Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1991, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1991. Andrew Strong leikur söngvarann i The Commitments. Hann er hér umvafinn aðdáendum. Háskólabíó -The Commitments: Hljómsveit verður til - fjórar breskar kvikmyndir í tilefni breskra daga Regnboginn: Myndir á kvikmynda hátíð sýndar áfram Háskólabíó frumsýnir í dag nýj- ustu kvikmynd Alan Parkers, The Commitments, sem hefur vakið mikla athygli að undanfórnu þar sem hún er sýnd. Fjallar myndin um ungan mann sem búsettur er í Dublin. Hann ákveður að auglýsa eftir hljóðfæraleikurum og búa til hljómsveit sem hann yrði umboðs- maður fyrir. Þetta á ekki að vera nein venjuleg rokksveit heldur hljómsveit sem eingöngu á aö leika soultónlist. Úr skrautlegum hópi velur hann nokkra ólíka einstakl- inga, hljóðfæraleikara, söngvara og stúlkur til að syngja bakraddir. Það gengur á ýmsu meðan á æf- ingum stendur, hljómsveitarmeð- limirnir eru mjög ólíkir og hafa fyrirlitningu hvor á öðrum. Um- boðsmaðurinn ungi ásamt þeim elsta í hljómsveitinni, trompetleik- aranum Joey „The Lips“ Fagan ná þó að halda æsingnum niðri og þegar sveitin nær loks saman slær hún í gegn en þrautin er erfið að halda bandinu saman... Alan Parker er enginn nýliði í gerð tónlistarmynda. Fyrsta kvik- myndin sem hann leikstýrði var hin stórskemmtilega Bugsy Mal- one sem byggðist að mestu upp á sungríum lögum og voru það krakkar í fullorðinsgervum sem léku aðaðlhlutverkin. Aðalkven- hlutverkið í þeirri mynd lék Jodie Foster, þá tólf ára gömul. Næsta tónlistarmynd hans var svo Fame sem fjallaði um tónlistarskólanem- endur og byggðist mikið upp á dansi og söng. Var síðar gerð vin- sæl sjónvarpsþáttasería eftir myndinni. Átta ár eru svo síðan hann gerði síðast tónlistarmynd, var það eftir hinu fræga verki Pink Floyds, The Wall, sem sumir viija kalla lengsta rokkmyndband sem gert hefur verið. Þessar þrjár myndir eru allar mjög ólíkar og The Commitments er ekki heldur lík neinni fyrrnefndri mynd og á fátt sameiginlegt með þeim nema tónlistina. Nú stendur yfir kynning í Kringl- unni á breskum vörum og nefnist kynningin í þjónustu hennar há- tignar. I tilefni kynningar þessarar sýnir Háskólabíó fjórar þekktar breskar kvikmyndir sem allar eru komnar til ára sinna. Ein mynd- annar er James Bond myndin sem heitir einmitt í þjónustu liennar hátignar. Fyrir utan að vera hin sæmilegasta skemmtun er þessi mynd merkileg að því leytinu til að James Bond leikur George Laz- enby sem átti að taka við af Sean Connery, en framleiðendur voru eitthvað óánægðir með hann og fékk hann ekki annað tækifæri. Áfram myndirnar voru með allra vinsælustu kvikmyndum hér á landi um langt árabil og mun Há- skólabíó sýna eina þeirra, Áfram læknir. 