Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1991, Blaðsíða 6
22 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1991. Stjömubíó: Tortímandinn 2 Fljótlega mun Stjömubíó taka til sýningar Tortímandann 2 (Terminator 2: The Judge- ment Day) sem er ein allra dýrasta kvik- mynd sem gerö hefur verið. Aðstandendur myndarinnar tóku mikla áhættu með gerð þessarar myndar sem kostaði 100 milljónir dollara, en sú áhætta hefur borgað sig því að á aðeins þremur vikum var hún búin að ná upp í kostnaðinn og nú græða sömu menn á tá og fingri enda lítið lát á aðsókninni. Það var 1984 sem handritshöfundurinn og leikstjórinn James Cameron og leikarinn sterkbyggði Amold Schwarzenegger komu saman til aö gera kvikmyndina The Termin- ator. Sú kvikmynd sagði sögu af vélmenni sem sent var úr framtíðinni til nútímans til að drepa Söruh Connor. Ástæðan var að Sarah gekk með barni sem seinna meir mundi leiða mannkynið í bar- áttu þeirra gegn vélmennum. För vélmennis- ins mistókst. í Terminator 2 er enn full- komnara vélmenni sent í sama tilgangi, nú á að drepa bam Sömh, John Conner sem er að komast á táningaaldurinn. Þau mæðginin þurfa samt ekki að standa ein gegn vélmenninu. Drengnum til verndar hefur verið sent úr framtíðinni annað vél- menni, það sama og átti að drepa móðurina. Það vélmenni hefur veriö endurforritað og eina verk þess er að vemda John Connor. Vélmenniö er aftur á móti langt í frá að vera jafn fuhkomið og það sem sent er til að drepa John. Átökin milli þeirra er ójafn leikur, en framtíö mannkynsins er í húfi og þýöir lítið að gefast upp. Það sem er eftirminnilegast fyrir áhorfend- ur í sambandi við Terminator 2 er vélmenn- ið T-1000. Sú tækni, sem notuð er til að sýna áhrifamátt þess, er með ólíkindum. Vél- mennið, sem látið er vera úr fljótandi stáli, getur breytt sér að vild og sé því tortímt rennur það bara saman aftur. Þeir sem sáu The Abyss, sem James Cameron gerði á undan Terminator 2, kannast sjálfsagt við tæknina sem hefur verið fullkomnuð hér. Það er ungur leikari, Robert Patrick, sem leikur T-1000 og segir Cameron að hann hafi valið hann vegna þess að hann var eins og köttur í öllum hreyfingum. Amold Schwarz- enegger endurtekur hlutverk sitt frá fyrri mynd, en vélmennið sem hann leikur, T-800, er mun ófullkomnara. Cameron hefur sagt að T-800 sé eins og skriðdreki en T-1000 eins og Porsche. James Cameron hefur nú skipað sér á bekk með Steven Spielberg í gerð ævintýra- mynda. Enginn þykir snjallari en hann í gerð mynda þar sem kvikmyndatækninni er beitt til hins ýtrasta. Cameron er kana- dískur og vakti fyrst athygli með The Term- inator 1984. Hann byijaði feril sinn sem tæknimaður hjá Roger Corman og seinna sem Ustrænn leikstjóri hjá honum. Eftir að The Terminator sló eftirminnilega í gegn voru honum allir vegir færir. Og vegur hans varð enn meiri þegar hann leikstýrði Aliens sem var framhald Alien. Sú mynd hlaut tvenn óskarsverðlaun og fimm aðrar tilnefn- ingar. Það ár var hann útnefndur leikstjóri ársins af sambandi kvikmyndahúsaeigenda í Bandaríkjunum. The Abyss, sem hann leikstýrði 1989, var mjög metnaðarfull kvikmynd sem gerist að öllu leyti neðansjávar. Þótt ekki hafi allir verið alls kostar ánægðir með hana þá er um að ræða kvikmynd sem verður flestum eftirminnileg. Cameron hefur auk þess skrif- að handrit að öllum þeim kvikmyndum sem hann hefur leikstýrt. -HK Arnold Schwarzenegger endurtekur hlutverk sitt úr fyrri hluta Tortímandans. Munurinn er áð hann hefur verið endurforritaður til hins betra. En hándfull tid er önnur tveggja norskra mynda sem sýndar eru með islenskum