Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991. 11 Sviðsljós Guölaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari er hér niðursokkinn i samræður við Siv Friðleifsdóttur, formann Sam- bands ungra framsóknarmanna (t.v.), og Önnu Einarsdóttur hjá Máii og menningu. Þess má geta að Guðlaugur varð 67 ára eftir miðnætti á laugardagskvöldið og var skálað fyrir honum af þvi tilefni. Norræna félagið: Gylfi hætti sem formaður Á þingi Norræna félagsins, sem haldið var á Holiday Inn um síðustu helgi, urðu formannaskipti í félag- inu. Gylfi Þ. Gíslason, fyrrum mennta- málaráðherra, lét af formennsku en við tók Haraldur Ólafsson. Fjöldi manns var þarna saman- kominn og á laugardagskvöldið var slegið upp dansleik og mökum boðið með. Góð stemning ríkti alla helgina og á laugardagskvöldið ríkti norrænn andi því að mikiö var sungið og trall- að. Fráfarandi formaður ávarpaði gestina svo og Sighvatur Björgvins- son, fyrrum framkvæmdastjóri Norræna félagsins, og Eiður Guðna- son sem þarna var í hlutverki sam- starfsráðherra Norðurlanda. Fráfarandi og núverandi formaður félagsins, þeir Gylfi Þ. Gíslason, sem lætur af formennsku eftir sex ár, og Haraldur Ólafsson sem tók við. Ráðherrarnir Sighvatur Björgvinsson (t.v.) og Eiður Guðnason höfðu margt að ræða við þetta tækifæri. DV-mynd BG Páll Eiríksson yfirlögregluþjónn hættir eftir 48 ára starf: Tekinn 1942 á ljóslausu reiðhjóli „Já, ég var að láta af störfum eftir 48 ára starf sem lögregluþjónn og var reyndar yfirlögregluþjónn undir það síðasta," sagði Páll Eiríksson en hann lét af störfum nýlega. „Ég sótti um lögreglustarfið árið 1942 og svona til gamans gaf Böðvar Bragason lögreglustjóri mér um- sóknina þegar ég hætti. Þegar sakaskrá mín er skoðuö á umsókninni kemur fram að árið 1942 hafi ég verið tekinn á ljóslausu reið- hjóli og hlotið 5 króna sekt fvrir,‘v- sagði Páll og hló. Áðspurður hvað nú tæki við sagð- ist Páll ætla að hafa það gott en ef ég vissi um eitthvert draumastarf þá mætti ég láta hann vita. Páll Eiríksson tekur hér við 48 ára gamalli umsókn sinni um starf lögreglumanns úr hendi Böðvars Bragasonar lögreglustjóra. DV-mynd S Sigurður Hróarsson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, er hér á tali við tvær leikkonurnar, þær Soffíu Jakobsdóttur, sem leikur móðurina, og Sigrúnu Eddu Björnsdóttur sem leikur Mariu. Á frumsýn- ingu Þéttingar Nýtt leikrit eftir Sveinbjörn I. að móöirin er dauðvona. Baldvinsson, Þétting, var frumsýnt Fjöldi manns var á frumsýning- í Borgarleikhúsinu fyrir nokkru. unni og var leikritinu mjög vel tek- Það fjallar í stórum dráttum um ið. fjölskylduuppgjör eftir að ljóst er Málin rædd eftir frumsýninguna. F.v. Stefán S. Stefánsson, Anna Ólafs- dóttir, Randa Spinak, rithöfundur frá Bandaríkjunum, Sveinbjörn I. Bald- vinsson leikritahöfundur og Jóna Finnsdóttir. DV-myndir GVA HERRAKVOLD F Á K S veröur haldið laugardaginn 19. október 1991 kl. 19:00 i Félagsheimili Fáks í Víöidal. Þangað koma allir strákar sem vilja... • smakka krásirnar á villibráðarhlaðborðinu • hlusta á óbeislaðan ræðumann kvöldsins • freista gæfunnar í happdrættinu • syngja, tralla, og skemmta sér með öllum hinum strákunum. Við verðum þar... en þú? Forsala aðgöngumiða verður á SKRIFSTOFU FÁKS ÁSTUND HESTAMANNINUM Nefndin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.