Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1991, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1991.
47
Veiðivon
Vamarmálanefnd við veiðar í Norðurá:
Veiddu 50 laxa á
þremur dögrnn
■ veiðitúrinn kringum tvær milljónir
„Þetta er reytingsveiði hérna í
Norðurá, það eru komnir á milli 640
og 650 laxar á þessari stundu," sagði
Halldór Nikulásson veiðivörður í
gærdag á bökkum Norðurár.
„Varnarmálanefnd var við veiðar
hérna um helgina og hún veiddi 50
laxa sem er allt í lagi miðað við að-
stæður. Það mætti vera meira að
gerast hérna og áin minnkar á hverj-
um degi. Ég man ekki eftir að hafa
séð hana svona vatnslitla síðan ég
byrjaði sem veiðivörður hérna við
Norðurá. Hann er ennþá 15 pund sá
stærsti en veiðimenn hafa sett í þá
stærri," sagöi Halldór ennfremur.
Veiðidagurinn á þessum tíma í
Norðurá kostar kringum 50 þúsund
með fæði og veitt er á 12 stangir á
aðalsvæðinu. Þetta er veiðitúr upp á
tvær milljónir í þessa þrjá daga hjá
Varnarmálanefndinni. Þessi veiðitúr
er árlega á dagskrá.
-G.Bender
Feiknagóð veiði í Blöndu síðustu daga
-besti dagurinn gaf 32 laxa
„Blanda er komin með 270 laxa og
þeir eru 18 pund þeir stærstu, þrír
svoleiðis eru komnir á land,“ sagði
Rúnar Óskarsson er við spurðum um
Blöndu og Svartá í gærdag en síðustu
daga hefur verið mjög góð veiði í
Blöndu á Qórar stangir.
„Það er töluvert af fiski í ánni og
besti dagurinn hefur gefið 32 laxa.
Veitt er á fjórar stangir. Áin er orðin
lituð aftur enda hefur vatnið aukist
mikið í henni síðustu vikurnar."
Það er sem sagt gamla
Blönduaðferðin ennþá við
líði, Rúnar?
„Já, eftir að vatnið jókst hefur að-
ferðin verið notuð aftur. En meðan
áin var næsta tær veiddist eðlilega
hellingur af laxi.
í Svartá hefur veiðin verið róleg
það sem af er veiðitímanum og eru
komnir fáir laxar á þurrt. Veiði-
menn, sem voru við ána í gærdag,
sáu lax kringum 20 pundin en hann
vildi ekki taka, sama hvað reynt
var,“ sagði Rúnar ennfremur.
Meðalfellsvatn hefur
gefið12 laxa
„Veiðin er þokkaleg í vatninu og eru
komnir 12 laxar á land,“ sagði Stein-
unn Þorleifsdóttir á Meðalfelli í gær-
dag.
„Fyrsti lax sumarins, sem veiddist,
var fjögur pund. í vor veiddust falleg-
ir urriöar og bleikjur í vatninu. Þeir
stærstu voru 4 pund. Viö sjáum mik-
ið af seiðum í vatninu þessa dagana
og boðar það gott fyrir næstu sum-
ur,“ sagði Steinunn í lokin.
Stóra-Laxá í Hreppum komin
i121lax
„Laxar eru að koma á land á hveijum
degi í Stóru-Laxá í Hreppum en veið-
in mætti samt vera meiri þessa dag-
ana þar,“ sagði Jón Gunnar, fram-
kvæmdastjóri Stangaveiðifélags
Reykjavíkur, í gærdag.
„Svæði eitt og tvö hafa gefið 25 laxa,
svæði þrjú hefur gefið 26 og svæði
fjögur um 70 laxa. Þetta eru 121 lax
á land. í Brynjudalsá eru komnir
innan við 10 laxar á land og það sama
er upp á teningnum í Miðá. í Miðá í
Dölum hafa veiðst 200 bleikjur,"
sagði Jón Gunnar ennfremur.
Hnausastrengurinn hefur gef-
ið flesta laxa
„Það eru komnir 152 laxar og hann
er 16 pund sá stærsti," sagði Gylfi
Ingason kokkur í veiöihúsinu Flóð-
vangi við Vatnsdalsá í gærdag.
„Hollið, sem var hjá okkur í eina
viku, veiddi 74 laxa og þar af veidd-
ust 65 laxar á tvær stangimar. Það
var Hnausastrengurinn sem hefur
gefið flesta laxana en í honum sást
fyrir skömmu nijög vænn lax en
hann fékkst ekki til að taka,“ sagði
Gylfi.