texta. Hin er Leiðsögumaðurinn Háskólabíó: Norsk kvikmyndavika I tengslum við norska menning- arviku verður norsk kvikmynda- vika í Háskólabíói. Sýndar verða fimm nýlegar kvikmyndir frá og með laugardeginum til föstudags. Við sérstaka setningu kvikmynda- vikunnar verður sýnd Döden paa Oslo S (Dauðinn á lestarstöðinni) sem gerð var í fyrra. Leikstjóri er Eva Isaksen. Myndin er byggð á sögu eftir Ingvar Ambjornsen. FjaUar hún um tvo unglinga í Ósló sem eru mjög hrifnir af leynilög- reglusögum. Döden paa Oslo S er unglingamynd sem endurspeglar hjartslátt stórborgarinnar með hlýju og kímni. En hándfull tid (Tvennir tímar) er gerð 1989. Leikstjóri er Martin Asphaug. Aðalpersónan er Martin. Hann lítur um öxl yfir líf sitt og á langar samræður við Önnu konu sína sem dó af barnsförum fyrir 50 árum. í myndinni er fariö frjálslega milh nútíðar og fortíðar. Orions belte (Orionsbeltið) er gerð 1985. Leikstjóri er Ole Solum. Þetta er spennukvikmynd um fólk sem er peð á taflborði stórveld- anna. Kvikmyndin er gerð eftir sögu Jon Michelet. Atburðarásin er spennuþrungin og gerist í sér- kennilegu og fógru landslagi Sval- barða. Landstyrkere (Umrenningar) er gerð 1989. Leikstjóri er Ole Solum. Myndin er gerð eftir skáldsögu Knuts Hamsun. Segir af unga pilt- inum Edevart og vini hans Ágústi sem lenda í ævintýrum í Norður- Noregi. Veiviseren (Leiðsögumaðurinn) er þekktasta kvikmynd Norð- manna á síðari árum. Hún er gerð 1987 og hefur verið sýnd hér á al- mennum sýningum. Leikstjóri er Nils Gaup. Þetta er fyrsta kvik- myndin sem er með samísku tah og er hún byggð á gamahi þjóð- sögu. Segir af drengnum Aigin sem neyddur er af hinum illræmdu sjúðum til að vísa þeim veginn að næsta dvalarstað. Hann óttast um eigið líf og leiðir þá í opinn dauð- ann. Meðal leikara er Helgi Skúla- son. Veiviseren var thnefnd til ósk- arsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin. Fjórar sýningar verða á dag á norsku kvikmyndunum. Sú fyrsta verður kl. 17.00 á laugardag en sú síðasta kl. 23.00 föstudaginn 27. september. -HK Bíóhöllin: Hörkuskyttan Hörkuskyttan (Quigley Down Under) er nýjasta mynd hins vin- sæla leikara, Toms Seheck. Þar leikur hann Matthew Quigley, mikla skyttu sem yfirgefur Amer- íku og ferðast um hálfan heiminn til Ástrahu þar sem kúabóndinn auðugi, Marston (Alan Rickman), ræður hann í vinnu. Auðnir Ástrahu eru ekkert ólíkar sléttum vhlta vestursins svo Qui- gley er eins og á heimaslóðum þeg- ar hann kemur th Ástralíu og er fljótur að átta sig á hlutunum. Til dæmis líkar honum ekki við vinnu- veitanda sinn og enda viðskipti þeirra á þann veg að Marston vhl hann dauðan sem fyrst. Ekki eru samt allir slæmir að mati Quigleys. Hann eignast einnig vini og kynnist ótaminni konu sem kallast Crazy Cora (Laura San Giacomo). Allir aðalleikararnir í Hörku- skyttunni eru bandarískir en leik- stjórinn, Simon Wincer, er ástr- alskur og hefur undanfarin ár starfað í Hollywood. Hörkuskyttan er að öhu leyti gerð í Ástralíu. Wincer framleiddi hina vinsælu kvikmynd The Man from Snowy River og leikstýrði Phar Lap, en báðar þessar kvikmyndir hafa fengið góðar viðtökur á vesturhveli jarðar. í Ástrahu gerði hann einnig The Lighthorseman og Harlequin. í Bandaríkjunum hefur hann leik- stýrt D.A.R.Y.L og Snapshot. í fyrra hlaut hann mikið lof fyr leikstjórn sína á vestramyndinni The Lone- some Dove sem sýnd var í tveimur hlutum í sjónvarpi og fékk hann Emmy-verðlaunin sem besti leik- stjóri sjónvarpsmyndar. -HK Tom Selleck og Laura San Giacomo leika aðalhlutverk í Hörkuskyttunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.