Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1991, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1991, Síða 7
LAUGARDAGURfl&HJÚLl 1901. Fréttir 100 metra langt og fint laxanet lá í Reykjavikurhöfn í gær milli skipanna Fengs og Bláfells. Lögreglan klifraði niður og náði í netið olöglega. DV-mynd S Sakbomingar í Þýsk-íslenska kæra til mannréttindanefndar: Kæra sakf ellingu sem ekki var ákært fyrir - og ágreining um skattamál sem ekki fór fyrir ríkisskattanefnd Ómar Kristjánsson, forstjóri Þýsk- íslenska, og Guðmundur Þórðarson, fyrrverandi fjármálastjóri, hafa ákveðið að kæra dóm Hæstaréttar til mannréttindanefndar Evrópu í saka- máli á hendur þeim og í svokölluðu lögtaksmáli á hendur fyrirtækinu. Kæran er í sex liðum. í refsimálinu var Ómar dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af 3 mánuði óskilorðsbundiö. Hann var einnig dæmdur til að greiða ríkissjóði 20 milljónir króna í sekt, aðallega fyrir undandrátt á skatti. Guðmundur var dæmdur í 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu einnar millj- ónar króna í sekt. Fyrirtækið var dæmt til að greiða 33 milljónir króna í vangoldin opinber gjöld til ríkis- sjóðs í lögtaksmálinu. Mennirnir kæra Hæstarétt fyrir að sakfella fyrir brot sem ríkissaksókn- ari ákærði ekki fyrir. Ákært var fyr- ir undandrátt á skatti fyrir árið 1984 en bæði Sakadómur Reykjavíkur og Hæstiréttur sakfelldu fyrir skattund- andrátt fyrir árin 1981,1982 og 1983. Sakborningarnir telja einnig að eng- in lögfull sönnun hafi verið færð fram um skattaundandrátt fyrir síð- astnefnd 3 ár heldur hafi dómurinn verið byggður á „útreikningslíkani sem Sakadómur Reykjavíkur bjó sér til í stað þess að fram færi opinber rannsókn á skattskilum þessara ára“, eins og segir í fréttatilkynn- ingu. - Kærendur telja það einnig brot á mannréttindasáttmálanum að fyrir- tækinu hafi verið synjað um að fá skorið úr um ágreiningsefni í skatta- málinu fyrir ríkisskattanefnd og að dómari í fógetarétti Reykjavíkur, sem úrskurðaöi í lögtaksmáliu, hafi ekki haft hlutlausa stöðu sem dómari í því máli. Auk þessa er það ekki talin réttmæt opinber rannsókn að Hæstiréttur felli dóm um sönnunaratriði án beinnar sönnunarfærslu þannig að dómstóllinn yfirheyrði sjálfur máls- aðila og vitni. Að lokum er kært fyrir aö í Hæsta- rétti hafi verið dæmt um aðrar kröf- ur en dæmdar voru í fógetarétti Reykjavíkur. Fógetaréttur leyfði lög- tak fyrir viðbótarsköttum fyrir 1984 en Hæstiréttur vegna áranna 1981- 1983 án þess að viðbótarskattur hefði verið lagður á fyrir þau ár af viðeig- andi skattaaðilum. Kæran verður send til mannrétt- indanefndar Evrópu í Strassborg sem metur hvort henni verði vísað til mannréttindadómstólsins. -ÓTT DV-mynd Örn Trillur Fljótamanna við bryggju í Haganesvík. Slök grásleppuvertíð í Fljótum Öm Þórarinsson, DV, Fljótum: Einni lökustu grásleppuvertíð í Fljótum um árabil lauk fyrir skömmu. Þrjár trillur frá Haga- nesvík stunduðu veiðamar að þessu sinni og höfðu þær milli 80 og 90 tunnur af hrognum upp úr krafsinu. Vertíðin í ár var slök, byijaði seint vegna ótíðar og eftir að veðrátta batnaði var eins • og aldrei kæmi veruleg ganga af grásleppunni. Þá var nær engin þorskveiði að þessu sinni, en undanfarin ár hefur oft ver- ið ágæt þorskveiði skamman tíma að vorinu. Síðustu daga hefur verið róið með handfæri frá Haganesvík en afli verið lítill. Áttu erfitt með að nálgast aftur myndefnið þitt? Á KODAK EXPRESS stöðunum starfar einungis fagfólk. Framleiðsla þeirra er undir ströngu og margþættu gæðaeftirliti KODAK umboðsins. Gerðu kröfur um gæði og settu filmuna í hendurnar á fagfólkinu hjá KODAK EXPRESS. FÍLMAN ÞlN ER HERNA B1NHV£R5STABAR.... BARA FÍNN HANÁ EKKV RéTTÍ AUCiN/NBUKÍNU evtthvaö aaerkí- Leenr a þessarí fílmu? :> *. SP SETTU FILMUNA ÞÍNA í HENDURNAR Á FAGFÓLKI KODAK EXPRESS FRAMKÖLLUIMARSTAÐIRIMIR: Hans Petersen hf. Bankastræti Hans Petersen hf. Glæsibæ Hans Petersen hf. Austurveri Hans Petersen hf. Kringlunni Hans Petersen hf. Laugavegi 178 Hans Petersen hf. Hólagarði Hans Petersen hf. Lynghálsi 1 Kaupstaður i Mjódd. LJóshraðl (Hamraborg, Kópavogi Filmur og Framköllun Strandgötu, Hafnarfirði Hljómval Keflavík LJósmyndahúslö Dalshrauni 13, Hafnarfirði Bókaverslun Andrésar IMfelssonar, Akranesi Bókaverslun Jónasar Tómassonar, Isafirði Pedrómyndlr Hafnarstræti og HofsbóL Akureyri Nýja-Fllmuhúslð Hafnarstræti, Ttkureyri Bókabúð Brynjars, Sauðárkróki Vöruhús KA, Selfossi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.