Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1992, Blaðsíða 30
42
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 1992.
Fólk í fréttum dv
Fríða Fríða Áslaug Sigurðardóttir rithöf- undur, Eyktarási 12, Reykjavík, hlaut Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs í ár fyrir bók sína Meðan nóttin líður. Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í Norræna hús- inu á fimmtudaginn var eins og fram kom í DV-frétt daginn eftir. Starfsferill Fríða fæddist að Hesteyri við Hest- eyrarfjörð 11.12.1940 og ólst þar upp til fimm ára aldurs en flutti þá með fjöldskyldu sinni til Keflavíkur. Hún stundaði menntaskólanám á Laugarvatni í tvo vetur, bjó á ísafiröi veturinn 1958-59 en flutti til Reykjavíkur næsta sumar og hefur búiðþarsíðan. Fríða tók stúdentspróf frá ML 1961, BA-próf frá HÍ í íslensku og bókasafnsfræðum 1971 og cand. mag. próf í íslenskum fræðum 1978. Á námsárunum starfaði Fríða m.a. við bókasafn Menningarstofn- unar Bandaríkjanna, Háskólabóka- Á. Sig safnið og afgreiðslustörf í bóka- verslunum. Rit Fríðu: Leikrit Jökuls Jakobs- sonar, kandidatsritgerð 1980; Þetta er ekkert alvarlegt, smásagnasafn 1980; Sólin og skugginn, skáldsaga 1981; Við gluggann, skáldsaga 1984, - Eins og hafið, skáldsaga, 1986 og Meðan nóttin hður, skáldsaga 1990. Af þýðingum'Fríðu má m.a. nefna Furður veraldar eftir Arthur C. Clark, 1983; Lestarferðina, ungl- ingasögu eftir T. Degens, 1984; Þjóð bjamarins mikla eftir Jean Auel, 1986, barnasöguna Ferðina til Kalaj- oki og í góðu hjónabandi eftir Doris Lessing. Fríða hlaut styrk Rithöfundasjóðs ríkisútvarpsins í ársbyrjun 1989, ís- lensku bókmenntaverðlaunin 1990 ogmenningarverðlaun DV í bók- menntum 1991. Fjölskylda Maður Fríöu er Gunnar Ásgeirs- son, f. 9.8.1937, skólastjóri Réttar- urðar holtsskólans. Foreldrar Gunnars: Ásgeir Jóhannesson, pípulagninga- meistari á isafirði, sem lést 1990, og Þuríður Eðvald Jónsdóttir húsmóð- ir. Fríða og Gunnar eiga tvo syni. Þeir eru Asgeir, f. 30.1.1959, líffræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, og Björn Siguröur, f. 2.9.1970, háskóla- nemi. Fríða er næstyngst þrettán systk- ina. Systkini hennar: Jakobína, f. 1918, rithöfundur í Garði í Mývatns- sveit; Sigurborg Rakel, f. 1919, hús- freyja í Grænuhlíð við Reyðarfjörð; Ólafía Ásdís, f. 1920, húsmóðir í Reykjavík; Sigríður Stefanía, f. 1922, húsmóðir í Keflavík; Sigurður Kristján, f. 1923, d. 1934; Kristján Stefán, f. 1924, yfirlæknir Sjúkra- hússins í Keflavík; Ingólfur Mar- teinn, f. 1926, d. 1971, trésmíðameist- ari í Reykjavík; Baldvin Lúövík, f. 1928, d. 1990, vaktmaður hjá Eim- skipafélagi íslands í Reykjavík; Guðmundur Jóhann, f. 1929, d. 1979, dóttir skipasmiður í Keflavík, síðar bú- settur í Reykjavík; Guðrún Rósa, f. 1930, húsmóðir í Kópavogi; Guðni Kjartans, f. 1931, d. 1936, og Guðný Sigrún, f. 1945, húsmóðir og skrif- stofumaður á Skagaströnd. Foreldrar Fríðu voru Sigurður Sigurösson, f. 28.3.1892, d. 9.5.1968, b. í Hælavík og síðar símstöðvar- stjóri á Hesteyri, og kona hans, Stef- anía Halldóra Guðnadóttir, f. 22.6. 