Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Qupperneq 26
42
MIÐVIKÚD'AGUR 16. OKTÓBER 1091:
Meiming_________________________
Stórkostlegar viðtökur í
New York komu á óvart
- segir Helgi Tómasson sem hefur leitt San Francisco Ballet á toppinn:
Helgi sést hér stjórna æfingu í New York stuttu áður en sýning hófst.
DV-mynd Anna
Anna Theódóra Pálmadótir, New York:
San Francisco-ballettinn stendur
nú á hátindi frægðar sinnar. Flokk-
urinn, sem lotið hefur listrænni
stjórn Helga Tómassonar síðan 1985,
er í sínu besta formi í 58 ára sögu
hans. Og þar á Helgi stærstan hlut
að máli. Hann hefur valið og mótað
nánast alla þá 68 dansara sem með
flokknum starfa, en auk þess kennt
áhorfendum að meta góðan ballett
og skal ekki dregið úr mikilvægi
þess. Með Helga þykir hafa orðið
áherslubreyting í átt aö mikilvægi
einstakra dansara. Sjálfur sér hann
að mestu leyti um þjálfun og þannig
fær hann fram það sem honum sýn-
ist nauðsynlegt. Afraksturinn birtist
í hæfileikaríkum, vel þjálfuðum
flokki listdansara. Það sem einkenn-
ir stíl Helga öðru fremur er áhersla
á tæran klássískan ballett, næm til-
fmning fyrir tónlist og dansgleði.
Fyrstu vikuna í október sýndi San
Francisco-ballettinn hstir sínar í
New York, háborg menningar í
Bandaríkjunum. Koma flokksins og
tilþrif vöktu gífurlega athygli og
hlutú mikla og jákvæða umfjöllun í
fjölmiðlum. í New York Times kom
meðal annars fram „að endurfæðing
San Francisco-ballettsins undir
stjórn Helga Tómassonar væri meðal
athyghsverðustu viðburða í amer-
ísku listalífi".
Fylgst með undirbúningi
Það var spennuþrungið loftið,
blandið ánægju með vel heppnaða
sýningarferð, á æfingu flokksins,
tveimur klukkustundum fyrir loka-
sýninguna í City Center leikhúsinu.
Dansaramir, hver í sínum hugar-
heimi, hituðu upp og liðkuðu grann-
an og stæltan líkamann. Einbeiting
og sjálfsagi skein út úr andlitinu. Og
það dró nær komu stjórnandans.
Hún var Helga heldur ógreiðfær
leiðin inn í æfingasahnn. Fjölmiðla-
fólk, dansarar að sækja um vinnu
og fleiri utanaðkomandi vildu ólmir
ná tah af honum. Hann lét sem von-
legt er ekki trufla sig við starfið og
aht beið þetta loka æfmgarinnar.
Það var síst minna hrífandi að
horfa á æfinguna en sjálfa sýninguna
sem fylgdi í kjölfarið. Teygjur, hopp,
snúningar og dans, allt í takt við
klassíska tóna píanóleikarans. Ekk-
ert gefið eftir og þó var þetta bara
undirbúningurinn. Svona var haldið
áfram í rúma klukkustund og Helgi
fylgdist grannt með hverjum og ein-
um, sýndi og leiðbeindi eftir því sem
viö átti.
„Það kemur mér á óvart hvað við-
tökurnar hér í New York hafa veriö
stórkostlegar," sagði Helgi í samtah
við DV að æfingu lokinni. „Ég vissi
að vel yrði tekið á móti okkur og að
flokkurinn myndi sigra en öll þessi
góða umfjöllun er framar vonum. Ég
tók við flokki sem nánast var óþekkt-
ur; óþekktir dansarar og verkefni að
mestu eftir óþekkta danshöfunda. Ég
hrinti í framkvæmd miklum breyt-
ingum og nú erum við sögð vera einn
albesti listdansflokkur Bandaríkj-
anna. Og það af borg sem er vön að
sjá ekkert nema hið besta, hvort sem
er í hljómlist, dansi eða leiklist."
Gífurlega mikið starf
Helgi átti tuttugu og fjögurra ára
stórfenglegan dansferh í New York
og var lengi meðal þeirra allra bestu
á því sviði. „Ég var aðaldansari í
fimmtán ár en þegar ég dansaði sjálf-
ur þá hvarflaði aldrei að mér að
verða stjórnandi dansflokks. Dans-
arar hafa nóg með að hugsa um sjálfa
sig og dansinn. Ég var því ekki að
horfa á og undirbúa mig fyrir þetta
starf, enda er það í rauninni ekki
hægt. Þetta er ólýsanlega mikið starf
og enginn getur skilið það fullkom-
lega nema sá sem hefur gengið í
gegnum það. Sérstaklega ef sá hinn
sami semur ballett á sama tíma eins
og ég geri. En það er alveg merkilegt
hvað reynsla mín hjá New York
City-ballettinum hefur komið sér
vel.“
Helgi er þegar viðurkenndur sem
klassískur danshöfundur og að-
spurður um áhrif sagði hann að í
fyrstu hefði mátt greina stílseinkenni
frá George Balanchine og Jerome
Robbins, sem hann starfaði mikið
með í New York, en með tímanum
hefði hann fundið og skapað eigin
sth.
