Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Síða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991.
A ferð um landið!
RENAULT
Nevada 4x4
Renault Nevada er framdrifinn með
mögulegri tengingu á afturdrifi, sem
búið er 100%læsingu.
Renault Nevada er með glæsilegri
innréttingu, 120 hestafla vél með beinni
innspýtingu, rafdrifnum rúðum, lituðu
gleri, fimm gíra gírkassa, vökvastýri,
fjarstýrðri samlæsingu, krómaðri
toppgrind og mörgu fleiru.
Verð frá kr. 1,589,000.-
RENAULT
Clio
Renault Clio hefur sópað að sér
viðurkenningum frá því hann var fyrst
kynntur. Hann var kosinn bíll ársins í
Evrópu 1991, fékk Gullna stýrið og
Auto Trophy verðlaunin í Þýskalandi.
Renault Clio er mjög rúmgóður,
hljóðlátur og með frábæra aksturs-
eiginleika. Hann er búinn fallegri
innréttingu, kraftmikilli og sparneytinni
vél, rafdrifnum rúðum, fjarstýrðum
samlæsingum og er á frábæru verði.
Verð frá kr. 719,000,-
RENAULT
19 GTS
Renault 19 GTS ereinn af þeim bílum
sem heilla strax viðfyrstusýn. Hanner
vandaður og glæsilegur fjölskyldubíll,
með miklum aukabúnaði og er á
einstaklega hagstæðu verði.
Renault 19 GTS er búinn fallegri
innréttingu, kraftmikilli vél, rafdrifnum
rúðum að framan, lituðu gleri, fimm
gíra gírkassa, vökvastýri, fjarstýrðri
samlæsingu og fleiru.
Verð frá kr. 869,000,-
/
SÝNINGARSTAÐIR
Fimmtudagur 17. október
Föstudagur 18. október
Laugardagur 19. október
Sunnudagur 20. október
HÖFN HORNAFIRÐI
Við Sindrabæ kl.15.00 - 18.00
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR
Við Hótelið kl. 10.00-11.00
REYÐARFJÖRÐUR
Bíleykl. 13.00-15.00
EGILSSTAÐIR
Essðskálinn kl. 16.30-18.00
AKUREYRI
Bííaval, Strandgötu kl. 10.00 - 18.00
SIGLUFJÖRÐUR
Bensinstöð Olís kl. 11.00 -13.00
SAUÐÁRKRÓKUR
Bílav.st. ÁKA kl. 15.00 -18.00
Úflönd
Danadrottning á slóðum risaeðla
Danmörk:
Mannleg
mistök kost-
uðu þrjá
milljarða
Gizur Helgason, DV, Kaupmaimahö&i:
Engar opinberar yflrlýsingar hafa
verið gefnar út um ástæður óhapps-
ins við göng þau sem verið er að gera
undir Stórabeltið en eins og sagt var
frá í gær fóru göngin aö leka og fyllt-
ust þau af vatni. Var mesta mildi að
ekki hlaust manntjón af.
Aftur á móti er tjón af völdum
vatnsins metið á um þrjá milljarða
íslenskra króna og þykir líklegt áð
framkvæmdir muni tefjast um allt
að eitt ár vegna óhappsins sem talið
er eitt hið mesta í sögu danskra bygg-
ingaframkvæmda.
Enn er ekki byrjað að tæma göngin
og ólíklegt að það verði gert næstu
daga því menn óttast að lekinn taki
sig upp á ný þegar vatnsborðið lækk-
ar. Þær raddir verða nú æ háværari
sem segja að slysið hafi orðið vegna
þess að öryggisreglum hafl ekki verið
framfylgt og að komast hefði 'mátt
hjá þessu ógnartjóni ef reglum hefði
verið fylgt.
Prestur tekinn
með þrjú kfló
af kókaíni
Lögreglan í Kolombíu handtók í
gær ítalskan prest með þrjú kíló af
kókaíni í fórum sínum rétt í þann
mund sem hann ætlaði að stíga upp
í flugvél á leið til Parísar.
Presturinn er sextugur og heitir
Franco Mondellini. Hann hefur átt í
útistöðum við kaþólsku kirkjuna frá
árinu 1988. Hann var með kókaínið
í skjalatösku þegar lögreglan fann
það við fíkniefnaleit á flugvellinum
í Bogota, höfuðborg Kolombíu.
Mondellini segist saklaus af áburði
um tilraun til að smygla eiturlyfjum
úr landi. Vinur hans hafl beðið hann
að hafa hald á töskunni fyrir sig og
að hann hafi ekkert vitað um hvaö
var í henni.
Yfirvöld í Kolombíu leggja mikla
áherslu á að koma í veg fyrir smygl
á eiturlyíjum úr landinu. Þó kemur
þaðan megnið af þvi kókaíni sem er'
á heimsmarkaðnum, bæði vestan-
hafs og austan.
Reuter
Margrét Danadrottning hefur verið
á ferð um Kanada síðustu daga í op-
inberri heimsókn ásamt Hinriki
manni sínum. Kanadamenn hafa
tekið henni með kostum og kynjum
enda fátítt að drottningar heimsæki
land þeirra.
