Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1991, Síða 15
15
l,'IMM'rÚÍÍAóUli 29. ÁCÚST 1991.
Gert út á almenning
„Blönduvirkjun er reiknuð sem núll-staerð í dæmi Landsvirkjunar..
Það hcfðu cinhvcrn tíma þótt tíð-
indi, að cftir fjögurra ára samn-
ingaþóf við Atlantal-fyrirtækin
kæmi upp á borðið samningur, sem
gerir í upphafi ráð fyrir raforku-
verði rétt um 10 mill (um 60 aura)
á kílóvattstund. Undanfarin ár hef-
ur meðalframleiðslukostnaður
allrar orku Landsvirkjunar úr
gömlum og nýlegum virkjunum
veriö tvöfalt hærri, þ.e. legið á bil-
inu 20-25 mill samkvæmt ársreikn-
ingum fyrirtækisins.
Þótt orkuverðið eigi að hækka
sem hlutfall af söluverði áls á
samningstímanum er útkoman háð
gifurlegri óvissu, þannig að annað
eins hefur ekki sést í samningum
um orkufrekan iðnaö hérlendis til
þessa.
Ráðherra tók völdin af
Landsvirkjun
Það liggur nú fyrir að raforku-
verðið hefur ekki breyst frá því Jón
Sigurðsson kallaði Atlantal-menn
til undirskrifta 4. október 1990. Þá
þegar hafði ráðherra fallist á fyrir-
liggjandi drög að raforkusamningi
með þeim tölum, sem nú hafa veriö
innsiglaðar öðru sinni. Stjórn
Landvirkjunar leist eðlilega ekki á
blikuna og reýndi að taka málin í
sínar hendur og setti Davíð Odds-
son og Pál Pétursson í sérstaka
nefnd til að ná fram breytingum.
Nú liggur fyrir að þessi neyðar-
nefnd fékk engu um þokað varð-
andi raforkuverðið, nema ef vera
skyldi eitt lítið prik, þ.e. hækkun á
viðmiðuninni 16,0 í 16,1% frá árinu
2003 að telja! Sú breyting hrekkur
varla fyrir hótelreikningunum úr
ferðum þeirra félaga.
Þannig gæti Davíð Oddsson nú
með fullum rétti endurtekið þau
orð sem hann lét falla um samn-
ingsdrögin fyrir tæpu ári síðan
(Stöð 2,18. september 1990):
„Landsvirkjun mun tapa á þess-
KjaUariim
Hjörleifur Guttormsson
alþingismaður
um samningi fyrstu 15-20 árin, það
er að segja hún stendur verr með
því að gera samning um nýjar
virkjanir og orkusölu til nýs álvers
heldur en hún myndi gera ef eng-
inn slíkur samningur kæmi til.“ -
Það virðist hins vegar sem annaö
hljóð sé komið í strokk hans viö
að flytjast af stóli borgarstjóra í
sæti forsætisráðherra landsins.
Samkeppnisfært orkuverð
Iðnaðarráðherra og formaður ís-
lensku samninganefndarinnar
sögðu í fjölmiðlunrá dögunum að
hér sé fengin mjög viðunandi nið-
urstaða, þetta sé „samkeppnisfært
orkuverð". Ég geri ráð fyrir því að
útlendingunum þyki verðið harla
gott og hugtakið „samkeppnisfært"
geti átt við um þeirra hagsmuni.
Fyrir Landsvirkjun og íslenskan
almenning er þetta verð hins vegar
mjög langt frá því að vera viðun-
andi og miklu nær að segja að hér
sé um afarkosti að ræða. Þaö sést
best á því að í upphafi er raforku-
verðið aðeins um helmingur af því
sem Landsvirkjun áætlar sem
framleiðslukostnaðarverð frá nýj-
um virkjunum og er þó Blanda
ekki tekin með í reikninginn.
Biönduvirkjun er reiknuð sem
núll-stærð í dæmi Landvirkjunar
og haft er eftir forsætisráðherra að
á virkjunina megi líta sem eins
konar gulrót, þ.e. beitu fyrir út-
lendingana!
Forráöamenn Landsvirkjunar
hafa nýlega í reynd sýnt fram á
hversu fjarstæðukennt það er að
ætla fyrirfram aö afskrifa þannig
kostnaðinn við Blönduvirkjun.
Nýlega geröi fyrirtækið samning
við ísal um sölu á allt aö 170 gíga-
vattstundum af „afgangsorku" á
ári fram til 1994 fyrir um 9 mill
kíióvattstundina. ísal ætlar að
auka framleiðslu sína og efna til
fjárfestingar út á þessa orku. Því
er ólíklegt annað en framhald verði
á þessum viðskiptum, sem eru ekki
síst tilkomin vegna innkomu
Blönduvirkjunar.
