Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1991, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1991. 19 Dansstaðir Apríl Hafnarstræti 5 Lifandi tónlist um helgar. Ártún Vagnhöfða 11, sími 685090 Hljómsveit Jóns Sigurðssonar ásamt Hjördísi Geirsdóttur söngkonu leikur fyrir dansi fóstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Þorvaldur Hall- dórsson skemmtir á föstudagskvöld og Örvar Kristjánsson á sunnudags- kvöld. Café Jensen Þönglabakka 6, sími 78060 Lifandi tónlist flmmtudaga til sunnu- daga. Þórarinn Gíslason leikur á píanó. Casablanca Diskótek föstudags- og laugardags- kvöid. Dans-barinn Grensásvegi 7, sími 688311 Hljómsveitin Mannakorn leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld. Sérstakur gestur helgarinnar verður Megas. Danshúsið Glæsibæ Álfheimum, s. 686220 Dansleikur föstudags- og laugardags- kvöld. Fjörðurinn Strandgötu, Hafnarfirði Hljómsveitin Galíieó leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld. Furstinn Skipholti 37, sími 39570 Lifandi tónlist föstudags- og laugar- dagskvöld. Garðakráin Garðatorgi, Garðabæ Hljómsveitin Bandamenn leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitina skipa Gunnar Jónsson og Ómar Hlynsson. Gikkurinn Ármúla 7, simi 681661 Guðmundur Haukur leikur föstu- dags- og laugardagskvöld. Hótel Borg Pósthússtræti 11, sími 14440 Dansleikur í kvöld, Kiddi Bigfoot í búrinu. Hótel ísland Ármúla 9, sími 687111 Aftur til fortíðar - íslenskir tónar í 30 ár nefnist ný söngskemmtun á Hótel íslandi. Aö skemmtuninni lok- inni leikur hljómsveitin Upplyfting fyrir dansi. Hótel Saga Hljómsveitin Einsdæmi leikur fyrir dansi. Skemmtidagskráin Nætur- vaktin á laugardagskvöld. Klúbburinn Borgartúni 32, s. 624588 og 624533 ' Fjólublái fillinn í kjallara er öðruvísi krá með bíói þar sem sýndar eru gamlar kvikmyndir. Lifandi tónlist um helgar. L.A. Café Laugavegi 45, s. 626120 Diskótek föstudags- og lapgardags- kvöld. Hátt aldurstakmark. Moulin Rouge Diskótek á föstudags- og laugardags- kvöld. Naustkráin Vesturgötu 6-8 Opiö um helgina. Nillabar Strandgötu, Hafnarfirði Klang og Kompaní skemmta um helg- ina. Staðið á öndinni Tryggvagötu Klang og kompani leika í kvöld og hljómsveitin Blautir dropar á laugar- dagskvöld. Tveir vinir og annar í fríi Laugavegi 45 Sniglabandið leikur í kvöld og á laug- ardagskvöld skemmtir hljómsveitin Ber að ofan. Ölkjallarinn, Pósthússtræti Hljómsveitin Tvennir tímar leikur á föstudags- og laugardagskvöld. Á sunnudags- og mánudagskvöld verð- ur það trúbadorinn Siggi Bjöms sem skemmtir gestum. Ráin Keflavík Um helgina leikur hljómsveitin Sin fyrir dansi á neðri hæðinni, á efri hæð mun Guðmundur Rúnar Lúö- víksson koma kráargestum í rétta stemmningu. Púlsinn: Fjölmiðlablúsaraeinvígið á Púls- inum heldur áfram um helgina undir handleiðslu Blúsmanna Andreu sem leika bæði kvöldin. Stöð 2 tók áskorun DV með stíl og sendi 8 manna blúshljómsveit, Blátt áfram, sem sinn fulltrúa og sló í gegn. Stöðin skoraði á Sjónvarpið en ekki er enn vitað hverju þeir sjón- varpsmenn tefla fram. Að venju er von á fleiri gestum á sviðið með Blúsmönnum Andreu. Sérstakur gestur veröur Leo Gillespie, farandsöngvari og ljóð- og tónskáld. Hann kemur fram klukkan 23 bæði kvöldin og fram- koma hans þykir sérstök því hann gengur um á meðal fólks í salnum meðan á flutningi stendur og þykir ná mikilli og góðri stemningu. Fjölmiðlablúsaraeinvígið heldur áfram á Púlsinum um helgina. Um síðustu helgi sendi Stöð 2 átta manna blúshljómsveit sem síðan skoraði á Sjónvarpið. Það er þá bara að mæta og sjá hverjum Sjónvarpið teflir fram. „Ef ég ætti fleiri stundir..mun Stefán Hilmarsson, söngvari Sál- arinnar, syngja á Hótel Akranesi