Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1992, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1992, Qupperneq 13
MÁNUDAGUR 2. MARS 1992. 13 Sviðsljós Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, heilsar hér upp á tvo lögfræðinga frá New York, Jonathan Fuchs og Sam Hagm. Árshátíð Flugleiða Flugleiðir héldu sína árlegu árshá- tíð á Hótel íslandi um helgina og var þar mikið um dýrðir. Fólk skrýddist sínu fínasta pússi svo þetta var sann- kallað „Gala“ kvöld, kvenfólkið í síð- kjólum og karlmennimir í smóking. Rúmlega 600 manns voru í mat um kvöldið og nutu í kjölfarið fjöl- breyttra skemmtiatriða. Það var stjórn Flugleiða og sérstök skemmti- nefnd sem sáu um fjörið og fluttu m.a. annál ársins þar sem gert var grín að öllu og öllum. Karlakór Félags íslenskra atvinnu- flugmanna söng þama ennfremur í fyrsta skipti opinberlega og starfs- menn fluttu frumsamin skemmtiat- riði við góðar undirtektir gesta. Flugfreyjurnar létu sig að sjálfsögðu ekki vanta. F.v.: Sigurlaug Guðbjörns- dóttir og Oddný Björgólfsdóttir. DV-myndir Hanna „Rósa í baði“ nefndist eitt skemmtiatriðanna sem gerði mikla lukku. DV-myndir Ægir Hjónaball í Skrúð Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði: Hjónabalhð, sem nú éi1 orðinn fast- ur hður í tilverunni hér á Fáskrúðs- firði, var haldið í félagsheimilinu Skrúð þann 8. febrúar síðastliðinn. Að sögn Nönnu S. Baldursdóttur í Baldurshaga hefur ballið verið hald- ið svo til óslitið frá 1940, það fyrsta í stofum Franska spítalans. Dregið er í hjónaballsnefnd úr nöfnum ballgesta og sér hún svo um allan undirbúninginn. Skemmtunin hófst að venju með borðhaldi og gátu gestimir að þessu sinni vahð úr 20 réttum sem framreiddir vom af mat- reiðslumeisturum Hótel Eghsbúðar í Neskaupstað. Þá flutti fráfarandi hjónabahs- nefnd ásamt fleirum heimathbúin skemmtiatriði sem féhu í góðan jarð- veg og mikið var hlegið að. Veislustjóri kvöldsins var Gísh Jónatansson og það var hljómsveit Hauks H. Þorvaldssonar sem lék fyr- ir dansi. Þrúgur reiðinnar - frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur Leikfélag Reykjavíkur frum- sýndi fyrir skömmu leikrit sem byggt er á hinni frægu bók Johns Steinbeck, Þrúgum reið- innar. Mikið fjölmenni var á frum- sýningunni og er þegar uppselt eitthvað fram í tímann enda hér um að ræða síght verk í skemmtilegri uppsetningu. KK, eða Kristján Kristjáns- son, var th að mynda fenginn th að sjá um tóidistina í leikrit- inu og stendur sig þar með mik- illi prýði. í stuttu máh fjallar leikritið um baráttu þeirra fjölskyldna sem hraktar voru frá heimhum sínum í kjölfar mikiha þurrka í miðríkjum Bandaríkjanna á 4. tug aldarinnar. Sigríður Hagalín leikkona stendur hér á milli frú Vigdísar Finnbogadóttur og Kaisu Koronen sem er finnskur leikstjóri. DV-myndir Hanna Kjartan Ragnarsson, leikstjóri verksins, heilsar hér upp á Hönnu Maríu Karlsdóttur leikkonu. Valdimar Örn Flygenring fær hér koss frá konu sinni, Ásdísi Sigurð- ardóttir, að frumsýningu lokinni en hann fer með eitt aðalhlutverkið í verkinu. KK, hress að vanda og með gítar- inn innan seilingar. Með honum á myndinni er Karl Guðmundsson. Hér er aðeins lítið sýnishorn m: (takmarkað magn) Áður Nú Hægindastólar, comet-leður, 4 litir 55.000 27.900 Sófasett, Dahli, 3-1-1, margir litir 176.000 88.000 Hjónarúm, hvítt, 160 og 180x200, m/náttb., án dýnu 69.000 34.500 Barna- og unglingarúm, 90x200, m/hillu + 2 skúffum, án dýnu 34.000 17.500 Sófasett, svart leður, 3-1-1, Speyer, Kati 230.000 150.000 Hillur, Plaza, hvitar og svartar 18.800 11.900 Skrifborð, Marga, 50x120 16.500 9.900 Skrifborðsstólar f. börn og ungl., Emely 9.500 4.900 Klappstólar, Eric, Cindy 3.200 1.500 Hjónarúm m/náttb., án dýna, hvitlakkaður askur 69.000 39.800 Lítil sófasett, 2-1-1 54.600 36.600 Beykikommóða, 11 skúffur 36.200 24.500 Hornsófar, 3-H-2 127.000 79.600 Skrifborð, Ijós eik, 160x75 72.400 45.800 Furusvefnsófi 43.400 28.000 Stakir 3ja sæta sófar, gæsadúnspúðar 68.600 42.800 Sófaborð með glerplötu 17.500 9.700 Svefnsófar 40.200 27.500 XIVI - HÚSGÖGN SIÐUMÚLA 30 SIMÍ 686822 Opið mánudaga-föstudaga 9-18 laugardaga kl. 10—17 sunnudaga kl. 14-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.