Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Side 1
Listhúsið: Án sýnilegs titils Án sýnilegs titils heitir sýning sem verður opnuð í Listhúsinu, Vesturgötu 17, sunnudaginn 15. september klukkan 16.00. Sýningin er haldin í boði Jacque- line og Jack Mer, sendiherra Frakklands á íslandi. Þátttakendur í sýningunni hafa allir búið í Frakklandi, stundað þar nám eða búa þar enn. Sýnendur eru fimm og fást við ólík listform: Erla Magnúsdóttir sýnir grímur, Odd Stefán Þórisson ljósmyndir, Ragnheiður Ágústsdóttir leirlist, Yann Hervé sýnir myndverk og Þórdís Ágústsdóttir ljósmyndir. Sýningin, sem er opin frá klukk- an 12-18, stendur til 22. september. Samsýning fimm ólikra listamanna verður opnuð i Listhusinu, Vestur- götu 17, á sunnudaginn. Á myndina vantar Yann Hervé. DV-mynd GVA Fjalladrottningin (Guðrún Stephensen) leggur þraut fyrir Helgu (Sigrúnu Waage). Hjá þeim stendur Búkolla. Þjóðleikhúsið: Búkolla Á verkefnaskrá Þjóðleikhússins í fyrra var barnaleikritið Búkolla eftir Svein Einarsson en vegna þrengsla í húsinu var ákveðið að 'fresta því til haustsins. Ekkert er til fyrirstöðu að sýna leikritið nú og er Búkolla fyrsta frumsýning í Þjóðleikhúsinu á þessu ári. Leikritið byggir Sveinn á hinni þekktu sögu Búkollu sem fjallar um karl og kerlingu í koti sínu sem eiga þrjár dætur, Ásu Signýju og Helgu og eina kú, Búkollu. Þegar Búkolla hverfur senda þau dætur sínar hverja á fætur annarri til að leita hennar, en henni hefur verið hnupl- að af Fjalladrottningunni sem er skessa hin versta. Auk Qölskyldunnar í kotinu og Bú- kollu koma fyrir nokkrar aörar per- sónur, má þar fyrst telja sögumann sem fylgir áhorfendum í gegnum söguþráðinn en verður alltaf að passa sig á að verða ekki þátttakandi. Auk þess að hafa samband við persónum- ar í leikritinu þá hefur sögumaður þó nokkurt samband við áhorfendur. Þá kemur einnig til sögunnar Dala- drottningin sem er jafnvel illvigari en Fjalladrottningin og Dordingull sem reynist yngstu systurinni betri en enginn þegar kemur aö því að hún þarf að leysa erfiðar þrautir. Leikstjóri Búkollu er Þórunn Sig- urðardóttir en leikmynd og búninga gerði Una Collins. Jón Ásgeirsson hefur frumsamið tónlist sem flutt er í leikritinu. Tvö aðalhlutverk eru í Búkollu. Sögumanninn leikur Sig- urður Sigurjónsson og Helgu, yngstu systurina, leikur Sigrún Waage. Aðr- ir leikarar eru Lilja Guörún Þor- valdsdóttir og Tinna Gunnlaugsdótt- ir sem leika Ásu og Signýju. Herdís Þorvaldsdóttir og Róbert Arnfmns- son leika foreldra stúlknanna og skessurnar tvær eru leiknar af Guð- rúnu Stephensen og Þóru Friöriks- dóttur. -HK Nýlistasafnið: Farandsýning Fons Brassers Sýning á verkum hollenska lista- mannsins Fons Brasser verður opnuð i Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3B, á morgun, laugardaginn 14. september, klukkan 15. Fons Brasser fæddist árið 1944 og er sjálfmenntaöur listamaður. Hann hefur haldið 14 sérsýningar víða um Evrópu og tekið þátt í rúm- lega 40 samsýningum vestan hafs og austan. Verk Fons Brasser eru oftar en ekki afleiddar hugmyndir, það er að segja, þau eru grundvölluð á almennum reglum, því sem er aug- ljóst og þarfnast ekki sérstakrar skoðunar. Verkin vísa mjög til mælinga og magns, eru skilgreind og skipað í ákveðin hlutfoll, og eru ætíð byggð á tölvísi og/eða flatar- málsfræði. Þegar sýningu Fons Brasser lýk- ur þann 29. september verða verkin send til Noregs og sýnd þar ásamt verkum eftir landa hans, Jan Schoonhoven, í Museet for samtidskunst. Þaðan fer sýningin til Herning í Danmörku og veröur sett upp í Herning kunstmuseum en endar síðan í De Beyerd lista- safninu í Breda í Hollandi. Þessi farandsýning er skipulögð af Nýlistasafninu undir stjórn Kees Vissers, varaformanns safnsins. Kostnaðurinn skiptist á milli lista- safnanna fjögurra. Hollenski listamaðurinn Fons Brasser, til hægri, ásamt Kees Vissers, varaformanni Nýlistasafnsins, við uppsetningu sýningar þess fyrrnefnda. Alþýðuleikhúsið frumsýnir á morgun leikritið Undirleikur við morð eftir David Pownell. Á myndinni eru Bryndis Petra Bragadóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Viðar Eggertsson, Jórunn Sigurðardóttir og Þorsteinn Bachmann í hlut- verkum sinum. Alþýðuleikhúsið frumsýnir: Undirleikur við morð Alþýðuleikhúsið frumsýnir á morgun, laugardaginn 14. septemb- er, klukkan 20.30 leikritið Undirleik- ur við morð eftir breska leikritahöf- undinn David Pownall. Þetta er gam- anleikrit með dramatiskum undir- tón, þar sem segir frá ítalska tón- skáldinu Carlo Gesualdo (1564-1612) og breska tónskáldinu Peter Warlock (1894-1939), lífi þeirra hvors um sig og tengslum innbyrðis, bæði í þess- um heimi og öðrum. Höfundur veltir fyrir sér eilífðarspurningum á borð við hvar uppsprettu sköpunarkrafts- ins sé að finna, hverju listamaðurinn eigi að fórna á altari listarinnar og hvort fórnirnar séu á endanum fyrir- hafnarinnar virði. Þá er hlutverki þeirra sem hafa lifibrauð sitt af um- fjöllun um listimar gerð gráglettin skil í verkinu. David Pownall stofnaði, ásamt öðr- um, leikhópinn Paines Plough upp úr 1970 og skrifaði fyrstu leikrit sín fyrir þann hóp. Undirleikur við morð (Music to Murder) var skrifað árið 1975 fyrir leikhópinn og vakti mikla athygli og vann til fyrstu verðlauna sem besta nýja leikritið á Edinborg- arhátíðinni sama ár. Af öðrum leik- ritum hans má nefna Beef og Master Class sem hafa verið tekin til sýninga af leikhúsum í Englandi og víðar. Leikendur í Undirleik við morð eru Brýndís Petra Bragadóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Jómnn Sigurðardóttir, Viðar Eggertsson og Þorsteinn Bach- mann. Umsjón með tónlist hefur Árni Harðarson, leikmynd gerir Elín Edda Árnadóttir, búninga hannar Alda Sigurðardóttir, lýsingu stjórnar Björn Bergsteinn Guömundsson og leikstjóri er Hávar Sigurjónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.