Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1991, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1991.
íþróttir
DV
72 ára og setti met
Heimsmeistaramót öldunga í frjálsum íþróttum stendur þessa dagana yfir
í Turku í Finnlandi. Mótiö hófst 18. júlí og því lýkur 28. júlí. Fram að þessu
hafa íslendingar staðið sig með ágætum og korm-f einu sinni á verðlaunapall.
Unnur Stefánsdóttir vann bronsverðlaun í 800 metra hlaupi í flokki 40-44
ára. Unnur hljóp á 2:19,38 mínútum en keppendur voru 16 talsins. Sigurborg
Ragnarsdóttir hafnaði í fimmta sæti í úrslitum í 100 metra hlaupi á 13,09
sekúndum. Sigurborgu gekk betur í undanrásum þar sem hún setti íslands-
met í sínum aldursflokki, 35-39 ára. Jón Magnússon kastaði sleggju 46,08
metra og lenti í áttunda sæti í flokki 55-59 ára. Jóhann Jónsson setti íslands-
met í tugþraut, hlaut 4929 stig og lenti í tólfta sæti af tuttugu. Jóhann var
elsti keppandinn en hann er 72 ára að aldri. í spjótkastkeppninni var Jóhann
í 9. sæti, kastaði 30,28 metra. Keppendur á heimsmeistaramótinu eru 5100
talsins frá 60 löndum og hafa að jafnaði 10 þúsund áhorfendur fylgst með
mótinu daglega frá því að það hófst.
-JKS
Margirfrægir
keppendur mæta
- á stigamót FRÍ í frjálsum íþróttum
Fyrrverandi Evrópumeistari og silfurverðlaunahafi á ólympíuleikunum í
Seoul 1988 verður á meöal keppenda á stigamóti FRÍ sem fram fer í Mos-
fellsbæ á sunnudaginn kemur. Þetta er kringlukastarinn Romas Ubartas frá
Litháen en auk framangreindra sigra hefur hann unnið marga eftirsótta titla.
Besti árangur Ubartas á þessu ári er 68,92 metrar en 1989 kastaði hann
best 70,06 metra og er hann einn af fáum sem kastað hafa yfir 70 metra
múrinn. Auk Ubartas koma hingað til lands þrír aðrir sterkir kringlukastar-
ar. Vaclavas Kidikas frá Litháen sem varð í þriðja sæti á Evrópumótinu 1986
en í ár hefur hann kastað 67,40 metra en hann á best 68,44 metra frá árinu
1989. Sven Inge frá Svíþjóð og Claus frá Danmörku koma einnig á mótið.
í spjótkastkeppninni koma tveir sterkir kastarar frá Eistlandi. Yevsyukov
og Kaleta en þeir hafa báðir náð frábærum árangri á stórmótum. Auk þess-
ara keppenda munu sterkustu kastarar íslendinga taka þátt í þessu stiga-
móti og stefnir því í spennandi keppni í Mosfellsbæ á sunnudaginn.
-JKS
íslandsmótið:
Ragnar Már vann
íslandsmeistaramóti í siglingum á
topper- og optimist-bátum lauk um
helgina. Veðrið lék við keppendur í
sól og vindur var nægur. Sigldar
voru sex umferðir og urðu úrslit sem
hér segir.
Siglingamenn úr siglingafélaginu
Ými röðuðu sér í þrjú efstu sætin.
Ragnar Már Steinsen sigraöi, ísleifur
Friðriksson varð í öðru sæti og Frið-
rik Már Ottesen lenti í þriðja sæti.
Á optimist-bátum i drengjailokki
sigraöi Guðni Dagur Kristjánsson úr
Ými og í stúlknaflokki sigraði Laufey
Kristjánsdóttir úr siglingafélaginu
Nökkva.
-JKS
Rosental-mótið haldið
í blíðskaparveðri
Rosental-kvennagolfmótið hjá
Nesklúbbnum fór fram á laugardag-
inn var í blíðskaparveðri á Nesinu.
í 1. flokki sigraði Hanna Aðalsteins-
dóttir, GR, á 80 höggum, önnur varð
Lóa Sigurbjörnsdóttir, GK, á 89 og í
þriðja sæti hafnaði Anna Jódís Sig-
urbergsdóttir, GK, á 89. í 2. flokki
sigraði Kristine Eide, NK, á 91 höggi,
í öðru sæti varð Kristín Pétursdóttir,
GOS, á 96 og þriðja varð Katrín Ge-
orgsdóttir, GL, á 96. í 3. flokki sigraði
Erla Karlsdóttir, GL, á 98 höggum, í
öðru sæti hafnaði Valey Guðmunds-
dóttir, GOS, á 102 og þriðja varð Ey-
gló Grenz, GOS, á 102.
