Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Side 28
44 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991. Menning Ný sál að Álafossi - sýning Hauks Dórs og Tolla Oft er því slegið fram að gömul hús hafi sál. Fólk hefur þá gjarnan í huga hlýlega panelklædda burstabæi en varla steinsteyptar og hráslagalegar verksmiðjubyggingar. Það verður þó ekki vikist undan því þessa dagana að íhuga stundarkorn sálarhugtakið þegar gengið er inn um gætt gömlu Álafossverksmiðj- unnar við Varmá í Mossfellsbæ. Þar hefur nefnilega átt sér stað innri hreinsun undanfarna mánuði - og það svo rækileg að húsið er vart þekkjanlegt að innan- verðu. Undirritaður átti þarna stutt innlit í maímán- uði en á þessum örfáu mánuðum hafa listamennirnir Þorlákur Kristinsson (Tolli) og Haukur Dór innréttað og rafvætt hvor sína hæðina og Magnús Kjartansson er kominn á veg með þá þriðju. verða þá virðist sálin á staðnum í þessu tilviki vera fólgin í atorku listamannann.a sjálfra. Hér hefðu sér- pantaðar og sótthreinsaðar marmaraflísar ekki búið til jafnheillandi umhverfi og það sem nú er að mynd- ast í gömlu klæðaverksmiöjunni. Hratt og kyrrt Tolli er nú litaglaðari en oft áður og af eðlilegum ástæðum hefur sveitin og sauðajarmurinn nú fengið tilhlýðilegan sess í list hans, þó sjávarsíðan haldi sín- Myndlist Að skapa sál Tveir hinir fyrsttöldu halda nú sjálfum sér og öðrum listunnendum sýningu á þessum sérstæðu vinnustof- um. Reyndar settu verk Magnúsar sterkan svip á and- dyrið þegar ég kom þar nýverið en það er sjálfsagt breytingum undirorpið eins og sýningar þeirra Tolla og Hauks Dórs. Það má teljast þrekvirki að breyta húsnæði sem þessu í vel boðlega sýningarsah á aðeins örfáum mánuöum. Og ekki spillir að hafa Varmána niðandi fyrir utan. Þar virðist upplagt að hafa sölutorg eða aðstööu fyrir smáverkstæði. Reyndar er komið þarna eitt glerverkstæði. Hvað sem annars á eftir að Tolli og Haukur Dór láta fara vel um sig i gömlu Álafossverksmiðjunni i Mosfellsbæ með listaverk í forgrunni og bakgrunni. DV-mynd BG Ólafur Engilbertsson um kvóta samt sem áður. Tolli hefur gert víðreist á undanfórnum árum; sýnt t.a.m. í Kóreu, víða á Norð- urlöndum, á Neskaupstað og á ísafirði. Þegar hann hefur nú gert sér áningarstað í Mosfellssveitinni er e.t.v. rétti tíminn til að líta yfir sviðið. Þegar vel er að gáð má sjá að tveggja ólíkra en þó ekki ósættan- legra tilhneiginga gætir hjá Tolla; hann málar annars vegar hraðar myndir og hins vegar kyrrar. Hröðu myndirnar eru gjarnan tengdar sjónum og hinum óhömdu náttúruöílum s.s. Hratt flýgur stund, í stríð- um straumi og Fuglinn í fjörunni. Sumar þessara olíu- mynda á striga nálgast ískyggilega óhlutbundna múr- inn og sverja sig núorðið næstum í ætt við Svavar (t.d. Sagnanökkvinn). Kyrru myndirnar eru fremur tengd- ar sveitalífinu; s.s. Upphaf sögunnar og Undir jökul- himni. Þar er teikningin stærri þáttur sem og ævintýr- ið - sagan. Þessi síðarnefndi þáttur er líklega nýrri í list Tolla - gæti þó sem best verið uppvakningur. 01- íukrítarmyndirnar og þrykkin eru svo annar hand- leggur og virka fremur sem æfingar á undirritaðan. Tættogtogað Haukur Dór hefur breytilegri sýningu sem ber meiri svip vinnustofusýningar en sú á neðri hæðinni. Þegar undirritaðan bar að garði var mikið af steinprentum á borðum auk olíumálverka á veggjum salarins. Ýms- ir munir ættaðir frá Afríku juku og á helgi staðarins. Fólkið hans Hauks er enn sem fyrr tætt og togað og oft ekki heiglum hent að gera sér grein fyrir hvort þarna sé um persónur að ræða eður ei. En í því er e.t.v. galdur Hauks Dórs fólginn; teikningin er þunga- miðjan og þanþol líkamans á léreftinu. Stundum fer listamaðurinn kannski óþarflega mikið út í