Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1991, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1991, Page 7
.recr aaaMa'wagj'S gTjnAnui.öía»j ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991. 7 Fréttir Séreinkenm hrossa milli landshluta fara minnkandi, segir Haukur Pálsson á Röðh: 40 ár síðan ég heff séð trippi tekið á eyrunum Haukur Pálsson, bóndi á Rööli, telst einn af stærstu stóðbændum í sveitinni. Hann er í kynbótarækt- un og hans ræktun er sérstök fyrir þá sök aö hann ræktar aðallega grá hross. Þaö er ekki gefið mál að fá svar við þeirri spurningu hversu mörg hross hann á. „Auðvitað á ég mörg hross og kannski næstflest hér. Ef maður er hreinskihnn getur maður sagt aö hrossin séu á annað hundraðið. Ég er með lítið íjárbú en er að draga það saman og fjölga þá hrossunum. Og ég er að stíla upp á að rækta grá hross. Ég elti þau uppi og hef verið að nota graðhesta sem gefa grátt.“ - Af hverju grá hross? „Af því að það er móöins litur. Og svo er fækkunin í ljósu litunum geigvænleg vegna þess að næstum því allir toppgraðhestamir eru dökkleitir, eins og Náttfari og Sörli og fleiri. Mín hross eru af Eiríks- „Við erum nú taldir hrekkjóttari en við erum“, segir Haukur Pálsson, bóndi á Röðli. staðakyninu sem er í rauninni sama kyn og Sörli á Sauðárkróki er af, út af Feng gamla frá Eiríks- stöðum sem var mjög glæsilegur hvítur reiðhestur." - Það hefur verið sagt að skapgerð Húnvetninga, hrekkirnir, erfist í hrossin? „Nei, það held ég ekki. Viö erum nú taldir hrekkjóttari en við erum. En ef borin eru saman skagfirsk hross og húnvetnsk er það vel hugsanlegt að húnvetnsku hrossin séu heldur stórvaxnari. Afgerandi munur er hins vegar ekki mikill. Séreinkenni hrossa milh lands- hluta fara líka minnkandi vegna þess einfaldlega að sami graðhest- ur er notaður um allt land.“ - Gefur það mikið af sér að vera með hross? „Nei, það gefur ekki mikið af sér en maður hefur gaman af þessu. En það gengur ágætlega að selja þetta. Kjötmarkaðurinn hér heima hefur verið ágætur en hann lokaö- ist alveg fyrir fullorðin hross, þetta er bara folaldakjöt. Japansmarkaö- urinn er að opnast núna og hann er góður. Það er ekkert vandamál að losna við gömlu hrossinþangað, Japanarnir éta þetta hrátt. I Slátur- samlagi Skagfirðinga eru borgaðar 22 þúsund krónur fyrir stykkið og það er ágæt afsetning. En ef það verður farið að flytja eitthvað veru- lega á Japansmarkað eigum við ekki hross í það. Þessi gífurlegi mannfjöldi étur þessi hross á nokkrum mínútum!" - Hvemig líst þér á hugmyndina um hrossaskattinn sem kom upp í sumar? „Það er nú ekkert á að htast. Hrossaskattur myndi lenda á bláfá- tæku fólki sem á kannski 5-6 hross, en gagnvart stóðbónda yrði það hreinn dauðadómur. Ég rak upp ógurlegan hrossahlátur þegar ég heyrði þetta fyrst. Það virðast eng- in takmörk fyrir því hvað þessi rík- isstjórn getur látið út úr sér.“ - Er það rétt að húnvetnskir bænd- ur snúi hross niður á eyrunum í réttum? „Nei það er alveg hætt. Þaö eru örugglega 30 eða 40 ár síðan ég hef séð trippi tekið á eyrunum og það er mjög slæmt ef menn halda þessu fram. Ef hross eru tekin á eyrunum veröa þau varla temjandi og þetta er algerlega úr sögunni." - Hvernig líst þér á ræktunina í landinu? „Ég er djöfull hrifinn af henni. En eitt gæti verið hættulegt. Það er ef til eru gallar í kynbótahestun- um og það er farið með þá um allt landið. Þá gætu gallarnir erfst og enginn er varinn fyrir þeim. Spurningin er því hvað gerist í þriðja eða fjórða liö ef slíkt er. En vissulega er gaman hvað sumir hafa náð langt í ræktuninni og sér- staklega finnst mér gaman að því hvað við höfum eignast góöa knapa. Þeir eru ekki í neinni lík- ingu við það sem gerðist hér áður.