Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1991, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1991, Side 4
(• c. t r "w «i i / í ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991. Höfuðborgars væðið Landið ailt Fréttir Skoðanakönnun DV: 80 prósent á móti opnun Austurstrætis fyrir bíla Um 80 prósent íbúa höl'uöborgar- svæðisins og reyndar allra lands- manna, sem afstöðu taka til málsins, eru andvíg opnun Austurstrætis í Reykjavík fyrir bílaumferö. Þetta sýnir skoöanakönnun DV sem var gerð um helgina. Spurt var: Ertu fylgjandi eöa and- vígur ákvörðuninni um aö opna Fylgjandi eða andvígir opnun □ Fylgjandi I I Andvígir 1H Óákveðnir | | Svara ekki Ummæli fólks í könnuninni „Það má gera tilraun með breyt- ingar og ég styð þessa ákvöröun borgarstjómar um Austurstræti," sagði karl á höfuðborgarsvæöinu þegar hann svaraði sp.urningunni í skoðanakönnun DV. Kona á Norður- landi sagði að hún kæmi sjaldan til Reykjavíkur en sér þætti þægilegast aö vera frí fyrir bílaumferð í Austur- stræti. Karl á höfuðborgarsvæðinu sagði aö Austurstræti væri ágætt eins-og það er. Engin ástæða hefði verið til aö breyta því. Kona á höfuð- borgarsvæöinu sagðist andvig ákvörðun borgarstjórnar. Austur- stræti mætti vera opið fyrir bílaum- ferö á morgnana og kvöldin en frá- leitt væri að hafa það opið fyrir bílum um miðjan dag í kraðakinu. Kona á höfuðborgarsvæðinu sagði að nauð- synlegt væri að hafa allavega eina göngugötu í þessari borg. Karl á höf- uðborgarsvæöinu sagði aö rétt væri að leyfa bílaumferð í Austurstræti til að fá meira líf í miðbæinn. Karl á Norðurlandi sagði að Aust- urstræti ætti að vera göngugata. Gatan væri ekki bara stolt Reykja- víkur heldur landsins alls. Kona á Vesturlandi kvaðst telja að einhvers staðar í Reykjavík mætti vera auður blettur, laus við bílaumferð. Kona á höfuðborgarsvæðinu sagði að versl- un þrifist ekki nema með bílaumferð um götuna. -HH Austurstræti fyrir bílaumferð? Úr- takið í skoðanakönnuninni var 600 manns. Úrtakið skiptist jafnt milli kynja og jafnt milli höfuðborgar- svæðisins og landsbyggðarinnar. Afstaða íbúa höfuðborgarsvæðis- ins reyndist vera sú að 70 prósent af úrtakinu sögðust vera andvíg þessari ákvörðun. 20,3 prósent voru fylgjandi opnun götunnar fyrir bíla- umferð. 9,3 prósent voru óákveðin og aðeins Ó,3 prósent vildu ekki svara spurningunni. Þetta þýðir að af þeim sem tóku afstöðu með eöa móti voru aðeins 22,5 prósent fylgjandi ákvörð- un borgarstjórnar en heil 77,5 pró- sent voru andvíg. Staðan reyndist svipuð á lands- byggðinni. Okkur þótti rétt að spyrja fólk um allt land þessarar spuming- ar enda ætti borgarlíf í höfuðborg- inni að geta skipt menn máli hvar sem þeir búa á landinu. Úrslit könn- unarinnar á landsbyggðinni reynd- ust þau að af úrtakinu vom 14,3 pró- sent fylgjandi ákvörðuninni um að opna Austurstræti fyrir bílaumferð. 64 prósent voru andvíg ákvörðun- inni. 19,7 prósent vora óákveðin og 2 prósent vildu ekki svara. Þetta þýðir að af þeim sem afstöðu tóku á landsbyggðinni voru 81,7 pró- sent andvíg ákvörðun borgarstjórn- ar og aðeins 18,3 prósent fylgjandi. Þegar þetta er tekið saman fyrir allt landið, höfuðborgarsvæðið plús landsbyggðin, kemur út að 17,3 pró- sent landsmanna era fylgjandi ákvörðuninni um aö opna Austur- stræti fyrir böaumferð og 67 prósent landsmanna eru andvíg þessari ákvörðun. 14,5 prósent era óákveðin og 1,2 prósent svara ekki. Þannig skiptast þeir landsmenn, sem afstöðu taka tö málsins, svo að 20,6 prósent eru fylgjandi ákvörðuninni um að opna Austurstræti fyrir böamferð. Heil 79,4 prósent reynast á móti því að Austurstrætið hætti að vera göngugata og sé opnaö fyrir umferð bíla. - Skekkjumörk í svona könnun eru 3-4 prósentustig í plús eða mínus. -HH I>V Niðurstöður skoðanakönnunar- innar urðu þessar á höfuðborg- arsvæðinu: Fylgjandi opnun 20,3% Andvígir 70% Óákveðnir 9,3% Svara ekki 0,3% Ef aðeins eru teknir þeir sem af- stöðu tóku á höfuðborgarsvæð- inu verða niðurstöðurnar þessar: Fylgjandi opnun 22,5% Andvígir 77,5% Niðurstöðurskoðanakönnunar- innar urðu þessar á landsbyggð- inni: Fylgjandi opnun 14,3% Andvígir 64% Óákveðnir 19,7% Svara ekki 2% Ef aðei ns eru tekn ir þeir sem af - stöðu tóku á landsbyggðinni verða niðurstöðurnar þessar: Fylgjandiopnun- 18,3% Andvígir 81,7% Niðurstöðurskoðanakönnunar- innar urðu