1897, d. 17.11.1973, húsfreyja. Ætt Foreldrar Sigurðar voru Sigurður Friðriksson, b. á Læk, og Kristín Amórsdóttir, b. í Rekavík, Ebenez- erssonar, b. á Dynjanda, Ebenezers- sonar, b. í Efri-Miðvík, Jónssonar, sammæðra bróður Jóns Thorkelins, prófessors og leyndarskjalavarðar. Friðrik var b. í Rekavík, Einars- son, b. á Horni, Sigurðssonar, b. þar, Pálssonar, b. í Reykjarfirði á Ströndum, Björnssonar, ættföður Pálsættar. ypyjr> * tajBsagi ■ «gS&gRfij | Mp''*». . Friöa Áslaug Sigurðardóttir. Systir Stefaníu Halldóru var Ingi- björg, móðir Þórleifs Bjarnasonar, námstjóra og rithöfundar, föður Friðriks Guðna skálds. Stefanía var dóttir Guðna, b. í Hælavík, Kjartanssonar, b. á Atla- stöðum, Ólafssonar. Móðir Kjartan var Soffíá Jónsdóttir, b. á Steinólfs- stöðum, Einarssonar, og konu hans Guðrúnar Lárentínusardóttur, b. á Hóh í Bolungarvík, Erlendssonar, sýslumanns á Hóh, Ólafssonar, bróður Grunnavíkur-Jóns. s
Afmæli
Svavar Guðmundsson
Svavar Guðmundsson kennari,
Birkihvammi 14, Kópavogi, er sex-
tugurídag.
Starfsferill
Svavar fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi
frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar
1949, kennaraprófi 1952, handíða-
kennaraprófi 1953 og fór námsferð
til Danmerkur 1952. Hann stundaði
dansnámskeiö við íþróttakennara-
skóla íslands 1962 og 1965, stundaði
enskunám við Georgetown Univers-
ity í Washington DC1966 og nám í
æfingakennslu og dansi við Uni-
versity of Nebraska og Provo School
og Utah og víðar í Bandaríkjunum
1966-67, auk þess sem hann hefur
sótt fjölda námskeiða hér heima og
erlendis.
Svavar var kennari við Miðbæjar-
skólann í Reykjavík 1952-64, við KÍ
1964-70 og hefur verið kennari við
Æfingaskóla KHÍ frá 1970.
Svavar var á yngri árum einn af
aðalkennurum Þjóðdansafélags
Reykjavíkur og hefur kennt þar
dans af og til síðan. Hann sat í stjórn
Kennarafélags Miðbæjarskólans
1954-56, í stjóm Stéttarfélags barna-
kennara í Reykjavík 1956-58 og í
stjóm Þjóðdansafélags Reykjavíkur
1953-55 og 1957-59. Hann er einn af
stofnendum Félags áhugamanna í
steinafræði og var ritari þess
1983-84.
Fjölskylda
Svavar kvæntist 8.9.1964 Rósu
Guðmundsdóttur, f. 26.9.1929, kenn-
ara. Hún er dóttir Guömundar
Magnússonar, b. á Eyjólfsstöðum á
Fossárdal í Berufirði, og konu hans,
Margrétar Guðmundsdóttur hús-
freyju.
Dóttir Svavars og Rósu er Margrét
Svavarsdóttir, f. 6.4.1965, húsmóðir
í Kópavogi, gift Guðjóni Steingrími
Birgissyni tónlistarnema og eiga
þau einn son, Tuma, f. 1987.
Svavar átti einn bróður. Sá var
Helgi Guömundsson, f. 25.10.1936,
d. 30.11.1984, bankaritari í Reykja-
vík.
Foreldrar Svavars: Guðmundur
Ingólfur Guðjónsson, f. 14.3.1904,
d. 22.4.1971, skólastjóri Æfinga- og
tilraunaskóla KHI og höfundur
fjölda forskriftarbóka, og fyrri kona
hans, Jenný Lárusdóttir Schiöth, f.
