Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RViK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Fimm ára frelsi
Fimm ár eru liðin síðan Stöð tvö var hleypt af stokk-
unum. Jafnframt eru fimm ár liðin síðan einkaréttur
ríkisins var afnuminn á hljóðvarps- og sjónvarps-
rekstri. Fimm ár eru ekki langur tími en á tímum örra
breytinga og þróunar á öllum sviðum þjóðmála hefur
mikið vatn runnið til sjávar frá því ríkiseinokuninni
var aflétt. Það er til marks um áhrifin af frjálsræðinu
að sá maður mundi ekki talinn með öllum mjalla, sem
vildi hverfa aftur til fyrra ástands. Það segir sína sögu
miðað við þá hörðu andstöðu og varnaðarorð semjafn-
vel mætustu menn höfðu uppi þegar útvarpsfrelsið var
á dagskrá.
Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í nútímaþjóð-
félagi. Sífellt verður erfiðara að fylgjast með stjórnar-
fari og stjórnarháttum. Valdakerfið er flóknara en áð-
ur, embættin íjarlægari öllum almenningi, stjórnsýslan
umfangsmeiri og torskildari. í þessu andrúmslofti eru
íjölmiðlar ómetanlegir og lífsnauðsynlegir tengiliðir.
Almenningur á í rauninni enga aðra vörn en hlutlausa
og óháða fjölmiðla, sem bera þeim fréttirnar, veita valda-
mönnum aðhald og eru vettvangur skoðanaskipta.
Fjölmiðlar hafa og menningarlegu hlutverki að gegna.
Ekki síst til varðveislu tungunnar og það segir sína
sögu að fullyrt er að lélegt málfar hjá þulum og útvarps-
mönnum hinna nýju stöðva eigi sinn þátt í enskuslettum
og ambögum hvers konar í töluðu máli. Næsta skrefið
er að herða mjög allar kröfur um menntun og hæfni
þeirra sem tala til þjóðarinnar á öldum ljósvakans og
er það tvímælalaust neikvæðasta hlið útvarpsfrelsisins
hversu kærulausir eigendur þessara stöðva eru gagn-
vart réttu máli og málfari þeirra sem þar ráðast til
starfa.
Stöð tvö hefur sannað tilveru sína. Sjónvarpið er
sterkasti miðillinn og í ljósi þeirra miklu áhrifa hefur
Stöð tvö spjarað sig vel, einkum er varðar fréttir og
fréttatengda þætti. Áhrif Stöðvar tvö eru þó ekki síðri
á Ríkissjónvarpið sem hefur á þessum hðnu fimm árum
brugðist við samkeppninni með þeim hætti að áhorfend-
ur geta fLest kvöld valið milh tveggja frambærilegra
sjónvarpsrása. Af eðlhegum ástæðum hefur Ríkissjón-
varpið nokkra yfirburði í gerð innlendra þátta sem staf-
ar af fjárhagsaðstæðum Stöðvar tvö, meðan stöðin er
að jafna sig á því kappi í upphafi, sem nærri því færði
hana í kaf. Um tíma leit raunar út fyrir að skuldastaða
Stöðvar tvö væri nýjum eigendum ofviða, en nú er fuh-
yrt að fjárhagsstaðan styrkist dag frá degi og er það
vel. Við þurfum á tveim sjónvarpstöðvum að halda og
engin ástæða til að vænta annars en að markaðurinn
leyfi það.
Sumir hafa áhyggjur af dagblaðaútgáfunni enda beij-
ast nú þrjú dagblöð í bökkum. Það er hins vegar víðs
fjarri að erfiðleikar þessara blaða stafi af auknu frelsi
í fjölmiðlamálum. Sökina bera þau að mestu sjálf með
því að fylgjast ekki nægjanlega vel með þróuninni í átt
th aukins frelsis. Þeir sem svipta ekki flokkafjötrum af
íjölmiðlum sínum eru auðvitað ekki í stakk búnir th
að taka þátt í fjölbreyttri samkeppni, sem felur það
meðal annars í sér að fjarstýring ríkis jafnt sem stjórn-
málaflokka er tímaskekkja.
