Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Side 5
'20
FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991.
FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991.
21
Messur
n
Árbæjarkirkja: Guðsþjónusta sunnudag
kl. 11 árdegis. Ingibjörg Marteinsdóttir
syngur einsöng. Miðvikudagur: Fyrirbæ-
naguðsþjónusta kl. 16.30. Sr. Guðmundur
Þorsteinsson.
Áskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Árni
Bergur Sigurbjömsson.
Breiðholtskirkja: Guösþjónusta kl. 11.
Organisti Þorvaldur Bjömsson. Bæna-
guðsþjónusta þriðjudag kl. 10.30. Sr. Gísli
Jónasson.
Bústaðakirkja: Guösþjónusta kl. 11.
Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi
Matthíasson.
Dómkirkjan: Prestsvígsla kl. 10.30. Vígð
til prests verða Magnús Erlingsson cand.
theol., sem yígist til ísafjaröarprestakalls,
og Sigrún Óskarsdóttir cand. theol. sem
vígist til aðstoðarprests í Laugarnes-
prestakalli. Sr. Bernharður Guðmunds-
son lýsir vígslu. Vígsluvottar eru sr.-Jón
Dalbú Hróbjartsson, sr. Jakob Á. Hjálm-
arsson og sr. Jón Ragnarsson. Auk þessa
annast þeir altarisþjónustuna. Dómkór-
inn syngur. Organisti Marteinn H. Frið-
riksson.
EUiheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 14.
Prestur sr. Kristinn Hóseasson. Kristín
Sigtryggsdóttir syngur einsöng, organisti
Kjartan Ólafsson. Félag fyrrverandi
sóknarpresta.
Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl.
11. Kirkjuklukkur teknar í notkun. Org-
anisti Guðný M. Magnúsdóttir. Jón Sig-
urðsson leikur á trompet. Prestar sr.
Hreinn Hjartarson og sr. Guðmundur
Karl Ágústsson. Ragnhildur Hjaltadóttir
les ritningarlestur. Veitingar eftir guðs-
þjónustu.
Fríkirkjan í Reykjavik: Guðsþjónusta
kl. 14.00. Miðvikudaginn 18. september
kl. 7.30 morgunandakt. Orgelleikari Vio-
leta Smid. Kirkjan er opin í hádeginu
virka daga. Cecil Haraldsson.
Grafarvogssókn: Guðsþjónusta í Félags-
miðstöðinni Fjörgyn kl. 11. Organisti Sig-
ríður Jónsdóttir. Séra Vigfús Þór Árna-
son.
Grensáskirkja: Messa kl. 11. Altaris-
ganga. Prestur sr. Halldór S. Gröndal.
Organisti Ámi Arinbjarnarson. Fyrir-
bænir eftir messu.
Grindavíkurkirkja: Messa kl. 14. Organ-
isti Siguróli Geirsson. Kór kirkjunnar
syngur. Vígslubiskupinn i Skálholti, sr.
Jónas Gíslason, prédikar. Messukafii í
safnaðarheimilinu í boði sóknarnefndar.
Sóknarprestur.
Hafnaríjarðarkirkja: Guðsþjónusta kl.
-014. Vænst er þátttöku fermingarbarna og
fjölskyldna |>eirra. Þórhildur Ólafs.
llallgrimskirkja: MeSSa kl. 11. AltarÍS-
ganga. Sr. Karl Sigurbjömsson. Þriðju-
dagur: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30.
Beðið fyrir sjúkum.
Háteigskirkja: Messa kl. 11. Sr. Tómas
Sveinsson. Kvöldbænir og fyrirbænir em
í kirkjunni á miðvi!;udögum kl. 18.
Hjallasókn: Guðsþjónusta kl. 11 í Kópa-
vogskirkju. Altarisganga. Fermdir verða:
Rúnar Snær Þórðarson, Hlíðarhjalla 63,
Kópavogi, og Kristján Lárusson, Hraun-
tungu 79, Kópavogi. Allir velkomnir.
Kristján Einar Þorvarðarson.
Kópavogskirkja: Fermingarmessa
sunnudag kl. 11 á vegum Hjallapresta-
kalls. Prestur sr. Kristján Einar Þorvarð-
arson. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Karl Sig-
urbjömsson.
Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands
biskups. Hátíðarmessa kl. 14 í tilefni af 7
ára vígsluafmæli kirkjunnar. Sungin
verður Missa de Angelis/Messa engl-
anna. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Sr.