8.5.1909, húsmóðir í Reykjavík.
Eftirlifandi seinni kona Guð-
mundar er Ólöf Sigurrós Ólafsdótt-
ir, f. 21.2.1910, húsmóðir í Reykja-
vík.
Ætt
Guðmundur var sonur Guðjóns,
b. í Arnkötludal, bróður Sigrúnar,
ömmu Huldu Jensdóttur hjúkmn-
arforstjóra og Haraldar Sumarliða-
sonar, forseta Iðnaðarsambandsins.
Guðjón var sonur Guðmundar, b. í
Arnkötludal í Strandasýslu, Sæ-
mundssonar, b. á Gautshamri,
Björnssonar, prests í Tröllatungu,
langafa Margrétar, langömmu Sig-
hvats Björgvinssnar heilbrigðisráð-
herra. Björn var bróðir Jóns í Skál-
holtsvík, forfoður Lýðs Björnssonar
sagnfræðings og Þórs Magnússonar
þjóðmjnjavarðar. Björn var sonur
Hjálmars, prests í Tröllatungu og
ættfoöur Tröllatungættarinnar,
Þorsteinssonar. Móðir Sæmundar
var Valgerður Björnsdóttir, systir
Finnboga, verslunarmanns í
Reykjavík, langafa Finnboga Rúts
prófessors, fóður Vigdísar forseta.
Móðir Guðmundar skólastjóra var
Helga Jóhannsdóttir frá Svanshóli.
Jenný er dóttir Lámsar, b. á Hliði,
síðast í Selskarði á Álftanesi, Ás-
bjarnarsonar, b. og homopata á Urr-
iðaá á Mýrum, Magnússonar, b. í
Hamrakoti í Andakíl, Magnússonar.
Móðir Ásbjarnar var Kristín Sigurð-
ardóttir. Móðir Lárusar var Guð-
rúnar, systir Jóns í Hákoti á Akra-
nesi, langafa Ásmundar Stefánsson-
ar, forseta ASÍ. Guðrún var dóttir
Ásmundar, b. í Miðvogi á Akranesi,
Jónssonar. Móðir Ásmundar í Mið-
vogi var Guðrún Ásmundsdóttir, b.
á Elínarhöfða á Akranesi, Jörgens-
en Klingenberg, ættföður Klingen-
bergættarinnar. Móðir Jörgensen
Klingenberg var Steinunn Ás-
mundsdóttir, systir Sigurðar í Ás-
garði, langafa Jóns forseta og Tóm-
asar Sæmundssonar Fjölnismanns.
Svavar Guðmundsson.
Móðir Jennýjar Schiöth var Helga
Guðrún Sigurðardóttir, steinsmiðs í
Reykjavík, þess sem steypti fyrsta
kalksteypuhúsið á Norðurlöndum
að Görðum á Akranesi og fyrsta
steinsteypuhúsið á ísiandi, í Sveina-
tungu í Norðurárdal, Hanssonar, í
Reykjavík, Jónssonar. Móðir Hans
var Karen Schiöth á Kumbaravogi,
ættuö frá Sjálandi. Móðir Sigurðar
var Guðríður Aradóttir. Móðir
Helgu Guðrúnar var Guðbjörg Guð-
mundsdóttir.
Svavar verður að heiman á afmæl-
isdaginn.
Til hamingju með afmælið 27. janúar
Petra G. Stefánsdóttir
Petra Guðrún Stefánsdóttir hús-
móðir, Heiðarhrauni 41, Grindavík,
ersjötugídag.
Starfsferill
Petra fæddist að Amarstöðum í
Núpasveit, N-Þingeyjarsýslu, og ólst
þar upp til ellefu ára aldurs en eftir
það að Grjótnesi á Melrakkasléttu
hjá Birni St. Guðmundssyni bónda
og Aðalbjörgu Pálsdóttur ljósmóð-
ur. Hún var við nám í Húsmæðra-
skóla Reykjavíkur 1942-43, Leks-
sands Husmoderskole 1946 og Stock-
holms Tillskárar Akademi 1947.
