Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1991, Blaðsíða 4
P1MMTupA(,!,UR.29, ÁGfl^T'.WU,f
4 ö
Fréttir
Kaupmáttur launa hef ur
aukist um 1-2 prósent
Grafið sýnir breytingarnar á kaupmætti greidds tímakaups verkafólks sam-
kvæmt niðurstöðum Kjararannsóknanefndar.
„Niðurstöður Kjararannsókna-
nefndar um aukningu kaupmáttar
gefa ef til vill heldur ýkta mynd,“
sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bandsins, í viðtali við DV í gær.
Kjararannsóknanefnd fékk út, að
kaupmáttur launa launþega hefði
aukizt um nærri fjögur prósent á
tólf mánaða tímabili fram til fyrsta
ársíjórðungs í ár. Slík aukning kaup-
máttar á tímabili þjóöarsáttar virtist
meiri en menn höfðu ætlað. en Þór-
arinn bendir á, að myndin sé ýkt.
„Það er eðli svona kannana eins og
könnunar Kjararannsóknanefndar,
að breyting mælist meiri en eðlilegt
væri. þegar stöðugleiki færist yflr.
Þegar hins vegar er þensla, eru mik-
il mannaskipti, og margt fólk verður
á byrjunarlaunum," sagði Þórarinn.
Því mælist breytingin nú á tímum
stöðugleika óeðlilega mikil. Þórarinn
telur sennilegt. að kaupmáttur laun-
þega hafi í reynd vaxið um 1-2 pró-
sent síðan fyrir 12 mánuðum.
Menn áttu von á nokkrum bata,
þegar þjóðarsáttin var gerð, og að
það yrði nokkur kaupmáttaraukn-
ing. En nú væri kyrrstaðan að nýju
að sigla á okkur. Væntanlegur sam-
dráttur afla hefur þegar leitt til meiri
varfærni. Þórarinn sagði, að nú væri
sama og ekkert að gerast í atvinnulíf-
inu. Fjárfesting væri á frostmarki.
Vextir væru háir. Svigrúmið til
kjarabóta réðist alfarið af þróun
þjóðartekna. Ef menn settu sér það
markmið að halda þolanlegu at-
vinnustigi, væri ekki um að tala, að
þaö verði nein aukning kaupmáttar.
Menn ættu þess í stað að ræða,
hvernig hægt væri að ýta undir hag-
vöxt. Þórarinn sagði, að vaxtastigið
Sjónarhom
Haukur Helgason
yrði aö fara niður, til þess að menn
færu að tjárfesta. Hinu opinbera
væri mest um að kenna, hversu hátt
vaxtastigið væri. Það orsakaöist af
miklum umsvifum hins opinbera og
húsbréfakerfinu.
Sjálfsafgreiðsluhópar
Ógmundur Jónasson, formaður
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja, sagði í viðtali við DV í gær, að
kaupmáttur taxta stæði nú svipað og
var í upphafi samningstímaps. Laun-
þegar hefðu óttast kjararýrnun á
þessu tímabili, en tekizt hefði með
launahækkun vegna batnandi við-
skiptakjara að rétta kaupmáttinn af.
Nú skipti mestu að hækka kaup-
taxta. Aukning kaupmáttar sam-
kvæmt mælingu Kjararannsókna-
nefndar stafaði mest af breytingum
á bónuskerfi og starfsaldurshækk-
unum. Ef til vill kæmi launaskriö',
kauphækkun umfram samnings-
kaup, einnig til. Þessar hækkanir
sýndu hins vegar, að enn meiri
ástæða væri en áður til að hækka
hið samningsbundna kaup. Sjálfsaf-
greiðsluhóparnir verði nú að sitja
eftir, en hækka þyrfti taxta þess
fólks, sem til dæmis fengi 50-60 þús-
und krónur á mánuöi. Ögmundur
kvaðst viðurkenna, að ekki væri nú
grundvöllur til að hækka neyzlustig
hjá öllum, en neyzlustigið þyrfti að
lækka hjá sumum og hækka hjá öðr-
um, sem sé breyta tekjuskiptingunni.
-HH
Sumarbúðirnar í Ölveri:
Metaðsókn í sumar
D
Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi:
Metaðsókn var að sumarbúðum
KFUM og K í Ölveri í sumar. Að
sögn Axels Gústafssonar hjá
KFUM sóttu 260 börn námskeiðin
í júní og júlí, fleiri en nokkru sinni.
Þrátt fyrir hina miklu aðsókn sagði
Axel aðstandendur sumarbúöanna
hafa veitt því athygli að verulegur
samdráttur hefði orðið í aðsókn að
búðunum frá Akranesi. Ekki hefðu
nema 20 börn þaðan sótt búðirnar
í sumar.
Axel sagði þetta hafa í senn vakið
undrun og vonbrigði. Búöirnar
hefðu á sínum tíma verið settar á
laggirnar af Akurnesingi, Krist-
rúnu Ólafsdóttur, og lengstum
hefðu börn frá Akranesi og ná-
grenni verið í meirihluta á nám-
skeiðum. Nú kæmi stærstur hlut-
inn frá höfuðborgarsvæðinu.
„Kannski höfum við ekki verið
nógu dugleg við að auglýsa sumar-
búðirnar á Akranesi og í Borgar-
nesi. Önnur skýring kann líka áð
vera sú að börnin eigi völ á fjöl-
breytilegri afþreyingu á sumrin en
verið hefur. Kannski vita margir
ekki hvers konar starf fer þarna
fram,“ sagði Axel.
Miklar framkvæmdir hafa staðið
yfir í Ölveri á undanförnum árum
og skálinn m.a. verið stækkaður
verulega. Axel sagði vonir bundnar
við að hitaveita yrði lögð að skálan-
um áður en langt um liði.