Sigurður Haukur Guðjónsson prédikar.
Kór Langholtskirkju syngur. Örganisti
Jón Stefánsson. Fjáröflunarkafii kvenfé-
lagsins í safnaðarheimilinu að lokinni
messu.
Laugarneskirkja: Laugardagur: Guðs-
þjónusta kl. 11 í Hátúni lOb. Sr. Jón Dalbú
Hróbjartsson. Surmudagur: Messa í
Laugameskirkju fellur niður vegna
prestsvigslu í Dómkirkjunni. Sigrún Ósk-
arsdóttir cand. theol. verður vígð til að-
stoðarprests í Laugamesprestakalli.
Safnaðarfólk er hvatt til að fjölmenna.
Fimmtudagur: Kyrrðarstund kl. 12. Org-
elleikur, altarisganga, fyrirbænir.
Fimmtudagur: Opið hús fyrir aldraða.
Neskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Orgel og
kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guð-
mundur Óskar Ólafsson. Miðvikudagur:
Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Hall-
dórsson.
Njarövíkurprestakall: Sameiginleg
guðsþjónusta sóknanna í Innri-Njarðvík-
urkirkju kl. 20.30. Prestur sr. Jóna Krist-
In Þorvaldsdóttir. Sóknamefndin.
Óháði söfnuðurinn: Guðsþjónusta kl. 14.
Aðalsafnaðarfundur eftir guðsþjón-
ustuna. Safnaðarprestur.
Kristín Guðrún Gunnlaugsdóttir sýnir i Nýhöfn.
Hjólreiðakeppni
JC Hafnarfjarðar
Nýhöfn:
Kristín Guðrún sýnir
Hjólreiðakeppni JC Hafnarfjarðar
og veitingastaðarins Bleika pardus-
ins fei fram á götum Hafnarfjarðar
sunnudaginn 15. september, í sam-
vinnu við Hjólareiðafélag Reykjavík-
ur. Skráning hefst klukkan 10 við
Bleika Pardusinn, Hjallahrauni 13.
Keppni hefst síðan klukkan 11. Keppt
verður í þremur ílokkum: 1. Keppn-
isflokki (þátttökugjald 300 krónur),
2. Unglingaflokki 11-15 ára, 3. Barna-
flokki 6-10 ára. Hjólreiðamenn í
keppnisflokki munu keppa um Iðn-
aðarbankaskjöldinn en sá skjöldur
er farandgripur. Einnig mun sigur-
vegarinn í keppnisflokknum fá eign-
arbikar og þrír efstu í hverjum flokki
fá verðlaunapeninga.
JC Hafnaríjörður fer þess á leit við
ökumenn að þeir sýni keppendum
fyllstu tillitssemi. Þá er skorað á alla
áhugamenn um hjólreiðar að koma
og fylgjast með keppninni og hvetja
keppendur til dáða.
Kristín Guðrún Gunnlaugsdóttir
opnar málverkasýningu i Nýhöfn,
Hafnarstræti 18, laugardaginn 14.
september klukkan 14.00.
Kristín er fædd á Akureyri 1963.
Hún tók þátt í námskeiðum á vegum
Myndlistarskólans á Akureyri frá 12
ára aldri og hóf þar hefðbundið
myndlistarnám veturinn 1983-84 og
Leikfélag Akureyrar:
Opið hús
í tilefni af 50 ára afmæli F élags ís-
lenskra leikara nú í september munu
leikarar, sem eru starfandi á Akur-
eyri, í samvinnu við Leikfélag Akur-
eyrar, standa fyrir „opnu húsi" í
Samkomuhúsinu á Akureyri á morg-
un frá klukkan 13-17.
Áhorfendur munu eiga kost á að
fylgjast með æfingu á leikritinu Stál-
blóm sem frumsýnt verður 4. október
og kynningu Valgeirs Skagfjörð og
leikaranna á sönglögum úr söng-
leiknum Tjútt og trega sem frum-
sýndur verður um jólin. Ennfremur
veröa öll skúmaskot leikhússins
skoðuð í fylgd leikara LA og fólk
getur kynnt sér þá vinnuþætti sem
liggja að baki leiksýningum. Þá
verða kafíiveitingar á Borgarasal
hússins.
Kolaportið opið
á sunnudögum
Kolaportið verður nú líka opið á
sunnudögum og verður þetta fyrsta
helgin. Þetta er gert til að mæta auk-
inni aðsókn, bæði gesta og seljenda.
