Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991.
41
FóUc í fréttum
Öm Amþórsson
Örn Arnþórsson, skrifstpfustjóri líf-
eyrissjóða, er í landsliði íslands í
bridge sem hreppti heimsmeistara-
titilinn á fostudaginn var.
Starfsferill
Örn fæddist á Siglufirði 5.2.1945
og ólst þar upp í foreldrahúsum en
fóður sinn missti hann fimm ára að
aldri.
Örn fór átján ára til Finnlands og
lauk þar verslunarskólaprófi. Hann
starfaði síðan við sölumennsku hjá
heildsölufyrirtækinu G. Helgason
og Melsted í átta ár. Þá hóf hann
störf fyrir lífeyrissjóði verksmiðju-
fólks, matreiðslumanna, verkstjóra
og Sóknar og hefur verið þar skrif-
stofustjóri síðan.
Örn lærði bridge í foreldrahúsum
og var farinn að spila á mótum fyrir
Bridgefélag Siglufjarðar innan við
fermingu. Hann fór að spila bridge
hér í Reykjavík um 1967 og hefur
spilað með Guðlaugi frá 1973. Þeir
hafa spilað með landsliðinu á fjór-
um ólympíumótum, sex Evrópu-
mótum, tveimur Norðurlandamót-
um og á heimsmeistaramótinu nú.
Þeir urðu íslandsmeistarar í sveita-
keppni 1977,78,80,87 og 89 og ís-
landsmeistarar í tvímennings-
keppni 1976 og80.
Örn sat í stjórn Bridgefélags
Reykjavíkur í nokkur ár og var
varaformaður Bridgesambandsins í
nokkur ár.
Fjölskylda
Örn kvæntist 1969 Svanborgu
Dahlmann, f. 19.11.1943, starfs-
manni Flugleiða. Hún er dóttir Sig-
urðar Dahlmann, símstöðvarstjóra
á ísafirði, sem er íátinn, og Guðlaug-
ar Dahlmann húsmóður.
Örn og Svanborg eiga tvær dætur.
Þær eru Auður, f. 29.3.1970, há-
skólanemi, ogDagmar, f. 24.3.1975,
menntaskólanemi. Sonur Arnar frá
því áður er Klemens, f. 2.1.1968, við
fjölmiðlanám í Bandaríkjunum.
Systkini Arnar eru Björg, f. 18.9.
1932, húsfreyja að Breiðumýri í
Reykjadal i Þingeyjarsýslu, gift Sig-
tryggi Jósepssyni, b. þar, og Hörður,
f. 20.12.1939, starfsmaður hjá Svan
hf. í Reykjavík, kvæntur Grétu Guð-
mundsdóttur félagsfræðingi.
Foreldrar Arnar: Arnþór Jó-
hannsson, f. 7.3.1907, fórst með vél-
bátnum Helga við Vestmannaeyjar
7.1.1950, ogkonahans, Geirfríður
Jóelsdóttir, f. 5.9.1905, d. 8.8.1990,
húsmóðir.
Ætt
Arnþór var sonur Jóhanns, b. á
SelááÁrskógsströnd, Sigurðssonar,
b. á Selá, Gottskálkssonar, b. á Selá,
Sigfússonar, b. á Ytraholti og Hálsi,
Gottskálkssonar. Móðir Sigurðar
var Svanhildur Jónsdóttir, b. á
Stóru-Hámundarstöðum, Guð-
mundssonar, b. í Botni, Loftssonar,
b. í Teigi, Hallssonar.
Móðir Arnþórs var Björg Arn-
grímsdóttirmálara, Gíslasonar,
skálds í Skörðum, Gíslasonar. Móð-
ir Arngríms var Guðrún Guð-
mundsdóttir. Móðir Bjargar var
Þórunn, systir Petrínu, ömmu
Kristjáns Eldjárns. Þórunn var dótt-
ir Hjörleifs, prests á Völlum, Gutt-
ormssonar, prófasts á Hofi í Vopna-
íirði, Þorsteinssonar, bróður Berg-
ljótar, langömmu Páls, afa Hjörleifs
Guttormssonar alþingismanns.
