. 13-17 þriðjudaga, miðviku- daga, fimmtudaga, fóstudaga og laugar- daga. Keramikhúsið, gallerí v/Faxafen Sýning á leikaramyndum eftir Halldór Pétursson. Opið alla daga kl. 13-18 nema laugardaga kl. 13-17. Listasafn Einars Jónssonar Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Listinn, gallerí - innrömmun Síðumúla 32 Uppsetningar eflir þekkta íslenska mál- ara: olía, vatnslitir, pastel og grafík. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-18. Mokkakaffi v/Skólavörðustíg Helgi Jónsson sýnir næstu tvær vikur litlar vatnslitamyndir. Þetta eru lands- lagsmyndir frá ýmsum stöðum, málaðar eftir skissum gerðum á staðnum. Helgi hefur lengi fengist viö myndlist og síð- asta áratuginn verið í Myndlistarskólan- um í Reykjavík í ýmsum greinum. Katel Laugavegi 20b (Klapparstígsmegin) Til sölu eru verk eftir innlenda og er- lenda listamenn, málverk, grafík og leir- munir. Kjarvalsstaðir v/Miklatún í austursal Kjarvalsstaða stendur yfir sýning á verkum eftir Ragnar í Smára á vegum Listasafns ASÍ. í vestursal stend- ur yfir sýning á vekum eftir Cristo sem er amerískur myndhöggvari. Sl. 30 ár hefur hann pakkað inn heilum bygging- um og strengir tjöld margra kílómetra leið yfir dali og fjöll. Báðar sýningamar standa til 14. júlí. Kjarvalsstaðir eru opn- ir daglega kl. 11-18 og er veitingabúðin opin á sama tima. Listasafn ASÍ v/Grensásveg Þar stendur yfir sýningin Ungir lista- menn - sýning í minningu Ragnars í Smára. Sýningin er á vegum Listasafns ASÍ og Sambands íslenskra myndlistar- manna. Á sýningunni eru verk eftir myndlistarmennina Erlu Þórarinsdóttur, Halldór Ásgeirsson, Hannes Lárusson, Kristinn G. Harðarson, Kristin E. Hrafns- son, Ólaf Svein Gíslason, Ráðhildi Inga- dóttur, Sólveigu Aðalsteinsdóttur, Stein- grím E. Kristmundsson og Svövu Björns- dóttur. Sýningin er opin kl. 11-18 og stendur hún til 14. júlí. Listasafn Háskóla íslands í Odda Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7 Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum í eigu safnsins. í sölum 1, 2 og 4 eru sýnd verk eftir íslenska listamenn og í sal 3 eru sýnd grafíkverk. Listasafn- ið er opið álla daga nema mánudaga kl. 12-18 og er aðgangur ókeypis. Veitinga- stofa safnsins er opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 í Listasafni Siguijóns í Laugamesi er nú til sýnis úrval af andlitsmyndum Sigur- jóns frá tímabilinu 1927-1980. Safnið er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18 og mánudaga til fimmtudaga kl. 20.-22. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma. Norræna húsið v/Hringbraut Þar stendur yfir sýning á afstraktverkum eftir Þorvald Skúlason. Listaverkin eru öll í eigu Háskóla íslands og hefur þaö góðfúslega lánað þessi verk á sýninguna. Verkin eru máluð á árunum 1950-1981. Sýningin er opin daglega kl. 13-19 og stendur til 25. ágúst. Aögangur er ókeyp- is. í anddyri hússins er sýning á útskrift- arverkefnum gullsmíðanema við Lahti Design Institute í Finnlandi. Á sýning- unni eru munir unnir í gull og silfur. Sýningin er opin daglega kl. 9-19 nema sunnudaga kl. 12-19 og lýkur henni 12. júlí. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8 Hafnarfirði, simi 52502 Opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Stofnun Árna Magnússonar Árnagarði, Suðurgötu Handritasýning í Stofnun Árna Magnús- sonar er opin í Amagarði afia daga í sum- ar fram til 1. september kl. 14-16. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu Þar em til sýnis og sölu postulínslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og fóstudaga og á laugardögum kl. 10-16. Guðmundur Helgi Gústafsson sýnir í Ölkjallaranum í Ólkjallaranum við Austurvöll stendur nú yfir sýning Guðmundar Helga Gústafssonar á vatnslita- og tússmynd- um. Til sýnis em 23 verk gerð á sl. fimm árum. Sýningin stendur til 15. júlí og er opin á afgreiðslutíma Ölkjallarans. Þjóðminjasafnið Á morgun kl. 14 verður sýningin „Stóra- Borg - Fornleifarannsókn 1978-1990“ opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Þar er sögð saga fornleifarannsókna í Stóm- Borg undir Eyjaíjöllum, Rangárvalla- sýslu, og sýndir gripir sem þar fundust. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-16. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58, sími 24162 Opið daglega kl. 11-17. Þar stendur yfir sýning á mannamyndum HaUgríms Ein- arssonar ljósmyndara. Laxdalshús Hafnarstræti 11 Opið daglega kl. 11-17. Þar stendur yfir sýningin „Öefjords Handelssted", brot úr sögu verslunar á Akureyri. Kaffiveit- ingar. Spron Álfabakka 14 í SPRON stendur yfir sýning á verkum Sigrúnar Eldjárn. A sýningunni gefur að líta 7 grafíkmyndir, auk 12 olíumálverka sem unnin em á striga. Sýningin stendur yfir til 9. ágúst og er opin á afgreiðslutíma útibúsins, frá kl. 9.15-16 alla virka daga. Þrastalundur v/Sog Um þessar mundir sýnir Edwin Kaaber málverk, flest urrnin í akríl. Sýningin stendur til 7. júli nk. Þetta er 5. einkasýn- ing Edwins og em allar myndirnar til sölu. + MINNINGARKORT Sími: 694100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.