Bændur víða á Snæfellsnesi lentu í vandræðum vegna heyfoks á dögunum
þegar mikið hvassviðri gerði. Þessi mynd var tekin í Eyrarsveit hjá Grundar-
firði en þar var ástandið hvað verst. DV-mynd S
Stoðnámskeið í íslensku
Islendingar eiga sér háskóla og eru
stoltir af. Háskóli íslands er must-
eri æðri menningar enda efla vís-
indin alla dáð. Þangað hafa safnast
mestu gáfumenn þjóðarinnar og
gera enn. Læknar, lögfræðingar og
prestar hafa útskrifast þaðan með
láði og allir hafa gert garðinn fræg-
an með einu eða öðru móti. Þetta
er þjóðfélagshópurinn sem hefur
hreppt bestu embættin, hæstu
launin og mestu virðinguna í þjóð-
félaginu eins og vera ber. Háskóla-
nemendur læra lagaklækina,
læknisráðin og burðargetuna, tala
útlenskar tungur reiprennandi,
kafa ofan í dýpstu rök heimspek-
innar og kryfja þyngdarlögmál og
önnur lögmál til mergjar af gaum-
gæfni þeirrar akademisku ná-
kvæmni sem háskólamenntað fólk
tileinkar sér.
Það vantar sem sagt ekkert upp
á metnað Háskóla íslands og kunn-
áttu stúdenta og háskólanema,
enda færir Háskólinn sífellt út
kvíarnar, bætir við sig nemendum
og bætir við sig kennurum og húsa-
kosti og happdrættið hefur ekki
undan. Nú er jafnvel farið að tala
um skólagjöld til að námsfólkið
greiði fyrir þau forréttindi að fá að
stunda nám í þessari æðstu
menntastofnun Islendinga.
Það er aðeins einn vandi sem
blasir við. Sá hængur er nefnilega
á því fólki, sem sækir skólann, að
það kann ekki íslensku. Prófessor-
ar hafa rætt þetta vandamál í
nokkru laumi undanfarin ár, enda
ekki gott að viðurkenna opinber-
lega að nemendurnir séu hvorki
læsir né skrifandi á sitt eigið móð-
urmál. Nú er hins vegar svo komið
að ekki verður lengur þagað og
stafar það aðallega af því að nem-
endur skilja ekki lengur skrifaðar
útskýringar kennara né heldur
skilja kennarar þær úrlausnir sem
berast frá nemendum. Kennarar
geta til dæmis ekki dæmt og gefiö
einkunnir fyrir þær ritgerðir eða
verkefni sem nemendur skila frá
sér, vegna þess að þær eru skrifað-
ar á annarlega tungu. Málfræði,
stafsetning, setningaskipan og ann-
að það sem gerir íslensku að ís-
lensku er ekki að finna í úrlausn-
um nemenda við Háskóla íslands.
Það eru auðvitað góð ráð dýr.
Samkvæmt fræðslulögum ber
grúnnskólum að kenna undir-
stöðuatriði í íslensku og þegar ungt
fólk gengur í gegnum framhald-
skóla og býr sig undir stúdentspróf
er sömuleiðis gert ráð fyrir móður-
málskennslu. Eitthvað hefur þetta
nám farið úrskeiðis, því þegar þess-'
ir sömu nemendur hafa innritast í
Háskóla íslands til að nema hin
æðri fræði í akademisku umhverfi
kemur í ljós að þeir kunna ekki að
tjá sig á skrifuðu íslensku tungu-
máli.
Einhverjum hefur sjálfsagt dottið
í hug að einfaldast væri að leggja
íslenskuna niður í Háskólanum og
taka upp kennslu á ensku eða öðr-
um þeim tungumálum sem há-
skólanemar kunna, en af einhverri
íhaldssemi og misskilinni ættjarða-
rást hefur enn veriö haldið í þá
fordild að kenna á íslensku. Er
þetta enn eitt dæmið um tregðu
íslenskra skólayfirvalda til að til-
einka sér aðlögun og módernisma
í kennslumálum, enda verður ekki
séö að það sé til neins að viðhalda
íslensku þegar fólk kann ekki leng-
ur að tala íslensku. Auk þess sem
þaö tefur fyrir fólki í náminu að
bisa við að læra fagið á tungumáli
sem það hefur alls ekkert vald á.
í staðinn fyrir að horfast í augu
við þessa staðreynd, ætlar háskól-
aráð að taka upp stoðnámskeið i
íslensku fyrir þá sem innritast í
Háskólann. Það verður sem sagt
byrjað á því að kenna háskólaborg-
urum móðurmálið upp á nýtt, svo
þeir geti gert sig skiijanlega þegar
þeir taka sjálft háskólaprófið.
Sennilega verður byrjað á stafróf-
inu, farið í ypsílon-regluna og farið
yfir helstu grundvallarreglur um
stóran staf og lítinn. Best væri að
fá erlenda sendikennara til að
kenna íslenskuna, því þeir tala
bjagað eins og ungdómurinn og
hafa takmarkaðan' orðaforða, sem
einfaldar kennsluna. Aðalatriðið
er auðvitað að háskólaborgarar
geti skrifað ritgerðir sínar með
þeim hætti að prófessorarnir þurfi
ekki orðabækur til að fletta upp í
til að skilja textann.
Ef þetta gengur ekki kemur líka
hitt til greina að hafa stoðnámskeið
fyrir prófessorana svo þeir skilji
nútíma íslensku nemendanna. Það
yrði einfaldari og ódýrari lausn.
Dagfari