“ -ns Stóðsmölun og réttir í A-Húnavatnssýslu: Tugir gesta smöluðu með heimamönnum Rúmlega 20 gestir komu og smöl- uðu og réttuðu með heimamönnum í Engihhðarhreppi í Austur-Húna- vatnssýslu um helgina. Réttffnar voru auglýstar og viðbrögð betri en menn bjuggust við því færri komust að en vildu. Hrossin voru á afrétt á Laxárdalsfjöllum og þau átti að reka til réttar að Kirkjuskarði. Hópurinn reið frá Kirkjuskarði inn Laxárdahnn og hrossin voru síðan rekin niöur dahnn að Kirkjuskarðs- rétt. Þar voru nokkur tekin úr stóð- inu en afgangurinn, um 700 hross, rekinn áfram niður að Skrapatungu- rétt. Hrossunum var hleypt í hópum inn í réttina þar sem þau voru dregin í sundur og þaö var ekki lítið um áð vera í þeim bardaga. Fyrir óvana borgarbúa er þetta geysileg upplifun, bæði smölunin sjálf og svo réttimar. Mikill mannfjöldi var í réttunum og komu menn víða af landinu, bæði til að skoða og kaupa. Menn spjöll- uðu mikið og spekúleruðu í hornum, hrossakaup voru sums staðar í al- gleymingi og ljóst að mikil viðskipti áttu sér stað. En það voru líka marg- ir sem komu bara til að horfa á, skoða menn og hross og taka þátt í hinni frægu réttagleði.' Pelar voru í rassvösum og menn voru margir hverjir orðnir hýrir þegar líöa tók á réttadaginn. Þá fékk sönggleðin út- rás og menn tóku sér andartaks pásu til að taka lagið. Þegar réttum lauk voru margir gestirnir orðnir slæptir en heima- menn voru hinir hressustu. Það er ótrúlega skemmtilegt að taka þátt í stóðsmölun og ekki síður réttastörf- um. Það ætti hver maður sem fær tækifæri til að taka þátt í þeim störf- umaðgrípaþaðánhiks. -ns DV-myndirNanna Mikið fjör og læti voru í Skrapatungurétt þegar hrossin voru dregin í sundur. Ég ét ekki reiðhestana mína - segir Ævar Þorsteinsson, bóndi í Enni, sem telur hrossakjöt annars hollt og gott Ævar Þorsteinsson, bóndi í Enni, eða Ævar í Enni eins og hann er kallaður, þekkja hestamenn víða á landinu. Ævar er þekktur fyrir margra hluta sakir en mest þó fyr- ir mikla hrossaeign. Þegar hann er spurður hvaö hann eigi mörg hross fæst ekkert svar annað en að það sé móðgun við húnvetnskan bónda að spyija um hrossaeign hans. - Það er sagt að þú sért mesti hrossabóndinn í sýslunni? „Nei nei, ég hef nú ekki trú á því en ég á náttúrlega þó nokkuð af hrossum og ég bý eingöngu við hross. Ég var með margt af fé og hafði hrossin sem tómstundagam- an og ræktaöi reiðhross. En svo fékk ég riðu í féö og þá sneri ég mér alfarið aö hrossunum. Og mað- ur lifir ekkert af þessu nema vera með dálítið margt. Ég rækta mikið og ég hef verið það heppinn að fólk, Ævar í Enni kannast margir hesta- menn við. Hann segir Norðlend- inga hafa ævinlega verið á undan í hrossarækt. sem hefur verslað við mig, er ánægt. Þaö kemur nú kannski líka til af því að ég spái svolítiö í fólkið sem verslar við mig og athuga hvort hrossin passa því og það er mikið atriði. Mín hross eru öll út af gamla Feng 457 frá Eiríksstöð- um.“ Ævar segir að húnvetnsku hross- in séu sérstök að því leyti aö þau séu stór og væn. „Það er sérstaklega hér austan Blöndu því við erum svo heppnir með afrétt sem ekki er ofbitin. Fyr- ir vikið verða hrossin vænni. En að hrossin okkar séu verri í skapi en önnur er bara rugl. Ég held að það sé bara áróöur frá keppinaut- unum.“ - En hvað um það að lund Hún- vetninga erfist í hrossin? „Ja, það segir nú gamalt mál- tæki: Fé er jafnan fóstra líkt. Og húnvetnsku hrossin eru skapstór en þau hafa yfirleitt afskaplega trausta lund og þetta eru höfðingj- ar, eins og náttúrlega Húnvetning- ar eru.“ - Hvernig finnst þér markaðurinn fyrir kjötiö vera? „Það er þó nokkur markaður og folaldakjöt er ákaflega vinsælt. Það er líka tvímælalaust hollasta og besta kjöt sem við fáum.“ - Borðarðu hrossakjöt? „Já, ég borða hrossakjöt. Ég ét náttúrlega ekki reiðhestana mína, ég viðurkenni það, ég gref þá. En hrossakjöt er hollt og gott." - Hvemig líst þér á markaðinn sem er að opnast í Japan? „Ég er mjög hrifinn af honum. Það sem hefur vantað er markaður fyrir kjöt af fullorðnu og við höfum ekki getað fækkað hrossunum eins og við þyrftum vegna þess að það hefur ekkert verð fengist fyrir þau. Þetta ýtir líka undir ræktun í land- inu því þaö er hægt að grisja meira fullorðnu hrossin burtu.“ - Hvernig líst þér á hugmyndina um hrossaskatt? „Þetta er náttúrlega eins og hvert annað rugl og hlutur sem er ekki framkvæmanlegur. Það er svo mikið til af hrossum í landinu sem eru hvergi nokkurs staðar á papp- írum.“ . - En kynbótaræktun í landinu, hvernig líst þér á hana? „Mér líst vel á hana. Ég hef fylgst með þessu síðastliðin 40 ár og það hafa orðið geysilegar framfarir. Og bestu hrossin koma að norðan og það hefur verið vitað frá því sögur hófust að Norðlendingar hafa alltaf verið á undan í hrossarækt." -ns

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.