Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1991, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1991, Page 4
Fréttir Umhverfisráðherra segir að sýni Austurríkismannanna verði skoðuð: Alvarlegt mál sem gef ur tilefni til breytinga - bíður eftir tillögum um úrbætur frá Náttúruverndarráði „Ef blaðafregnir og lýsingar DV á framgöngu þessara ferðamanna eru réttar er þetta alvarlegt mál sem kann að gefa tilefni til aðgerða. Það verða gerðar ráðstafanir til að fylgj- ast með hópnum og skoða hvaða sýni fólkið hefur tekiö,“ sagði Eiður Guðnason um mál austurríska hóps- ins sem tók sýni með slaghömrum og meitlum í bergi í Hallbjarnar- staðakambi á Tjörnesi um helgina. Hópurinn er væntanlegur til Reykja- víkur í vikunni. „Það hefur verið beðið um íjárveit- ingar til að ráða sumarmann til að fylgjast með þeim stöðum sem út- lendingar sækja á,“ sagði Eiður. „Hér er ekki um að ræða vandamál vís- indamanna sem sækja um leyfi til vísindaráðs fyrir rannsóknir - þar er ákveðnum reglum fylgt. Hins veg- ar er meira vaiidamál með hópa áhugamanna eins og hér um ræðir. Meginatriðið er að við þyrftum að hafa gæslu á ákveðnum ferðamanna- stöðum. Við hljótum að grípa til til- tækra ráðstafana og úrræða sam- kvæmt gildandi reglum þegar spjöll eru unnin. Ef það er ekki nóg verðum við að breyta reglunum." - Hvernig munt þú aðhafast í mál- inu? „Máliö er á þessu stigi í höndum Náttúruverndarráðs og ég bíð eftir tillögum þess um viðbrögð og breyt- ingar. Þær hef ég ekki fengið enn en mér finnst að við eigum að gera ráð- stafanir til að koma í veg fyrir að náttúruspjöll séu unnin." - Hvernig horfa svona mál við um- hverflsráðuneytinu og hver eru við- urlög við þessu? „Ég hef ekki látið kanna þetta lög- fræðilega en það verður að sjálfsögðu gert. Ég fullyrði því ekki á þessu stigi hvaða viðurlögum er hægt að beita. Þetta er ráðuneytinu viðkomandi en ég lít hins vegar svo á að það sé nú í höndum Náttúruverndarráðs og Náttúrufræðistofnunar. Mér finnst þetta alvarlegt mál. “ -ÓTT HcLGUSTAOANÁMA Austurríkismennirnir fóru meðal annars í Helgustaðanámu við Reyðarfjörð. Viljum kanna farangur Austurríkismannanna - leiðsögumaöurverðiútilokaður „Eg hef talað við Svein Jakobs- son, forstöðumann Náttúrufræði- stofnunar, um þetta mál. Við höf- um ákveðið að taka á móti þessu fólki á hentugum stað og athuga hvað það er með í fórum sínum. Einnig verður skrifað til Ferða- málaráðs og farið fram á að þessi leiðsögumaður fái ekki leyfi til aö starfa sem slíkur aftur hér - það væri æskilegra að koma innlend- um leíðsögumanni á næsta hóp. Síðan er þetta miklu stærra mál að koma skikki á þessi steinamál. Það vantar til að mynda laga- ákvæði í þessu sambandi," sagði Þóroddur F. Þóroddsson, fram- kvæmdastjóri Náttúruverndar- ráðs, vegna austurríska hópsins sem vítni sáu brjóta stykki úr bergí í Hallbjamarstaðakambi á Tjörnesi um helgina. „Við munum óska eftir, í sam- ræmi við lög um Náttúrufræöi- stofliun og söfhun náttúrufræöi- gripa, aö fulltrúi stofnunarinnar kanni það sem Austurríkismenn- irnir hafa verið að safna til aö skera úr um hvort þeim verður heimilt að fara með það úr landi,“ sagði Þóroddur. „Við teljum eðlilegt að farangur fólksins verði kannaður. Þaö getur auðvitaö ekki hver sem er farið um landið og sópað upp. Ef menn telja sig vera visindamenn og eru að safna múnum eiga þeir að vera með rannsóknarleyfi. Þess- ir menn eru ekki með slíkt leyfi þótt.sótt hafi verið um það,“ sagöi Þóroddur. -ÓTT Talsmaður útlendingaeftirlitsins telur lagabreytingu nauðsynlega: Utlendingarnir geta gert grín að okkur - uni þeir ekki dómsátt geta þeir áfrýjað og farið úr landi „Aðgerðir okkar í þessu sambandi byggjast á fyrirmælum frá sérfræð- ingum sem málið heyrir beint undir, það er Náttúruverndarráð. Síðan munum við fara eftir áliti ráðsins í málinu og aðhöfumst í samræmi við það eftir fyrirmælum dómsmála- ráðuneytisins. Það verður fundur um þetta mál hjá Náttúruverndar- ráöi í dag og þá reikna ég með að afstaða verði tekin til aðgerða enda er hópurinn væntanlegur í vikunni," sagði Karl Jóhannsson hjá útlend- ingaeftirlitinu um Austurríkismenn- ina. Aðspurður um viðurlög þegar ljóst liggur fyrir að ferðamenn hafa unnið spjöll á náttúrunni sagði Karl: „Meti Náttúruverndarráð það svo að náttúrulög hafi verið brotin liggur málssókn beint við. Útlendingunum yrði þá boðin dómsátt hjá héraðs- dómara, það er sekt, og yrðu þeir að borga hana eða „debonera" fyrir henni. Síðan eru þeir frjálsir. Hins vegar erum við búnir að rífast í því í mörg ár að sætti útlendingur sig ekki við dómsáttina getur hann áfrýjað