Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1991, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1991, Síða 15
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1991. 15 Afleiðingar svörtustu skýrslunnar: Gætum lent aftur á braut verðbólgu og gengisfellinga Hvað leiðir af hinni svörtustu skýrslu Hafrannsóknastofnunar um nauðsyn á mikilli skerðingu aflans? Við skulum skoða, hver áhrifm í efnahagsmálum hljóta að verða og hver þau gætu orðið. Mið- að við kröfur verkalýðsforingja síð- ustu daga, verður ekki annað séð en aö hættan sé mikil á, að kaup- hækkanir, sem þjóðarbúið getur alls ekki staðið undir eftir þetta áfall, verði samt keyrðar fram. Ef farið verður að mestu eða öllu að tillögum fiskifræðinga er útséð, að ekki verður grundvöllur fyrir neinni aukningu kaupmáttar, þótt það væri talið fyrir skömmu. Yrðu kauphækkanir umfram getu keyrðar fram, lentum við hara aft- ur í sama farinu: Þar sem engin aukning kaupmáttar getur orðið, þýða kauphækkanir umfram getu bara það gamla, að verðbólgan tek- ur á rás og gengi krónunnar fellur. Þess konar ástand þekkjum við mætavel frá tímunum fyrir þjóðar- sáttina. Verður fylgt að mestu Málílutningur fiskifræðinga er eindregnari en oftast hefur verið áður, þegar fiskifræðingarnir hafa mælt með minnkun veiði. Nú er líklegt, að ríkisstjórnin fari að mestu eftir þessum tiUögum, þótt erfitt verði. Hins vegar hefur reynslan yfirleitt verið áður, að meira hefur aflazt en beinar heim- iidir hafa verið til. Að öllu saman- lögðu felst 10-14 prósent samdrátt- ur aflaverðmætis í tillögum Haf- rannsóknastofnunar. Mestu veldur skerðing þorskafla um fimmtung, en tillögurnar reikna einnig með minni afla af ýsu, ufsa og grálúðu. Ekki eru gerðar tillögur um loðnu- afla að sinni, en Þjóðhagsstofnun reiknar með 500 þúsund tonnum af loðnu á næsta ári, stærð sem er í mikilli óvissu. Þjóðhagsstofnun reiknar svo með minnkun afla- verðmætis á næsta ári um 9-10 prósent, sem sé að mestu verði far- ið að tillögum fiskifræðinganna. Hvað þýðir þetta? Gæti orðið 1-2 % minnkun framleiðslu Hagfræðingar hafa reiknað með, að útflutningur vöru og þjónustu, eins og það kallast, dragist efdr þetta mildð saman. Ef við lítum svo bara á dæmi fiskifræðinganna um minnkun þorskaflans sjáum við strax, að við erum komin niður í að minnsta kosti 7 prósent sam- drátt útflutnings á næsta ári. Þegar þessi samdráttur er settur inn í dæmi, sem á að gefa framleiðsluna í landinu, kemur strax í ljós, að framleiðslan, svokölluð landsfram- leiðsla, minnkar að minnsta kosti um nálægt hálft prósent á næsta ári. Þetta er að mati þess sem þetta skrifar minnsta minnkun sem get- ur orðið ef við gefúm okkur að farið verði að tillögum fiskifræðinganna. Ef dæmið yrði reiknað með meiri svartsýni og skoöað að vafi er um loðnuveiðina og óöryggi um, hvort undirbúnings framkvæmdir vegna álverksmiðju fara af stað að marki á næsta ári, gæti minnkun lands- framleiðslunnar orðiö meiri, eða 1-2 prósent. Þetta er mikið áfall. Engin aukning kaupmáttar Kjarasamningar verða lausir i september. Dæmið hér að framan Þeir fá ekki umbun erfiðisins. sýnir, að ekki er efnahagslegur grundvöllur fyrir neinni aukningu kaupmáttar, þótt hart sé að þurfa að taka undir gamalt viðkvæði at- vinnurekenda í samningum. Þær stærðir, sem hér hafa verið nefndar um útflutning og framleiðslu næsta árs, renna ekki stoðum undir kaup- máttaraukningu. Það er þó bara óskhyggja hjá Þjóðhagsstofnun, þegar hún spáir aðeins 3 prósent verðbólgu á næsta ári frá upphafi árs til loka. Þessi forsenda virðist eiga við, ef nafn- kauphækkanir yrðu í lágmarki og ekki umfram lágmarksverðbólgu. Semsé, að launþegar tækju hrap í kaupmætti, eða að minnsta kosti stöðnun, þegjandi og hljóðalaust. Félag íslenzkra iðnrekenda spáði í vor 6,5 prósent verðbólgu á næsta ári frá meðaltali 1991 til meðalverð- lags 1992. Þjóðhagsstofnun var fyrr á árinu með svipaða tölu. En svarta skýrslan sýnir, að þjóðarbúið þolir jafnvel ekki slíka verðbólgu við minnkandi framleiðslu. Verkalýðs- foringjar virðast ekki á þeim bux- unum miðað við síðustu yfirlýsing- ar að semja svona, heldur stefna þeir í meiri kauphækkanir. Talað er um að jafna laun, en seint verð- ur unnt að skerða laun hinna hærra launuðu í þjóðfélaginu nema með því að hækka laun hinna lægstlaunuðu, láta hin hærri laun standa nær óbreytt og