Það er með ólíkindum að ráöa-
menn skuli viö kynningu á þessum
raforkusamningi tala um virkjun-
arkostnað sem nemi 27 milljörðum,
þegar nær er að reikna hann á
a.m.k. 50 milljarða. Hafa ber einnig
í huga þau umhverfisspjöll sem
verða vegna virkjunarinnar og sem
ekki hafa þá nema að litlu leyti
veriö reiknuð til verðs, og mikið
af þeirri röskun verður seint metin
til fjár. Eftir er m.a. að ákveöa leið-
ir fyrir raflínur og nú þegar er ljóst
að Landsvirkjun vanmetur þann
kostnað sem af lagningu þeirra
hlýst.
Á enn að láta almenning
borga mismuninn?
Landsvirkjun er almenningsfyr-
irtæki, að helmingi í eigu ríkisins
og að hálfu eign sveitarfélaga. Þeir
sem unnið hafa að gerð þessa raf-
orkusamnings eiga ekkert í húfi
fjárhagslega, en gera þess í stað út
á pyngju almennings, raforkunot-
endurna í landinu.
Það er almenningur sem veröur
iátinn borga með álbræðslunni í
gegnum rafmagnsreikningana
næstu áratugi. Enginn veit um
hversu háar upphæðir þar verður ■
að ræða, nema stóriöjuviðskiptin
veröi aðgreind frá annarri raforku-
sölu. Fulltrúi Alþýðubandalagsins
í stjórn Landsvirkjunar, Finnbogi
Jónsson, hefur þegar kynnt tillögur
þaö að lútandi, þ.e. að stofnað verði
sérstakt áhættufyrirtæki vegna
virkjanaframkvæmda og raforku-
sölu til Atlantal-bræðslunnar.
Dræmar undirtektir fulltrúa ríkis-
stjórnarflokkanna við þá hugmynd
sýna ljóslega að þeir treysta sér
ekki til að láta reynsluna skera úr
um þessi viðskipti. Slík tilhögun
myndi þó jafnframt bæta stöðu ís-
lendinga til að krefjast endurskoð-
unar á raforkuveröinu, sem ella
mun reynast örðugt eins og allt er
í pottinn búið.
Raforkusamningurinn við Atl-
antal er mesta fjárglæfraspil sem
íslendingum hefur verið ætlað að
taka þátt í hingaö til. Sem betur fer
er ekki útséð um hvort samningur-
inn verður til lykta leiddur og síðan
er eftir að sjá hvort Alþingi skrifar
upp á þennar óútfyllta víxil.
Hjörleifur Guttormsson
„Þaö er meö ólíkindum aö ráöamenn
skuli við kynningu á þessum raforku-
samningi tala um virkjunarkostnaö
sem nemi 27 milljörðum, þegar nær er
aö reikna hann á a.m.k. 50 milljarða.“
Söngkonurnar Whitney Houston og Madonna. -........það er ekki hægt
að segja að Vivaldi sé eðaltónlist en ekki þessar ágætu konur - eða
öfugt... “
þessar ágætu konur - eða öfugt -
og þess vegna megi ekki setja þau
á sama listann: nei, uppbrotið í
nútímanum neitar því.
Valdiðfrá manneskjunni
Afneitun forsjárhyggju, uppbrot
tímans, frelsi manneskjunnar
kemur vitaskuld við öll svið mann-
lífsins: það krefst endurskoðunar á
hlutverki ríkisvaldsins því enginn
trúir lengur á endanleg sannindi
skriffmna; það krefst endurskoð-
unar í menningarlegu tilliti, upp-
brots á afstöðu til hámenningar og
lágmenningar; það krefst uppbrots
á afstööu til þess hvað sé róttækni
og hvað sé íhaldssemi, afneitunar
úreltra hugmynda um hægri og
vinstri; það krefst umburðarlyndis
í mannlífinu, aukins sveigjanleika
í samfélaginu, valds manneskjunn-
ar yfir sjálfri sér - því það sem er
satt og rétt kemur á okkar tímum
beint frá manneskjunni sjálfri og
ekki að ofan.
En okkar tímar eru líka tímar
samstöðunnar um gildi sem við
teljum góð og æskileg: við trúum
til dæmis meira á lýðræðishefð
Vesturlanda en nokkru sinni fyrr,
við speglum okkur í andheiminum,
hinni gömlu Austur-Evrópu og
sjáum öll sömu spegilmyndina, og
þessi samstaða um spegilmyndina
er augljós grundvöllur okkar, allir
eru sammála um það. Þetta eru
tímar uppbrots, sem byggir á þess-
um gildum, uppbrots á lýðræðis-
legum grunni: skoðananmuriur í
þjóðfélagi okkar hefur fremur tekið
á sig mynd blæbrigðamunar eða
áherslumunar um lífsviðhorf,
mynd þjóöarsáttar um grundvöll
uppbrotsins - á þessum grundvelli
náum við víðtækum sveigjanleika
í mannlííinu og menningunni, því
sem fólki stendur næst.