Þegar frelsið er annars vegar er óhjákvæmhegt að
þeir hfi sem spjara sig. Það á við um aha fjölmiðla og
reynsla af fimm ára frjálsræði hér á landi sannar þá
kenningu.
Ehert B. Schram
Ih,• iwuLt'tunHion
• *i SoiUlll '■JHVllit'fV
Þar ku hafa komið fram íslenskt og norskt tónlistarfólk og hópar sýnt þjóðdansa.
Forn norskur
hoppdans
Þá eru norsku „víkingaskipin"
loks komin til hafriar í Washington.
Mikið skelfing var ég feginn. Þá er
loks von til þess að fréttum fari að
linna hér heima af þessari grát-
broslegu siglingu. Veislugengið
kringum' siglinguna hefur fengið
sitt og náði lokatakmarkinu með
þvi að fá að hitta Bush forseta og
fleiri fyrirmenn þar vestra. Það
hefur verið góð uppbót á þau von-
brigði sem urðu á sumum við-
komustöðum skipanna þar sem
enginn heimamaður hafði hug-
mynd um þennan stórmerka at-
burð mannkynssögunnar. Nú eða
þá að enginn vildi leggja það á sig
að mæta til móttöku nema
skemmtikraftar sem voru þar upp
á kaup.
Hérlendis virðast menn standa í
þeirri trú að þessi sighng hafi vak-
ið alheimsathygli og vart sé um
annað talað í Bandaríkjunum um
þessar mundir. Sem betur fer er
þessu ekki þannig varið. Við höfum
engan sóma að því að vera í ein-
hverju samkrulli viö Norðmenn
um Leif Eiríksson sem kemur
þannig út að ókunnugir halda að
við séum nokkurs konar nýlenda
Noregs. .
Kjallarinn
Sæmundur Guðvinsson
blaðamaður
ur. Hins vegar fái íslendingar að
fljóta með þar sem Leifur hafi haft
viðkomu hérlendis á leiðinni vest-
ur auk þess sem við borgum tugi
milljóna króna fyrir að fá að vera
með í þessari leikferð.
Týndist í hafi
Með því að gerast taglhnýtingar
Norðmanna í þessum „víkingaleið-
angri“ erum viö að glutra niður
þeirri viðleitni sem höfð hefur ver-
iö uppi í þá veru að sannfæra um-
heiminn um aö Leifur Eiríksson
hafi verið maður íslenskur. Og ofan
á allt saman er þessu eina skipi af
þremur sem siglir undir islenskum
fána að hálfu gefið grískt heiti.
Kannski það verði næst upp á ten-
ingum að við séum komnir af
Grikkjum?
„Þátttaka íslendinga í siglingu „vík-
ingaskipanna“ er lúmsk brella Norö-
manna sem hafa notað hvert tækifæri
af þessu tilefni til að minna á að Leifur
hafi verið norskur.“
„Múgur og margmenni“
í frásögn fréttamanns Ríkisút-
varpsins af komu skipanna til
Washington sagði að „múgur og
márgmenni" hefði verið við höfn-
ina i Washington þegar skipin lögð-
ust að. Fáfróðir Frónbúar gleyptu
við þessu og héldu að vinnuveit-
endur hefðu gefið starfsfólki frí af
þessu tilefni og þetta þætti álíka
viðburður og þegar „víkingaskip-
iö“ undir gríska heitinu „Gaia“
kom til Reykjavíkur í sumar. En
þegar leið á fréttina kom fram að
múgurinn og margmennið saman-
stóð einkum af skólabörnum auk
hins hefðbundna veislugengis
heimamanna og frá Noregi og ís-
landi. Þetta minnir á hinn íslenska
sið að fá að láni böm úr leikskólum
til að veifa fánum að erlendum
þjóðhöfðingjum sem sækja okkur
heim.