til Hæstaréttar. Þá þarf hann ekki að „debonera" fé fyrir áfrýjun- inni og kostnaði við hana sem getur tekið um eitt ár. Útlendingnum er þannig frjálst að fara úr landi strax. Á öðrum Vesturlöndum sleppa út- lendingar hvergi með svona fyrr en búið er að fulldæma þá. Útlending- amir geta því gert grín að okkur. Þessum lögum þarf að breyta. Við eigum að geta afgreitt svona mál strax á svipaðan hátt og landhelgis- brot sem eru afgreidd um helgar ef því er að skipta," sagði Karl Jóhanns- son. -ÓTT í dag mælir Dagfari Er Árni kommi? Þessa dagana fer fram heiftarleg ritdeila á síðum Þjóðviljans og Morgunblaösins um þá stóru og mikilvægu spurningu hvort Árni Bergmann, ritstjóri Þjóðviljans, sé kommi eða ekki kommi. Bjöm Bjarnason, alþingismaður og fyrr- um aðstoðarritstjóri Morgunblaðs- ins, hefur haldið því fram aö Árni sé kommúnisti og sérstakur mál- svari Sovétríkjanna á íslandi. Ámi sjálfur mótmælir þessum fullyrð- ingum og segist alls ekki vera kommi og þaðan af síður talsmaður sovéska kerfisins. Fleiri hafa blandað sér í þessa deilu og nú síð- ast skrifar Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, stutta grein í Morgunblaðið til að taka upp hanskann fyrir Árna. Að öðru leyti átti Björn síðasta orðið og bíða menn nú spenntir eftir því hveiju Árni svarar Birni. Dagfari er sammála þeim félög- um um að fátt er nauðsynlegra en að þetta mál sé vendilega upplýst. Það verður að vera á hreinu hvort Árni Bergmann er kommúnisti eða ekki. Þaö er ekki hægt að una því að heiðarlegir menn séu bornir sökum um að hafa skoðanir sem þeir kannast ekki við aö þeir hafi, ellegar þá hinu, sem er öllu verra, að það komi í ljós að aðrir viti bet- ur en þeir sjálfir hvaða skoðanir þeir hafa. Árni Bergmann hefur sem sagt lent í þeim fúlá pytti að lenda í ritdeilu við mann sem veit miklu betur hvaða skoðanir Árni hefur heldur en Ámi sjálfur hefur hugmynd um! Nú má auðvitað halda því fram að Árni megi vera þakklátur Birni fyrir að hafa skoðun á því hvaða skoðanir Árni hefur. Sérstaklega ef Árni telur sig hafa skipt um skoðun án þess að hafa gert það. Hann er raunar lengi búinn að standa í þeirri trú að hann hafi ekki verið hallur undir Rússana eða alveg þangað til Björn upplýsti að hann væri ennþá hallur undir Rússana - sem varð til þess að áð- urnefnd ritdeila hófst. Ámi Bergmann nefnir það til sannindamerkis um óvináttu Sov- étmanna að þeir lögðu niður þann sið sinn að bjóða honum í sendiráð- ið við hátíðleg tækifæri og segist hafa veriö þar á sama báti og Matt- hías Morgunblaðsritstjóri sem hef- ur heldur ekki verið boðinn í sendi- ráöið. Auk þess skrifaði Árni bók fyrir íjöldamörgum árum, „Mið- vikudagar í Moskvu", sem var nokkurs konar uppgjör við komm- únismann í austri. Kvartar Árni undan því að Björn taki ekki þessi sönnunargögn til greina og er bæði sár og móðgaður yfir því að Björn sé enn aö gera honum upp skoðan- ir. Það er vitaskuld alvarlegur hlut- ur þegar gamall kommúnisti er borinn þeim sökum að vera komm- únisti. Þaö er von að menn fyrtist við og þá sér í lagi þegar einhveijir aðrir vilja sýna fram á að maöur sé kommúnisti löngu eftir að mað- ur er hættur að vera kommúnisti. Eöa réttara sagt: heldur að maður sé hættur að vera kommúnisti. Það hlýtur að renna kalt vatn á milli skinns og hörunds á Árna þegar honum verður ljóst að hann er annað en hann er eftir að hann hætti aö vera það sem hann var. Ef Ámi væri ekki það sem hann er og er ekki sá sem hann heldur að hann sé þá situr hann allt í einu uppi með það að vera það sem hann er ekki og er enn að veija Rússana þrátt fyrir að hann standi í þeirri meiningu að hann sé löngu hættur að verja þá. í örvæntingu sinni hefur Árni Bergmann beðið Ögmund hjá BSRB um að vitna um að hann hafi oft komið fram í sjónvarpi án þess að hafa verið þar sem komm- únisti. í þessari yfirlýsingu Ög- mundar er nokkur hugarhægð því þá veit Árni hvað hann er ekki og Björn Bjarnason ætti aö vita það núna að Árni var ekki sá sem Björn hélt hann væri þegar Ögmundur bað Árna um að veija þær skoðan- ir sem hann hefur. Það væri svaka- leg lífsreynsla fyrir Árna að hafa bæði skrifað og talað í tjölmiðla í mörg ár í anda þeirra skoðana sem hann hefur ekki og uppgötva svo allt í einu að Bjöm Bjarnason veit miklu meira um þær skoðanir sem Ámi hefur heldur en hinar sem Áani hefur ekki! Vonandi kemst botn 1 þetta mál svo Árni viti hvar hann stendur og Rússamir viti hvar hann stend- ur svo þeir geti ákveðiö að bjóða honum aftur í sendiráðið til að geta hætt aftur að bjóða honum í sendi- ráðið. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.