Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Side 8
24 i fQSTUPAGl/R; 1991. Veðurhorfur næstu daga: Dapurlegt útlit er líður á vikuna Veörið á suðvesturhorni landsins hefur heldur verið á verri veg á und- anfórnum dögum. Eftir einmunatið í júnímánuði þar sem sólskinið sleikti borgarbúa og nágranna þeirra hefur rigningin nú látið til sín taka. Aðrir hlutar landsins hafa þó ekki þurft að kvarta og víðs vegar hefur verið sannkallað sólbaðsveður. Á Kirkjubæjarklaustri t.d. munaði minnstu að gamalt hitamet yrði sleg- ið. Ekki eru þó allir sem bölva rigning- unni. Bændurnir eru hæstánægðir með vætuna enda stefndi víða í ófremdarástand sökum þurrka. Hvort „góða veðrið“ sé búið getur enginn nema tíminn leitt í ljós en sé litið á hitatölur morgundagsins er athyglisvert að veðrið í Evrópu er að skána en hvort það er á okkar kostnað er önnur saga. Höfuðborgin Morgundagurinn er bestur í spá Accu-Weather hvað varðar Reykja- vík. Þá verður væntanlega létt yfir og sólin ætti að skína töluvert á mannskapinn. Hitinn verður mestur 16 gráður en minnstur 8. Sunnudag- urinn er verri að því leytinu til að þá verða einhver ský á þvælingi en hitinn verður svipaður. Á mánudag verður komið annað hljóð í strokkinn og þá er vissara að muna eftir regnhiífinni. Svipað er að segja um þriðjudaginn, spáð er rign- ingu og svalt verður í veðri. Á mið- vikudag verður einfaldlega skýjað og lítið meira um það að segja. Hitiþessa daga verður á bilinu 9-13 stig. í töflu hér neðar á síðunni má sjá að táknin fyrir þessa þrjá síðast- nefndu daga er alskýjað og súld og ef einhver var búinn að ráðgera að grilla úti er honum vinsamlega benti á að gera það frekar um helgina. Landsbyggðin Veðrið norðanlands hefur oft verið betra það sem af er sumri. Júnímán- uður var ekkert sérstakur og reynd- ar myndu sumir hreinlega segja lé- legur. Ekkert Mallorca-veður er sjá- anlegt þar í augnablikinu en það er þó ekki öll nótt úti enn. Líkt og ann- ars staðar á landinu verður þar skásta veðrið um helgina. Á laugar- dag gæti reyndar orðið léttskýjað en uppskrift sunnudagsins er hálfskýj- að víðast hvar. Á Kirkjubæjarklaustri hefur verið stuttbuxnaveður en ef þessi spá nær fram að ganga er það úti er líður á vikuna. Sem sagt engin undantekn- ing fyrir þá á Suðurlandinu. Sé ein- blínt á lægstu tölur er Raufarhöfn í fremstu röð. Á laugardag og mánu- dag gæti hitinn farið niður í 4 stig en undir sama hatt falla Akureyri og Galtarviti á sunnudag. í höfuðstað Norðurlands gæti hitinn ennfremur verið við fimm gráða markið þrjá daga í röð. Þ.e. mánudag til miðviku- dags. A landsvísu eru táknin nánast eins og það er greinilegt að útlitið er dap- urlegt er líður á vikuna. Helgina er reyndar ágæt að sjá en hvort það bætir upp hina dagana er áhtamál. Á mánudag verður alls staðar alskýjað og daginn eftir verður það sama upp á teningnum með töluverðri súld saman við. Miðvikudagurinn er sá sami með þremur undantekningum þó. Á Hjarðarnesi, Akureyri og Egils- stöðum verður nefniiega hálfskýjað. -GRS Raufarhöfn 12° Galtarvltl Keflavík 16 Vestmannaeyjar 15° Laugardagur íbúar á höfuðborgarsvæðinu geta gert ráð fyrir björtu veðri og sólriku um helgina en síð- an þykknar upp á mánudaginn og líklega verður einhver væta fram eftir vikunni. Bændur geta andað léttar