Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1991, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991. 23 Lokahóf samtaka 1. deildar leikmanna: Hver verður kosinn sá besti í 1. deildinni? Helgin sem nú er að ganga í garð er róleg á sviði íþrótta. Segja má að þetta sé lognið á undan stormin- um því nú taka vetraríþróttimar senn við af íþróttum sem stundaðar eru yflr sumarið. Knattspyrnu- menn ætla að verða með uppskeru- hátíð í kvöld. Lokahóf samtaka 1. deildar leikmanna Þing sundsambands- ins á Selfossi Þing Sundsambands íslands verður haldið á Hótel Selfossi um helgina. Sundþing er haldið árlega og er leitast við að halda það utan höfuðborgarsvæðisins. Aðilar að Sundsambándi íslands eru íþrótta- og héraðssambönd um land allt. Alls eiga um 100 fulltrúar rétt til setu á þinginu. Helstu málefni sundþings að þessu sinni auk hefðbundinna þingstarfa verða umræður um þró- un sundíþróttarinnar á íslandi, undirbúningur fyrir ólympíuárið og samskipti innan íþróttahreyf- ingarinnar. -JKS Lokahóf samtaka 1. deildar leik- manna í knattspyrnu verður haldið á Hótel íslandi í kvöld, fostudaginn 20. september. Hátíðahöldin heflast með því að íslandsmeistarar karla og kvenna verða hylltir af leik- mönnum sinna deilda og liði síðan fylkt að Hótel íslandi þar sem hóflð fer fram. Kynnir í ár verður Egill Ólafsson tónlistarmaður en heið- ursgestur að þessu sinni Guðrún Helgadóttir alþingismaður. Að loknu borðhaldi og ávarpi heiðursgests heflast skemmtiatriði af sterkustu gerð. Lið ársins, valin af þjálfurum deildanna, verða kynnt af íþróttablaðinu og Hi-Tec skotskórinn verður veittur í fyrsta sinn markahæsta leikmanni kvenna. Samskip hf. mun aíhenda karla- liðum peningaverðlaun en há- punktur hátíöarinnar verður af- hending Flugleiðahornsins og Flugleiðabikara þeim leikmönnum er kjörnir hafa veriö þeir bestu og efnilegustu sumarið 1991. Flugleið- ir gefa þessum leikmönnum ferða- vinninga á flugleiðum sínum. Að venju verður vandað til hátíö- arinnar og reynt að gera hana sem glæsilegasta og binda þannig form- lega enda á íslandsmótin í knatt- spyrnu karla og kvenna 1991. Frá útnefningu bestu leikmanna í 1. deild karla og kvenna á lokahófinu I fyrra. Þá var Sævar Jónsson úr Val kosinn besti leikmaðurinn i 1. deild karla og Vanda Sigurgeirsdóttir úr Breiðabliki sú besta í 1. deild kvenna. Lokahóf samtaka 1. deildar leikmanna verður haldið á Hótel íslandi i kvöld og verður hátiðin að vanda glæsileg. DV-mynd GS Sýningar Hlaðvarpinn Vesturgötu 3 Valdimar Bjarnfreðsson sýnir 35 myndir, unnar í olíu- og akrýl. Keramikhúsið, gallerí v/Faxafen Sýning á leikaramyndum eftir Halldór Pétursson. Opið alla daga kl. 13-18 nema laugardaga W. 13-17. Listasafn Einars Jónssonar. Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Listinn, gallerí - innrömmun Síðumúla 32 Uppsetningar eftir þekkta íslenska mál- ara: olia, vatnslitir, pastel og grafík. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-18. Mokkakaffi v/Skólavörðustig Þessa dagana heldur Þór Stiefel sýningu á vatnslitamyndum. Sýningin er öll unn- in áþessu ári og stendur yfir í þijár vikur. Katel Laugavegi 20b (Klapparstígsmegin) Til sölu eru verk eftir innlenda og er- lenda listamenn, málverk, graflk og leir- munir. Kjarvalsstaðir v/Miklatún Á morgun verður opnuð í austursal Kjarvalsstaða sýning á verkum eftir Guð- jón Ketilsson og Grétar Reynisson. i vest- ursal Kj arvalsstaða stendur yfir sýningin „Annars vegar - Hins vegar“, verk eftir franska listamanninn Philippe Cazal. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 10-18 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Listasafn Háskóla íslands i Odda Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum i eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands Frikirkjuvegi 7 Um þessar mundir er í safninu sýning á verkum eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18 og er aðgangur ókeypis. Veitingastofa safnsins er opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 í safninu er yfirlitssýning á andlitsmynd- um eftir listamanninn frá árunum 1927 til 1980. Opið er um helgar ki. 14-17. Listhúsið Yesturgötu 17 Án sýnilegs titils nefnist sýning sem stendur yfir í Listhúsinu. Sýningin er haldin í boði Jacqueline og Jack Mer, sendiherra Frakklands á