Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1992, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1992, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS 1992. 11 Áhorfendurnir hristu sig og skóku í takt við tónlistina. DV-myndir BG Hitthúsið: Átta hljómsveit- ir með tónleika Átta hljómsveitir, sem haft hafa aöstöðu til æfinga í Hinu húsinu í vetur, efndu til tónleika í síðustu viku þar sem á annað hundrað manns mættu til að fylgjast með. Hljómsveitirnar eru allar ungl- ingahljómsveitir, meðlimir þeirra eru á aldrinum 14-19 ára, og spila allar eins konar þungarokk eða rokk. Þær heita: Cremation, Cra- nium, Goblin, Inflammetory, Talis- man, Extermination, Viral Infecti- on og Clockwork Diabolus. Mikið fjör var á tónleikunum og áberandi hve áhorfendurnir tóku virkan þátt í tónlistinni. Þeir stóðu fyrir framan sviðið og hristu höfuð- ið í gríð og erg á milli þess sem þeir dönsuðu svokallaðan „slam“ dans en hann felst í því að hrista sig til og frá og fleygja sér utan í næsta mann. Allur ágóði af tónleikunum, ef einhver er, fer í tækjakaup hljóms- veitanna. Sviðsljós íslendingum gefst æ sjaldnar kostur á að fara á tónleika með Sykurmolunum hér á landi þar sem þeir hafa verið með annan fótinn erlendis imi alllangt skeið og því létu gestir Borgarinnar það ekki á sig fá þó þeir þyrftu að bíða hátt á annan tíma eftir hljómsveitinni á fostudaginn. Troðfullt var út úr dyrum og fer ekki á milli mála að Sykurmol- amir eiga sér stóran aðdáenda- hóp hér á landi en tónleikamir á Borginni vom þeir fyrstu í fyrir- huguðu tónleikaferðalagi þeirra um Evrópu og Bandaríkin. Næstu tónleikar verða í Verk- menntaskólanum á Akureyri í kvöld og síðan halda Molamir til útlanda. Um þessar mundir syngja þeir aðallega lög af nýútkomnum plöt- um sínum, litlu plötunni Hit og stóru plötunni Stick around for joy en eins og flestum er kunnugt hafa þær fengið afar góðar við- tökur erlendis. DV-myndir GVA Sykurmolarn- ir á Borginni Hilmar Elvarsson syngur og spilar á gítar með hljómsveitinni Cre- mation. Diðrik Jón, söngvari hljómsveitar- innar Extermination, syngur hér af innlifun. Tónlistina kalla þeir „grindcore trash.“ RYMINGARSALAN HELDUR ATRAM Tilvaldar fermingargjafir eins og Orðabókin og Passíusálmarnir á mjög hagstæðu verði. Opið virka daga frá 9 -17. jrnnr Bókaúfgáfa j /MENNING4RSJÓÐS| SKÁLHOLTSSTiG 7 • REYKJAVÍK | ^SÍMI^ _621822_ __ J TOYOTA GANG BRETTI OG STRÍPUR • Vönduö gangbretti úr áli á mjög góöu verði. • Toyota "strípur" á Double Cab, Xtra Cab og 4 Runner. Ýmsar geröir, margir litir. Úrvalsvara - aðaleinkenni Toyota aukahluta. 8 Nýttu þér ráðgjöf okkar og sendingarþjónustu. ! Œ) TOYOTA Aukahlutir NÝBÝLAVEGI 6-8 KÓP. SÍMI 44144

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.