Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991.
15
ísland framtíðarinnar
hvemig verður það?
... gekk meö ör í hnakkanum vegna þess að hann átti ekki fyrir að-
I Kastljósi sjónvarpsins fóstu-
dagskvöldið 4. okt. mættu báðir
fjármálaráðherrarnir, það er að
segja núverandi og fyrrverandi.
Þeir byrjuðu báðir sýnilega með
þann ásetning að láta ekki egna sig
til illinda hvað sem á gengi og tókst
vel í byrjun að vera kurteisir og
rólegir, en er líða tók á þáttinn fór
svo sem oft vill fara að þeir enduðu
í sandkassanum með sömu gömlu
þrætunum um hveijum þetta væri
nú allt saman að kenna.
Skilja ekki stjórnmálamenn okk-
ar enn þann dag í dag að þjóðinni
er alveg sama hverjum er um að
kenna. Það að þeir læri af mistök-
unum og geri þau ekki aftur er allt
og sumt sem við förum fram á. Það
sem mér fannst einkennilegt við
orð fjármálaráðherra var er hann
setti upp dæmið með strætó, sem
sé að ef gjaldið hækkaði í 100 kr.
þá væri okkur það í sjálfsvald sett
hvort við vildum nota áfram þessa
þjónustu eða ekki. Hann sagði
einnig að fólkið ætti að fá að greiða
fyrir þjónustu almennt og sjá að
hún fengist ekki frítt - og aftur kom
það að við gætum þá hafnað ef við
ekki kærðum okkur um hana. Það
sem hann skilur sem þjónustu er
þá strætó, heilsugæsla, skólar og
ýmislegt fleira sem hér skal ekki
rakið.
Strætisvagnarnir
Ef ég byrja á strætó þá veit hátt-
virtur fjármálaráöherra ef til vill
ekki að hér í borg er fjöldinn allur
af fólki sem verður að nota strætó
til þess að komast á milli, t.d. í
vinnu, þar sem það á ekki bíl og
hefur ekki bílstjóra til að aka sér
um, ja - nema þennan sem ekur
strætó, og hvaða völ á þetta fólk?
Ef fargjaldið hækkar í strætó en
launamaðurinn fær enga hækkun
KjaUarinn
Margrét Sigríður
Sölvadóttir
rithöfundur
sinna launa er ekki víst að hann
komi oftar í strætó, en það verður
ekki vegna þess að hann valdi að
fara ekki í strætó heldur vegna
þess að hann átti ekki fyrir farinu.
Þjóðin öll veit að háttvirtur ráð-
herrann á völ á ráðherrabíl eða
strætó, svo ef til vill er hans skiln-
ingur á málinu séður frá hans bæj-
ardyrum en ekki frá veröld þeirra
sem þessari þjónustu eru háðir.
Heilsugæsiur
Næst eru það heilsugæslustöðv-
arnar. Eg veit ekki betur en að það
sé skylda foreldra að koma með lít-
il börn sín í heilsufarsskoðun og
bólusetningu, ef ekki komin frá
heilbrigðisyfirvöldum þá siðferði-
leg skylda foreldra. Hvert er þá val
foreldra um þessa þjónustu? Er
þessi þjónusta ekki sú sem ekkert
val er um og ætli hún sé ekki
stærsti hður þessara stofnana. Eða
er þetta ekki meðal þeirrar þjón-
ustu sem greiða á fyrir?
Skólarnir
Þá eru það skólarnir - hver hefur
val um það í dag að senda bam sitt
ekki í skóla? Hvaða framtíð bíður
þeirra sem ekki fá neitt lært? Eða
er ekki skólaskylda lengur í þessu
landi? Ég man þá tíð er ég var að
koma mínum dreng í gegnum stúd-
entinn, á einum launum í leiguhús-
næði með þrjá munna að fæða, ég
hefði aldrei getað það ef við hefðu
bæst skólagjöld ofan á þann kostn-
að sem fylgir því að kaupa bækur
og annað á framhaldsskólastigi.
Mér er líka spurn, hvað ætlar ríkis-
stjórnin aö gera við öll þau ung-
menni sem ekki geta haldið áfram
i skóla vegna skólagjalda - þegar
þau koma út á vinnumarkaðinn?
Ég veit ekki til þess að næg atvinna
bjóðist í dag, hvað þá er fleiri koma
á vinnumarkaðinn. Verður ódýr-
ara að hafa þetta fólk á atvinnu-
gerðinni til að fjarlægja hana.“
leysisbótum en í skóla? Verður ís-
land í framtíðinni ef til vill þannig
að þeir sem ekki geta greitt fyrir
þjónustu fá hana ekki, eins og
drengurinn sem myndin birtist af
í DV um daginn og gekk með ör í
hnakkanum vegna þess að hann
átti ekki fyrir aðgerðinni til að fjar-
lægja hana?
En hvernig er þetta nú annars,
ef við nú förum að greiöa fyrir alla
þjónustu beint út í hönd, fyrir hvað
erum við þá að greiða skatta? Eða
- er það kannski til að halda uppi
ríkisbákninu?