-RR
• Bo Johanson lét í gær af störfum sem landsliðsþjálfari Islands eftir
gagnkvæmt samkomulag við stjórn KSÍ. Á þessari mynd sést Bo vera að
stjórna æfingu í Borgarnesi fyrir landsleikinn gegn Tyrkjum í síðustu viku
en þá vann ísland stórsigur, 5-1. Bo mun stjórna liðinu í síðasta sinn gegn
Dönum í ágúst. DV-mynd S
• Ásgeir Elíasson, hinn nýráðni landsliðsþj
fræga á höfði. Vonandi er að hattinum fylgi s
landsliðinu en Framliðið hefur ekki tapað í s
Ásgeirs.
Ásgeirráði
landsliðsþjál
- Bo Johanson lét af störfum í gær eftir gagnkvæmt samkon
• Kristine Eide, sigurvegari i 2. flokki á Rosental-mótinu í golfi.
Bo Johanson, landsliðsþjálfari íslands
í knattspyrnu, lét af Störfum í gærmorg-
un eftir að hafa stjórnað landsliðinu í
eitt og hálft ár. Samkomulag náðist milli
Johansons og Eggerts Magnússonar, for-
manns Knattspyrnusambands íslands, í
gærmorgun um að Johanson hætti störf-
um og nýr maður yrði ráðinn í staðinn
en Svíinn átti um hálft ár eftir af samn-
ingi sínum. Knattspymusamband ís-
lands ákvað síðan á stjómarfundi í gær-
kvöldi að ráða Ásgeir Elíasson, þjálfara
Fram, sem landsliðsþjálfara og mun
Ásgeir stjórna sínum fyrsta landsleik
gegn Spánveijum 25. september nk.
Asgeir á sjálfur að baki 32 landsleiki í
knattspyrnu en hann hefur þjálfað lið
Fram með einstaklega góðum árangri
og þrívegis gert liðið að meistumm og
þrisvar sinnum að bikarmeisturum.
Gagnkvæmt samkomulag
um að Bo hætti
„Það var gagnkvæmt samkomulag milli
okkar Bo að samningurinn yröi ekki
framlengdur en hann átti að renna út
um áramótin. Okkur fannst báðum eðli-
legt að láta nýjan mann taka við sem
fyrst og það varð líka að samkomulagi.
Eg vil að það komi fram að við vorum
mjög ánægðir með störf Bo og það var
gott og ánægjulegt aö vinna með honum.
Hann kom með margar nýjar og góðar
hugmyndir og engin ástæða til annars
en að þakka honum vel unnin störf,“
sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ,
í spjalh við DV í gærkvöldi.
Ásgeir sá sem ákveðið
var að leita til
„Ásgeir var sá sem við ákváðum að leita
til. Ásgeir er mjög fær þjálfari og hefur
sýnt sig og sannað. Hann er á besta aldri
og það mælir allt með honum í þetta
starf. Hann lýsti strax yfir áhuga sínum
og var til í þetta enda hlýtur þaö að vera
metnaður hvers þjálfara að stjóma
landsliði. Hann mun stjórna íslenska
landsliðinu í fyrsta sinn gegn Spánverj-
um 25. september. Þaö var ákveðið að
Bo stjórnaði liðinu í síðasta sinn í vin-
áttuleiknum gegn Dönum í ágúst. Við
bindum að sjálfsögðu miklar vonir við
störf Ásgeirs," sagði Eggert ennfremur.
Þetta er
spennandi dæmi
„Þetta er auðvitað mjög spennandi
dæmi. Þetta var búið að koma upp fyrir
nokkm og ég átti von á því að verða
spurður um þetta einhvern tímann en
þó verð ég að segja að ég bjóst ekki við
þessu í gærkvöldi," sagði hinn nýráðni
landsliðsþjálfari, Ásgeir Elíasson, seint
í gærkvöldi.
Ég var boðaður á fund í gærkvöldi og
þar var ákveðið að ég tæki við landslið-
inu. Þetta var auðvitað allt gert í sam-
ráði við Fram og ég mun stjóma liðinu
það sem eftir er af íslandsmótinu. Það
er voða lítið annárs hægt að segja um
þetta á þessu stigi og ég hef ekkert verið
að hugsa of mikið um þetta enda má ég
ekki við því meðan ég er að sinna mínum
störfum hjá Fram. Það gefur augaleið
aö Spánarleikurinn er á svipuðum tíma
og síðari leikur Fram í Evrópukeppninni
en þetta ætti nú samt allt að ganga upp.
En eins og stendur ætla ég að einbeita
mér að Framliðinu og við stefnum auð-
vitað alla leið í deildinni,“ sagði Ásgeir
ennfremur.
Mjög ánægjulegur
tími á ísiandi
„Ég er alls ekkert óánægður með þessa
þróun mála. Það var ákveðið að samn-
ingur minn yrði ekki framlengdur og því
fannst mér gefa augaleið að nýr maður
tæki við sem fyrst. Þetta var gagnkvæmt