-G.Bender
• Þau eru vígaleg við Laxá í Kjós, Rúnar Óskarsson, Guðbjörn Ragnars-
son og Stefanía Finnsdóttir, með 10 punda lax á maðkinn. Kvíslarfossinn
sést í baksýn. DV-mynd Bessi
Fjölmiðlar
Hristu af þér slenið
Innlend dagskrárgerð í sjónvarpi
er ekki burðug á þessum árstíma
sem varla er von. Þó eru á dagskrá
sjónvarps nokkrir innlendir þættir,
einn þeirra er þáttur Sigrúnar Stef-
ánsdóttur, Hristu afþér slenið.
Þættimir, sem ætlaðir era til að
vekja meðaljóninn, eða sófadýrin,
til vitundar um ágæti hreyfingar-
innar, eru mjög vel geröir ogná
markmiðum sínum fullkomlega.
Það þarfjámtaugar til að horfa á
heilan þátt og fá ekki samviskubit
yfir því að hreyfa sig ekki nóg.
Þættirnir eru skemmtilega fjöl-
breyttir og líflegir. Það hefur veriö
tæpt á ótal íþróttagreinum, rætt við
fólk sem hreyfir sig reglulega,
lækna, næringarfræðinga, íþrótta-
kennara og svo framvegis og enda-
laust er hamraö á því að það sé aldr-
ei of seint að hrista af sér slenið.
Hristu af þér slenið er á dagskr á
tvisvar í viku, það er hver þáttur
er framsýndur á miðvikudagskvöldi
og endursýndur á þríðjudagskvöldi
með skjátextum fyrir heymarlausa.
Þessi ráðstöfun er óskiljanleg, það
er af hverju þættirnir á miövikudög-
um era ekki sýndir með skjátexla
til þess að heyrnarlausir geti notið
þeirra á miövikudögum rétt eins og
þeir sem heym hafa. Það getur varla
traflað þá meira sem fulla heyrn
hafa að horfa á skjátextann en þá
sem heyrnarlausir eru að heyra
ekki neitt Með þessu móti er eins
og verið sé að gera þennan minni-
hlutalióp að annars flokks twrngur-
um.
Hristu af þér slenið er raunar eini
íslenski þátturinn sem sýndur er
með skjátextum en með tilliti til
heymarlausra ættu allir þættir að
vera með skjátextum og vonandi
verður svo í framtíðinni. Þetta er
kannski fyrsta skrefið í þá átt.
Jóhanna Margrét Einarsdóttir
Veður
Austan- og noróaustangola eða kaldi. Skýjað um
allt land og víða dálítil rigning eða súld. Hiti á bilinu
8 til 15 stig. Veðurhorfur á hálendinu: Fremur hæg,
breytileg átt. Skýjað og víða rigning eða súld, hiti 8
til 15 stig. I Reykjavík: Hæg, breytileg átt og norð-
austangola, rigning eða súld, hiti 11 til 15 stig.
Akureyri rigning 10
Egilsstaðir skýjað 10
Keflavíkurflug völlur rigning 11
Kirkjubæjarklaustur rigning 11
Raufarhöfn rigning 10
Reykjavík rigning 11
Vestmannaeyjar súld 10
Helsinki léttskýjað 16
Kaupmannahöfn léttskýjað 16
Úsló skýjað 16
Stokkhólmur léttskýjað 17
Amsterdam skúr 17
Berlín skýjað 17
Feneyjar þokumóða 22
Frankfurt skýjað 20
Glasgow skýjaö 11
Hamborg skýjað 15
London rigning 14
Lúxemborg skýjað 18
Madrid heiðskírt 18
Nuuk léttskýjað 11
Paris rigning 15
Róm þoka 23
Valencia mistur 22
Vin léttskýjað 18
Gengið
Gengisskráning nr. 138. - 24. júlí 1991 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 61,260 61,420 63,050
Pund 103,333 103,603 102,516
Kan. dollar 53,050 53,189 55,198
Dönsk kr. 9,0756 9,0993 9,0265
Norsk kr. 8,9923 9,0158 8,9388
Sænsk kr. 9,6869 9,7122 9,6517
Fi. mark 14,5684 1^,6064 14,7158
Fra. franki 1C 3236 10,3505 10,2914
Belg. franki 1,7034 1,7079 1,6936
Sviss. franki 40,3917 40,4971 40,4750
Holl. gyllini 31,1194 31,2006 30,9562
Þýskt mark 35,0759 35,1675 34,8680
It. líra 0,04711 0,04723 0,04685
Aust. sch. 4,9823 4,9953 4,9558
Port. escudo 0,4085 0,4095 0,3998
Spá. peseti 0,5619 0,5634 0,5562
Jap. yen 0,44724 0,44840 0,45654
írskt pund 93,768 94,013 93,330
SDR 81,8023 82,0160 82,9353
ECU 72,0816 72,2698 71,6563
Fiskmarkaðimir
Faxamarkaður
Þann 23. júlí seldust alls 85.681 tonn.