fingraæf- ingar á kostnað innihalds en í heildina má segja að um skemmtilega þróun sé að ræða. Steinprentin þóttu mér þó sannast að segja forvitnilegust. Má vera vegna þess að þar nýtur handverksmaðurinn og teiknarinn Haukur Dór sín til fullnustu. Þar hefur hann tækni til að sigrast á - rétt eins og persónurnar sem hann málar. Nú fara að verða síðustu forvöð aö líta á þessar sýn- ingar - þeim lýkur nk. sunnudag. En vonandi getum við haldiö áfram að fylgjast með framgangi listanna við 'farmá. Andlát Kristján Steingrímsson, fyrrverandi bifreiðarstjóri, áður Álfaskeiði 40, Hafnarfirði, lést 15. október á hjúkr- unarheimilinu Sólvangi. Kolbeinn ögmundsson, Reykjavík- urvegi 50, Hafnarfirði, lést á Land- spítalanum þann 14. október. Kolbrún Ámundadóttir lést 13. okt- óber. Jarðarfarir Ragnar Arnar Hjaltason, Skála, Fær- eyjum, sem lést 9. október sl., var jarðsettur 13. þessa mánaðar. Benedikt Bjarnason, fyrrverandi vörubílstjóri og starfsmaður Borgar- spítalans, Háaleitisbraut 39, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17, október kl. 13.30. Jóhannes Guðmundsson vélstjóri, Heiðarási 10, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. október kl. 15. Pálmi Helgi Ágústsson kennari, Hringbraut 69, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfj arðarkirkj u fimmtudaginn 17. október kl. 13.30. Elín Klara Valdimarsdóttir Bender verður jarðsett frá Fossvogskapellu í dag, 16. október, kl. 13.30. r i na»ta soluslna • Askriftarslmi 62-60-10 Tilkyrmiiigar Veiðimenn Þar sem veiöitimi á rjúpu hófst 15. októ- ber telur Náttúruvemdarráö nauösyn- legt að minna veiöimenn á að veiðar em bannaöar á eftirtöldum friðlýstum svæö-' um: Þjóðgarðar: Jökulsárgljúfur, Skafta- fell og Þingvelbr. Friðlönd: Herdísarvík, Herðubreiðarfriöland, . Hornstrandir, Hvannaiindir, Kringilsárrani, Þjórsáver, Búðahraun, Flatey, Geitland, Húsafell- skógur, Lónsöræfi og Vatnsfjörður. Fólk- vangar: Fólkvangur Neskaupstaðar, Hólmanes. Veiðimenn em hvattir til að virða lög um fuglaveiðar og fuglafriðun svo og reglur friðlýstra svæða. Fræðslukvöld í Bústaðakirkju Fimmtudaginn 17. október veröur fræðslukvöld í Bústaðakirkju kl. 20.30 á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis vestra. Fyrirlesari: Sr. Heimir Steinsson útvarpsstjóri. Flutt verður létt og góð tónlist undir stjóm Guðna Þ. Guðmunds- sonar. Eftir stundina í kirkjunni verður molasopi í safnaðarbeimilinu og þar gefst tækifæri á að koma með fyrirspurnir til fyrirlesarans. Efni kvöldsins er: Sérkenni kristinnar trúar. Félag eldri borgara Félagið fyrirhugar ferð á Selfoss 26. okt- óber. Upplýsingar á skrifstofunni. Djasskvöld á Hótel Sögu Fimmtudagskvöldið 17. október verður djasskvöld á Hótel Sögu. Fyrst í Skrúði frá kl. 22-23 og síðan á Mímisbar frá kl. 23-0.30. Djasskvartett Jónasar Þóris leik- ur, hann skipa Stefán S. Stefánsson á saxófón, Gunnar Hrafnsson kontrabassi, Einar Valur Scheving trommur og Jónas Þórir á píanó. Einsöngvari verður James Olsen. Flutt verða létt og gömul djasslög eftir Ellington, Jón Múla og fleiri. Erindi um beitarrannsóknir Fimmtudaginn 17. októberkl. lOf.h. held- ur Dr. Robert W. Mayes erindi i fundar- sal Rannsóknarstofnunar landbúnaðar- ins á Keldnaholti sem hann nefnir „The use of synthetic and plant wax hydrocar- bons in nutritional and grazing studies". Erindið verður á ensku. Dr. Robert W. Mayes starfar við Macaulay Land Use Research Institute í Skotlandi. Hann er þekktur víða um heim vegna rannsókna sinna á aðferðafræði við næringafræði og beititilraunir. Allt áhugafólk er vel- komið á fyrirlesturinn. Bridge Bridgefélag Sauðárkróks Nú er lokiö barómeterkeppni félags- ins. Efstu pör uröu: 1. Ólafur Jónsson - Steinar Jónsson.............81 