Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1991, Side 32
Frjálst,óháð dagblað Fyrsti skiptafundurmn: Kröf ur í íslax hf. nema nú 230milljónum Lýstar kröí'ur í fiskeldisstööina aö selja fasteignir þess á uppboði. Hvaö varöar stööina á Nauteyrí þá íslax hf. neraa nú saratals 230 millj- Er stefnt að þvi að ljúka þeirri sölu varð hún fyrir miklum skemmdum ónum króna. Byggöastofnun er fyrir áramóL í óveöri á dögunum þannig að um stærsti kröfuhafmn með 120 millj- Nokkrir þeirra athafnamanna á 40 tonn af fiski sluppu. Ból sf. hefur ónir. Næststærsti kröfuhafinn er Vestíjörðum sem áttu íslax hf. þástöðáleiguframaðáramótum. Landsbankinn með rúmar 50 millj- stofhuðu nýtt fyrirtæki, Ból sf. Þaö Forgangskröfur í þrotabúið nema ónir króna. keypti allan fiskinn af þrotabúinu. um 7 milljónum króna. Sagði Fyrsti skiptafundur þrotabúsins Síðan tók Ból sf. aðstöðu þess á Sveinn að lítiö sem ekkert fengist var haldinn í gær. Að sögn Sveins Nauteyrí og Reykjanesi á leigu. upp í þær þar sem allar eignirnar Sveinssonar bústjóra var gengið Leigusamningurinn er þegar runn- væru veðsettar. Sama máh gegndi frá öllum kröfum i þrotabúið á inn út á stöðinni í Reykjanesi og um fiskinn og hefði Landsbankinn fundinum. Næsta skrefið verður hefur öllum fiski þar verið slátrað. áttveðréttinníhonum. -JSS 0RU66IR-ALV0RU m PENIN6ASKAPAR VARI - ÖRYGGISVÖRUR _ ® 91-29399 Allan sólarhringinn ÖryggisþjónLJsta ¥ARI síðon 1969 Skák: Margeir tef I- irfyrir Akureyringa Gylfi Knstjánsson, DV, Akureyri: Margeir Pétursson, stórmeistari í skák, hefur sagt sig úr Taflfélagi Reykjavíkur og ákveðið að tefla fyrir Skákfélag Akureyrar. „Ég sagði mig úr Taflfélagi Reykja- víkur vegna óánægju með ýmsa hluti þar sem ég nenni ekki að ræða. Ég hef átt ágæt samskipti við skákfélag- ið á Akureyri, mér líst vel á það félag og að leggja því lið,“ sagði Margeir í samtali við DV. Deildakeppnin í skák hefst um næstu helgi og Margeir mun að sjálf- sögðu tefla á l.-borði fyrir Akur- eyrarsveitina í þeirri keppni. Skútan á Atlantshafi: Ekkert heyrst frá Nakka enn Ekkert hefur heyrst frá Bergþóri Hávarðarsyni sem lagði upp á skútu sinni, Nakka, frá Flórída til íslands þann 1. september. Landhelgisgæsl- an hefur spurst fyrir um skútuna hjá strandstöðvum í Halifax og á Azor- eyjum en þar kannast menn ekki við að hafa heyrt í henni. Þaðan verður hins vegar látið vita þegar og ef skút- úsjómannsins verður vart. Éins og fram hefur komið í DV er Bergþór einsamall um borð og áætl- aði að vera 40 daga á leiðinni. Hins vegar er talið að ferð hans á skút- unni geti tekið mun lengri tíma, sér- staklega vegna þess að hann er al- einn. Hann er hins vegar þaulvanur siglingum af þessu tæi. Skútan hefur vistir til næstu mánaðamóta. VHF talstöð Nakka dregur úm 30-50 míl- ur. -ÓTT Haldlagtá bruggtæki Lögreglan í Reykjavík lagði hald á eimingartæki á heimili við Hverfis- götu í gær. Lögreglumenn voru aö hafa afskipti af drengjum sem voru að príla inn um glugga í húsinu þeg- ar þau fundust. Bruggtækin fundust innandyra og var lagt hald á þau. Rannsóknardeild lögreglunnar á eftir að yfirheyra húsráðandann sem ekki var heima þegar tækin