Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR '16. OKTÓBER 1991: Fréttir Deilur kanínubænda um Fínull hf.: Þessi uppá- koma spillir fyr- ir fyrirtækinu - segir Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri Þensluhalli ríkisins er 16 milljarðar nettó Þensluhalli ríkisins — í milljörðum króna — 34,4 3,6 Frumvarp '91 Áætlun '91 □ Ríkisfyrirtæki E3 Stofnanir ■ Ríkissjóður ■ Innl. afborganir 21,0 6,6 1,4 13,0 Frumvarp '92 Grafið sýnir þensluhallann brúttó. Hann er samkvæmt frumvarpi Frið- riks svipaður og var við framlagningu fjárlagafrumvarps Ólafs Ragnars. Grafið er mikið einfaldað. Sjá nánari skýringar i greininni. „Þarna er fyrst og fremst um að ræða innbyrðis deilur í Landssam- bandi kanínubænda. En þessi uppá- koma spillir fyrir fyrirtækinu, að minnsta kosti tímabundið,“sagði Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri í Borg- amesi, vegna þeirra hörðu deilna sem nú eru uppi í Landssambandi kanínubænda í sambandi við yfir- töku Borgarnesbæjar á Fínull hf. „Þessar ráðstafanir voru sam- þykktar með meirihluta þeirra sem aðalfundinn sátu þannig að það er útilokað að einn geti dregið sig út úr og sagst ekki vilja taka þátt í þessu.“ Óli Jón sagði að þessar deilur yllu meiri erfiðleikum í rekstri fyrirtæk- isins en ella hefðu orðið. „Ég held að það hefði verið farsælla fyrir kan- ínubændur að standa að því með okkur að reyna að koma fyrirtækinu á góðan rekstrargrundvöll, í stað þess að naga það niður. Hitt er svo annað mál að þarna er um fámennan hóp manna að ræða. Það þykir ekki ástæða til þess að Borgamesbær dragi sig út úr þessu samstarfi. Okkur þykir auðvitað mjög miður að þessi úlfúð skyldi hafa komið upp i röðum kanínu- bænda. En við lítum þannig á að þetta sé ágreiningur sem ekki komi okkur beint við.“ Óli Jón sagði að stefnt væri að því að flytja meginhluta fyrirtækisins í Borgarnes um áramót. Nú væri unn- ið að því að styrkja markaðssam- bönd. Áætlanir væru á þann veg að takast ætti að koma fyrirtækinu á réttan kjöl. „En ef mikill bægsla- gangur verður í kringum þetta þá spillir hann auðvitað fyrir. Það er það eina sem leiðir af þessum látum." -JSS Þensíuhalli ríkisins á næsta ári verður 16 milljarðar króna nettó samkvæmt fjárlagafrumvarpi Friðriks Sophussonar. Þetta er í raun svipuð upphæð og fyrirrenn- ari hans, Ólafur Ragnar Grímsson, lagði upp með, þegar hann lagði fram fjárlagafrumvarp fyrir yfir- standandi ár. Þessar tölur hækk- uðu síðan mikið, bæði í meðforum þingsins, og einkum þegar upp var staðið og raunveruleikinn tók við. Fjárlagafrumvarp Friðriks er því hvergi nærri eins hátt að þessu leyti og tölur, sem sýna, hvernig nú er áætlað, að þensluhallinn véröi í ár. En spurning er, hvemig reynslan verður nú. Þetta sést með- al annars á meðfylgjandi grafi, sem sýnir þensluhallann brúttó sam- kvæmt fjárlagafrumvarpinu, áætl- un fyrir yfirstandandi ár og frum- varpinu fyrir einu ári. Nettóhallinn kemur út, þegar tölurnar fyrir neð- an strikið, innlendar afborganir ríkisins, eru dregnar frá. Brúttó-þensluhallinn var því um 21 milljarður króna samkvæmt frumvarpi Ólafs Ragnars og 34,4 milljarðar samkvæmt síðustu áætlun. Þensluhallinn