Alls komast þá um 250 seljendur fyr-
ir í Kolaportinu um hverja helgi og
reiknað er með um 20.000 gestum að
meðaltali.
Sunnudagar verða íjölskyldudagar
í Kolaportinu og þennan fyrsta
sunnudag, 15. september, verður þar
margt til skemmtunar. Simpson íjöl-
skyldan verður á staðnum klukkan
11-13 og heilsar upp á gesti, fjöldi
fyrirtækja verður með sérstakar
kynningar og Kolaportsálfarnir gefa
börnum lukkupoka.
Á sunnudögum verður opið frá
klukkan 11-17 en á laugardögum frá
klukkan 10-16 sem er óbreyttur tími.
að því loknu var hún við nám í
Myndlista- og handíðaskóla íslands
1984-87.
Kristín hafði vetursetu í Róm
1987-88 og nam helgimyndamálun
(íkonagerð) og hefur hún stundað
hana samhliða málverkinu síðan.
Árið 1988 innritaðist Kristín í Rík-
isakademíuna í Flórens og leggur þar
Nú stendur yfir í Gallerí Borg sýn-
ing Sigrúnar Sverrisdóttur. Sigrún
er fædd í Reykjavík 1949 og stundaði
nám í Myndlista- og handíðaskól-
anum 1969-73, þar af tvö ár í textíl.
Sigrún flutti til Stokkhólms 1977 og
hefur verið búsett þar síðan og hefur
þar vinnustofu. Hún hefur aðallega
unnið við myndvefnað en síðustu
fjögur árin hefur hún einnig málað
með akrýl á handgerðan pappír og
Nú stendur yfir í Eden í Hvera-
gerði fyrsta einkasýning Einars Þórs
Einarssonar, eöa Einars Þ. eins og
hann hefur löngum verið kallaður.
Einar Þ. fæddist 1925 í Bandaríkj-
unum en fluttist á unga aldri til ís-
lands og ólst upp hjá ömmu sinni í
austurbænum í Reykjavík.
Einar stundaöi nám við Mennta-
skólann á Akureyri og lauk þaðan
stúdentsprófi, auk þess sem hann
stundaði nám við Loftskeytaskóla
íslands. Meðfram því að snudda dá-
lítiö í Háskóla íslands næstu árin
lauk hann þriggja ára námi við Leik-
hstarskóla Lárusar Pálssonar og
hallaði sér að Þalíu um nokkurt
skeiö, mest hjá Leikfélagi Reykjavík-
ur.
Það var ekki fyrr en á miðjum aldri
stund á freskumálun. A sumrin dvel-
ur Kristín í heimabæ sínum, Akur-
eyri, og málar.
Á sýningunni í Nýhöfn verða tólf
olíumálverk, máluð á árunum
1988-91. Sýningin er opin virka daga
frá klukkan 10-18, um helgar 14-18
en lokað er á mánudögum. Sýning-
unni lýkur 2. október.
fengist við einþrykk.
Sigrún fékk listamannalaun
sænska ríkisins 1989. Hún hefur
haldið tvær einkasýningar í Stokk-
hólmi og tekið þátt í nokkrum sam-
sýningum. Þetta er fyrsta sýning
Sigrúnar hér á landi og sýnir hún
nú myndvefnað og einþrykk.
Sýningin er opin aila daga vikunn-
ar frá klukkan 14-18 og stendur hún
til 24. september.
sem tóm gafst til að huga að málverk-
inu þótt það heföi löngum verið ofar-
lega í huga Einars. Sýningar og söfn
voru tiðum sótt, innanlands sem ut-
an. Listasaga var lesin, fyrirlestrar
sóttir en um eiginlegt myndlist-
arnám var ekki að ræða, í mesta lagi
teikninámskeið. En Einar stundaði
hins vegar sjálfsnám með kennslu-
bókum og -böndum. í upphafi málaöi
hann eftir myndum annarra en síðan
byrjaði hann að skissa og mála úti í
náttúrunni. Smátt og smátt þróaðist
þetta gegnum Kjarval og Ásgrím,
Vincent og Gauguin og alla hina
snillinga 19. og 20. aldanna, jafnt
hlutlæga sem óhlutlæga, í það sem
þessi fyrsta sýning ber með sér.
Sýning Einars stendur til 24. sept-
ember.