því að búast má við skúraleiðing- um meira eða minna um allt land fram í miðja vikuna þann- ig að sprettan ætti að taka vel við sér. Hrelldir ferðamenn af suðlægari slóðum, sem þjak- aðir hafa verið af hinni sterku norrænu sól, geta brugðið sér til norðausturhornsins og kælt sig niður því að gert er ráð fyrir kólnandi veðri þar. V 9 oo ■R Veðurhorfur á íslandi næstu 5 daga sú — súld s — skúrir m i — mistur þo — þoka þr — þrumuveður LAUGARDAGUR SUNNUDAGUR MÁNUDAGUR ÞRIÐJUDAGUR MIÐVIKUDAGUR Veðurhorfur í Reykjavík næstu 5 daga Sólríkt og milt veður hiti mestur +16° minnstur +8° Sólskin á köflum og milt veður hiti mestur +15° minnstur +8° Skýjað að mestu og skúraleiðingar hiti mestur +13° minnstur 9° Skýjað og gola með skúrum hiti mestur +12° minnstur +9° Þungbúið veður en þurrt að mestu hiti mestur +13° minnstur +9° STAÐIR LAU. SUN. MÁN. ÞRI. MIÐ. Akureyri 14/6IS 11/4hs 10/5as 11/5as 12/5hs Egilsstaðir 13/7ls 11/6hs 11/7as 11/7as 13/6hs Galtarviti 13/6IS 12/4hs 11/6as 11/7as 12/6as Hjarðarnes 15/7IS 13/7hs 12/7as 12/8sú 13/8hs Keflavflv. 16/8IS 15/8hs 14/9as 13/8sú 14/8as Kirkjubkl. 15/7IS 14/6hs 12/7as 12/8sú 13/7as Raufarhöfn 12/4hs 11/3hs 9/4as 10/5as 11/6as Reykjavík 16/8IS 15/8hs 13/9as 12/9sú 13/9as Sauðárkrókur 14/6ls 13/6hs 11/6as 12/7as 12/6as Vestmannaey. 15/8IS 13/8as 12/9as 12/9sú 13/8as Skýringar á táknum sk — skýjað o he — heiöskírt • as — alskýjað 0 Is — léttskýjað s' ri — rigning 0 hs — hálfskýjað ¥ ¥ ¥ sn — snjókoma Veðurhorfur í útlöndum næstu 5 daga BORGIR LAU. SUN. MÁN. ÞRI. MIÐ. BORGIR LAU. SUN. MÁN. ÞRI. MIÐ. Algarve 27/18hs 26/18he 26/17he 27/17hs 26/17hs Malaga 33/18he 33/18he 33/18he 32/17he 31/18hs Amsterdam 24/17as 23/17sú 21/14hs 19/14SÚ 18/13as Mallorca 27/19hs 27/18hs 29/18he 31/19hs 30/20hs Barcelona 27/17hs 29/17he 29/17he 28/16hs 30/17hs Miami 32/26hs 32/26hs 32/26hs 33/25hs 32/26SÚ Bergen 26/14he 26/13hs 23/13sú 20/12sú 21/1 Ohs Montreal 24/16sú 27/17hs 27/15sú 25/15as 23/13hs Berlín 27/17hs 27/17hs 25/15as 24/12hs 24/11þr Moskva 23/13sk 21/13hs 23/13hs 23/20hs 25/18þr Chicago 31/19hs 32/21 þr 31/19hs 30/20he 29/20þr New York 30/19hs . 31/20hs 33/24þr 29/19hs 30/18hs Dublin 19/12ri 18/12SÚ 17/12as 16/12SÚ 18/12as Nuuk 9/4sk 10/3as 13/3hs 11/5SÚ 13/7hs Feneyjar 29/18he 29/18hs 29/17he 30/20hs 29/19hs Orlando 33/23þr 32/24þr 32/24þr 32/23þr 33/22þr Frankfurt 27/16hs 26/16hs 24/13hs 23/13hs 22/12þr Osló 26/14he 24/14hs 22/13sú 20/12sú 21/11hs Glasgow 18/12sú 17/11 sú 15/11as 14/11 sú 15/12as París 24/16sk 22/16sú 24/14hs 26/16he 25/15hs Hamborg 28/16hs 27/16hs 24/14sú 23/14hs 22/12þr Reykjavík 16/8IS 15/8hs 13/9as 12/9sú 13/9as Helsinki 23/16hs 22/16hs 22/15hs 21/15sú 19/14as Róm 29/16ls 29/17hs 29/17he 28/18he 30/17hs Kaupmannah. 26/16hs 24/16hs 23/14sú 22/14as 20/13su Stokkhólmur 22/1 Ohs 24/1 Ohs 23/11sú 22/1 Osú 22/9hs London 22/13sú 20/16sú 19/14as 19/13hs 18/12sú Vín 28/17IS 26/16hs 25/14hs 26/15hs 24/14hs Los Angeles 29/17hs 27/16hs 26/17hs 25/16hs 26/16hs Winnipeg 23/16þr 19/11 sú 19/11 as 21/12hs 24/14hs Lúxemborg 23/14sk 21/14sú 19/13hs 20/13hs 21/13hs Þórshöfn 14/8hs 13/8SÚ 13/7su 12/7SÚ 13/7as Madríd 28/14IS 29/16hs 31/16he 31/17he 30/16hs Þrándheimur 19/12sk 21/12hs 20/13sú 20/11as 21/11hs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.