þessar á landinu öllu: Fylgjandi opnun 17,3% Andvígir 67% Óákveðnir 14,5% Svara ekki 1,2% Ef aðeins eru teknir þeir sem af- stöðu tóku á landinu öllu verða niðurstöðurnar þessar: Fylgjandi opnun 20,6% Andvígir 79,4% í dag mælir Dagfari Pottþéttur bisness Enn erum við að græða, íslending- ar. Nú hefur verið samið um fimm hundruð tonna sölu á kjöti af ný- slátruöu til Færeyja. Þetta þykir mikill og góður sölusamningur og inun betri heldur en sá sem við geröum viö Mexíkana um daginn. Færeyingar greiða rúmar áttatíu milljónir króna fyrir séndinguna eða 169 krónu>- á kíló. Þetta þykir svo hagkvæmt að Færeyingar fá staðgreiðsluafslátt og Jóhann Steinsson hjá Kjötmiðstöð Sam- bandsins segir að „viö höfum átt mjög góð viðskipti við Færeyinga í gegnum tíðina og þeir þekkja ís- lenska lambakjötið og vilja það fremur en það nýsjálenska“. Jóhann bætir því hins vegar við að sennilega muni þetta vera í síö- asta skipti sem slík sala eigi sér stað vegna þess að framleiðslan muni dragast saman á íslandi og gera ekki meira en að fullnægja markaðnum hér heima. Þetta eru auðvitað dapurleg tíðindi fyrir Færeyinga og okkur íslendinga því að markaðurinn er að opnast bæði í Færeyjum, Mexíkó og annars staðar þar sem spurnir berast af því að íslendingar útdeili matar- gjöfum fyrir spottprísa. Fulltrúar landbúnaöarins vora til að mynda afar ánægðir með söluna til Mexíkó á dögunum og töldu hana vera grundvöll fyrir vaxandi sauðíjár- rækt. Til að skilgreina nánar í hverju gróði íslendinga er fólginn við þessa kjötsölu til Færeyja er rétt að útskýra það fyrir lesendum að hvert kíló kostar 574 krónur í fram- leiðslu. Samtals er því framleiðslu- kostnaður fimm hundruð tonn- anna krónur 287 milljónir. Með því að selja kjötið fyrir rúmar áttatíu milljónir króna greiða Færeyingar 169 krónur fyrir hvert kíló. Það vantar sem sagt ekki nema 405 krónur upp á að salan dekki kostn- aðinn við að framleiða öll þessi tonn. Niöurstaðan er því sú að ís- lenskir skattgreiöendur borga 202,5 milljónir króna fyrir að fá að selja Færeyingum kjötið. Nú kann einhver að segja að það sé ekki góður bisness að borga tvö hundruð milljónir með vöru sem maður er að selja úr landi. En það er misskilningur. í fyrsta lagi er auðvitað ánægjulegt fyrir bændur að fá staðfestingu á því að einhverj- ir aörir vilji borða framleiðsluna heldur en þeir einir sem neyðast til að borða hana hér heima. í öðru lagi geta menn sagt með sanni aö nú sé ekki lengur veriö að fram- leiða kindakjöt sem ekið sé með á haugana. Og í þriðja lagi er hér um hreinan gróöa að ræða vegna þess aö íslendingar verða að borga með kjötinu, hvort sem þeim líkar betur eöa verr. íslensk landbúnaðar- framleiðsla er sem kunnugt er rek- in á þeirri forsendu að engu máh skipti hvort framleiðslan komi að gagni. Aðalatriðið er að bændur hafi eitthvað að gera og að kindurn- ar séu látnar í friði og sveitirnar haldist í byggð. Það er algert auka- atriði hvort búnaðarstörf gefa eitt- hvað af sér í aðra hönd, enda standa heilir stjórnmálaflokkar óg falla með því að kjördæmin séu mönnuð fólki sem kýs þá flokka sem viðhalda blómlegu atvinnulífi án tillits til þess hvort atvinnan skOar arði. Þetta hefur þýtt það að bændur framleiða kjöt sem mest þeir mega og fyrir hvert kíló, sem sláturhúsin skila af sér, þurfa neytendur að greiða fullt verð, hvort sem kjöt- kílóin eru étin eða ekki. Það sem Færeyingarnir greiða núna er fundið fé. Þeir koma færandi hendi með rúmar áttatíu milljónir króna. Sem er hreinn gróði! í rauninni eru Færeyingar að gera okkur stórgreiöa með því að kaupa kjötið fyrir slikk. Meðan þeir borga 169 krónur fyrir kílóið borgum við 405 krónur fyrir hvert kíló sem þeir éta. Með því að spara okkur þessar 169 krónur þurfum við ekki að borga nema 574 krónur fyrir kjötið sem ella fer á haugana. Með því aö borga Færeyingum tvö hundruð og tvær milljónir fyrir að kaupa kjötið borga þeir áttatíu milljónir á móti. Með þessu móti fer hagræðingin í landbúnaðinum fram og ef Færeyingar hafa vit á því að senda kjötið aftur til íslands óétið tO að kaupa það aftur tvöfalda þeir hagnaö sinn og okkar um leið. Þess vegna er þetta pottþéttur bis- ness, enda eru Færeyingar vina- þjóð okkar og skilja manna best hvernig menn græða á því að selja það sem þeir kaupa. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.