Steindórsplanið:
Mexíkönsk dansspor kennd
Unnur Guðjónsdóttir ballett-
meistari ætlar að kenna þeim sem
leið eiga um Steindórsplanið i mið-
bænum, ungum sem öldnum, mex-
íkönsk dansspor á morgun, laugar-
daginn 14. september. Dansinn,
sem um er að ræða, er mjög auð-
lærður og nefnist La Raspa. Kynn-
ingin og kennslan hefst klukkan
14.00 og ekkert þátttökugjald er.
Þetta minnir á aö á fyrri tíð tóku
land í Grófmni íslenskir og erlend-
ir menn sem fluttu með sér og
kynntu siði annarra þjóða.
Gallerí Borg:
Myndvefnaður og einþrykk
Fyrsta einkasýning Einars Þ
í Árbænum verður sýning á gömlum mataráhöldum.
r Árbæjarsafn:
Islensk matarmenning
Þar sem sláturtíðin er fram undan
verður dagskrá Árbæjarsafns
sunnudaginn 15. september tengd
matargerð fyrri tíma. Hallgerður
Gísladóttir, þjóðháttafræðingur á
Þjóðminjasafninu, segir frá geymslu
og matreiðslu á kjöti og innmat í eldri
tíð. Spjall hennar hefst klukkan 15.00
í Dillonshúsi. I Arbænum verður
sýning á gömlum mataráhöldum og
algengur matur frá síðustu öld verð-
ur á borðum. Bakaðar verða lumm-
ur, búin til kæfa og í Hábæ vérður
kafíl brennt og malað. Krambúðin
og Dillonshús veröa opin sem endra-
nær og eru ailir velkomnir.
Gunnarssalur á Arnarnesi:
Haustsýning
í Gunnarssal, litlum sýningarsal
að Þernunesi 4 á Arnarnesi, opnar
Torfi Jónsson sýningu á morgun,
laugardaginn 14. september. Gunn-
arssalur er tileinkaður minningu
Gunnars Sigurðssonar í Geysi sem
rak Listvinasalinn forðum daga við
Freyjugötu þar sem nú er Ásmund-
arsalur.
Torfi Jónsson er myndlistarmaður,
kennari og hönnuöur, fyrrverandi
skólastjóri Myndlista- og handíða-
skóla íslands. Torfi sýnir 24 vatns-
litamyndir, meðal annars gerðar á
Ítalíu og á Vestfjörðum. Torfi hefur
sýnt myndir sínar innanlands og ut-
an, síðast i Gallerí Borg 1989. Nú
prýða myndir Torfa annan sýningar-
sal en sá er í útibúi SPRON að Álfa-
bakka í Mjódd.
Sýningin stendur til 22. september
en er einungis opin um belgar. Á
föstudögum frá klukkan 17-22 en
laugardaga og sunnudaga frá klukk-
an 14-18.
Pétur Halldórsson
í Gallerí Koti
Pétur Halldórsson, sem lands-
kunnur er fyrir teikningar sínar,
opnar á morgun, laugardaginn 14.
september, sýningu í Gallerí Koti í
Borgarkringlunni. Á sýningunni
verða teikningar, unnar með bland-
aðri tækni.
Gallerí Kot fagnar því að geta boðið
upp á sýningu þessa sem mun standa
til 5. október. Sýningin er opin á al-
mennum verslunartíma Borgar-
kringlunnar.
Soffía Þorkelsdóttir sýnir:
Olía og vatnslitir
Soífla Þorkelsdóttir opnar sýningu
á myndum, unnum í olíu og vatnslit,
á morgun, laugardaginn 14. septemb-
er að Tjarnargötu 12 í Keflavík, 3.
hæð.
Soffía hefur málað í yfir tuttugu
og fimm ár og er þetta önnur einka-
sýning hennar. Sýningartími verður
frá klukkan 17-20 á virkum dögum
en klukkan 14-20 um helgar. Sýning-
unni lýkur 22. september.
Soffía Þorkelsdóttir opnar sýningu á
morgun, laugardaginn 14. septemb-
er.
Alda Ármanna
í Hafnarborg
Alda Ármanna Sveinsdóttir opnar
á morgun, laugardaginn 14. septemb-
er, sýningu á málverkum og vatns-
litamyndum í kafflstofu Hafnarborg-
ar, menningar- og listastofnunar
Hafnarfjarðar.