í frétt í Morgunblaðinu kom fram
að tekist helði að 'fá Walter F.
Mondale, fyrrum forsetaframbjóð-
anda, til að stjóma hátíðahöldum á
bryggjunni. Ennfremur virðist sem
konur af íslenskum uppruna hafi
verið teknar á leigu og þær dubbað-
ar upp í íslenska þjóðbúninginn.
Auk þess sem „norskar konur og
karlar munu skrýðast þjóðlegum
fatnaði af þessu tilefni" eins og seg-
ir orðrétt í frétt blaðsins. Hins veg-
ar mátti sjá í fréttum sjónvarps að
norski skipakóngurinn, sem stend-
ur á bak við siglinguna, var ekki í
„þjóðlegum" fatnaði og því síður
Sonja drottning og Vigdís forseti.
Þvert á móti voru aðalleikaramir
í alþjóðlegum fótum.
Forn norskur hoppdans?
Ekki veit ég hvort einhverjir
karlar hafa verið látnir ráfa þama
um í vaðmálsfotum og á skinnskóm
en það væri svo sem eftir öðru. Eöa
hvað er átt við þegar talað er um
„þjóðlegan fatnað"? En ekki þótti
nóg að gert með þessari uppákomu
á bryggjunni. Haldin var samkoma
í Smithson-safninu þar sem Vigdís
forseti og Sonja drottning voru
heiðursgestir.
Þar ku hafa komið fram íslenskt
og norskt tónlistarfólk og hópar
sýnt þjóðdansa. Þegar þetta er
skrifað hefur okkur verið hlíft við
sjónvarpsmyndum frá þeirri sam-
komu. Ef að líkum lætur hefur
þama verið framinn einhvers kon-
ar forn norskur hoppdans með til-
heyrandi hvíi og spaiigóli svona til
að leggja áherslu á norræna menn-
ingararfleið. En Ameríkumenn eru
vanir ýmsum skringilegum uppá-
komum og hafa eflaust tekið þessu
með jafnaðargeði.
Þátttaka íslendinga í siglingu
„víkingaskipanna" er lúmsk brella
Norðmanna sem hafa notað hvert
tækifæri af þessu tilefni til að
minna á að Leifúr hafi verið norsk-
Þegar íslenskir ráðamenn voru
tældir til þátttöku í þessum norska
leiðangri var fullyrt að auk þess
að minnast landafundar Leifs væri
ferðin farin til að vekja athygli á
umhverfisvemd. Þessi tilgangur
hefur greinilega týnst í hafi á langri
leiö því ekki minnist nokkur mað-
ur á umhverfisvemd í tengslum við
sighnguna.
Bandaríkjamenn láta sér í léttu
rúmi liggja hvort Leifur hafi verið
íslenskur eða norskur. Þeir eiga
sinn Leifsdag á dagatalinu og þar
er líka Kólumbusardagur. Spán-
veijar láta sig engu skipta sighngu
vélknúinna „víkingaskipa" til
Washington. Þeir sendu bara kóng
sinn og drottningu til að vera við-
stödd opnunar sýningar í Þjóðhsta-
safninu í Washington í tilefni þess
að brátt eru fimm hundruö ár frá
því Kolumbus fann Ameríku. Svo
mun það komið-á daginn að Kín-
verjar telja sig hafa fundið Amer-
íku fyrstir manna. Þá verður senni-
lega bætt Ho Ku Fung degi í amer-
íska dagatalið svo ekki verði gert
upp á milli þeirra sem fyrstir fundu
Vínland.
Fréttir hafa borist um að ekki
eigi að láta staöar numið í Wash-
ington heldur sigla víðar. Vonandi
sjá ráðamenn okkar að sér og hætta
þátttöku í þessum norska skrípa-
leik.
Sæmundur Guðvinsson