brúttó er að sama skapi 21 milljarður sam- kvæmt frumvarpi Friðriks. Þegar litið er á, hvað þessar tölur þýða um þensluhallann nettó, kem- ur út, að hann er 16 milljarðar sam- kvæmt frumvarpi Friðriks, var 13,8 milljarðar samkvæmt frumvarpi Ólafs Ragnars og stefnir í að verða 28,4 milljarðar f ár, þegar öll kurl eru komin til grafar. Frumvarp Ólafs Ragnars var því þetta lángt frá því að standast. Stenzt frumvarp Friðriks betur? Ýmsir fræðingar álíta, að ekki muni skakka jafnmiklu á niður- stöðum frmvarpsins við framlagn- ingu og því, sem raunverulega ger- ist. Frumvarp Friðriks muni stand- ast betur en frumvarp fyrirrennara hans. En þessar upplýsingar um hrein- an þensluhalla segja þá sögu, sem greindustu hagfræðingar taka und- ir, að mjög skorti aðhaldssemi í frumvarp núverandi stjómar. Þar er ríkishyggjan grasserandi eins og veriðhefur. Sjónarhom Helgason Hvað er þensluhalli? ÞensluhaUi er aðferð til að meta þensluáhrif ríkis, ríkisfyrirtækja og sjóða. Hann segir okkur meira en sú tala, sem venjulega er nefnd um halla ríkisins, til dæmis um fjórir milljarðar samkvæmt síöasta fjárlagafrumvarpi. Þensluhalhnn er fundinn með því að mæla það fé, sem rfkið dælir út í efnahagslíf- ið umfram skatta og afborganir af veittum lánum. Þannig fást þenslu- áhrifin. Hér er að miklu stuðzt við umfjöllun tímaritsins Vísbending- ar, en meðfylgjandi graf er mikið einfaldað. Málið er þannig vaxið, að heildar- þörf ríkisins fyrir lánsfé á komandi ári er áætluð 44 milljarðar. Þegar frá því eru taldar afborganir og vaxtagreiðslur til útlanda og greiðslur til Seðlabankans, sem ekki valda þenslu hér á landi, kem- ur úr þensluhallinn brúttó, sem sé 21 milljarður. Innlendar afborganir ríkisins, sem ekki er talið að valdi þenslu, eru síðan dregnar frá, og út kemur hreinn þensluhalli eða nettó- þensluhallinn. Hann á heiminn og götuna, þessi ungi ökumaður. Það er þó betra að horfa vel i kringum sig því þessi glæsivagn á ekki heima meðal þeirra stóru. DV-mynd GVA í dag mælir Dagfari Víkingasveit forstjóranna Því hefur verið haldiö fram að það stefndi í harðnandi átök á vinnu- markaði. Ögmundur í BSRB og Ásmundur í ASÍ hafa lýst því yfir að vinnuveitendur komist ekki hjá því að bæta kjörin. Á sama tíma fullyrðir Einar Oddur að launþegar megi þakka fyrir ef kjör þeirra skerðist ekki nema um nokkur pró- sent enda hafi beir og raunar þjóð- in öll eytt og sóað langt umfram efni á liðnum árum. Því sé komið að skuldadögunum. Dagfari stóð í þeirri trú að þetta væri svona venjulegt orðaskak við upphaf kjarasammnga en er nú orðinn á báðum áttum. Þær fréttir hafa borist að vinnuveitendur hyggist nú sýna forkólfum verka- lýðsins í tvo heimana og að í þetta sinn verði ekkert gefið eftir. Þeir hafa fengið Stjórnunarfélagið til að efna til námskeiðs fyrir hérlenda forstjóra þar sem lögð verður áhersla á að forstjórarnir tileinki sér vinnubrögð víkinga til forna. Til að færa baráttuaðferðir víking- anna í nútímahorf hefur verið horfiö að því ráði að fá víkinga- sveit lögreglunnar til að taka for- stjórana í læri. Fyrst verður lik- amsþrek forstjóranna eflt í líkams- ræktarstöð sem er aö hluta í eigu verkalýðsfélaga. Að