39 þrep er endurgerð enn eldri kvikmyndar sem Alfred Hitc- hcock leikstýrði meðan hann var enn búsettur í Englandi og Rauðu skórnir er ein þekktasta kvikmynd sem Bretar gerðu á eftirstríösárun- um. -HK Nú er kvikmyndahátíðinni lokið en kvikmyndaveislan heldur áfram. Regnboginn mun á næstu mánuðum sína áfram nokkrar þær myndir sem þar voru sýndar og eru þær allar með íslenskum texta. Þessar myndir eru Henry: nær- mynd af fjöldamorðingja, Hetjudáð Daníels, Góði tannhirðirinn, Vegur vonar, Ó Carmela, Of falleg fyrir þig, Launráð og Homo faber. Þegar eru hafnar sýningar á nokkrum þessara mynda og meðal annars á Henry: nærmynd af morðingja sern var sú kvikmynd sem vakti kvað mesta athygli á hátíðinni. Henry er mjög umdeild kvik- mynd og á hún sér langa sögu. leik- stjórinn, John McNaughton, byrj- aði á myndinni 1985 en var lengi að klára hana og.hún fékkst ekki sýnd fyrr en 1990. Myndin lýsir hlutlaust og af mikilli nákvæmni lífsstíl fjöldamorðingja og byggir hún á sönnum atburðum sem áttu sér stað í Texas. Henry er kaldrifj- aður, sjúkur morðingi sem velur saklaus fómarlömb af handahófi. Þess má geta að myndin verður aðeins sýnd á 9 og 11 sýningum að tilmælum Kvikmyndaeftirlits rík- isins og er að sjálfsögðu bönnuð innan 16 ára. Kötturinn Felix í Regnboganum eru einnig hafn- ar sýningar á fyrstu teiknimynd- inni í fullri lengd um köttinn Felix sem allir ættu að kannast við. Sag- an gerist í konungsríkinu Oriana sem ekki er í okkar heimi. Þar er allt úr gulli. En það er ekki allt gott í Oriana þrátt fyrir það. Prins- essan er ofsótt af vondum frænda sínum sem er hugvitsmaður mikill sem hefur það markmið að iðn- væða konungsríkið. Þessar fyrir- ætlanir eru konunginum kunnar og hefur hann sent hertogann í útlegð. Hertoginn hyggur á hefndir, en áður en það gerist nær prinsess- an að senda boð til okkar heims um aðstoð og það er enginn annar enFelixsemsinnirkallinu. -HK Fjöldamorðinginn Henry er leikinn af Michael Rooker. r r BÍÓBORGIN Hvað með Bob? ★★ 'A Ansi skemmtileg gamanmynd. Sál- fræðingurinn Dreyfuss fer yfir um á taugahrúgunni Murray (frábær). Ein fyndnasta á árinu þótt hún gángi of langt (eins og viö mátti búast). -GE Komdu með i sæluna ★★ Góð ástarsaga til að byija með milli Quaid og hinnar japönsku Tomlita en dofnar eftir að öllum er hent í fangelsi. Parker veldur vonbrigð- um. -GE Að leiðarlokum ★★'A Átakanleg og fróðleg um samband krabbameinssjúklings viö hjúkr- unarkonu sína. Campell Scott sýnir góöanleik. -ÍS Á flótta ★★ Einfaldur, langur og þokkalega spennandi eltingaleikur. Patric Dempsey er kattliðugur. -GE BÍÓHÖLLIN Þrumugnýr. **★ Kathryn Bigelow er kraftmikill kvenleikstjóri og knýr myndina áfram á karlhormónum og adrena- lini. Tæknileg fagmennska kaffær- ir sögugallana. -GE Brúðkaupsbasl ★★ Róleg gamanmynd í anda Alans Alda en Anthony LaPaglia stelur myndinni sem ungur ofurkurteis mafíósi. -GE í sálarfjötrum ★★’/i Drungalegt ferðalag um hugar- fylgsni Jacobs. Torskilin (þar til í bláendann) en heldur athyglinni allaleið. -GE Oscar ★★ 'A Bráðskemmtilegur leikhúsfarsi þar sem vöðvabúntiö Sylvester Stallonesýnirásérnýjahlið. -ÍS Hörkuskyttan ★ Sagan er ferlega langdregin og innihaldsiítil en gerist í yndisfógru landslagi. -GE Rakettumaðurinn ★★ 'A Ævintýri upp á gamla mátann með nýtísku tæknibrellum. Hugmyndin frábær og sagan skemmtileg en dálítiðrýrþegarlíðurá. -GE Aleinn heima ★★ 'A Gamanmynd um ráðagóðan strák sem kann svo sannarlega að taka á móti innbrotsþjófum. Mjög fynd- in í bestu atriðunum. Macaulay Culkin er stjarna framtíðarinnar. -HK HÁSKÓLABÍÓ Þar til þú komst ★ ’/i Fallegt fólk á fógrum slóðum en handritið varð eftir heima. -GE Fullkoraið vopn ★'A Speakman er óþörf viðbót i bein- brjótahópinn. Ofurhraði er eina sérgrein hans. -GE Hamlet ★★★ Unnendur klassískra verka mega ekki láta þessa uppfærslu Francos Zefferelli fram hjá sér fara. Mel Gibson sýnir á sér nýja hlið. -ÍS Alice ★★★ Woody Allen hefur gert betri mynd en hann hefur einnig gert verri. Alice er bæði raunsæ og fyndin í frásögu sinni af ríkri eiginkonu í New York sem er í leit að sjálfri sér. -HK Beint á ská 2 'A ★★ ‘4 Beint framhald af fyrri myndinni, nær sér stundum á strik en sumir brandararnir eru orðnir þreyttir. -ÍS Lömbin þagna ★★★★ Stórgóð sakamálmynd þar sem fer saman mikil spenna og góður leik- ur. Anthony Hopkins er ógleyman- legur. -HK LAUGARÁSBÍÓ Dauðakossinn ★★ Spennuþriller í anda Hitchcocks gamla, góðir sprettir en brotaiamir í lokin koma í veg fyrir að myndin heppnist að fullu. Dearden er betri handritshöfundur en leikstjóri. -HK HeiUagripur ★★ Úr ágætum efniviði um „vel stætt“ par, sem allt í einu verðurpeninga- laust, hefur Michael Lindsay-Hogg gert daufa gamanmynd. Aukaleik- ararnir stela senunni frá þekktum stjörnuleikurum. -HK Uppí hjá Maddonnu ★★ ‘Z Madonna kemur aödáendum sín- um og öðrum á óvart á hljómleika- ferðalagi um heiminn. Hispurslaus afstaða hennar tU mála vekur áhuga. -HK Leikaralöggan ★★★ Góð blanda af spennu og gamni. Slyngir leikarar bregðast ekki. Pottþéttafþreying. -PÁ REGNBOGINN Draugagangur ★ '/i Mikil læti, litiö gaman hjá fyrsta flokks leikhópi og leikstjóra sem hefurgertmunbetur. -GE Næturvaktin ★ 'A Oftast hefur tekist betur að kvik- mynda eftir skáldsögu Stephens King enda er efniviðurinn af skorn- um skammti og leikur allur hinn versti. -HK Hrói höttur, prins þjófanna ★★ Kevin Costner er daufur. Sagan er ójöfn en bardagaatriðin eru af- bragð. -GE Cyrano de Bererac ★★★ Gerard Depardieu er eins og hvirf- ilbylur í aðalhlutverkinu. Magnað- ur leikur í glæsilegri stórmynd. -PÁ Dansar við úlfa ★★★ Löng og faUeg kvikmynd um nátt- úruvernd og útrýmíngu indíána. Glæsileg frumraun Kevins Costn- er. -PÁ STJÖRNUBÍÓ Tortímandinn ★★* Áhættuatriðin eru frábær og tækníbrellurnar ótrúlega góðar. Bara að sagan og persónumar hefðuveriðbeturskrifaðar. -GE Hudson Hawk ★★ 'A Geggjaður húmor og stórmynda- bragur blandast ekki aUtaf vel sam- an en flest er vel heppnað og Brúsi erfyndinn. -GE Börn náttúrunnar ★★★ Enginn ætti að verða fyrir von- brigðum meö nýjustu íslensku kvikmyndina. Friðrik Þór hefur gert góða kvikmynd þar sem mikil- fenglegt landslag og góður leikur biandast mannlegum söguþræðl -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.