Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1991, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1991. 33 ov Afmæli Sigríður Svanhildur Sörensen Sigriður Svanhildur Sörensen, Boðaslóð 4, Vestmannaeyjum, er fertugídag. Starfsferill Svanhildur er fædd á ísafirði og ólst þar upp. Hún gekk í Barna- og Gagnfræðaskólann á ísafirði og lauk gagnfræðaprófi 1968 og var við nám í Kvennaskólanum á Blönduósi 1969-70. Svanhildur var starfsmaður Pósts og sima á ísafirði 1978-88 en síðast- talda árið flutti hún til Vestmanna- eyja. Þar hefur hún starfað hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og Pósti og síma síðan í ársbyrjun 1989. Fjölskylda Svanhildur giftist 25.11.1970 Ósk- ari Geir Péturssyni, stýrimanni á Isafirði. Þau skildu 1981. Foreldrar hans eru Pétur Geir Helgason og Ósk Norðfjörð Óskarsdóttir. Börn Svanhildur og Óskars: Erl- ing Gunnar, f. 11.9.1970, kvæntur Lucindu Svövu Friðbjörnsdóttur, þau eiga 1 son, Friðbjörn Óskar; PéturGeir.f. 1.1.1972. Systkini Svanhildar: Sveinn Her- mann, starfsmaður ísafjarðarkaup- staðar, kvæntur Guðbjörgu Jóns- dóttur, þau eiga 3 börn; Árni, sím- smiður í Reykjavík, kvæntur Guðnýju Snorradóttur söngkonu, þau eiga 3 börn; Hrafnhildur, tækni- teiknari á ísafirði, gift Gesti ívari Elíassyni kjötiðnaðarmanni, þau eiga2dætur. Foreldrar Svanhildar eru Erling Sörensen, f. 24.9.1929, umdæmis- stjóri Pósts og síma á Vestfjörðum, Sigriður Svanhildur Sörensen. og Amfríður Hermannsdóttir, f. 3.3. 1930, en þau eru búsett á ísafirði. Sturtuhengi- og klefar fyrir sumarbú- staði, verð kr. 8.500 og kr. 49.500. A&B, Skeifunni 11, s. 91-681570. Vandlátir velja KR-sumarhús. Eigum ti! afhendingar nú þegar fullbúið sumar- hús, 42,2 m-. Húsið er til sýnis við verslun Byko, Skemmuvegi, mánu- daga föstudaga kl. 17-18 og laugar- daga frá kl. 11 14. Nánari uppl. á skrifstofu okkar að Kársnesbraut 110, sími 642155 eða 41077. ■ Bátar Þessi bátur er til sölu, 4,5 tonna, veiði- leyfi, 474 kíló í kvóta, ný Perkins 46 ha. vél, vel búinn tækjum. Tilboð ósk- ast. Upplýsingar í síma 97-21349 eftir kl. 17. Smáauglýsingar Til sölu Nissan Patrol turbo disil, árg. 1986, 9 manna, háþekja, krómfelgur, 33" dekk, spil o.fl. Upplýsingar í síma 91-624945 eftir kl. 16. Gæsaveiðibillinn, Land-Rover 72, til sölu, verð 150 þúsund. Bíll í ágætu standi (góð vél, góð grind). Til sýnis á Bílasölu Matthíasar, s. 24540, eða upplýsingar í s. 10772. Pontiac Grand Prix '80 til sölu, T-topp- ur, sportfelgur, rafmagn í rúðum og hurðum, góð greiðslukjör. Uppl. í síma 91-76324. Tilboð-útsala. Daihatsu Charade ’88 til sölu á aðeins 320 þúsund stað- greitt. Uppl. í síma 92-68466 eftir kl. 18. Andlát Valur Rafn Úlfarsson, Asparvík, Álftanesi, lést af slysforum þriðju- daginn 27. ágúst á gjörgæsludeild Borgarspítalans. Ágústa Jónsdóttir, áður til heimilis á Hagamel 19, lést á Hrafnistu, Hafn- arfirði, 27. ágúst sl. Jarðarfarir Ólafur Magnússon bóndi, Sveins- stöðum, Austúr-Húnavatnssýslu, verður jarðsunginn frá Þingeyra- kirkju föstudaginn 30. ágúst kl. 14. Útför Hilmars Árnasonar frá Auð- brekku, dvalarheimilinu Skjaldar- vík, fer fram frá Möðruvöllum í Hörgárdal