því loknu tek- ur víkingasveit lögreglunnar við og skipuleggur verkefni fyrir utan borgina sem miðar að þyí að efla þolgæði og þrautseigju stjóranna. Þegar víkingasveitinni var komið á fót á sínum tíma var íslenskur liðsforingi úr norska hernum feng- inn til að þjálfa liðið. Þóttu aðferðir hans nokkuð harkalegar enda fór svo að flytja þurfti nokkra liðs- menn sveitarinnar á sjúkrahús að loknum æfingum þar sem þeir voru látnir stökkva úr margra metra hæð niður á frosna jörð. Þá þótti ýmsum nokkuð langt gengið er þaö spuröist að hður í þjálfun sveitar- innar væri að láta menn skríða á maganum gegnum haug úr innyfl- um sláturdýra austur á Selfossi. En þeir hörðustu lifðu þetta allt saman af og síðan hefur víkinga- sveitin verið helsti ógnvaldur bijál- aðra byssumanna hvar sem er á landinu. Það má búast við að tvær grímur renni á Ása og Ögmund þegar Hörður í Eimskip, Sigurður á Flug- leiðum, Þórarinn í VSÍ, Brynjólfur í Granda og aðrir stórforstjórar klæðast grímubúningi víkinga- sveitarinnar og æfa vopnaburð á afviknum stööum utan borgar- markanna. Forstjóri Stjómunarfé- lagsins sagði í útvarpsviðtali að þess yrði gætt að ofbjóða ekki þreki forstjóranna og læknir og hjúkrun- arhð yrði til staðar svo að fyhsta öryggis yrði gætt. Það er vel því ekki væri það gott til afspurnar ef forstj óragengið brákaðist í víkinga- þjálfuninni. Til foma vom víkingar meðal annars þekktir fyrir að slátra óvinum sínum af mikihi grimmd, brenna hús þeirra og nauðga konum. Við skulum vona að á þessu námskeiði verði ekki lögð áhersla á kennslu í shkum athöfnum en þaö er auðvitað engu að treysta þegar farið er á stað á annað borð með víkingapró- grammið. Nú verður því ekki trúað að forstjórar verkalýðsfélaganna sitji auðum höndum meöan koheg- ar þeirra úr atvinnurekstrinum vígbúast með þessum hætti. Hins vegar er það borin von að þeir geti leitað th víkingasveitar lögregl- unnar um þjálfun þar sem hún hefur gengið í lið með forstjórun- um. En það má benda á að nú er mikið atvinnuleysi meðal fyrrum starfsmanna austur-þýsku leyni- þjónustunnar, STASI, og það sama ku vera upp á tengingnum hjá KGB. Er ekki að efa að menn úr þessum samtökum væru reiðubún- ir th starfa hjá íslenskum verka- lýðsforingjum og að veita þeim þjálfun í baráttunni við víkinga- sveit forstjóranna. Þar fyrir utan eru ahtaf í gangi námskeiö í ýmiss konar bardagatækni svo sem júdói og karate og kunnátta í þeim grein- um gæti komið sér vel fyrir verka- lýðsstjórana áður en átökin hefjast. Allt bendir th að framkvæmd •kjarasamnínga á næstunni verði með öðrum hætti en hingað th. í stað þess aö sitja sólarhringum saman við samningaborð munu aðilar vinnumarkaðarins beita hk- amskröftum og aðferðum víking- anna til að knýja fram niðurstöðu sér í hag. Engu skal spáð hvernig þeim átökum muni lykta en eflaust verða menn ákaflega móðir ef ekki sárir þegar upp verður staðið. Ekki er ljóst hvaða hlutverk sáttasemj- ara er ætlað í komandi bardögum en ef hann á að hafa einhver áhrif verður ríkisstjórnin að senda hann í einhvers konar herþjálfun eða skipa aðmírálinn á Vehinum í hans stað. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.