Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1991, Síða 9
Litháiskur hermaður stendur vörð i landi sínu. Stjórnvöld þar reyna nú að fá sovéska herinn til að halda heim.
Símamynd Reuter
Eystrasaltsríkin:
Reyna að fá sovéska
herinn til að fara
Eystrasaltsríkin þijú velta þessa
dagana vöngum yfír því hvernig þau
eigi að losa sig við sovéskar hersveit-
ir af landsvæði sínu nú þegar þau
hafa öll lýst yfir sjálfstæði sínu.
Lettneskum embættismönnum
mistókst í gær eftir fjögurra klukku-
stunda lahgan fund að sannfæra hin-
ar hötuðu OMON-hersveitir innan-
ríkisráðuneytisins, svokallaðar
svarthúfusveitir, um að þær ættu að
taka allt sitt hafurtask og fara.
Brottflutningur svarthúfnanna var
eitt fyrsta verkefnið sem lýðveldið
setti sér til að gera sjálfstæðisyfirlýs-
inguna frá fyrri viku að raunveru-
leika.
Svarthúfuforingjar sögðu við
fréttamenn í Rígu, höfuðborg Lett-
lands, í gær að þeir hefðu ekki í
hyggju að fara.
Lettland og Eistland nýttu sér upp-
lausnarástandið í Sovétríkjunum
sem fylgdi í kjölfarið á misheppnuðu
valdaráni harðlínumanna í síðustu
viku til að lýsa yfir sjálfstæði sínu.
Á undanförnum þremur dögum
hafa um þrjátíu vestræn lönd viður-
kennt sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna
og eru Bandaríkin aðeins eitt af fáum
ríkjum sem enn sitja hjá.
í Litháen, sem lýsti yfir sjálfstæði
sínu í mars í fyrra, sagði Vytautas
Landsbergis forseti að brottflutning-
ur sovéskra hersveita yrði að hefjast
fyrir árslok. Hann sagði að það gæti
tekið allt fram til ársins 1994 að ljúka
honum.
Landsbergis hitti Víjasjeslav Mír-
onov, yfirmann sovéska heraflans í
Eystrasaltslöndunum, í Vilníus í gær
til að þrýsta á um kröfur sínar um
brottflutning sovésku hersveitanna.
„Ég held að hann verði að byrja á
þessu ári,“ sagði hann. „Það er ekki
raunsætt að búast við að herinn
hverfi á brott fyrr en hann hefur far-
ið frá Þýskalandi en það verður að
byrja á þessu.“
Landsbergis stakk upp á því að
brottflutningurinn gæti hafist með
svarthúfusveitunum sem sakaðar
eru um að hafa ráðist á litháiskar
landamærastöðvar. á undanfórnum
mánuðum.
Reuter
Vilja f á Honecker
framseldan
Stjórn Þýskalands krefst þeee að
Sovétmenn skih aftur Erich Hon-
ecker, fyrrum leiðtcga í Austur-
Þýskalandi. í Þýskalandi á Honecker
yfir höfði sér ákæru fyrir manndráp
á þeim árum þegar Berlínarmúrinn
var uppistandandi og austurþýsk yf-
irvöld létu skjóta á hvem þann sem
reyndi að flýja vestur yfir múrinn.
Sovéski herinn forðaði Honecker
frá handtöku eftir að stjórn komm-
únista féll í Austur-Þýskalandi og
flutti hann til Sovétríkjanna. Nú hafa
aðstæður breyst í Sovétríkjunum
með falh', yfirmanna hersins og því
gera Þjóðverjar sér vonir um að fá
hinn aldna leiðtoga framseldan.
Reuter
Örlög Erichs Honecker eru ekki ráð-
in enn. Teikning Lurie
Þungavopnum beitt í
bardögum í Vukovar
Bardagar geisuðu í gærkvöldi í
króatíska bænum Vukovar mihi
króatískra sveita annars vegar og
serbneskra skæruhða og sambands-
hersins hins vegar. Króatískur emb-
ættismaður í bænum Osijek sagði að
skæruhðamir og herinn beittu skrið-
drekum, stórskotahði og sprengju-
vörpum.
Hann sagði að 43.skriðdrekar væra
á leið til Vukovar frá Sid sem er í
Serbíu, hinum megin Dónár.
Embættismenn í Króatíu og serb-
neskir fjölmiðlar hafa skýrt mjög
mismunandi frá mannfalh í bardög-
unum undanfama daga og hafa sum-
ir sagt að aht að þrjú hundruð manns
hafi falhð. Ekki hefur verið hægt að
sanmeyna þær fréttir.
Uppreisnarmenn Serba, sem oft
njóta stuðnings hersins, hafa náð
fimmtán króatískum þorpum á sitt
vald frá því að Króatía lýsti yfir sjálf-
stæði sínu 25. júní.
Ofbeldið í Króatíu hefur einangrað
Serbíu á alþjóðavettvangi og orrust-
an um Vukovar hefur gert að engu
þá ímynd hersins að hann sé hlutlaus
friðarstillir.
Evrópubandalagið hótaði aðgerð-
um gegn Serbíu á þriðjudag ef lýð-
veldið félhst ekki á að leyfa friðareft-
irhtsmönnum að koma til Króatíu
fyrir vikulokin og ef það mætti ekki
á friðarráðstefnu. EB sagði að Serbar
ættu sök á ofbeldinu. Þessu neita
Serbar og segja að Króatar eigi í
stríði við Júgóslavíu.
Forsætisráð Júgóslavíu hefur enn
á ný hvatt til þess aö raunverulegu
vopnahléi verði komið á í landinu. Á
fundi þess í gær var ákveöið að hraða
undirbúningi tillagna um framtíð
landsins og leggja þær fyrir fund með
leiðtogum lýðveldanna þann 4. sept-
ember.
Reuter
*9
IBUÐ OSKAST
Fullorðinn reglusamur maður óskar eftir
góðri 3ja-4ra herb. íbúð, eitthvað af hús-
gögnum væri æskilegt. Fyrirframgreiðsla
6-12 mán. Uppl. í síma 11219 og 72131
e. kl. 17.
... s l i ll t u á F M 9 5 7 og flettu í
DV. Svarað u spurningum og þú
gre tir eignast nýjan bíl.
022 FM#957 BUEia
AKUREYRI
Blaðbera vantar í innbæinn sem fyrst. Uppl.
í síma 25013 milli kl. 13 og 18 og heima
hjá umboðsmanni í síma 11613 milli kl. 19
og 21.
mmm\
FibertexSons
JARÐVEGSDUKAR
TIL MARGRA HLUTA NYTSAMLEGIR
Þegar að
leggja á
hellur
Þegar að
mynda á
stalla í
garða
Þegar að
byggja á
vegi
Þegar að
leggja á
ræsislögn
Þegar að
byggt er
$
VATNSVIRKINN/f
ÁRMÚLA 21-108 REYKJAVlK - SlMI 686455 - FAX 687748