fóstudaginn 30. ágúst kl. 14. Ríkharður Jóhannes Jónsson andað- ist 8. ágúst í Landakoti. Útfórin hefur farið fram í kyrrþey. Ingólfur Jónsson lést 19. ágúst. Hann fæddist í Ásmúla, Ásahreppi, 18. júlí 1916. Hann var sonur hjónanna Jóns Jónssonar og konu hans, Ólafar Guð- mundsdóttur. Mestan hluta starfs- ævi sinnar .vann Ingólfur við bóka- sölu, síðast á Laugavegi 100, en hann lét af störfum árið 1988. Eftirlifandi eiginkona hans er María Guðbjarts- dóttir. Þau hjónin eignuðust tvö börn. Fyrir hjónaband hafði Ingólfur eignast son. Utfór Ingólfs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Tónleikar Silfurtónar í 20 ár í Duus-húsi Silfurtónar í 20 ár (1971 1991) er yfir- skrift tónleika sem haldnir verða í Duus- . húsi í kvöld, 29. ágúst. Þar verður ferill Silfurtóna rakinn og þeir flytja lög af hljómplötum sínum ásamt nýju og óút- gefnu efni. Unglingahljómsveitin Risa- eðlan hitar upp fyrir tónleikana en Risa- eðluna skipa Þórarinn Kristjánsson, trommur, ívar Ragnarsson, bassi^Margr- ét Kristín Blöndal, söngur og víola, Sig- urður Guðmundsson, gítar, og Hreinn sem spilar á harmóníku og fleira. Tón- leikarnir hefiast um kl. 22.30. Síðan skein sól á Tveimur vinum í kvöld, 29. ágúst, heldur Síðan skein sól tónleika á Tveimur vinum. Síðast komust færri að en vildu og gefst núna tækifæri að sjá þá og heyra. ■ BQar til sölu Ford Econoline 350, árg. ’88, langur, 15 manna, 7,3 dísil, með háum toppi o.fl. Til sýnis og sölu hjá Bílasölu Matthíasar við Miklatorg, símar 91-24540 og 91-19079 (þar sem viðskipt- in gerast). Fiat Duna 4DR, verð kr. 410.000, góður staðgreiðsluafsláttur eða skipti á ódýrari. Uppl. í síma 91-657275. Gröfuþjónusta Leigjum út traktorsgröfur 4x4 með opnanlegri framskóflu, skotbómu og göfflum. Sigurverk s/f, sími 39364 og 985-32849. Rúnar Kristjánss. s. 78309, 985-27061. Loftfélag íslands á Púisinum Loftfélag íslands heldur tónleika á Púls- inum í kvöld, 29. ágúst. Með félaginu kemur fram í fyrsta sinn á íslandi banda- ríska blökkusöngkonan Gvendolyn Sampé. Loftfélag Islands skipa: Birgir Baldursson trommuleikari, Daníel Þor- steinsson píanóleikari, Sigurður Bjöms- son gitarleikari og Sigurður Halldórsson bassaleikari. Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 1000 og hefjast þeir kl. 22. Fjöl- breytt efnisskrá er í boði, m.a. djass, blús og gospel-tónlist. Óperu og Ijóðatónleikar í Hafnarborg Nemendur prófessors Svanhvítar Egils- dóttur halda óperu- og ljóðatónleika í Hafnarborg, Hafnarfirði, fóstudaginn 30. ágúst kl. 20.30. Tónleikamir verða haldn- ir að loknu söngnámskeiði sem staðið hefur yfir sl. tvær vikur. Myndgáta Lausn gátu nr. 114: Skotgrafir Fundir Sumarfundur Kiwanisklúbbanna Sameiginlegur sumarfundur Kiwanis- klúbbanna Kötlu og Torshavn verður haldinn i Kiwanishúsinu, Brautarholti 26, í kvöld kl. 20. Gestir fundarins verða Perez-kvartett sem mun leiða fundargesti í allan sannleikann um djass og sveiflu. Allir kiwanisfélagar, íslenskir sem er- lendir, eru velkomnir. Samtök um andstöðu vegna EES-samninganna verða formlega stofnuö í dag, 29. ágúst. Fundurinn verður haldinn á Hótel Borg og hefst kl. 20.30. Tapað fundið - Kápa-Púlsinn Laugardagskvöldið fyrir hvítasunnu milli kl. 22.00 og 22.30 hvarf kápa úr fata- hengi Púlsins á Vitastíg. Kápan er gul- brún ullarkápa, framleidd í París undir merkinu Electra, stutt, útvíð, með sjalkraga og óhneppt. Eigandinn, sem var að ljúka námi erlendis, er nú kominn heim aftur og saknar vetrarkápu sinnar. Hægt er að skila kápunni í Púlsinn þar sem hennar verður vitjað. Lyklar fundust við Hampiðjuna 4 lyklar á kippu, 2 bíllyklar og 2 húslykl- ar, fundust fyrir utan Hampiðjuna. Lykl- arnir eru hjá skiptiboröi DV í Þverholti. Varðar frétt í DV laugardag- * inn 24. ágúst um byggingar- framkvæmdir á Djúpavogi í DV síðastliðinn laugardag er haft eftir Dagbjarti Harðarsyni, vara- manni í byggingarnefnd, að bygging- arfulltrúi, Tumi Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Trésmiðju Djúpavogs, hafi misnotað vald sjtt í þágu síns fyrirtækis. Núverandi byggingarfulltrúi tók við starfi bygg- ingarfulltrúa um mánaðamótin febr- úar-mars. Þá hafði ekki verið starf- andi byggingarfulltrúi frá því í nóv- ember. Byggingarleyfi fyrir um- rædda lóð við Borgarland 32 var gef- ið út fyrir nokkrum árum til bygg- ingar á einbýlishúsi. Síðastliðið ár hefur verið tilfmnanlegur skortur á húsnæði á Djúpavogi. Mikil upp- bygging hefur átt sér stað á undan- fórnum árum. Fólki hefur fjölgað og atvinnuástand er gott. í framhaldi af því kom framkvæmdastjóri Tré- smiðju Djúpavogs með þá hugmynd að byggja parhús á umræddri lóð. Munnlegt samþykki fékkst hjá bygg- ingarnefndarmönnum fyrir þeirri teikningu sem hann hafði látið teikna. Þar sem formaður byggingar- nefndar var staddur erlendis og eng- inn byggingarfulltrúi var starfandi á þessum tíma gaf ég leyfi fyrir því að framkvæmdir hæfust. Það er því al- rangt hjá Dagbjarti Harðarsyni að Tumi H. Helgason hafi gefið út leyf- ið, enda, eins og fram hefur komið, var hann ekki byggingarfulltrúi á þeim tíma. Slíkt fyrirkomulag hefur verið við lýöi, þrátt fyrir að endan- legar teikningar liggi ekki fyrir, enda gengið út frá því að þær berist bygg- ingarnefnd sem fyrst. Það kom mér nokkuð á óvart að Dagbjartur skyldi sjá sig knúinn til þess að fara með þetta sérstaka mál í blöð. Um það bil mánuði eftir afgreiðslu mína á teikn- ingum Trésmiðjunnar hófst hann handa við að byggja parhús fyrir fyr- » irtæki sem hann starfar hjá, Malland h/f, hér á Djúpavogi. Malland hafði fengið samþykkta arkitektateikning- ar af parhúsunum. Þar sem burðar- þolsteikningar lágu ekki fyrir þegar heíja átti framkvæmdir kom Dag- bjartur til mín og fékk sams konar leyfi og Trésmiðja Djúpavogs hafði fengið. Enda tjáði hann mér að um- ræddar teikningar kæmu í næstu viku. Nú þann 25. ágúst hafa þær ekki borist mér í hendur, þrátt fyrir að búið sé að byggja íbúðirnar og selja þær. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að hæfileg samkeppni væri til góðs. En þeir sem í henni standa geta ekki og eiga ekki að fá að kom- ast upp með það aö bera samkeppnis- aðila sína röngum sökum. Með það í huga sendi ég þessa yfirlýsingu frá mér. Djúpavogi, 25.8. 1991 Ólafur Ragnarsson sveitarstjóri ^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.