En hvar skyldi Helgi finna sig best:
í starfi listdansstjóra, danshöfundar
eða dansara? „Ekkert í einu öðru
fremur. Þetta er svo óhkt; sem dans-
ari einbeitir maður sér að hverri sýn-
ingu fyrir sig en fyrir danshöfund er
verkið miklu varanlegra. Að hafa
efni í að semja dansa sem og að
stjórna dansflokki er gjöf sem ekki
er mörgum gefin.“
Ballett á íslandi
Eins og margir muna sótti San
Francisco-ballettinn okkur íslend-
inga heim á hstahátíð í fyrra. „Döns-
urunum fannst ekki síður varið í það
en sjálfum mér. Ferðin var í alla staði
mjög vel heppnuð og undirtektirnar
heima voru sérlega góðar.“
íslenski dansflokkurinn stendur
nú á tímamótum og vitanlega hefur
Helgi haft spumir af sviptingum sem
þar hafa átt sér stað. En er einhver
rekstrarháttur sem hann telur henta
best litlum flokki með svo takmark-
aðan áhugahóp sem íslenski dans-
flokkurinn?
„Því miður er mjög erfitt fyrir mig
að ráðleggja nokkuð héðan, ég er svo
allt öðru vanur. Það er eins og dans-
flokkurinn þurfi að finna sjálfan sig
áður en eitthvað gerist. Mér fmnst
þó að annaðhvort þurfi að styrkja
dansflokkinn og gefa honum tæki-
færi til að dansa eða ekki. Það er
ekki hægt að gera neitt meö smáaur-
um einum.
Ég er nýbúinn að skrifa undir
samning til þriggja ára í starfi mínu
hjá San-Francisco-ballettinum og
veit ekki hvað við tekur að þeim tíma
liðnum. Ég er mjög ánægður með
þann árangur sem ég hef náð með
flokknum og myndi ekki gera ríeitt á
annan veg þó að ég fengi tækifæri til
að byrja upp á nýtt.“
Og Helgi Tómasson var þotinn,
enda ekki nema tæplega hálf klukku-
stund í sýningu. Honum hefur sann-
arlega tekist aö miðla reynslu sinni
og þekkingu til listdansara vestan
hafs.
Svíar hrif nir af Skjaldhömrum
Fyrir stuttu var frumsýnt í Lans-
teatem í Örebro hið sívinsæla leikrit
Skjaldhamrar eftir Jónas Árnason.
Leikrit þetta, sem fyrst var frumsýnt
í Iðnó á vegum Leikfélags Reykjavík-
ur, hefur síöan verið sýnt af fjölda-
mörgum áhugaleikfélögum víðs veg-
ar um land, auk þess sem það hefur
verið leikið á Norðurlöndum og á
írlandi.
Sýningin í Örebro þótti takast sér-
staklega vel og fjölluðu stór blöð um
hana og voru óspör á lofsyrðin eins
og sjá má á eftirfarandi þýðingum
úr þremur blöðum.
í NWT segir í fyrirsögn: Áttu skilið
að staðið var upp fyrir þeim. í textan-
um segir meðal annars: „Lánsteatern
í Örebro hefur ekki bara tekist vel
með val á leikriti heldur stóðu leikar-
amir sig frábærlega. Þeir áttu sann-
arlega skihð lófatak áhorfenda sem
risu úr sætum sínum. Kona nokkur
meðal áhorfenda sagði á leiðinni út:
„Þetta er leikhús!" Ég er sammála
henni.“
Katrineholmskuriren segir í fyrir-
sögn að Skjaldhamrar séu meistara-
stykki: „Jónas Árnason er augsýni-
lega mikilhæfur rithöfundur. Það er
meistarastykki að koma fyrir mörg-
um myndum hinnar fínu kómedíu í
einni sviðsmynd, farsa án þess að
hann fari út í öfgar, skopstælingu án
þess að fara yfir markið, fágaðri erót-
ík, raunverulegri hetjudáð, sögu án
endis, hvorki hamingjusamlegs né
sorglegs, sögu eins og lífið venjulega
er.“
Fyrirsögnin í KT er: Lítil perla í
stórkostlegri mngjörð. Og í textanum
segir: Sköldhammaren er leikrit þar
sem gætir margra stemningsmynda.
Húmorinn kraumar ahan tímann
undir og gýs stundum upp eins og
goshver. Einnig gætir trega og ang-
urværðar. Leikritið hefur chaplinsk-
an tón og þaö er sko ekki slæmt.
-HK
Eins og sjá má af þessum úrklippum eru Svíar hrifnir af Skjaldhömrum.
