Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991.
5
Fréttir
Sigurþór Þorgilsson, framkvæmdastjóri Atlantslax:
Meirihluti laxanna getur
orðið ágætis markaðsvara
- segirNorðmennviljainnífyrirtækið
„Ég vil taka þaö skýrt fram að lax-
inn í kerunum okkar er óflokkaður.
Því synda kynþroska smáfiskar ofar-
lega í kerunum og ber meira á þeim
en hinum. Mikið af laxinum er kyn-
þroska fiskur sem á eftir að ná sér á
strik. Meirihluti laxanna ér í það
góðu ástandi að ekki þarf nema um
þrjár vikur í góðri fóðrun til að þeir
verða ágætis markaðsvara," sagði
Sigurþór Þorgilsson, framkvæmda-
stjóri Atlantslax, í samtali viö DV í
gærmorgun.
DV sagði í gær frá heimsókn hér-
aðsdýralæknis og lögreglu í fiskeldis-
stöð Atlantslax úti á Reykjanesi í
fyrradag. Dýralæknirinn var lítt
hrifinn af ástandi laxins í kerunum
en þar bar mikið á horuðum fiski.
Sagði hann ástandið reglulega lélegt,
fiskinn illa fóðraðan og bætti við að
hann hefði aldrei komið að svona
löguðu áður. Þá sagði hann mögulegt
að kýlapest hefði stungið sér niður í
kerunum.
Sigurþór sagði af og frá að laxinn
væri sýktur. Sagði hann ennfremur
að fyrir heimsókn lögreglu og dýra-
læknis í eldisstöðina hefðu einhverj-
ir farið þar um, tekið 250 kíló af fóðri
og dreift því um alla stöð.
„Fóðurpokarnir voru skornir í
Dýralæknir og lögregla skoða fiskinn úr kerum Atlantslax.
DV-mynd Brynjar Gauti
sundur og fóðrinu hafði veriö dreift ég hef kært til lögreglu," sagði Sigur-
um alla stöð. Þarna var greinilega þór.
um skemmdarstarfsemi að ræða sem Að sögn lögreglu var tilkynnt um
Ásmundur Stefánsson, forseti ASI:
Húsbréf in sprengdu upp vextina
- sammála breytingum ráðherraá-húsbréfakerfmu
„Þær viðvaranir, sem ég hafði uppi
þegar húsbréfakerfið var tekið upp,
hafa allar komið fram. En það er
fyrst núna sem félagsmálaráðherra
virðist taka mið af ábendingum mín-
um. Það er enginn vafi á því að hús-
bréfakerfið, ásamt halla ríkissjóðs,
er meginorsökin fyrir þeim gífurlega
háu vöxtum sem við höfum búið við
á þessu ári,“ segir Ásmundur Stef-
ánsson, forseti ASÍ.
Ásmundur segir að á árinu 1986
hafi menn staðiö frammi fyrir þeim
vanda í húsnæðislánakerfinu að lítið
hafi verið af áhvílandi lánum á eldra
húsnæði en mikil eftirspurn eftir
húsnæði. Því hafi lánsfjárþörfm ver-
ið gífurleg.
„Til að skammta knappt fé voru
bara tvær leiðir færar. Onnur var
að beita beinni skömmtun eins og í
kerfinu frá 1986 sem þýddi biðraðir
en lága vexti. Hinn kosturinn var
húsbréfakerfið sem þýddi aukna eft-
irspurn eftir lánsfé og þar með hærri
vexti. Húsbréfakerfið var tekið upp
og í kjölfarið var opnað á milli hús-
næðislánamarkaðarins og almenna
lánamarkaðarins. Þar með sprengdi
húsnæðislánakerfið upp vextina og
húsnæðisvandinn varð að almenn-
um efnahagsvanda. í dag er það hins
vegar tvímælalaust mikilvægasta
hagstjórnarverkefnið að ná niður
raunvöxtunum. Breyting félags-
málaráðherra á húsbréfakerfinu
miðar að því.“
-kaa
skemmdir einu sinni í sumar og svo
aftur í fyrradag þegar stöðin var
heimsótt.
Sigurþór kvað rekstur Atlantslax á
ipjög viökvæmu stigi. Verið væri að
semja við lánardrottna sem sumir
ætluðu inn í fyrirtækiö með fjár-
magn. Þá sagðist hann hafa staðfest-
ingu frá norskum aðilum um að þeir
ætluðu inn í fyrirtækið með fjár-
magn.
„Norðmennirnir munu tryggja
uppbyggingu stöðvarinnar til fulls. í
framtíðinni ætlum við að rækta
sjaldgæfa fisktegund, sea bream. Það
tekur hins vegar um þrjú ár að koma
þeirri ræktun í gang og þangað til
ætlum við að rækta lax og bleikju."
-hlh
KVÚLDSTUND MEÐ MEGASI
0G MANNAKORNUM Á DANSBARNUM
FÖSTUDAG OG LAUGARDAG:
TÓNLEiKAR + BALL KR. 1.500, BALL KR. 1.000.
DANSBARINN
ékMongolian
barbecue
Hrífandi skemmtun og
Ijúffengur kvöldverð-
ur, kr. 1.480.
ATH. NU ER OPIÐ LIKA I HÁDEGINU.
Borðapantanir og miðasala í símum 688311 -33311.
Z' • í
.
Dodge Ramcharger, árg. ’85,
ekinn 77 þúsund km. Verð
1.280 þus.
Peugeot 205 GR, árg. ’87, ek-
inn 65 þús. km. Verð 480 þús.
Góður Skoda 120L ’88, ekinn
17 þús km. Verð 180 þús.
Toyota Gorolla XL, árg. ’89,
ekinn 36 þús. km. Verð 780
þús.
þ ) JÖFURHF
BÍLVIL HF
Skeljabrekku 4 - símar 642610 og 42600.