eyðileggja kaupmáttaraukningima síöan með því að feUa gengi krómmnar og láta aukna verðbólgu sjá um niður- stöður. Stöðugleikanum lýkur Þetta allt þýðir, að stöðugleika- tímabilinu kann að vera lokið og því er að likindum nú þegar lokið í framhaldi svörtu skýrslunnar. Launþegaforingjar eru búnir að binda sig með alls konar yfirlýsing- um. Þeir hafa þó kannski bara ver- ið seinir að hugsa. En eftir þetta töldu hagfræðingar, sem DV ræddi við, ólíklegt annað en að verðbólg- an færi af stað á næsta ári. Sumir töluðu um 10 prósent verðbólgu, sem mætti þykja vel sloppið, því að verðbólguáhrifin gætu orðið miklu meiri. Hagfræöingar töldu fyrir aðeins nokkrum vikum, að vöruútflutn- ingur gæti aukizt um 1-2 prósent á næsta ári. En þessi spá varð mark- laus. Fyrst kom í ljós gjaldþrot Ála- foss og hnm fiskeldisins. Ekki Laugardagspistill Haukur Helgason aðstoðarritstjóri verður unnt að gera ráð fyrir mikl- um útflutningi vúlarafurða eða eld- isfisks á næsta ári, en menn renna nokkuð blint i sjóinn um það enn. Ef við gefum okkur sem dæmi, að útflutningur ullarvara og eldisfisks minnki um helming á næsta ári, er ljóst að engin aukning yrði það ár á útflutningi í heild, þótt svarta skýrslan hefði ekki komið til. En nú er skýrslan komin, og samdrátt- ur aflaverðmætis, sem hún veldur, kemur sem algerlega nýtt áfall og færir útflutninginn úr núlli í mínus til dæmis sjö prósent. Semsé í stað þess, að útflutningurinn standi í stað eins og horfur voru þó á, eftir að vandi Álafoss og fiskeldis varð staðreynd, minnkar útflutningur- inn um að minnsta kosti sjö pró- sent á næsta ári, eftir öllum sólar- merkjum að dæma. Stefnir í 25milljarða halla Þessar og aðrar hremmingar koma Ula við ríkissjóð og ekki sízt Landsbankann. Rætt er um vanda rækjuvinnslu, fiskvinnslu í Ólafs- vík og vanda Síldarverksmiðja rík- isins til viðbótar því sem nefnt var. Landsbankinn hefur lagt mikið fé í afskriftasjóð, sem stendur undir áfoUunum í bUi. Ekki er ósenni- legt, að nú stefni í 25 milljarða króna haUa ríkissjóðs á næsta ári. Ríkisstjórnin reynir á næstunni að draga úr þeim halla með einhverj- um niðurskurði og skattlagningu í formi hækkunar opinherra gjalda. Hallinn á ríkissjóði gerir stöðuna miklu verri en eUa væri. Með haU- anum er verið að ýta undir verð- bólgu. Við lifum um efni fram og sláum lán erlendis til að mæta haU- anum. Það þýðir skuldasöfnun og verðbólgu. Fátt er svo með öllu Ult...Sam- dráttinn mætti nýta tíl hagræðing- ar í þjóðarbúskapnum. Tækifærið má nota bæði í opinberum rekstri og atvinnuvegunum. Menn geta tíl dæmis sagt: „Ríkissjóður er á hausnum, svo að endurskoða verð- ur búvörusamninginn." í stað þess aö sýna sjávarútveginum linkind og láta drabbast tU dæmis með því að feUa gengið, mætti nú stuðla að samruna fyrirtækja í útvegi. Fækka verður skipum. Fiskiskipa- flotinn er 40-50 prósent of stór. Dv-mynd JAK Fiskvinnslustöðvum þarf einnig að fækka. Tímabært að tengja viðECU Rætt hefur verið að tengja gengi íslenzku krónunnar við ECU, mynt EMU, myntbandalags Evrópu. Það væri upplagt, að þetta yrði gert við fyrsta tækifæri, því að ella gætu menn farið að semja upp á gengis- fellingar. Tenging við ECU þýðir nefnilega, að gengisfeUingar verða úr sögunni hér á landi sem hag- stjórnartæki. Ef við tengjumst ECU til dæmis með einhliða yfirlýsingu í vetur, þýðir ekki fyrir kjarasamn- ingamenn að stíla upp á gengisfell- igu. Menn verða þá að semja eitt- hvað raunhæft, ef þeim verður kunnugt um þessa tengingu, þegar þeir setjast að samningaborðinu innan skamms. Við verðum enn að þola sam- drátt. Það skeið hefur staðið síðan 1988. í ár verður lítilsháttar aukn- ing landsframleiðslu, „hagvöxtur", en ekki nóg til þess, að sagt verði, að við komumst út úr vandanum, heldur verður um kyrrstöðu að ræða. Ef marka má Þjóðhagsstofn- un, lýkur þessu samdráttarskeiði árið 1993, þegar hagvöxtur verður vegna byggingar álversins. Undirbúningur álversins er met- inn sem eitt prósent af landsfram- leiðslu þegar á næsta ári. Án hans mundi samdráttur framleiðslunn- ar verða 2-3 prósent, ef marka má Þjóðhagsstofnun. Auðvitað eru launþegar að gefast upp á því ástandi, þar sem þeir eru sífellt krafðir fórna. Tal verkalýðs- foringja um kauphækkanir er því skiljanlegt. En ekki verður séð, að efnahagurinn stæði undir slíku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.