Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1991, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1991, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991. Utlönd Carl Bildt, formaður Hófsama sameiningarflokksins: Þungavigtarmaðurinn í sænskum stjórnmálum Carl Bildt, formaður Hófsama sam- einingarflokksins, gengur á fund for- seta sænska þingsins í dag. Þar mun hann gera grein fyrir stjórnarmynd- unartilraunum sínum undanfarna viku, áöur en hann heldur áfram að ræða málefnasamning stjórnar borg- araflokkanna við formenn Mið- flokksins, Þjóðarflokksins og Kristi- legra demókrata. Þótt Bildt sé yngstur allra flokks- leiðtoga í Svíþjóð, hann er ekki nema 42 ára, hefur hann getið sér orð sem þungavigtarmaðurinn í sænskum stjórnmálum. Hann þykir maður duglegur og vel að sér, ekki síst þeg- ar utanríkismál eru annars vegar, og hann er einnig ákaflega mælskur. í þeim efnum og öðrum hefur honum verið líkt við Olof Palme, fyrrum for- sætisráðherra. Á ferð og flugi Þeir áttu það sameiginlegt að hafa veriö leiðtogar í stúdentapólitíkinni og sem slíkir voru þeir á ferð og flugi um Evrópu þar sem þeir sáu atburð- ina gerast með eigin augum. Carl Bildt var í Prag 1968 og í Portúgal 1974 þegar hermenn voru með nellik- ur í byssuhlaupunum eftir bylting- una gegn einræðisstjórninni. Og eins og Palme talar Bildt mörg erlend tungumál. „Ræturnar áhuga míns á málefn- um Evrópu má ekki síður rekja til þess að ég upplifði frelsisbaráttu í Suður- og Austur-Evrópu en til reynslu minnar af daglegum störfum í Vestur-Evrópu," skrifaði Bildt í bók sem hann gaf út fyrr á árinu. Skammaður af Janajev Á sínum yngri árum tók Bildt þátt í hverri ungmenna- eða stúdentaráð- stefnunni á fætur annarri. Hann hitti fiölda stjórnmálamanna frá Austur- Evrópu, m.a. Gennadíj Janajev sem í síðasta mánuði tók þátt í valdarán- inu misheppnaða í Moskvu. Þeir hitt- ust á ráðstefnu í Helsinki 1972. í bók sinni segir Bildt frá því að hann hafi haldið því fram á ráðstefnunni að frelsi allra Evrópuþjóða væri skil- yrði fyrir friði í álfunni. í ræðu sinni minnti Bildt á það sem hafði gerst fjórum árum áður í Prag. Janajev brást ókvæða við og hundskammaði Bildt, sagði ræðu hans ögrun við ráð- stefnuna. Óþægur Ijár í þúfu En Bildt fór ekki bara fyrir brjóstið á Janajev því leiðtogum sænskra jafnaðarmanna hefur reynst erfitt að vera honum sammála. Hann hefur alltaf veriö þeim óþægur ljár í þúfu og flokkur hans hefur alltaf verið helsti andstæðingur jafnaðarmanna. Carl Bildt var kjörinn á þing 1979 og til tals kom að gera hann að for- manni Hófsama sameiningarflokks- ins sem reyndar er íhaldsflokkur þegar tengdafaðir hans, Gösta Bo- hman, dróg sig í hlé 1981. Ekki varð þó af því stöðuhækkuninni fyrr en 1986. Bildt leiddi flokkinn í kosningum í fyrsta sinn 1988 en fylgi hans varð ekki jafnmikið og þegar tengdapabbi var flokksleiðtogi. I kosningunum fyrr í mánuðinum gekk honum hins vegar öllu betur og var Bildt helsti sigurvegari þeirra. Bildt er kvæntur Miu Bohman og þau eiga von á öðru barni sínu um þessar mundir. tt Carl Bildt, leiðtoga sænskra íhalds- manna og væntanlega næsta for- sætisráðherra Svíþjóðar, hefur ver- ið likt við Olof heitinn Palme vegna mælsku sinnar og þátttöku í stúd- entapolitik. - Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.