Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Qupperneq 2
2
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991.
Fréttir_____________________________________________________________________________pv
Stjóm Byggðastofhunar:
Laxeldið styrkt enn frekar
með vitund forsætisráðherra
Stjórn Byggðastofnunar ákvað á
fundi sínum í gær að veita styrki til
tveggja laxeldisfyrirtækja þrátt fyrir
að ríkisstjómin hafi fyrr í sumar lýst
því yfir að um frekari styrkveitingar
yrði ekki að ræða. Annars vegar var
samþykkt að veita Miklalaxi 113,2
milljóna króna styrk og hins vegar
Silfurstjörninni 25 milljónir. Saman-
lagt skulda þessar fiskeldisstöðvar
Byggðastofnun hátt í einn milljarð.
Guðmundur Malmquist, forstjóri
Byggðastofnunar, segir stofnunina
ekki hafa átt annars úrkosti en að
styrkja Miklalax því ella heföi fisk-
eldisstöðin orðið gjaldþrota. Því varð
að gera úrslitatilraun til aö bjarga
stöðinni og þar með lánum stofnun-
Erna Fríða Berg, formaður Kvenfélagasambands Hafnarfjarðar, afhenti Sighvati Björgvinssyni heilbrigðisráð-
herra undirskriftalista 10.370 íbúa Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Bessastaðahrepps. Á milli þeirra stendur
Salóme Þorkelsdóttir, forseti Alþingis. DV-mynd GVA
St. Jósefsspítali:
Beðið eftir sparnaðar
tillögum stjórnenda
í gær fóru fram utandagskrár-
umræður á Alþingi um þá hug-
mynd heilbrigðisráðherra að
breyta St. Jósefsspítala í Hafnar-
firði í legudeild fyrir aldraða.
Það var Guðmundur Árni Stef-
ánsson, sem nú situr á þingi fyrir
Jón Sigurðsson, sem óskaöi eftir
umræðunni. Þá hafði Ema Fríða
Berg, formaður Kvenfélagasam-
bands Hafnarfjarðar, afhenti Sig-
hvati Björgvinssyni heilbrigðisráö-
herra undirskriftalista 10.370 íbúa
Hafnaríjaröar, Garðabæjar og
Bessastaðahrepps þar sem breyt-
ingum á St. Jósefsspítala er mót-
mælt. Nær öll félagasamtök á þessu
svæði stóöu aó undirskriftasöfnun-
inni.
í ræöu sinni sagðist Guömundur
Árni treysta því að sjúkrahúsinu
verði ekki breytt og það rekið
áfram eins og verið hefur.
Sighvatur Björgvinsson vildi
ekki svara þessu. Hann sagðist
nýverið hafa átt fund með stjórn-
endum St. Jósefsspítala. Þar sagð-
ist hann hafa óskað eftir því að
stjórnendurnir kæmu sjálfir með
tillögur að breytingum á rekstri
sjúkrahússins sem miðuðu að þeim
sparnaði sem að er stefnt. Fyrr en
þær lægju fyrir sagðist hann ekki
tjá sig frekar um málið.
Fjölmargir þingmenn tóku til
máls og notuðu alla veikleika þing-
skapalaganna til að komast í ræðu-
stól eftir að forseti þingsins haföi
lokað mælendaskrá. Umræðurnar
máttu aðeins standa í 30 mínútur.
Þær stóðu hins vegar í röska
klukkustund. -S.dór
Leifsstöð:
Hjóiin
undan
Æglr Már Kárason, DV, Suðumesjum:
Honum bregður áreiðanlega mjög,
eigenda þessarar bifreiðar, þegar
hann kemur heim frá útlöndum. Bíll-
inn stendur við Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar á Keflavíkurflugvelli, þar sem
farþegar eru að koma úr flugi, og
bíður eigenda síns. Þaö er búið að
stela báðum framfelgunum.
Bíleigendur mega vara sig á því að
skilja bíla sína eftir þama þegar
skyggja fer og nokkuð hefur borið á
því að stolið sé úr bílum.
DV-mynd Ægir Már
Bíllinn fer ekki langt svona.
arinnar með þessari styrkveitingu.
Hvað varðar Silfurstjömuna segir
hann gjaldþrot fjarlægt en engu að
síður hafi stofnunin viljað styrkja
fyrirtækið enda væri það einn burða-
rásinn í atvinnulífi í Öxarfirði.