Alda Ármanna sækir efniviö sinn
beint í manneskjuna sjálfa á mynd-
unum á sýningunni. Flestar mynd-
anna eru af konum þó að karlar komi
einnig við sögu. Myndirnar eru mál-
aðar á síðustu tólf mánuðum.
Alda Ármanna fæddist á Norðfirði
1936. Hún stundaði nám viö Mynd-
listaskólann í Reykjavík 1954 og var
virkur þátttakandi í Myndlistafélagi
Neskaupstaöar á árunum 1965-1972.
Árið 1984 lauk Alda Ármanna stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð og lokaprófi úr kennara-
deild Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands 1987. Síðastliðinn vetur lagði
hún svo stund á nám í lokaáfanga í
olíumálun í Myndlistaskóla Reykja-
víkur.
Sýningin í Hafnarborg er 8. einka-/
sýning Öldu Ármönnu. Auk þess
hefur hún tekið þátt í nokkrum sam-
sýningum og unnið mikið að sýning-
um og kynningum á list fatlaðra,
meðal annars setti hún upp sýning-
una Úr hugarheimi, í Listasafni ASÍ
1990.
Sýningin stendur til 29. september.
Seljakirkja: Sunnudagur: Kvöldguðs-
þjónusta kl. 20.30. Orgánisti Kjartan Sig-
urjónsson. Mclakaffi eftir guðsþjón-
ustuna. Sóknarprestur.
Seltjarnarneskirkja: Kynningarguðs-
þjónusta fyrir væntanleg fermingarbörn
kl. 11. Organisti Þóra Guðmundsdóttir. r
Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdótt-
ir. Miðvikudagur: Samkoma kl. 20.30.
Sönghópurinn Án skilyrða undir stjórn
Þorvalds Halldórssonar. Prédikun, fyrir-
bænir.
Stokkseyrarkirkja: Messa kl. 14.00.
Sóknarprestur.
Stóra-Núpskirkja: Guðsþjónusta kl. 21. >
Sóknarprestur.
Hjónaband
Þann 10. ágúst voru gefm saman í hjóna-
band í Bústaðakirkju af séra Pálma
Matthfassyni brúðhjónin Ragnheiður
Eyjólfsdóttir og Björn Árnason. Heimili
þeirra er að Rjúpufelli 22, Reykjavík.
Ljósmyndarinn Jóhannes Long.
Þann 17. ágúst voru gefin saman í hjóna-
band í Selfosskirkju af séra Sigurði Sig-
urðarsyni brúðhjónin Þórlaug Bjarna-
dóttir og Karl Þórir Jónasson. Heimili
þeirra er að Laugamesvegi 77.
Ljósmyndarinn Jóhannes Long.
Tilkyimingar
Húnvetningafélagið
Félagsvist á laugardag kl. 14 í Húnabúð,
Skeifunni 17. Allir velkomnir.
Flóamarkaóur FEF
Félag einstæðra foreldra heldur flóa-
markað í SkeljaheUi, Skeljanesi 6, laugar-
daginn 14. september. Mikiö af góðum
bamafatnaði, barnavagn, barnastólar,
burðarrúm, leikgrind, bækur og tímarit,
myndir og húsgögn, m.a. sófasett. Opið
kl. 14-17. Leið 5 að húsinu.
Taflfélag Kópavogs
Haustmót TK hefst sunnudaginn 15. sept-
ember kl. 14. Teflt verður þrisvar í viku,
á sunnudögum kl. 14 og þriðjudögum og
fimmtudögum kl. 20. Umhugsunartími
verður tvær klukkustundir fyrir fyrstu
40 leikina og síðan bið. Biðskákir verða
ákveðnar síðar. -
Prestsvígsla í
Dómkirkjunni
Sunnudaginn 15. september mun biskup
íslands, herra ólafur Skúlason, vígja tvo
guðfræðikandidata til prestsþjónustu.
Magnús Erlingsson, sem starfað hefur
sem fræðslufulltrúi á Biskupsstofu, verð-
ur vígður til þjónustu í ísafjarðarpresta-
kalli í Vestfjarðaprófastsdæmi. Sigrún
Óskarsdóttir guðfræðingur verður vígð
til að þjóna sem aðstoðarprestur í Laug-
arnesprestakalli í Reykjavíkurprófasts-
dæmi vestra. Vígsluvottar verða séra
Bemharður Guömundsson fræðslustjóri,
sem lýsa mun vígslu, séra Jakob Ágúst
Hjálmarsson dómkirkjuprestur, sem
annast mun altarisþjónustu, séra Jón
Dalbú Hróbjartsson, sóknarprestur í
Laugamesprestakalli og prófastur í
Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, og séra
Jón Ragnarsson, deildarstjóri í fræðslu-
deild kirkjunnar. Við athöfnina syngur
Dómkórinn undir stjóm Marteins Hun-
ger Friðrikssonar organista. Prestsvígsl-
an hefst í Dómkirkjunni kl. 10.30.