Móðir Þórunnar var Guðlaug, systir
Önnu, langömmu Ragnars Hall-
dórssonar, stjórnarformanns ísals,
en bróðir Guðlaugar var Stefán, afi
Stefaníu Guðmundsdóttur leik-
Guölaugur R, Jóhannsson
Guðlaugur R. Jóhannsson, við-
skiptafræðingur og endurskoðandi,
er í landsliði Islendinga í bridge sem
vann heimsmeistaratitilinn á fóstu-
daginnvar.
Starfsferill
Guðlaugur fæddist í Reykjavík
25.8.1944 og ólst þar upp í foreldra-
húsum. Hann lauk stúdentsprófi frá
MR1964, lauk prófi í viðskiptafræði
við HÍ1970 og stundaði síðar nám í
endurskoðun sem hann lauk 1985.
Á skólaárunum var Guðlaugur á
síld á sumrin og starfaði hjá Lands-
virkjun. Eftir viðskiptafræðinámið
starfaði hann hjá Heildverslun Jó-
hanns Ólafssonar í fimm ár, síðan
hjá Flugleiðum í eitt ár og loks hjá
Hafskipi í fimm ár. Hann stundaði
síðan nám og starf hjá Endurskoðun
hf. en stofnaði síðan Endurskoðun-
arskrifstofu Guðlaugs sem hann
hefurrekiðsíðan.
Guðlaugur lærði að spila bridge í
foreldrahúsum. Hann hóf að spila
með Erni Arnþórssyni 1973 en þeir
hafa spilað með landsliði íslendinga
á fjórum ólympíumótum, sex Evr-
ópumótum, tveimur Norðurlanda-
mótum og á síðasta heimsmeistara-
móti. Guðlaugur hefur orðið ís-
landsmeistari í syeitakeppni 1977,
78,80,87 og 89 og íslandsmeistari í
tvímenningi 1976 og 80. Hann sat í
stjórn Bridgefélags Reykjavíkur í
tvöár.
Fjölskylda
Guðlaugurkvæntist25.8.1972
Berglindi Oddgeirsdóttur, f. 3.4.
1942, húsmóður en hún er dóttir
Oddgeirs Þ. Oddgeirssonar, bók-
haldara í Reykjavík, og Sigríðar
Eggertsdóttur frá Hafnarfirði, hús-
móður en þau eru bæði látin. Berg-
lind ólst upp hjá móðursystur sinni,
Hönnu Þórðardóttur.
Börn Guðlaugs og Berglindar eru
Sigríður, f. 29.8.1966, flugfreyja hjá
Flugleiðum; Hanna, f. 16.2.1968,
flugfreyja hjá Atlantsflugi; Jóhann,
f. 24.111976, nemi.
Systkini Guðlaugs eru Ármann
Jónsson, f. 27.8.1928, starfsmaður
hjá ísal, búsettur í Kópavogi, kvænt-
ur Margréti Einarsdóttur húsmóður
og eiga þau fjóra syni; Edda Jó-
hannsdóttir, f. 16.2.1932, húsmóðir
í Bandaríkjunum, gift Magnúsi
Magnússyni og á hún tvö böm.
Foreldrar Guðlaugs eru Jóhann
Guðlaugsson, f. 6.6.1906, fyrrv. iðn-
verkamaður í Reykjavík, og kona
hans, Sigríður Ingibergsdóttir, f.
31.5.1911, húsmóðir.
Ætt
Meðal fóðursystkina Guðlaugs:
Jensína húsfreyja; Ingibjörg hús:
freyj a; Guðlaug Þorgerður hús-
freyja; Guðríður húsfreyja; Jón,
fyrrv. forstjóri sælgætisgerðarinnar
Opal; Gísli í Steinstúni, faðir Gunn-
steins kaupfélagsstjóra og Guð-
laugs, formanns Stýrimannafélags
íslands. Jóhann er sonur Guðlaugs,
b. í Steinstúni á Ströndum, Jónsson-
ar, b. í Norðurfirði, Jónssonar, b. í
Ingólfsfirði, Helgasonar. Móðir Jóns
í Norðurfirði var Guðlaug Guð-
mundsdóttir. Móðir Guðlaugs var
Ingibjörg Gísladóttir, b. í Norður-
firði, Jónssonar, b. í Furufirði,
Gíslasonar. Móðir Ingibjargar var
Þorgerður, systir Venedíu,
langömmu Sverris Hermannssonar,
bankastjóra Landsbankans. Þor-
gerður var dóttir Jóhannesar, b. í
Kjós í Grunnavíkurhreppi, Þor-
valdssonar.