Meðal þess sem Margrét skoðaði
var náttúrugripasafnið í Alberta,
einu af vesturfylkjum landins. Þar
getur m.a. að Uta feiknastóra haus-
húpu af fornaldardýri sem á fræði-
máli kallast Montanoceratops.
Þetta er ein best varðveitta beina-
grind af risaeðlu sem til er og vekur
jafnan athygh gesta sem koma í safn-
ið. Beinin fundust í Alberta.
Margrét drottning lauk ferð sinni
um Kanada með því að koma í lítinn
bær á hinum víðáttumiklu sléttum
landins. Staðurinn þykir dæmigerð-
ur fyrir þær aðstæður sem innflytj-
endur bjuggu við á síðustu öld. Þar
á meðal voru fjölmargir Danir sem
freistuðu gæfunnar í Vesturheimi.
Drottningin vildi kynnast af eigin
raun hvernig landar hennar bjuggu
eftir að þeir komu vestur og hófu að
yrkja jörðina í nýrri heimsálfu. Fjöl-
margir Danir búa í Kanada og fógn-
uöu þeir drottningu sinni þótt þeir
séu í raun réttri þegnar Elísabetar
Englandsdrottningar. Reuter
Margrét Danadrottning ferðaðist vitt og breitt um Kanada og fékk m.a. að sjá á náttúrugripasafni í Alberta eina
stærstu hauskúpu af risaeðlu sem til er. Símamynd Reuter
HAUSTSÝNING
Bílaumboðið hf
Krókhálsi 1, 110 Reykjavík, sími 91-686633
RENAULT FER A K0STUM
3 ára ábyrgö
8 ára ryðvarnarábyrgð
DV
Búseturöskun
vegnaeldfjalls
Svo kann að fara að flytja þurfi
rúmlega hálft þriðja hundrað
þúsund íbúa í nágrennl Pinatubo-
eldflalls á Filippseyjum á brott
frá heimilum sínum vegna mik-
illa aurskriðna af völdum rign-
inga að undanfórnu.
„Þetta er versta áfall sem dunið
hefur yfir Filippsevjar/ sagði
Mita Pardo de Tavera, félags-
málaráðherra landsíns, við
fréttamenn í gær.
Aurskriðurnar hafa verið svo
miklar að sumir bæir og þorp eru
hulin tveggja metra þykku lagi
af gosefnum og leðju.
í flóttamannabúðum eru nú
tæplega eitt hundrað þúsund
manns og á hverjum degi látast
fimm börn vegna þess að hrein-
lætismál eru í ólestri.
Golfvöllur
íSahara
Stjómvöld í Marokkó eru að
húa til golfvöll úti i Saharaeyði-
mörkinni fyrir starfsmenn Sam-
einuðu þjóðanna sem eiga að hafa
eftirlit með vopnahléinu í Vest-
ur-Sahara.
Það var innanríkisráðherra
landsins sem jafnframt er forseti
konunglega golfklúbbsins í Ma-
rokkó sem skýröi frá þessu í gær.
í sveit SÞ era 2800 manns, bæði
hermenn og óbreyttir borgarar.
Þeir eiga að fylgjast með vopna-
hléinu sem var 6. september síð-
asthöinn i fimmtán ára skærum
marokkóskra hermanna og
skæruliða Polisario-hreyflngar-
innar.
Borgaryfirvöld í Laayoun hafa
þegar hafist handa við gerð golf-
vallarins.
Gekk nakinn
fyrirdömarann
Dómari í Suður-Alríku var ekki
lengi að láta ryðja dómsalinn sinn
í gær þegar maður nokkur, sem
hafði verið ákærður fyrir að hafa
marfiúana undir höndum, birtist
kviknakinn í salnum.
Maðurinn, sem gengur undir
nafninu doktor september, fækk-
aði fötum þegar hann hafði verið
færður úr fangageymslum lög-
reglunnar í Höfðaborg. Hann
skýrði H.L. Muller dómara svo
frá að hann tryði ekki á klæða-
burð.
MuIIer dómari skipaði svo fyrir
að maðurinn skyldi sæta geð-
rannsókn.
Nóbelinní
hagfræði
Nóbelsverðlaunin i hagfræði
voru í gær veitt Ronald Coase,
prófessor við Chicagoháskóla.
Verðlaunin fær Coase fyrir rann-
sóknir sínar sem hafa valdið
timamótum í skilningi manna á
viðskiptakostnaði og eignarrétti í
starfsemi efnahagslifsins.
Coase fæddist í Middlesex á
Englandi árið 1910 og er nú heið-
ursprófessor við lagadeild
Chicagoháskóla þar sem hann
stundar enn rannsóknir.
Sænska vísindaakademian
sagði í umsögn sinni að Coase
hefði sýnt fram á að hefðbundnar
hagfræðikenningar væru ekki
fullnægjandi þar sem þær tækju
ekki kostnað við viðskipti og
stjórmin fyrirtækja með í reikn-
inginn.
Samstarfsmenn Coases lýstu
honum í gær sem þrjóskum snill-
ingi og sögðu að þessi heiður
hefði átt að falla honum í skaut
fyrir löngu. En á þessum merkis-
degi fannst verðlaunahafinn
hvergi þar sem hann var á ferða-
lagi um Suður-Frakkland. Ekki
var ljóst hvort hann vissi af verð-
laununum.
Reuter