Fimir fætur
Dansæfmg verður í Templarahöllinni við
Eiríksgötu sunnudaginn 15. september
kl. 21. Allir velkomnir. Upplýsingar í
síma 54366.
Dagskrá Taflfélags Kópavogs
Dagskrá T.K. fram til áramóta verður
sem hér segir: Hraðskákmót verða á mið-
vikudögum kl. 20. Sú breyting hefur ver-
ið gerð að verðlaunapeningar eru í boði
fyrir 3 efstu sætin og mótsgjald er kr. 300
fyrir eldri og 150 fyrir yngri. Haustmót
T.K. hefst sunnud. 15. sept. kl. 14. Teflt
verður þrisvar í viku, sunnud. kl. 14 og
þriðjud. ogfimmtud. kl. 20. Umhugsunar-
tími verður 2 klst. fyrir fyrstu 40 leikina
og síðan biö. Biðskákir verða ákveðnar
síðar. Bama- og unglingaæfingar hefjast
laugardaginn 14. sept. kl. 14. Þær verða
tvisvar í viku, á laugardögum kl. 14 og
þriðjudögum kl. n.30. Aðalfundur T.K.
verðurmiðvikudaginn2. okt. kl. 19. Hrað-
Nýr tónlistarskóli
í Kópavogi
1 haust tekur til starfa nýr tónlistarskóli,
Litli-tónlistarskólinn í Furugrund 40,
Kópavogi. í skólanum verður kennt á
hljómborðshljóðfæri, s.s. píanó, hljóð-
gervla, orgel og skemmtara, einnig gitar
og bassa. Tölva og möguleikar hennar í
hvers konar tónlistarflutningi með að-
skákmót T.K. verður sunnud. 6. okt. kl.
14. Októberhraðskákmót verður sunnud.
27. okt. kl. 14. Nóvemberhraðskákmót
verður sunnud. 10. okt. kl. 14. Desember-
hraðskákmót verður sunnud. 8. des. kf
14. Jólahraðskákifiót T.K. verður
sunnud. 29. des. kl/14. T.K. á 25 ára af-
mæli í nóvember. Fyrirhugað er aö minn-
ast þess með veglegu afmælismóti í nóv-
ember og verður það auglýst síðar. Öll
starfsemi T.K. fer fram f húsnæði þess
að Hamraborg 5, þriðju hæð.
Húnvetningafélagið
Félagsvist nk. laugardag, 14. september,
kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir vel-
komnir.
stoð MIDI tækninnar er meðal þess sem
boðið verður upp á. í skólanum er góð
aðstaða, m.a. hefur hann yfir að ráða litlu
hljóðupptökuveri og aðstöðu til tölvu-
vinnslu á tónUst. Eigandi skólans og
stjómandi er Hilmar Sverrisson tónlist-
armaður og veitir hann allar upplýsingar
um skólann í síma 91-43611.
Flóamarkaður F.E.F.
Félag einstæðra foreldra heldur flóa-
markaö f Skeljahelli, Skeljanesi 6, laugar-
daginn 14. september. Mikiö af góðum
barnafatnaði, barnavagn, barnastólar,
burðarúm, leikgrind, bækur og tímarit,
myndir og húsgögn, m.a. sófasett. Opið
kl. 14-17. Leið 5 að húsinu.
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Hana nú verð-
ur á morgun. Lagt af stað frá Fannborg
4 kl. 10. Nú hallar sumri og hauststemn-
ingin breytir náttúrunni og veðrið getur
tekið allar stefnur. Ekkert er betra í slík-
um þáttaskUum í náttúrunni en að koma
upp úr hálftiu að Fannborg 4 og drekka
molakaffi og skiptast á almæltum tíðind-
um og rölta síðan saman í klukkutíma.
Fundir
JC Kópavogur
boðar til fyrsta félagsfundar starfsársins
1991-1992 í kvöld, 13. september, kl. 20.30
í Framsóknarsalnum, Hamraborg, Kópa-
vogi. Ath.: Breytturfundarstaður. Venju-
leg fundardagskrá en að henni lokinni
er opið hús. Mætið og takið með ykkur
gesti.