Tveir síðamefndu skólamir em í
Svíþjóð.
Petra vann við verslunarstörf og
fleira í Reykjavík til 1953 en þá flutti
hún til Grindavíkur. Þar var hún
fyrst ráðskona en síðan með eigin
verslunarrekstur til 1970. Petra
starfaði eftir það hjá Kaupfélagi
Suðumesja í Grindavík, sem ráðs-
kona hjá Þorbimi hf. í Grindavík
og handavinnukerínari við Grunn-
skóla Grindavíkur 1982-89.
Fjölskylda
Petra giftist 24.5.1957 Hjalta
Magnússyni, f. 6.4.1923, starfs-
manni hjá Orkuveri Hitaveitu Suð-
urnesja, Svartsengi. Foreldrar hans:
Magnús Guðmundsson, bóndi,
Nausthvammi í Norðfirði, og Anna
GuðrúnAradóttir.
Börn Petru og Hjalta: Stefanía
Björg, f. 19.10.1952, skrifstofumaður
og húsmóðir, maki Ólafur Þorgeirs-
son bílstjóri, þau eigafjögur börn,
Hjalta, látinn, Jón Þór, Ragnheiði
Þóm og Petru Rós; Magnús Andri,
f. 23.7.1958, sölumaður, maki Hjört-
fríður Jónsdóttir kjólameistari, þau
eiga þijú böm, Emu Rún, Berglindi
Önnu og nýfæddan dreng. Petra og
Hjalti eiga þijú bamabamaböm.
Systkini Petm: Gunnþómnn Ingi-
björg, látin; Ólafur Þorsteinn; Val-
gerður; Þóra Steinunn; Þómnn
Emelía (tvíburasystir Petru); Hall-
dór Gunnar; Halldór Ólafs; Jón
Gunnlaugur; Ingibjörg; Bragi. Hálf-
systir Petra, samfeðra: Oktavía
Erla.
Petra Guðrún Stefánsdóttir.
Foreldrar Petru: Stefán Tómas-
son, f. 4.3.1891, d. 19.2.1967, bóndi
og síðar starfsmaður Þjóðleikhúss-
ins, og Oktavía Stefanía Ólafsdóttir,
f. 30.9.1891, d. 4.1.1934, húsmóðir,
en þau bjuggu að Arnarstöðum í
Núpasveit.
Petra dvelur hjá dóttursyni sínum
í Svíþjóð á afmælisdaginn.
85 ára
Magnea Friðriksdóttir,
Faxabraut 5f, Keflavík.
Ólafur Jónsson,
Kirkjuvegi 48, Keflavík.
80 ára
Elín Valdimarsdóttir,
Iöufelli 8, Reykjavík.
70 ára
Gunnar B. Ólafsson,
Háfshjáleigu, Djúpárhreppi.
Emilia Stefánsdóttir,
Hrafnagilsstræti 19, Akureyri.
60 ára
Steinar Sigurðsson,
Götu,Hvolhreppi.
50ára
Hreiðar Gunnarsson,
Fjaröargötu 53, Þingey ri.
Jón Þórarinn Eggertsson,
Eyri, Strandarhreppi.
Viktor Þór Úraníusson,
Amartanga 76, Mosfellsbæ.
40ára
Elsle Tangoiamos,
Torfufelli 25, Reykjavik.
Finnbogi Halidórsson,
Ihrauntúni 45, Vestmannaeyjum.
Ólafur Guðmundsson,
Langholtsvegi 7, Reykjavík.
Björn Bjömsson,
Fannafold 169, Reykjavik.
Margrét Bjartmarsdótttir,
Sandhólum, Tjörneshreppi.
Svavar Garðarsson,
Sunnubraut 11, Búðardal.
Egill Már Guðmundsson,
Skólavörðustig43, Reykjavík.
Guðmundur Baldursson,
Kirkjuferju, Þorlákshöih.
Bernard Ropa,
Smáravegi 6, Dalvík.
Stefán Jónsson,
Óðinsvöllum 8, Keflavík.
SigfúsSigfússon,
HIíðargötu3a, Neskaupstað.