íslandi. Þátttak- endur hafa allir búið í Frakklandi, stund- að þar nám eða búa þar enn. Þau eru: Erla Magnúsdóttir, Oddur Stefán Þóris- son, Ragnheiður Ágústsdóttir, Yann ftervé og Þórdís Ágústsdóttir. Sýningin verður opin til 22. september kl. 12-18. Mílanó, Faxafeni 11, Steinþór Marinó Gunnarsson opnar sýn- ingu í kaffihúsinu Mílanó á morgun kl. 14. Hann sýnir þar olíumálverk, pastel- myndir og myndir unnar með blandaðri tækni. Sýningin er opin alla virka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 9-18 og sunnudaga kl. 13-18. Norræna húsið v/Hringbraut Á morgun kl. 16.30 verður opnuð sýning á vatnslitamyndum og oliumálverkum efltir Borghild Bredeli í anddyri hússins. Sýningin stendur til 3. október. Þá stend- ur einnig yfir sýning sem ber yfirskrift- ina Norrænt graflkþríár. Er þetta öðru sinni sem Norræna húsið og félagið ís- lensk grafík hafa samvinnu um sýningu á grafíkverkum eftir fimm af helstu samt- íðarlistamönnum Norðurlanda. Auk þess er einum listamanni utan Norðurlanda boðið að sýna verk sín og er það að þessu sinni Helen Frankenthaler frá Banda- ríkjunum. Norrænu listamennirnir fímm eru: Per Kirkeby frá Danmörku, Jukka Mákelá frá Finnlandi, Olav Christopher Jensen frá Noregi, Max Book frá Svíþjóð og fulltrúi íslands er Sigurður Guð- mundsson. Sýningin stendur til 22. sept- ember og er opin daglega kl. 14-19. Nýhöfn Hafnarstræti 18 Kristín Guðrún Gunnlaugsdóttir sýnir tólf olíumálverk, máluð á árunrnn 1988-91. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18, um helgar kl. 14-18, lokað á mánu- dögum. Sýningunni lýkur 2. október. Nýlistasafnið Þar stendur yfir sýning á verkum eftir holienska myndlistarmanninn Fons Brasser. Sýningin stendur til 29. sept- ember. Sjóminjasafn islands Vesturgötu 8 Hafnarfirði, sími 52502 Opiö laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Stofnun Árna Magnússonar Árnagarði, Suðurgötu Handritasýning í Stofnun Árna Magnús- sonar er opin í Amagarði alla daga í sum- ar fram til 1. september kl. 14-16. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum ki. 15-18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu Þar eru til sýnis og sölu postulínslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og fóstudaga og á laugardögum kl. 10-16. Þjóðminjasafnið í Bogasai Þjóðminjasafnsins stendur yfir sýningin „Stóra-Borg - fomleifaraim- sókn 1978-1990“. Þar er sögð saga fom- leifarannsókna á Stóm-Borg undir Eyja- Qölium, Rangárvallasýslu, og sýndir gripir sem þar fundust. Safnið er opið alia daga nema mánudaga kl. 11-16. Haustsýning í Gunnarssal Þernunesi 4, Arnarnesi, Torfi Jónsson, myndlistarmaður, kenn- ari og hönnuður, sýnir 24 vatnslitamynd- ir, m.a. myndir gerðar á Ítalíu og Vest- fjörðum. Myndir Torfa prýða einnig veggi í útibúi SPRON, Álfabakka í Mjódd. Sýningin verður opin á fóstud. kl. 17-21, laugardag og sunnudag kl. 14-18. Menningarstofnun Bandaríkjanna Laugavegi 26, Bjöm Þórðarson sýnir málverk í sýning- arsal Menningarstofnunnar Bandaríkj- anna. Björn er sjálfmenntaöur að mestu en hefur notið tilsagnar hjá Einari G. Baldvinssyni hstmálara sl. 10 ár. Sýning- in stendur til 4. október og er hún opin um helgina kl. 14-17 og alla virka daga kl. 11.30-17.45. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58, sími 24162 Opið daglega kl. 11-17. Þar stendur yfir sýning á mannamyndum Hallgríms Ein- arssonar ljósmyndara. Möppur með ljós- myndum liggja frammi og einnig era til sýnis munir og áhöld af ljósmyndastofu Hallgríms. Myndlistarsýning á Hótel Selfossi Lu Hong, kínverskur landslagsmálari, er með myndlistarsýningu á Hótel Seifossi dagana 6.-29. september. Þetta er önnur einkasýning kínverska landslagsmálar- ans Lu Hong á íslandi. Á sýningunni gefur að líta ýmsar perlur íslenskrar náttúm, túlkaðar með aðferðum hetð- bundinnar kínverskar landslagsmálun- ar. Myndimar em málaðar með kin- versku bleki og vatnslitum á þunnan bambuspappír. Slunkaríki, ísafirði Guðmundur Thoroddsen myndhstar- maður sýnir í Slunkaríki. Á sýningunni em lágmyndir, unnar í tré og ýmis önnur efni. Efniviður og innihald myndanna tengist sjónum á einn eða annan hátt. Slunkariki er opið fimmtudaga til sunnu- daga kl. 16-18 og sýning Guðmundar stendur til sunnudagsins 29. september.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.