stig. 2. Kristján Blöndal - Gunnar Þórðarson......60 stig. 3. Jónas Birgisson - Jón S. Tryggvason...........35 stig. 4. Sigurgeir Angantýss. - Birgir Rafnsson.............27 stig. Næsta mánudagskvöld veröur spil- aður eins kvölds tvímenningur með forgjöf. Námskeið Námskeið um fjölskylduna Norski fjölskylduráðgjafinn Eivind Frö- en dvelur hér á landi þessa dagana og kennir á námskeiðum um hjónabandið á vegum Fjölskyldufræðslunnar. Hann hefur komið margoft til íslands og m.a. Myndgáta Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn. Lausngátu nr. 155: Prófsteinn kennt á slíkum námskeiðum, bæði í Reykjavík og úti á landi. Hér er um tveggja kvölda námskeið að ræða, þrjá fyrirlestra hvort kvöld. Aðalefnið er um samskipti hjóna og er í því sambandi fjall- að um tjáskipti, að mæta þörfum hvort annars, kynlifið o.fl. Kennslan fer fram á norsku en er túlkuð jafnóðum á ís- lensku. Næstu námskeiö verða 16.-17. okt. í Slysavarnahúsinu á Eskifirði og 21. og 22. okt. í safnaðarsal Bústaðakirkju í Reykjavík. Námskeiðsgjald er kr. 1500 á mann og eru veitingar innifaldar. Skrán- ing á námskeiðið í Reykjavík fer fram í Bústaðakirkju í sima 37801, á skrifstofu Kristilegs félags heilbrigðisstétta í síma 14327 og á skrifstofu Fjölskyldufræðsl- unnar, Bergstaðastræti lOa, í síma 27460. Tóiúeikar Afrísk tónlist á Hótel íslandi Manu Dibango & Soul Makossa Gang koma fram á tónleikum á Hótel íslandi í kvöld, 16. október. Manu Dibango hefur skapað sér nafn sem leiðandi Ustamaður í afrískri tónhstarsögu. Ásamt Miriam Makeba (S-Afríku) og Fela Kuti (Nígeríu) hefur Mau Dibango verið brautryöjandi í kynningu afrískrar tónhstar fyrir popp og djassheimi Vesturianda. Þar koma einnig fram Kvartett Sigurðar Flosason- ar og hinn íslenski rímnasmiður Svein- bjöm Beinteinsson aUsheriargoði. Inferno 5 áTveimur vinum í kvöld, fimmtudagskvöld, verða tónleik- ar með Infemo 5 á Tveimur vinum. Hljómsveitina skipa; Ómar Stefánsson, Indriði Einarsson, Öm Ingólfs, Jóhann Richards, Oskar Thorarensen og Guðjón Rudolf. Hljómsveitin flytur eigið efni og öll umgjörð tónleikanna er sérstök og má þar nefna kvikmyndir og slidesmynd- ir sem er varpað á sviðiö á meðan tónleik- arnir standa. Lifandi músík á N 1 bar ---- — Opið í kvöld, fimmtudagskvöld. Happy hour milli kl. 19 og 21. Pétur úr Bless syngur og hljómsveitin Út úr blánum kemur fram. Fundir ITC deildin Gerður Fundur í kvöld, miðvikudag, kl. 20.30 í Kirkjuhvoli, Garðabæ. Gestir velkomnir. Upplýsingar gefur Edda í síma 656764. ITCdeildin Korpa, Mosfellsbæ, heldur fund í Safnaðarheimilinu i kvöld kl. 20 stundvíslega. Fluttar verða kynn- ingarræður nýrra aðila. Nánari upplýs- ingar gefa: Helga, s. 666457, og Fanney, S. 679328. Digranesprestakall Kirkufélagsfundur verður í safnaðar- heimilinu, Bjamhólastíg 26, fimmtudag- inn 17. október kl. 20.30. Sumarferðalagið rifjað upp og María Einarsdóttir sýnir myndir frá Róm. Kafiiveitingar. Fundin- um lýkur á helgistund. Rannsóknarstofa í kvennafræðum Háskóla íslands í dag 16. október mun Unnur Dís Skapta- dóttir ræða um rannsóknir sínar á kon- um í sjávarþorpum á hádegisverðarfundi í Odda, stofu 202, kl. 12-13. Allt áhugafólk um kvennarannsóknir velkomið. Tapaðfundið Töskur týndust við Kleifarvatn Tvær töskur hurfu við Kleifarvatn mánudaginn 14. október sl. um ki. 18. í töskunum var dúnúlpa og skór. Þeir sem geta gefið upplýsingar, vinsamlegast hringi í síma 91-46816 eða hafi samband við Lögregluna í Hafnarfirði. Plastskúffa af pickup tapaðist Svört plastskúfia af pickup bíl tapaðist á miðvikudaginn sl. á leið frá Laugarási í Garðabæ. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 656300.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.