Magn í Verð í krónum
tonnum Meóal Lægsta Hæsta
Blandað 0,214 27,61 10,00 37,00
Grálúða 0,083 55,00 55,00 55,00
Karfi 23,860 35,85 32,00 44,00
Keila 0,008 11,00 11,00 11,00
Langa 0,098 104,39 25,00 55,00
Lúða 0,177 316,78 290,00 355,00
Rauðmagi 0,057 23,33 10,00 29,00
Skata 0,004 20,00 20,00 20,00
Skarkoli 4.103 55,69 50,00 64,00
Skötuselur 0,156 195,00 195,00 195,00
Steinbítur 4,685 57,11 55,00 63,00
Þorskur 26,213 86,74 50,00 97,00
Ufsi 8,336 49,67 39,00 61,00
Undirmálsfiskur 1,520 56,36 10,00 65,00
Ýsa, sl. 16,362 101,11 70,00 116,00
Fiskmarkaðurinn Hafnarfirði
23. júlí seldust alls 21,070 tonn
Gellur 0,081 183,33 180,00 190,00
Þorskur 0,096 98,00 98,00 98,00
Smáþorskur 0,056 61,00 61,00 61,00
Smáufsi 0,346 55,00 55,00 55,00
Ýsa 3,552 103,00 90,00 107,00
Þorskur 6,671 91,72 90,00 92,00
Skata 0,008 5,00 5,00 5,00
Lúða 0,095 325,00 150,00 415,00
Karfi 10,116 38,48 38,00 39.00
Blandað 0,050 41,00 41,00 41,00
Fiskmarkaður Suðurnesja
23. júlí selust alls 132,728 tonn
Humar 0,017 1.110,00 999,00 1.110,00
Undirmálsf. 3,166 70,00 70,00 70,00
Skata 0,540 90,00 90,00 90,00
Lúða 0,323 373,81 360,00 390,00
Langa 1,040 52,00 52,00 52,00
Langlúra 0,143 40,00 40,00 40,00
Öfugkjafta 0,154 34,00 34,00 34,00
Steinbítur 2,628 58,07 50,00 65,00
Skarkoli 5,510 73,00 73,00 73,00
Ufsi 21,387 60,96 41,00 65,00
Ýsa 8,979 101,44 50,00 118,00
Þorskur 66,805 91,55 80,00 96,00
Hlýri/steinb. 0,196 50,71 31,00 54,00
Skötuselur 0,051 263,53 160,00 400,00
Keila 7,262 38,63 31,00 39,00
Karfi 14,127 38,27 30,00 40,00
Blálanga 0,345 53,84 48,00 60,00
Blandað 0,055 20,00 20,00 20,00
Fiskmarkaðurinn í Þorlákshöfn
23. júli seldust alls 31,605 tonn
Karfi 18,172 40,00 34,00 43,00
Keila 0,997 34,00 34,00 34,00
Langa 3,573 61,00 46,00 63,00
Lúða 0,585 289,33 260,00 305,00
Öfugkjafta 0,511 30,00 30,00 30,00
Skata 0,063 78,00 78,00 78,00
Skarkoli 1,079 73,00 73,00 73,00
Skötuselur 0,178 258,43 160,00 400,00
Sólkoli 0,069 67,00 57,00 57,00
Steinbltur 0,915 52,00 52,00 52,00
Þorskur, sl. 3,730 96,70 90,00 101,00
Ufsi 1,149 57,65 52,00 61,00
Ýsa, sl 0,584 90,00 67,00 114,00
Treemmz
MARGFELDÍ 145
PÖNTUNARSÍMI* 653900