Fyrirlestrar
Háskólafyrirlestur
Dr. Berys Gaut, kennari í heimspeki við
St. Andrews háskóla í Skotlandi, flytur
opinberan fyrirlestur í boöi heimspeki-
deUdar Háskóla íslands og Félags áhuga-
manna um heimspeki sunnudaginn 15.
september kl. 14.30 í stofu 101 í Lögbergi.
Fyrirlesturinn nefnist „Art and Ethics"
og verður fluttur á ensku. Berys Gaut
lauk doktorsprófi frá Princeton háskóla
á þessu ári. Hann hóf kennslu við St.
Andrews háskóla á síðasta ári og er sér-
fræðingur i siðfræði og fagurfræði.
Fyrirlestur um kímni
Laugardaginn 14. september kl. 16 heldur
Jens Hovgaard, lektor við Árósaháskól-
ann, fyrirlestur í Norræna húsinu og
ætlar að tala um kómík og húmor. Hann
leitar fanga hjá danska rithöfundinum
Ludvig Holberg og tekur fyrir hið spaugi-
lega í leikritmn hans og veltir vöngum
yfir hvort skopið breytist frá einum tíma
til annars eftir tíðarandanum. Á húmor-
inn sögu aö baki sér og hvernig er kímni
Holbergs metin nú á tímum? Höfum við
sama skopskyn og fólk á 18. öld.
Námskeið
Námskeið um kvíða
{lok september hefjast í Reykjavík nám-
skeiö um stjórnun kvíða. Á námskeiðun-
um er tekist á við helstu þætti sem or-
saka og viðhalda kvíða í samskiptum
manna. Kenndar eru og æfðar sálfræði-
legar aðferðir til að fyrirbyggja og yfir-
stíga einkenni kvíða, spennu og streitu.
Kvíðaviðbrögð koma ekki einungis fram
í líkamlegri vanlíðan (höfuðverk, vöðva-
bólgum, svita- og skjálftaköstum) heldur
einnig í líki undirgefni, vanmetakenndar,
félagslegrar einangrunar og þunglyndis.
Stjómandi námskeiðanna, Oddi Erlings-
son sálfræðingur, hefur um árabil leitt
slík námskeið og fengist við meðferð
þessara vandamála. Nánari upplýsingar
eru veittar um helgar og öll kvöld í síma
39109.
Ferðalög
Útivist um helgina
Helgarferðir 13.-15. sept.
Hallgrímsvarða - Laugafell. Hugað að
Hallgrímsvörðu sem stendur skammt frá
Fjórðungsölduvatni á Sprengisandi en
Fjórðungsalda hefur verið talin mið-
Tombóla
Nýlega héldu þessir strákar á Seltjamar- og ívar tombólu til styrktar Hjálparstofn-
nesi sem heita Ágúst, Þórir, Daði, Davið un kirkjunnar. Alls söfnuðu þeir kr. 459.
punktur íslands og var vörðunni því val-
inn þessi staður. Varðan var reist til heið-
urs Hallgrimi Jónassyni, yfirkennara í
Kennaraskólanum, sem var mikill ferða-
maður og vinsæll fararstjóri. Farið í
Laugina við Laugafell. Gist í Nýjadal.
Allir þeir sem viðstaddir voru vígslu
vörðunnar 1982 era hvattir til að koma
með. Fararstjóri: Lovísa Christiansen.
Hjólreiðaferð
Höfð veröur bækistöð í Landmannalaug-
um og hjólað þaðan í Eldgjá og Hrafn-
tinnusker. Skilyrði að vera á sæmilegum
fjallahjólum. Viögerðarmaður verður
með i fór. Lagt af stað frá G.Á. Péturs-
syni, Faxafeni 14, á fostudagskvöld kl. 20.
Fararstjóri: Jón Gunnar Hilmarsson.
Básar á Goðalandi
Nú eru haustlitimir að koma fram í
Mörkinni. Á laugardag og fyrripart
sunnudags verða skipulagðar gönguferð-
ir út frá Básum fyrir þátttakendur. Far-
arstjóri: Anna Soffia Oskarsdóttir.