Móðir Jóhanns var Ingibjörg,
systir Vilhjálms, afa Jens Sumar-
liðasonar, yfirkennara í Breiðholts-
skóla og fyrrv. formanns íþrótta-
ráðs Akureyrar. Ingibjörg var dóttir
Jóhanns Gottfreðs, b. á Krossanesi,
Jónassonar, b. í Litlu-Ávík, Jóns-
sonar. Móðir Jóhanns Gottfreðs var
Jóhanna Gottfreðlína Jónsdóttir,
systir Óla Viborg, afa Jakobs Thor-
arensen skálds. Móðir Ingibjargar
var Guðríður Arngrímsdóttir frá
Krossanesi.
Örn Arnþórsson.
konu, móður Önnu Borg leikkonu.
Guðlaug var dóttir Björns, prests á
Kirkjubæ, Vigfússonar og Önnu
Stefánsdóttur Scheving.
Geirfríður er dóttir Jóels, sjó-
manns á Húsavík, Magnússonar, á
Þönglabakka, Jóakimssonar. Móðir
Geirfríðar var Friðrika Þorgríms-
dóttir, b. á Nesi í Aðaldal, Péturs-
sonar, b. á Stórulaugum, Jónssonar.
Móðir Þorgríms var Kristín Hrólfs-
dóttir, b. á Minniökrum í Skaga-
firði, Hrólfssonar. Móðir Friðriku
var Gurðún Kristjánsdóttir Halls-
sonar.
Guðlaugur R. Jóhannsson.
Meðal móðursystkina Guðlaugs:
Páll, skipstjóri aflakóngur í Vest-
mannaeyjum; Júlíus, vélstjóri og
útgerðarmaður í Eyjum; Hannes,
lengst af íþróttakennari við Mela-
skólann; Olafur sjómaður í Eyjum.
Sigríður er dóttir Ingibergs, sjó-
manns í Vestmannaeyjum (Bergs í
Hjálmholti), bróður Sigurhans hjá
ísaga og Gests pípulagningarmeist-
ara. Ingibergur var sonur Hannes-
ar, b. í Bollastaðakoti í Flóa, Sig-
urössonar. Móðir Ingibergs var Sig-
ríður Hansdóttir. Móðir Sigríðar var
Guðjónía Pálsdóttir Sigurðssonar.
Afmæli
Gunnar Maríusson
Til hamingju með
afmælið 16. október
Gunnar Maríusson, fyrrv. bóndi og
sjómaður, Árgötu 8, Húsavík, verð-
ur áttatíu og fimm ára á morgun.
Fjölskylda
Gúnnar er fæddur á Húsavík og
ólst þar upp. Hann fékkst við sjó-
mennsku og reri m.a. á mótorbátn-
um Agli sem hann átti í félagi við
bræður sína. Gunnar fékkst einnig
við fjárbúskap og stundaði hann á
BakkaáTíörnesi.
Gunnar kvæntist 11.9.1931 Elínu
Jónsdóttur, f. 11.9.1911, d. 19.12.1990,
en foreldrar hennar voru Jón Gunn-
arsson og Sigurhanna Sörensdóttir.
Börn Gunnars og Elínar: Sigur-
hanna, húsmóðir á Læk, maki Jón
Hjartarson; Jón Bergmann, sjóm. á
Húsavík, maki Guðrún Mánadóttir;
Helga, fiskverkunark. á Húsavík,
maki Siguróli Jakobsson; Hlaðgerð-
ur, starfsm. á sjúkrahúsi Húsavík-
ur, maki Gunnar Halldórsson;
Björg, verslunarm., maki Ingvar
Hólmgeirsson; Maríus, sjómaður,
maki Erla Jóhannsdóttir; Matthild-
ur, b. á Prestshvammi, maki Gunn-
steinn Sæþórsson; Sigurlaugbanka-
starfsm., maki Davíð Eyrbekk; Vig-
dís skrifstofum., maki Guðmundur
Bjamason; Inga Kristín, starfsm.
sjúkrahúsi Húsavíkur, maki, Bald-
vin Jónsson; Benedikt, verslunarm.,
maki Guðbjörg Bjarnadóttir; Há-
kon, b. að Árbótí Aðaldal, maki
Snæfríður Njálsdóttir.