KULTUR
Tisdsg 17 —plwnber 1891
- Láasteaterns Sköldhammaren -
Párla i överdádig infattning
T—---------NWT - mándag 16 scptcmbcr 1991
stáende ovationema
■-- 'Á* 17 Mh *
)7c öldhammoren
- ett masterstycke
. «*■.*-jaSSt -SSEÍ
,komul och lympa-
t,nan. Spionen. Pfr
/ en Iflm jom frani-
Buiani och humor
]>f Sionc, Gunnar
Jmoibilden lill fyr-
fúWif kmmelor ffl-
n fördomar moi
mlniUifhet.
i 19^1- E"8l!,"d llV oy«kU«' 1,enn<íí "U un
era,lslandlörmi.-
jct liksom unionilanoe*
lark föll i tyjkariias Wtn-
triunnienhadcdelbc-
,t under de»»
^dcgar, och del df. mxu
ala* USA *»"de tv»f
«r för aú övertn (ötsva-
f£ií.Mcn-USN«vylV
víerkUM- Och a« henn«
fcmniv* vidn överlrlto^
maiorcn lr *>»■■■ ,nl)i
mss
~r. \ Í.VTEATER
a»2ríaft“'
(kande slut
m berliiat Ir bi-
>Inn*nde. Sluiet
jovfntai och fer
,velie tack vare .f'
V* tenomtlnkta Jl
/iceneni dekor V
/rut och fav dl | i
^ck. detta /Br-
írebro har inte I ^
med tin pjju.
. wmipeli och
DV
LífróðurÁrna
Tryggvasonar
Þær bækur sem vekja oftast
mesta forvitni hjá almenningi í
jólabókaflóðinu eru ævisögur og
viðtalsbækur ýmiss konar. Meðal
ævisagna í ár, sem örugglega eiga
eftir að vekja athygi, er Lífróður
eftirlngólfMargeirssom. Þar seg-
ir frá ævi hins þekkta leikara,
Áma Tryggvasonar. Eftir að
harrn hætti að mestu að koma
fram á sviði tók hann til við uppá-
haldsiðju sína, útgerð á smábát
frá Hrísey, en í Hrísey byrjar ein-
mitt bókin. Segir Árni frá æsku
sinni þar og hvernig eyjan mótaði
hann sem bam og ungling. Leiðin
lá síðan til Reykjavíkur þar sem
hann gerðist leikari en sú leið var
grýtt þótt um síðir yrði hann einn
ástsælasti gamanleikari þjóðar-
innar. En það kostaði sitt að vera
vinsæll leikari og í bókinni segir
Árni einnig frá hvernig frægðin
og hin ytri ímynd varö honum
Qötur um fót og færði hann sí-
fellt nær sínu innsta eðli, þrá og
lífsfyllingu.
Þorri Hringsson
sýmr i
Amsterdam
Þorri Hringsson listmálarí mun
26. október opna einkasýningu í
Galerie Van Rooy, einu af virtari
listhúsum Amsterdamborgar.
Þar mun hann sýna olíumálverk
og teikningar sem unnar eru á
þessu ári. Þetta er önnur sýning
Þorra í galleríi þessu en fyrir
tæpu ári var hann með sýningu
þar sem fékk góða dóma og um-
fjöllun í stærsta dagblaði Hol-
lands. Þorri, sem fæddur er 1966,
stundaði nám við Myndlista- og
handíðaskólann. Síðastliðin tvö
ár hefur hann verið í Jan Van
Eyck akademíunni í Maastricht í
Hollandi. Sýning Þorra mun
standa í fjórar vikur.
Gleðispilið
kynntífram-
haldsskólum
Leikstjóri og nokkrir leikarar
úr Gleðispilinu eftir Kjartan
Ragnarsson, þau Sigurður Sigur-
jónsson, Öm Árnason, Ólafía
Hrönn Jónsdóttir og Sigurður
Skúlason, hafa að undanfómu
heimsótt framhaldsskóla, kynnt
verkið fyrir nemendum og leikið
stutt atriði úr' leikritinu. Ráðgert
er að halda þessum kynningum
áfram. Nemendur eða kennarar
framhaldsskóla, sem áhuga hafa
á þessari þjónustu, geta haft sam-
band við skrifstofu Þjóðleikhúss-
ins óski þeir eftir að verkið verði
kynnt 1 skóla þeirra. Þess má geta
aö Gleðispilið er væntanlegt á
bók fljótlega. -
Þorsteinnfær
útgefnaskáM-
sögu í Bretlandi
Anna Hildux Híldibrandsdóttir, london:
Um næstu mánaðamót er vænt-
anleg skáldsagan The Paperking
Subjects á markaðinn í Bret-
landi. Þetta þætti ekki merkileg
frétt ef höfundurinn væri ekki
Þorsteinn Eggertssón sem betur
er þekktur á Fróni sem dægur-
lagatextahöfundur en rithöfund-
ur. Þorsteinn skrifaöí skáldsögu
sína á ensku og kom sér sjálfur á
framfæri viö breska útgáfufyrir-
tækið Excalibur Press sem sá
ástæðu til að gefa bókina út. Peter
Bigby, útgáfustjóri hjá Excahbur
Press í London, tjáði blaðamanni
að Þorsteinn yrði viðstaddur út-
komu bókarinnar í byrjun nóv-
ember.