voru tekin. Ekki voru ummerki um að bruggframleiðsla færi fram í húsinu þar sem tækin fundust. Hins vegar er óljóst í hvaða tilgangi tækin voru í húsinu. -ÓTT Togaðurundan bekk í kvenna- klefanum Baðvörður í íþróttahúsi Fjöl- brautaskólans í Breiðholti tognaði illa þegar hann var að toga ungan pilt undan bekk í kvennaklefanum í vikunni. Málsatvik voru þau að strákur hafði falið sig undir bekknum en vöröurinn, sem er kona, kom auga á hann. Vildi hún ijarlægja hann úr kvennaklefanum en tognaði í stimp- ingunum. Til öryggis var farið með baðvörðinn á slysadeild, þar sem meiðslin voru athuguð. Reyndust þau ekki alvarlegs eðlis. Viðkomandi starfsmaður gat því haldið áfram störfum eins og ekkert hefði í skorist. Að sögn kunnugra vill það brenna við að strákar laumist inn í kvenna- klefann og feli sig undir bekkjum þar. Eftir atvikið um daginn hefur verið ákveðið að taka harðar á þess- um málum heldur en gert hefur ver- iðtilþessa. -JSS Atlantslax: Gjaldþrota- beiðni frestað Skiptaráðandi í Keflavík frestaði í gær afgreiðslu gjaldþrotabeiðni vegna fiskeldisfyrirtækisins Atlants- lax til 28. október. Samþykktu beið- endur að afgreiðslu málsins yrði frestað þar sem forráðamenn Atl- antslax segja norskt fjármagn vera á leið inn í stöðina. Stærstu kröfuhafar eru Landsbankinn og Framkvæmda- sjóður. Heildarskuldir fyrirtækisins munu vera um 350 milljónir króna. Fógeti hefur farið fram á úrbætur á umhirðu og fóðrun laxa í kerum Atlantslax. Skoðun héraðsdýralækn- is leiddi í ljós að laxarnir voru mjög horaðir og mögulega sýktir af kýla- veiki. Hefur dýralæknir sent lögregi- unni í Grindavík bréf með niðurstöð- um skoðana sinna og umsögn en bréfið hafði ekki borist lögreglu þeg- arDVfóríprentun. -hlh Akureyri: Veturinn kominn Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Glerhálka og fjúk var á götum Akureyrar í morgun. Bifreiðaeigend- um er ekki heimilt að skipta yfir á vetrardekk fyrr en um næstu mán- aðamót og áttuþví margir í erfiðleik- um með að kómast leiðar sinnar. Ekki munu þó hafa orðið nein alvar- leg umferðaróhöpp. Fært er fyrir vel útbúna bíla í nágrenni bæjarins. Kalt er á Akureyri, norðanátt og frost. Spáð er versnandi veðri og of- ankomu. Veðrið á morgun: Kaltog hvasst Á morgun verður norðanátt á landinu, mjög hvöss austantil en vestantil íægir smám saman. Snjókoma eða éljagangur verður um norðaustanvert landið, einnig él víða vestantil á Norðurlandi og norðantil á Vestfjörðum. Bjart veður að mestu suðvestanlands. Kalt verður áfram, kaldast á Vestfjörðum og Norðurlandi en hlýjast á suðausturhorninu. LOKI Þessi gutti er líklega á náttúrubraut! Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur var brosmildur þegar hann kvaddi í gærkvöldi og hélt á rann- sóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni til loðnumælinga. Nú er fullur þungi kominn í loðnuleitina og mælingarnar. Bæði rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar eru við mælingar og fjögur veiðiskip hafa verið við loðnuleit. DV-mynd GVA Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn Áskrift - Dreifing: Sími 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.