Fimmvörðuháls
Gist í nýbyggðum skála Útivistar á
Fimmvörðuhálsi sem er allur hinn vand-
aöasti. Lagt af stað á laugardagsmorgun
og gengið í rólegheitum upp á háisinn. Á
sunnudag verður ferðinni haldið áfram
og gengiö niður í Bása. Tilvalin ferð fyrir
þá sem vilja hafa gott tóm til þess að
skoða náttúm og landslag á þessari vin-
sælu gönguleið.
Dagsferðir sunnudaginn 14. september
Kl. 10.30: Reykjavíkurgangan, 9. áfangi.
Gjár og hrauntraðir
Nú verður aftur tekið til við Reykjavíkur-
gönguna en það er laustengd. raðganga
úr Básum til Reykjavíkur í framhaldi af
Þórsmerkurgöngunni í raðgöngu Útivist-
ar 1991. Á sunnudaginn verður gengið
um og skoðaðar gjár, hrauntraðir og eld-
stöðvar sem fáir hafa séð. Frá Hrútagjá
verður gengið um Mávahlíðar að Lamba-
fellsgjá og hópurinn síðan selfluttur að
Grindavíkurgjá. Gangan veröur um 12
km.
Kl. 13: Rólegheitarölt um Höskuldar-
velli
Síðdegisgangan verður fyrir þá sem em
að byrja í gönguferðum og fólk með börn.
Gengið verður um Höskuldarvelli og ná-
grenni.
Ferðafélag íslands
Helgarferðir 13. 15. sept.
1. Landmannalaugar Hrafntinnusker
Krakatindsleið - Álftavatn.
Spennandi ferð um þekktar og lítt þekkt-
ar slóðir. M.a. verða íshellarnir viö
Hrafntinnusker skoðaðir og fleiri for-
vitnilegir staðir. Ekið verður frá
Reykjadölum vestan Laufafells til Álfa-
vatns. Gist í sæluhúsum F.í. i Laugum
og við Álftavatn. Fararstjóri: Leifur Þor-
steinsson.
2. Landmannalaugar Hrafntinnusker.
Gist báöar nætur í Laugum. Ekið frá
Dómadal hjá Sátubarni um Pokahrygg
að Hrafntinnuskeri. Möguleiki á að
ganga til baka frá Hrafntinnuskeri til
Landmannalauga (einn áfangi í „lauga-
vegsgöngu"), eða fara með rútunni.
3. Þórsmörk - Langidalur
í september er það kyrrðin og fegurðin
sem mætir ferðamanninum í Þórsmörk.
Komið með og njótið helgarinnar með
Ferðafélaginu. Gist í Skagfjörðs-
skála/Langadal. Gönguferðir með farar-
stjóra um Mörkina. Upplýsingar og far-
miöasala á skrifstofunni, Öldugötu 3.
Sýningar
Art-Hún
Stangarhyl 7
Art-Hún-hópurinn sýnir skúlptúrverk,
grafik og myndir, unnar i kol, pastel og
olíu, í sýningarsal sínum aö Stangarhyl
7. Opið virka daga kl. 12-18. Aðrir tímar
eftir samkomulagi.
Árbæjarsafn
Opiö kl. 10-18 um helgar.
Ásgrímssafn
Bergstaðastræti 74
í safni Ásgríms Jónssonar em nú sýnd
26 verk. Mörg verkanna, sem bæði em
unrún í olíu og með vatnslitum, em frá
ámnum 1905-1930 og em þau einkum frá
Suðurlandi. Safnið er opið daglega nema
mánudaga kl. 13.30-16.00.
Ásmundarsafn
Sigtúni
Þar stendur yfir sýning sem ber yfir-
skriftina Bókmenntirnar í list Ásmundar
Sveinssonar. Jafnframt hefur verið tekin
í notkun ný viðbygging við Ásmundar-
safn. Safnið er opið frá kl. 10-16 alla daga.
Ásmundarsalur
Freyjugötu 41
Margrét Jónsdóttir leirlistarkona sýnir
verk sín. Sýningin er opin alla daga kl.
14-18 til sunnudagsins 15. september.
FÍM-salucinn
v/Garðastræti
Myriam Bat Yosef, María Jósefsdóttir,
sýnir verk sín í FÍM-salnum. Listform
Myriam er fjölbreytilegt. Hún málar á
pappír, silki, striga og á fólk fyrir gjörn-
inga. Tvær video-filmur með gjörningum
Myriam verða sýndar á meðan sýning-
unni stendur. Sýningin, sem er sölusýn-
ing, er opín alla daga kl. 14-18. Henni
lýkur 23. september.