Bræður Gunnars, sem voru 5, eru
allir látnir. Þeir hétu Héðinn, Þrá-
inn, Þorgrímur, Hákon og Benedikt.
Gunnar Maríusson.
Foreldrar Gunnars voru Maríus
Benediktsson, f. 1865, d. 1947, sjóm.
á Húsavík og Helga Þorgrímsdóttir,
f. 1871, d. 1960, en þau bjuggu lengst
afáÁrgötu8.
Gunnar tekur á móti gestum á
heimili sínu á afmælisdaginn frá kl.
15.
80 ára
Sigurlín Guðmundsdóttir,
Austurbergi 28, Reykjavík.
Svanlivít Guðmundsdóttir,
Skothúsvegi 15, Reykjavík.
75 ára____________________
Ástfinna Pálsdóttir,
Eyrargötu22, Siglufirði.
Þórður G. Jónsson,
Miðfelli 2b, Hrunamamiahreppi.
Gunnmar Örum Nieisen,
Hjarðarhaga 19, Reykjavík.
70ára
Suðurhvammi 4, Hafnarfirði.
Helga Henrysdóttir,
Minni-Grindli, Haganeshreppi.
Védís Bjarnadóttir,
Höfðabrekku 14, Húsavík.
50 ára
Helgi Ágústsson,
ísl. sendiráðinu, Englandi.
Þorsteinn Bjarnason,
Hjaröarholti 7, Selfossi.
Hann tekur á móti gestum í golf-
skála Golíklúbbs Selfoss nk. laug-
ardag kl. 20.
MeihuaXi,
Fálkagötu 7, Reykjavík.
BáraÓIaf'sdóttir,
Ásbraut 5, Kópavogi.
Filippía Kristj ánsdóttir
Filippía Kristjánsdóttir húsmóðir,
Efstahjalla 21, Kópavogi, er sjötug í
dag.
Fjölskylda
Filippía er fædd á Flateyri við
Önundarfjörð og ólst þar upp. Hún
bjó þar til ársins 1970 er fjölskyldan
fluttist í Kópavoginn.
Filippía giftist 16.10.1942 Einari
Jóhannessyni, f. 23.6. 1923, d. 5.5.
1988, vélstjóra. Foreldrar hans: Jó-
hannes Gunnlaugsson og Málfríður
Sigurðardóttir en þau stunduðu bú-
skap að Hlíð í Álftafirði.
Börn Filippíu: Ásbjörg, Agnes,
Erna, Kristján, Jóhannes og Reynir.
Filippía er að heiman á afmælis-
daginn.
Filippía Kristjánsdóttir.
Tómas H. Jónsson,
Reykjamörk 1, Hveragerðishreppi.
Halldór Haraldsson,
Starraýri 23, Neskaupstað.
60 ára
Guðmundur Halldórsson,
Haga, Holtahreppi.
BjörnEiríksson,
Mávahlíð 36, Reykjavík.
Ingvar Kárason,
Árlandi, Ljósavatnshreppi.
Sveinsína Frímannsdóttir,
Heiðarbraut3b, Keflavík.
Sveinberg Hannesson,
40ára
Ragiihildur Freyja Sverrisdóttir,
Bæjargili 11, Garðabæ.
Sigurður Valtýsson,
Reynimel 72, Reykjavík.
Valborg María Stefánsdóttk,
Ægisgötu 7, Árskógshreppi.
Hrönn Guðmundsdóttir,
Barmahlið 21, Reykjavík.
Jónas Hallgríms Jónasson,
Sigluvogi 15, Reykjavík.
Eiður Arnarson,
Fagrahvammi 3, Hafnarfirði.
Helga Guðsteinsdóttir,
Lambhaga 6, Bessastaöahreppi.