Aðspurður hvort þessi ákvörðun
gengi ekki í berhögg við fyrri yfirlýs-
ingar ríkisstjómarinnar sagði Guö-
mundur að Davíð Oddssyni forsætis-
ráðherra hefði verið kunnugt um
þessa fyrirætlun stjórnarinnar. -kaa
Freyja á Suðureyri seld Norðurtanganum og Frosta:
Byggðastofnun sel-
ur 97 milljóna króna
hlut á 12 milljónir
- líklegt að togarinn Elín Þorbjamardóttir verði seldur
A fundi stjórnar Byggðastofnunar
í gær var ákveðið að taka tilboði frá
Norðurtanganum á ísafirði og Frosta
í Súðavík í hlut Byggðasjóðs í Fisk-
iðjunni Freyju á Suðureyri. Alls á
Byggðasjóður 54,2 prósenta hlut í
Freyju og er hann metinn á 97 millj-
ónir. Kauptilboð Norðutrangans og
Frosta hljóðaði upp á tæpar 12,5
milljónir. Þá skuldbinda fyrirtækin
sig til að auka hlutaféð í Freyju um
50 milljónir ogað umfangfiskvinnslu
þar verði svipað og verið hefur, sem
samsvarar um 2.500 tonnum af hrá-
efni.
Miklir fjárhagsörðugleikar hafa
hrjáð fiskiðjuna Freyju á undanfórn-
um árum þrátt fyrir margvíslegar
stuðningsaðgerðir af hálfu hins opin-
bera. Undanfarnar vikur hefur
vinnsla legið niðri og búið var að
segja upp öllu starfsfólki, alls um 100
manns.
Að sögn Guðmundar Malmquist,
framkvæmdastjóra Byggðastofnun-
ar, var fyrirséð að ekki yrði hægt að
reka Fiskiðjuna Freyju með sama
hætti og verið hefur. Ástæðu þessa
mætti meðal annars rekja til kvóta-
skerðingarinnar. Hann segir líklegt
aö togarinn Elín Þorbjarnardóttir
verði seldur á næstunni kvótalaus
en takist það ekki verði honum lagt.
-kaa
Hraðfrystihús Stokkseyrar og Glettingur:
Stef nt að samein-
ingufráogmeð
næstu áramótum
Stjórn Byggðastofnunar ákvað á
fundi sínum í gær að stefna að sam-
einingu á Hraðfrystihúsi Stokkseyr-
ar og Glettingi í Þorlákshöfn. Hug-
myndin mun vera að ljúka samein-
ingunni þegar um næstu áramót.
Hlutafjárdeild stofnunarinnar á um
77 prósent af hlutafé í Hraðfrystihúsi
Stokkseyrar. Er hlutaféð metið á
rúmlega 131 milljón.
Að undanfömu hefur Byggðastofn-
un og fleiri aðilar unnið að samein-
ingu sjávarútvegsfyrirtækja á Ár-
borgarsvæðinu. Nú er hins vegar
ljóst að meirihlutaeigendur Meitils-
ins í Þorlákshöfn hafa ákveðið að
auka hlutafjáreign sína í fyrirtækinu
um 150 milljónir og reka það áfram
í Þorlákshöfn. Því verður ekki af sölu
fyrirtækisins til KEA á Akureyri né
mun það að svo komnu máli samein-
ast öðrum fyrirtækjum á svæðinu.
-kaa
Rjúpnaveiðitmiinn byrjaði i gær:
Fékk 6 rjúpur á tveim-
ur tímum í Bláfjöllum
„Ég er búinn að labba sér um Blá-
fjallasvæðið og náði í sex ijúpur, sá
átta,“ sagði Kristján Sigurðsson er
við hittum hann á Bláfjallasvæðinu
í gærdag, nokkrum klukkutímum
eftir að ijúpnatíminn hófst. En
hundruð skotveiðimanna héldu til
ijúpna fyrsta daginn.
„Fyrst í morgun löbhuðum við fé-
lagamir á Mosfellsheiðina og þar var
lítið af fugli. En hérna hefur þetta
verið betra,“ sagði Kristján og hélt
áfram að leita rjúpna.
Nokkru ofar á Bláíjallasvæðinu
vom þeir Jón Pétur Zimsen, Óli
Bjöm Zimsen og Þórarimi Krist-
mundsson. Þeir sögðust hafa gengið
í tvo tíma en ekki séð fiigL Ekki höfðu
þeir heldur heyrt skothvell.
Einhveijir tugir af skotveiðimönn-
um fóm héma í kringum hæinn,
mest í Bláfjölhn og Mosfellsheiðina.
Þegar við vomm á staðnum vom
innan viö tíu að leita að fugh.
Skotveiðimenn fjölmenntu til veiða
víða á landinu í gær. Hvort það var
vestur á fiörðum, landsliðið í kring-
um Hrútafiörðinn, Blönduósveiði-
menn eða bara Akureyringar í
Öxnadalnum.
Hvað skotveiðimenn hafa haft
fyrsta daginn er erfitt að segja, lík-
lega á milli tvö og þijú hundmð ijúp-
ur. Kannski ekki svo slæmt því fugla-
fræðingar spá ekki góðri vertíð þetta
árið. -G.Bender