Forsjárhyggju, upphafningu yfir-
valda af sérhverjum toga hefur
hins vegar verið hafnað.
Einar Heimisson
Uppbrotið í nútímanum
Okkar tímar eru tímar uppbrots.
Uppbrots þjóðfélagsins, uppbrots
gildanna, uppbrots hugmyndanna,
uppbrots hluverkanna. Auðvitað
þarf ekki að fjölyrða um það að
uppbrotstímarnir tengjast því, að
það hafa orðið margar og miklar
byltingar í austurvegi, og við sem
horfum á kraftinn og kjarkinn í
fólkinu þar, við hrífumst og viö
forum kannski að hugsa sem svo:
það er nú ósköp einfalt að breyta
einhverju hjá okkur miðað við það
að breyta einhveiju hjá þeim.
Forsjárhyggja í tímans rás
Valdhyggja, ríkishyggja eða for-
sjárhyggja - það er sama hvað við
köllum hana - hefur ráðið miklu á
íslandi í tímans rás: Það er ekkert
sérlega langt síðan það var ríflega
skattlagt aö fara til útlanda og
kaupa gjaldeyri, bannað að drekka
bjór - og áfengi einungis fáanlegt í
örfáum verslunum, handlangað
yfir ábúðarfull búðarborð. Það
voru ábúðarfullir embættismenn
sem ákváðu allt þetta, hið vitiborna
yfirvald. Ríkisvaldið úrskurðaði
hvað fólki væri fyrir bestu og ekki
síður: hvað fólki væri ekki fyrir
bestu.
Kannski voru þetta einhverjar
eftirstöðvar af útlendu valdi, leifar
af þeirri staðreynd að það réð alltaf
einhver yfir íslendingum - um það
skal ekki fullyrt. En forsjárhyggjan
hefur sem betur fer látið undan
síga á íslandi. Menn hætta að hugsa
sem svo: ríkisvaldið passar upp á
fólkiö því ríkisvaldið á sér vita-
skuld önnur viðfangsefni og brýnni
en passa upp á fólk.
Undirritaöur hefur síðustu vik-
umar lýst hér í DV þeim viðfangs-
efnum sem ríkisvaldið hefur í þjóð-
félagi félagslegrar markaðshyggju:
tryggja heilbrigðan markað og
hindra fákeppni, tryggja jöfnuð í
inenntakerfi og heilsugæslu án telj-
andi gjalda og mismununar,
tryggja opið þjóðfélag sem byggir á
stöðugu lýðræði, svo eitthvað sé
nefnt.
En ríkið á ekki að hafa vit fyrir
þegnum sínum í þjóðfélagi þar sem
einstakhngshyggjan er í eðU sínu
aílvaki hagvaxtarins og velferðar-
innar, kökunnar góðu, hagsmuna
heildarinnar, hins félagslega mark-
aðskerfis. - Og heimspekin á bak
við félagslegt markaðskerfi er
þessi: einstaklingarnir sjá um sig
sjálfir, ríkið sér ekki um það.
ins, ná líka til hennar. Núna er
erfitt aö hólfa eitt eða neitt niður
því endanleg sannindi eru hvar-
vetna horfin, Uka í menningunni.
Þegar Vivaldi komst í fjórða sæti á
breska vinsældaUstanum um dag-
inn var það engin tilviljun - það
var tímanna tákn.
Straumar eða stefnur í menningu
eru í eðli sínu hólfun í anda endan-
legra sanninda og eiga ekki við um
okkar tíma: ef Vivaldi keppir núna
við Whitney Houston eða Madonnu
um hylU fólks er það gott og eðU-
legt og það er ekki hægt að segja
að Vivaldi sé eðaltónUst, en ekki
Fámennið og einstaklings-
frelsið
Á íslandi þurfum við að hugsa
sérstaklega mikið um einstaklings-
frelsið, því þjóðfélagið er smátt og
sveigjanleikinn í mannlífinu
stundum ekki mikill. Hér á landi
er til dæmis afar lítið um útlend-
inga, þeir eru aðeins tæp 2 prósent
landsmanna - og ekki er hægt að
segja með neinum sanni, að þeir
séu áberandi fólk hérlendis. Þjóðfé-
lag okkar er einUtt í menningar-
legu tiUiti og hættan er þess vegna
sú, að þeir sem ekki hafa þennan
eina Ut menningar verði utangátta,
sveltir úti.
Við lifum á tímum uppbrots í
heiminum á ýmsum sviðum:
menningarlegt uppbrot er eitt
þeirra; tímar frelsisins, uppbrots-
KjaUarinn
Einar Heimisson
stundar háskólanám í
Freiburg, Þýskalandi
„ ... það er ekkert sérlega langt síðan
það var ríflega skattlagt að fara til út-
landa og kaupa gjaldeyri, bannað að
drekka bjór - og áfengi einungis fáan-
legt í örfáum verslunum... “