Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1991, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1991, Síða 7
FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1991, 23 Hvaða gera meistaramir gegn ÍBV í Eyjum í kvöld? Fjórir leikir eru á dagskrá í 1. deild íslandsmótsins í handknatt- leik í kvöld. HK og Fram leika í Digranesi kl. 18.30. Klukkan 20 eru tveir leikir. Selfyssingar taka á móti Víkingum og Eyjamenn leika gegn Valsmönnum í Vestmanna- eyjum. Klukkan 20.30 leika síðan KA og FH á Akureyri og er leikur- inn merkilegur af tveimur ástæð- um. Fyrst skal nefna að leikurinn er vígsluleikur í hinu glæsilega iþróttahúsi KA-manna og í öðru lagi mætast þarna tvö sterk lið og stefnir allt í mikinn slag. Búast má við húsfylli áhorfenda en nýja íþróttahúsið tekur á milli 1300 og 1500 manns. Þrír leikir verða í 1. deild kvenna í kvöld. Ármann og FH leika í Laugardalshöllinni klukkan 18.30. Fram og ÍBV leika á sama stað klukkan 20 og í Keflavík leika ÍBK og Stjarnan klukkan 20. Körfuknattleiksmenn láta ekki sitt eftir liggja í kvöld. Stórleikur verður í Njarðvík í úrvalsdeildinni þegar Njar'ðvíkingar leika gegn KR- ingum. Má þar búast við hörkuvið- ureign eins og ávallt þegar þessi félög leiða saman hesta sína í körfuknattleik. Laugardagur: Síðasti leikur 3. umferðar á ís- landsmótinu í handknattleik verð- -• ur á Seltjarnarnesi klukkan 16.30 á laugardag þegar Grótta mætir Haukum. Sunnudagur: Á sunnudag verða fjórir leikir í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Skallagrímur og KR leika í íþrótta- húsinu í Borgarnesi klukkan 16, Snæfell og UMFN leika í Stykkis- hólmi klukkan 18, Keflavík og Grindavík leika í Keflavík klukkan 20 og á sama tíma leika Þór og Valur á Akureyri. Víkingur og Ármann leika í 1. deild kvenna í handknattleik í Laugardalshöllinni á sunnudag klukkan 16. -JKS Sigbjörn Óskarsson hefur undanfarin ár leikið stórt hlutverk í Eyjaliðinu og þá sérstaklega hvað varnarleikinn snertir. Sigbjörn og félagar hans i Eyjaliðinu taka í kvöld á móti íslandsmeisturunum i Val og hefst leikurinn klukkan 20. Bæði liðin töpuðu sinum leikjum í siðustu umferðinni. DV-mynd GS Sýrdngar Gallerí List Skipholti Elín Magnúsdóttir myndlistarkona opn- ar sína sjöttu einkasýningu á morgun kl. 15. Sýningin stendur til 3. nóvember og er opin daglega kl. 10.30-18. Málverkin eru unnin í blandað efni, öll á þessu ári. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9 í dag opnar Kristín Arngrímsdóttir myndlistarsýningu í Gallerí Sævars Karls. Myndirnar á sýningunni eru unn- ar meö bambuspenna og tússi. Kristín hefur tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningu í bókasafni Mosfellsbæjar. Sýningin stendur til 8. nóvember og er opin á verslunartíma kl. 9-18 og 10-16 á laugardögum. Hafnarborg Strandgötu 34 Elías Hjörleifsson hefur opnað sína fyrstu einkasýningu á íslandi. Á sýning- unni eru olíumálverk og myndir unnar með olíustifti og olíukrít. Sýningin er opin frá kl. 14-19 alla daga nema þriðju- daga fram til 27. október. Þá sýnir Brynja Árnadóttir pennateikningar í kaffistofu Hafnarborgar. Sýning hennar stendur til sunnudagskvöld og er opin kl. 14-19. J. Hinriksson Maritime Museum Súðarvogi 4 Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er opið frá kl. 13-17 þriðjudaga, miöviku- daga, fimmtudaga, föstudaga og laugar- daga. Katel Laugavegi 20b (Klapparstigsmegin) Til sölu eru verk eftir innlenda og er- lenda listamenn, málverk, grafík og leir- munir. Kjarvalsstaðir v/Miklatún Einar Hákonarson sýnir málverk í vest- ursal. í vestur- og austurforsal sýnir Hallsteinn Sigurðsson höggmyndir. í austursal sýnir Harpa Björnsdóttir mál- verk og höggmyndir. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 10-18 og er veitingabúð- in opin á sama tíma. Listasafn Einars Jónssonar Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagaröurinn er opinn daglega kl. 11-17. Listinn, gallerí - innrömmun Síðumúla 32 Uppsetningar eftir þekkta íslenska mál- ara: olía, vatnslitir, pastel og grafik. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-18. Listasafn Háskóla íslands i Odda Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7 Þar stendur yfir sýning á ljósmyndaverk- um sem Sigurður Guömundsson gerði á árunum 1970-1980. Sýningin ber yfir- skriftina Natúra Rómantíka. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18 og er aðgangur ókeypis. Veit- ingastofa safnsins er opin á sama tíma. Listhúsið Snegla, Grettisgötu 7 Þar eru listmunir til sýnis og sölu, unnir af 15 listakonum sem vinna 1 textíl, keramik og skúlptúr. Opið mánudaga til fóstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-14. Mílanó, Faxafeni 11, Steinþór Marinó Gunnarsson sýnir í kaffihúsinu Mílanó. Hann sýnir þar olíu- málverk, pastelmyndir og myndir unnar með blandaðri tækni. Sýningin er opin alla virka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 9-18 og sunnudaga kl. 13-18. Mokkakaffi v/Skólavörðustig Myndlistarmaðurinn G.R. Lúðvíksson sýnir á Mokkakaffi. Á sýningunni eru þrívíö verk, ljósmyndir og fl. Nýhöfn Sigurður Guðmundsson sýnir í Nýhöfn. Á sýningunni eru skúlptúrar, málverk, teikningar og grafik. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 og frá kl. 14-18 um helgar. Lokaö á mánudögum. Sýningunni lýkur 23. október. Norræna húsið, Sýningin „Grænlensk myndlist" stendur yfir í sýningarsal. Listaverkin eru úr safni Astri Heilman. Opið daglega kl. 14-19. í anddyri er fræðslusýning um Grænland, land og þjóð, og í bókasafni eru til sýnis grænlenskar bækur frá Landsbókasafninu í Grænlandi og Det Gronlandske forlag. Nýlistasafnið Síðasta sýningarhelgi Ingu Ragnarsdótt- ur. Verkin eru öll unnin á þessu og síð- asta ári og eru aðallega úr málmi, auk þess sem nokkur þeirra eiu úr hinum svokallaða stúkkmarmara. Sýningin er opin daglega kl. 16-20 og um helgina kl. 14-20. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8 Hafnarfirði, sími 52502 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu Þar eru til sýnis og sölu postulínslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og fostudaga og á laugardögum kl. 10-16. Þjóðminjasafnið í Bogasal Þjóðminjasafnsins stendur yfir sýningin „Stóra-Borg - fomleifarann- sókn 1978-1990“. Þar er sögð saga forn- leifarannsókna á Stóru-Borg undir Eyja- Qöllum, Rangárvallasýslu, og sýndir gripir sem þar fundust. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-16. Myndlistarsýning í menntamálaráðuneytinu Myndlistarsýning sunnlenskra Usta- manna stendur yfir í menntamálaráðu- neytinu, Sölvhólsgötu 4. Sýningin er opin alla virka daga kl. 8.45-17 fram til 4. des- ember. Menningarstofnun Bandaríkjanna Laugavegi 26, Þar stendur yfir sýning á bandarískum bókum og tímaritum um umhverfismál. Á sýningunni eru um 380 titlar frá um 80 útgefendum. Viðfangsefni þessara rita, sem flest eru gefm út á árunum 1989-91, er umhverfismál, séð frá öUum sjónar- homum. Sýningin er opin á opnunartíma Ameríska bókasafnsins kl. 11.30-18 alla virka daga til 31. október. Myndlistarsýning Landssamtaka Þroskahjálpar Landssamtökin Þroskahjálp sýna grafik- myndir í húsnæði sínu að Suðurlands- braut 22, Reykjavík. Sýningin er haldin í tilefni af útkomu happdrættisalmanaks Þroskahjálpar og eru myndimar á sýú- ingunni þær sem prýða almanakiö 1992. Þekktasti listamaöur sýningarinnar er hinn heimsfrægi listamaður Erró sem hefur gefið samtökunum þtjár grafik- myndir á þessu ári. Aðrar myndir á sýn- ingunni eru eftir vel þekkta íslenska Ustamenn. Allar myndirnar á sýning- unni em tU sölu. Sýningin er opin dag- lega til áramóta kl. 15-17. Sýning á damaskvörum Anna Ragnheiður Thorarensen sýnir á HöUday Inn hinar þekktu damaskvömr frá Georg Jensen sem hlotið hafa viður- kenningu víða um héim fyrir gæði og hönnun. Aðeins viðurkenndir Ustamenn hanna mynstur og velja liti. Georg Jens- en ættin hefur ofið í 500 ár. Sýningin stendur frá 19.-21. október kl. 14-19. 40 ára starfsafmæli íslensks heimilisiðnaðar í tilefni af 40 ára afmæh íslensks heimilis- iönaðar stendur yfir sýning á útsaum og ofnum veggteppum og myndum. Einnig em sýndar alls konar sessur sem gerðar em á tlmabiUnu frá aldamótum og til dagsins í dag. Sýningin er opin á venju- legum verslunartíma í Hafnarstræti 3. Eden Hveragerði Ásta Guðrún Eyvindsdóttir sýnir grafik- myndir í Eden. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58, sími 24162 Opið daglega kl. 11-17. Þar stendur yfir sýning á mannamyndum HaUgríms Ein- arssonar ljósmyndara. Möppur með ljós- myndum Uggja frammi og einnig em tíl sýnis munir og áhöld af ljósmyndastofu HaUgríms. * N

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.