á laugardagskvöld. Sálin á Akranesi „Ef ég ætti fleiri stundir, fleiri mínútur fleiri orð, fleiri nætur fyrir þig“ Þetta er textabrot úr laginu Ekk- ert breytir því af væntanlegri plötu Sálarinnar hans Jóns míns en hljómsveitin leikur á Hótel Akra- nesi laugardagskvöldið 19. október og það er ekkert sem breytir því. Gaukur á Stöng: Rokk- sveit íslands Hin margumtalaða skemmti- sveit, Rokksveit íslands, skemmtir gestum á Gauki á Stöng alla helg- ina. Sveitin þarf ekki nánari kynn- ingar við, svo viðfræg ætti hún að vera. Það verður stanslaust fjör í kvöld, laugardagskvöld, og sunnu- dagskvöld á Gauknum. Hótel Borg: R.M.F. skemmtir Á Hótel Borg mun á laugardags- kvöld stíga á svið í danssalnum ungur tónhstarmaður sem valið hefur sér listanafnið R.M.F. Feat- uring Mind Effect og mun flytja nokkur lög á hljóðgervla í anda danstónlistarinnar sem nú tröllríð- ur flestum næturklúbbum úti í hin- um stóra heimi. Að því loknu mun plötusnúðurinn Kiddi „Big Foot“ halda uppi stuðinu eins og honum er einum lagið. Kringlan: Breskir dagar Breskir dagar hófust í Kringl- unni í gær og standa fram til 26. október. Mikil kynning á breskri vöru og þjónustu verður þessa daga en að þeim standa iðnaðar- og verslunarráðuneyti Bretlands, breska sendiráðið og fyrirtæki í Kringlunni. Af þessu tilefni eru komnir til landsins nokkrir breskir skemmtikraftar sem verða með ýmsar uppákomur. Mikið verður um að vera í dag og á morgun í Kringlunni. Klukkan 14 í dag verður tískusýning þar sem 8 þekktir breskir hönnuðir sýna nýjustu tískuhönnun sína. Og klukkan 16 verður tískusýning í Hagkaupi. Á morgun, laugardag, hefst dag- skráin klukkan 10.30 og verður yfir daginn með hléum. John-Arno-one man band, The Mighty Gareth- galdrar og fleiria. Alfie Howard - Town Crier, Erik Rees verður með rithandarlestur, Margaret Evans- gerð postuínsblóma og fleira skemmtilegt verður í boði. Klukk- an 11 verður tískusýning 8 þekktra hönnuða og klukkan 14 verður tiskusýning í Hagkaupi. Loöin rotta ætlar að skemmta á 1929 á Akureyri um helgina. Rottan ál929 Farand- og gleðisveitin Loðin rotta leikur í veitingahúsinu 1929 á Akureyri um helgina. Ýmsar uppá- komur verða, svo sem undirfata- sýning á laugardagskvöld. Valdir verða kynþokkafyllstu gestirnir og þeir verðlaunaðir. Einnig gefst gestum kostur á að syngja óskalög sín með hljómsveitinni. Hljómsveitina skipa þeir félagar, Hajldór G. Hauksson frá Auðnum i Oxnadal, Sigurður Gröndal úr Svefneyjum, Bjarni Bragi Kjart- ansson frá Kumbaravogi, Ingólfur Guðjónsson frá Vogi og hinn anná- laði gleðimaður, Jóhannes Eiðsson frá Dvergastöðum á Fellsströnd. Hljóðmaöur Rottunnar í 1929 verð- ur hinn síhrapandi Gunnar Sigur- björnsson. Bílstjóri Rottunnar er hinn próflausi tölvuamatör Matti Waagfjord. - Eldfuglirm áfram æðir Hljómsveitin Eldfuglinn mun á komandi helgi halda áfram yfirferð sinni um land- ið. I kvöld verður sveitin á skóladansleik í félagsheimilinu Árnesi og mun þar leika fyrir Fjölbrautaskóla Suðurlands. Á laug- ardagskvöldið 19. október verður hljóm- sveitin með dansleik í félagsheimilinu Festi í Grindavík. Aðgangur er öllum heimill sem náð hafa 18 ára aldri. Eldfugl- inn skipa eftirtaldir öndvegismenn: Karl Örvarsson syngur, Grétar Örvarsson syngur og leikur á hljómborð, Þórður Guðmundsson á bassa. Hafþór Guð- mundsson á trommur og Sigurgeir Sig- mundsson á gítar. Hljómsveitin mun á ofangreindum dan- sleikjum kynna lög af sólóplötu Karls Örv- arssonar sem kemur út á næstunni, ásamt þekktum lögum eftir Grétar bróöur hans, en aðaluppistaðan í dagskránni er þekkt stuðlög úr ýmsum áttum. Eldfuglinn verður í Arnesi og i Grindavík um helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.