Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1992, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1992, Qupperneq 8
8 MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 1992. Útlönd Sérlegur sendimaður frá Sameinuðu þjóðunum 1 sáttaferð til Júgóslavíu: Serbarnir enn ósáttir við friðargæslulið SÞ - stöðugar skærur í landinu þrátt fyrir að vopnahlé teljist 1 gildi „Þaö er mikið starf enn óunnið þangað til unnt verður að senda frið- argæsluliö frá Sameinuðu þjóðunum til Júgóslavíu,“ sagði Marrack Go- ulding, aðatoðarmaður fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, þegar hann kom í sérstaka friðarfór til Júgóslavíu. Áætlun SÞ um frið milli Serba og Króata strandar á því að skæruliðar Serba í Króatíu geta ekki sætt sig við afskipti utanaðkomandi aöila af deilu þeirra. Serbarnir telja að framtíð þeirra sé ótrygg innan sjálfstæðrar Króatíu og vilja halda því landi sem unnist hefur í bardögum síðustu mánuði. Serbar hafa um þriðjung Króatíu á valdi sínu og neita að samþykkja hugmyndir um að friðargæsluhð SÞ taki sér stöðu við landamæri Serbíu og Króatíu eins og þau voru áður en átökin hófust í sumar. Serbar viija að víglínan eins og hún er nú verið látin ráða. Stöðugar skærur eru milli Serba og Króata þrátt fyrir vopnahlé sem staðið hefur í 23 daga. í gær sprungu sprengjur í bæjum Króata við strönd Adríahafsins og einnig kom til skot- bardaga í bæjum innar í landinu. Þá er vaxandi ótti við að átökin breiðist úr til Bosníu-Herzegóvínu. Reuter Króatar búast enn við langvarandi átökum í landi sínu þrátt fyrir tilraunir Sameinuðu þjóðanna og Evrópubanda- lagsins til að koma á friöi. Hér má sjá liðsforingja kenna nýliðum að fara með sprengjuvörpu. Símamynd Reuter MANSTU UTSOLUNA OKKAR I FYRRA? UTSALAN hef st á mánudag kl. 9.00 10% staðgreiöslu- afslátturaf öðrum vörum skíðaga|lar ^frar^rur Ballet,a,"fUr ipróttaga'13! Iþro ttaskor UTSALA Skólavörðustíg 14 - Símar: 24 5 20 & 1 70 54 EES: EB hef ur engalausn Samningamenn Evrópubandalags- ins og EFTA eru nú í kapphlaupi við tímann til að reyna að bjarga áætlun- um um evrópskt efnahagssvæði, EES, eftir að dómstóll EB lýsti sam- komuiagið frá í haust ógiit. Viðræður hefjast aftur í þessari viku og lausn verður aö flnnast ef takast á að und- irrita samkomulagið í næsta mánuði. Embættismenn EB sögðu hins veg- ar í gær að þeir hefðu ekki neina lausn á reiöum höndum. Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í desember að samkomu- lagið, sem hafði tekist um EES, stríddi gegn Rómarsáttmálanum, stofnskrá EB. Samningamenn EB hétu því þá að þeir mundu finna llausn á málinu svo hægt yrði að undirrita samkomuiag í febrúar. Því lengur sem það dregst að finna lausn á EES-málinu þeim mun minni líkur eru á að samkomulagið geti tekið gildi þann 1. janúar 1993, eins og áformað er. Menn telja nú þegar að EES verði ekki langlíft þar sem tvö EFTA-ríkjanna, Svíþjóð og Aust- urríki, hafa sótt um inngöngu í EB ogtvöönnureruvolg. Reuter íransstjóm: Býðurí vísindamenn Breska blaöið Sunday Times sagði í gær að komið hefðu fram beinar sannanir fyrir því að stjórnvöld í ír- an hefðu boðiö í kjamorkuvísinda- menn frá fyrrum Sovétríkjunum. „Nokkrir vísindamenn hafa þegar farið til írans en ekki er vitað hvort þeir undirrituðu samninga," sagöi i frétt blaösins. Heimildarmenn segja að íranir hafi einbeitt sér að vísindamönnum frá íslömskum Sovétlýðveldum og þeim hafi verið boðin rúm milijón króna á mánuði. Reuter Majorsofnaðiá fyrstasfefnu- mótinu John Major, forsætisráðherra Bretlands, var trúr litleysisí- mynd sinni í gær þegar hann við- urkenndi í vinsælum útvarps- þætti aö hann hefði sofnað á fyrsta stefnumótinu við eigin- konu sína. Stefhumótið átti sér stað í Co- vent Garden óperuimi í London árið 1970 og fóru þau skötuhjú að horfa á Luciu de Lammermoor eftir Donizetti. Major var hins vegar svo þreyttur eftir langa fundarsetu að honum rann í brjóst. I þætti þessum, þar sem fyrir- menni brynna oft á tíðum músum þegar þau minnast liðinna daga, var Major stífur og kom fyrir sem hinn trausti fjölskyldufaðir sem á sér fá áhugamál utan stjóm- málanna. Sjómenn vilja verameðíum- hverfismálum Sjö samtök sjávarútvegsins á Norðurlöndum eru sammála um að samhæfa afskipti sín af um- hverfisverndarmálum. Þau krefj- ast þess að fá að vera með í ráðum í hverju landi fyrir sig þegar hug- að er að vemdun sjávarins og stefna um skynsamlega fiskveiði- stefnu er mótuð. Á fundi í Þrándheimí sam- þykktu þau ályktun sem beint er til umhverfis- og sjávarútvegs- ráðherra Norðurlanda áður en þeir halda á umhverflsmálaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Brasiliu. Samtökinleggja áherslu á að auðæfi sjávar verði nýtt sam- kvæmt tillögum vísindamanna en að einnig veröi tekíð tillit til reynslu og þekkingar sem sjó- menn hafa aflaö sér. Dýrmæthandrit Mozartsogfleiri brunnu Ómetanleg handrit af verkum eftir Mozart, Beethoven, Puccini og Chopin brunnu til kaldra kola í Los Angeles um helgina þegar byggingin þar sem þau voru geymd varð eldi að bráð. Meðal þess sem einnig glataðist vom bréf sem þýska tónskáldið Richard Wagner og ítalski tenór- inn Enrico Caruso skrifuðu, svo og tónleikaskrá Metropolitan ópemnnar i New York frá 1884 til vorra daga. Tjónið á byggingunni og hand- ritunum er metið á um fjögur hundmö milljónir króna. Þó svo að tónskáldin hafí ekki skrifað nótumar með eigin hendi höfðu þau þó undirritað þær. ísmaðurinn reyndistverafrá steinöld Kolefnisgreining á múmíu foms veiðimanns, sem fannst í Alpafjöllunum í fyrra, leiddi í Ijós að maðurinn gæti verið frá stein- öld eða allt að 5500 ára gamall, eða nær þúsund árum eldri en upphaflega var talið. Walter Leitner frá háskólanum í Innsbruck í Austurríki sagði að síðustu niðurstöður rannsókn- anna bentu til aö hann væri 4931 til 5500 ára gamall. Múmían, sem var 160 sentí- metrar á hæð, var íklædd saum- uðum skinnfótum og var raeð boga og örvamæli þegar hún faxmst. Vísindamenn telja þetta elsta og best varðveitta eintak af fommanni sem fundist hefur. Rannsóknimar vora fram- kvæmdar í París og Uppsölum. Reuterog NTB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.