Margrét Sigríður Sölvadóttir
„Mér er líka spurn, hvaö ætlar ríkis-
stjórnin að gera við öll þau ungmenni
sem ekki geta haldið áfram í skóla
vegna skólagjalda - þegar þau koma
út á vinnumarkaðinn? ‘ ‘
Fyrsta skref ið í átt til umferðaröryggis
- fyrir gangandi vegfarendur og spamaðar fyrir eldri borgara
Lesendur DV munu líklega hafa
tekið eftir því að ég hef skrifað oft-
ar en einu sinni um hættur í um-
ferðinni fyrir gangandi vegfarend-
ur. Gangandi vegfarendur eru oft-
ast börn, skólanemendur í fram-
haldsskólum og eldri borgarar.
Fyrir þessa hópa var hætta mjög
mikil 1989/91 við Skeiðarvog milli
Langholtsvegar og Gnoðarvogs.
Milh Langholtsvegar og Gnoðar-
vogs eru tveir skólar: Vogaskóh,
nú með 261 nemanda á grunnskóla-
stigi,. 6-15 ára, og MenntaskóUnn
við Sund, með 854 nemendur nú,
samtals 1.115 nemendur. Auk
þeirra þurfa fullorðnir að komast
yfir gatnamótin við Skeiðarvog/
Gnoðarvog, á að giska 1.300 manns
á degi hverjum í báðar áttir, þ.e.a.s.
2.600 skipti. Þess vegna var það
mjög gott að við Skeiðarvog/Gnoð-
arvog voru til 1989 sebrabraut-
ir/gangbrautir.
Hringtorg
Hvenær var ákveðið að hafa
hringtorg þar veit ég ekki. Hættu-
legur staður var það ekki. Skv.
uþplýsingum úr tölvu lögreglunn-
ar var hún aðeins 13 sinnum köUuð
þangað á fimm árum (1986-90) og
12 sinnum var aðeins um óhapp
milU bifreiða en ekki slys að ræða.
Aðeins eitt slys varð á 5 árum.
Eftir aö hringtorgið kom hefur
orðið aðeins eitt óhapp þama -
nokkur ökutæki - þrjú ef ég man
rétt - lentu saman norðan við torg-
ið. Hins vegar er það alvarlegt að
nemendur menntaskólans þurfa að
ganga milU bíla á leið til skólans
og til baka til strætisvagnaskýUs
og eru þá í lífshættu. Hættan eykst
brautir yfir Skeiðarvog og ein yfir
Gnoðarvog aö mikilvægum versl-
unum. Nemdendur menntaskólans
eru því gatnamálastjóra og deild
hans mjög þakklátir. Þeir geta nú
gengið á og frá lóð menntaskólans.
Lýsing yfir gangbrautum er mjög
góð.
En þaö er bara fyrsta skrefið.
Hringtorgið er ekki upplýst og sést
ekki þegar komið er myrkur. Að-
eins eru þar lítil blá skilti sem sýna
hring. Svo vita ökumenn ekkert
um gangbrautina og keyra mjög
hratt um hringtorgið eins og fyrr.
Nauðsynlegt er að láta ökumenn
vita af gangbrautinni svo að þeir
geti dregið úr hraða í tæka tíð, eins
og gert er í Noregi. Smástaurar eru
við veginn sem sýna gangandi
menn og sebralínur og fiarlægð frá
KjáUarinn
Eiríka A. Friðriksdóttir
hagfræðingur
„Eg var mjög ánægð að heyra að um-
ferðardeild borgarverkfræðings ætlaði
að leggja fyrir umferðarnefnd Reykja-
víkur tillögu um að endurmerkja
sebrabrautina yfir Skeiðarvog og það
var gert nokkrum dögum seinna.“
þegar rökkva tekur. Upplýsingar
um þessa slysahættu hefur Markús
Örn Antonsson fengið.
Ég var mjög ánægð að heyra að
umferðardeild borgarverkfræðings
ætlaði að leggja fyrir umferðar-
nefnd Reykjavíkur tiUögu um að
endurmerkja sebrabrautina yfir
Skeiðarvog og það var gert nokkr-
um dögum seinna. Nú eru sebra-
gangbrautinni.
Spurningin, sem ég velti fyrir
mér nýlega, var hvort hringtorg,
þar sem maður sem keyrir hring-
inn er í rétti, tekur öll réttindi frá
öðrum sem vilja reyndar bara fara
beint áfram. Við hringtorg við Suð-
urgötu/Hringbraut sá ég í öllum
áttum langa bílahala sem voru að
bíða miUi kl. 17 og 18.
„Hvenær var ákveðið að hafa hringtorg þar veit ég ekki.“
Eldri íbúar
Eldri íbúar við Gnoðarvog eru
einnig mjög ánægðir yfir að hafa
fengið sebrabrautir aftur. Það þýð-
ir töluverðan sparnað. í þessum
háhýsum eru oft litlar íbúðir fólks
sem á ibúð en verður annars að
lifa af elUlífeyrinum. Þetta vita
ýmsir verslunareigendur, þ.á m. í
Vogaver, sem gefur félagsmönnum
Félags eldri borgara 5% afslátt og
sendir tvisvar í viku ókeypis heim,
enda getur eldra fólkið ekki borið
mikið. Einnig er hægt að panta þar
símleiðis. Næsta verslun veitir
ekki afslátt og tekur 200 kr. fyrir
hverja heimsendingu. Ég reyndi að
reikna sparnað út og fann: ef ég
kaupi fyrir 2500 kr. á viku mat,
hreinlætisvörur o.fl. spara ég 125
kr. og ef ég fengi aðeins sent einu
sinni í viku er sparnaður í viku
325. Á einu ári væri því sparnaður
kr. 16.900.
Eiríka A. Friðriksdóttir
TT