Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Síða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991.
Útlönd
Thomas valinn hæstaréttardómari í Bandaríkj unum:
Áhorfendur hafa
misstbesta
sjónvarpsefnið
- „Guð átti síðasta orðið,a sagði móðir domarans
„Þaö er styrkur fyrir hæstarétt og
þjóöina alla aö hafa slíkan mann sem
Clarence Thomas í embætti," sagði
George Bush Bandaríkjaforseti þeg-
ar niðurstaöa lá fyrir í kjöri öldunga-
deildarþingmanna til staðfestingar á
tilnefningu Thomas í embætti hæsta-
réttardómara.
Thomas hafði sigur í kosningunni
en aðeins munaði íjórum atkvæðum.
Thomas fékk atkvæði 52 þingmanna
en 48 voru á móti. Þetta er minnsti
munur sem nokkru sinni hefur orðið
þegar öldungadeildin hefur staðfest
ákvarðanir forseta um veitingu emb-
ætta.
Aldrei hefur verið svo hart deilt í
öldungadeildinni um nokkra tilnefn-
ingu. Beinar útsendingar frá yfir-
heyrslum þingnefndar yfir Thomas
hafa síöustu viku verið helsta
skemmtiefni bandarísku þjóðarinn-
ar. Nú þykjast menn sjá fyrir leiðin-
lega dagskrá í sjónvarpinu á næst-
unni.
Fylgismenn Thomas fógnuðu nið-
urstöðunni þótt vitað sé að hann eigi
mjög erfitt með að taka sæti í hæsta-
rétti eftir allt sem á undan er gengið.
Leola Williams, móðir hans, sagði
þegar atkvæði höfðu verið talin:
„Guð átti síðasta orðið."
Enn hefur ekki fengist úr því skor-
ið hvort Thomas áreitti konur kyn-
ferðislega þegar hann var í embætti
hjá kennslumálaráðuneytinu í Was-
hington. Lagaprófessorinn Anita Hill
sver og sárt við leggur að hún hafl
orðiö fyrir ásókn af hálfu hans og á
endanum orðið að flýja úr starfl.
Stuðningsmenn Thomas viöur-
kenna að þótt þeir hafl unnið góðan
sigur í atkvæðagreiðslunni í gær þá
sé sá sigur beiskju blandinn því
Thomas hefur beðið alvarlegan per-
sónulegan hnekki með öllu umtalin-
um sem hlotist hefur af tilnefningu
hans í embætti.
Niðurstaðan í gær er ánægjuleg
fyrir Bush forseta því hann er í
minnihluta í öldungadeildinni.
Demókratar hafa þar 57 sæti en
margir þeirra veðjuðu samt á kandí-
dat forsetans. Þá ákváðu tveir af
þingmönnum republikana að snúast
gegn Thomas.
Einn þeirra sem greiddi atkvæði
gegn Thomas var Edward Kennedy.
Hann lét þó lítið fyrir sér fara í um-
ræðum um málið, enda sjálfur oft
legið undir ámæli fyrir slakt siö-
ferði. Þá er enn ólokið málaferlum
gegn frænda hans fyrir meinta
nauðgun.
Reuter
Anita Hill, lagaprófessor við Oklahomaháskóla, kemur til vinnu sinnar. Hún
hefur valdið einu mesta uppnámi í sögu Bandaríkjanna og getur enn stað-
ið við orð sin. Naumur meirihluti öldungadeildarþingmanna trúði henni ekki.
Simamynd Reuter
Fjöldi bílasala, bíla-
umboða og einstakllnga
auglýsa fjölbreytt úrval
bíla af öllum gerðum og
í öllum verðflokkum með
góðum árangri í DV-BÍLAR
á laugardögum.
Athugið að auglýsingar í
DV-BÍLAR þurfa aö berast
í síðasta lagi fyrir kl. 17.00
á fimmtudögum.
Smáauglýsingadeildin er
hins vegar opin alla daga
frá kl. 09.00til 22.00 nema
laugardaga frá kl. 09.00 til
14.00 og sunnudaga frá
kl. 18.00til 22.00.
Smáauglýsing í
HELGARBLAÐ verðuraó
berast fyrir kl. 17.00
á föstudögum.
Auglýsmgadeild
Friðarráðstefna um Mið-Austurlönd í lok október:
Beðið eftir
svari Palest-
ínumanna
James Baker, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, heldur til Jerúsal-
em í dag þar sem hann mun ræða
við fulltrúa Palestínumanna á her-
teknu svæðunum og reyna að fá
þá til að koma á friðarráðstefnu
landanna fyrir botni Miðjarðar-
hafs.
Þrálátur orðrómur er á kreiki um
að ráðstefnan verði haldin í
Lausanne í Sviss dagana 29. og 30.
október næstkomandi þó svo að
stjórnvöld í Washington hafi enn
ekki staðfest það. Búist er við að
boðið verði á ráðstefnuna um helg-
ina.
Baker ræddi við Assád Sýrlands-
forseta í Damaskus í níu klukku-
stundir í gær og var viðræðunum
haldið áfram í morgun. Á fundun-
um í gær tókst þeim ekki að leysa
öll ágreiningsmál sín.
Embættismenn sögðu fyrir fund-
ina í gær að Baker væri enn að
semja um orðalag bréfs frá Banda-
ríkjastjórn til Sýrlendinga þar sem
gerð verður grein fyrir afstöðu
Bandaríkjanna til lykilatriða frið-
arráðstefnunnar. Baker ætlaði
einnig að reyna að sannfæra Assad
um að sækja fundi ríkja svæðisins,
ísraels og arabaríkja, þar sem m.a.
á að ræða takmörkun vígbúnaðar,
skiptingu vatnsforða milli land-
anna og umhverflsmál.
Stjórn Sýrlands skýrði þeirri
bandarísku frá því í síöasta mánuði
að hún vildi ekki taka þátt í þessum
viðræðum sem eiga að fara fram
samhliða friðarráðstefnunni.
James Baker, utanríkisráóherra
Bandaríkjanna, gerir nú allt hvað
hann getur til að fá deiluaðila fyrir
botni Miðjarðarhafs að sækja frið-
arráðstefnu í lok mánaðarins.
Teikning Lurie
ísraelsmenn telja slíkar viðræður
mikil vægar þar sem í þeim felist
viðurkenning ísraels sem fullgilds
ríkis í þessum heimshluta.
Þrátt fyrir erfiðleikana með Sýr-
land beinast sjónir manna þó aðal-
lega að Palestínumönnum sem ætla
að ákveða það á næstu dögum
hvort þeir sæki friðarráðstefnuna.
Ef þeir fallast á að koma verða þeir
hluti sameiginlegrar sendinefndar
Palestínumanna og Jórdaníu.
Reuter