Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1992, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1992, Qupperneq 4
20 MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1992. Hljómtæki Vasadiskóið fær keppinaut frá Sony: Minidiskur til afspil- unar og upptöku Sony-fyrirtækið kemur brátt með nýja og byltingarkennda fram- leiðslu á markað, minidiskinn, og viðeigandi tæki til afspilunar. Minidiskurinn hefur þegar verið sýndur á hljómtækjamessum víðs vegar um heim og vakið mikla at- hygh. Minidiskurinn er sérstaklega ætlaður sem ferða- og bíltæki, fyrir hlustun á ferð. Honum er ætlað að leysa ferðageislaspilarann af hólmi enda mun betur til þess búinn aö hristast með joggurum og reið- hjólamönnum en sá síðamefndi. Þá er búist við að minidiskurinn muni velgja vasadiskóinu,' sem Sony fann upp, alvarlega undir uggum. Meðfærilegur Minidiskurinn er mjög lítill geisladiskur sem er inni í diskettu sem er eilítið minni en 3 'A tommu tölvudisklingur og htur nánast eins út. Tækið til afspilunar er litlu stærra og kemst því hæglega fyrir í skyrtuvasa án þess að valda óþægindum. Kostir minidisksins þykja marg- ir. í fyrsta lagi er um að ræða mjög htinn hljóðmiðil og meðfærilegan sem um leið er gæddur hljómgæð- um í ætt við hefðbundna geislaspil- ara. Til afspilunar er notuö ná- kvæmlega sama tæknin og í hefð- bundnum geislaspilurum. Geisla- tæknin gerir hlustandanum kleift að velja lag eða hluta úr lagi að vild á augabragði. Það er nokkuð sem eigendur vasadiskótækja hafa ekki getað gert th þessa. Minidiskurinn endist von úr viti og getur þannig sparað vasadiskó- hlustendum óþægindi sem slitnar og úr sér gengnar kassettur geta valdið. Aflestrarhöfðuðið í afsph- Minidiskurinn frá Sony og afspilunartæki fyrir hann. Þessi nýjung er talin valda byltingu á markaðnum fyrir ferðahljómtæki enda tæknilegir möguleikar og hljómgæði í ætt við hefðbundna geislaspilara. unartækinu snertir aldrei diskinn og hulstrið utan um hann verndar hann gegn óbhðri meðferð. Hægt er að taka upp 74 mínútur af tónlist eða tah á diskinn en th þess eru notaðir sérstakir diskar. Minni gegn truflunum Ný tækni, þar sem notast er við minni, gerir að verkum að diskur- inn er nánast alvarinn gegn trufl- unum, höggvarinn. Lesi afsphun- artækið af einhverjum orsökum ekki af diskinum eitt augnablik vegna truflunar sér þriggja sek- úndna minni um að hlustandinn heyrir aldrei truflunina. Geti hlust- andinn tekið diskinn úr tækinu og sett hann aftur í á þremur sekúnd- um nær sú aðgerð ekki að trufla tónlistina. Þriggja sekúndna minnið, sem í raun er þremur sek- úndum á undan afspiluninni, sér um það. Þetta minni er væntanlegt í hefð- bunda geislaspilara og mun þá hindra truflanir í tónhstinni af völdum galla eða eyða í upplýsing- um á geisladiskunum. Tvenns konar diskar Tvenns konar minidiskar munu verða settir á markað: Diskar með uppteknu efni, sem búist er við að verði í miklum meirihluta og disk- ar th uþptöku. Hér skal ekki farið út í tækrúleg atriði er varða það sem gerist við afspilun og upptöku. Þess skal þó getið að minidiskurinn kemur ekki í stað hefðbundinna geislasphara. Til þess eru upplýs- ingarnar á diskinum of samþjapp- aðar. Fréttir berast þó af því að hljómgæðin úr minidiskinum séu verulega góð, þó ekki nái þau sömu gæðum og í hefðbundnum geisla- sphurum. -hlh Faco kynnir Verðlaunahátalara frá Polk Audio Harman Kardon 7600 Mkll geislaspilari. RM 3000 1800 hljóðsérfræðingar í Bandaríkjunum völdu RM 3000 sem besta þriggja eininga kcrfið annað árið í röð. RM 3000 samanstendur af tveimur litlum há- tíðni-/miðjuhátölurum auk djúpbassabox sem stað- setja ntá hvar scm er. Svona kerfi hafa slegið í gegn um allan heim. Hljómgæði RM 3000 eru framúrskar- andi enda ekki auðvelt að hljóta hin eftirsóttu Audio Video International verðlaun. Verð: 69.900 stg./73.600 afb. Monitor 3 Onnur nýjung frá Polk eru M3 hátalararnir sem hafa náð miklum vinsældum vegna ljölhæfni sinn- ar og gæða. Sérstök hönnun og innbyggð vegg- og loftfesting gerir staðsetningu þeirra mögulega livar sem cr. Þrátt fyrir smæð sína er M3 100 RMS vött og hljómur þeirra er ótrúlega tær og djúpur. M3 er ein besta hátalaralausnin á markaðnum í dag. Verð aðeins 17.900 stg./19.300 afb. Komið og hlustið á Polk í hiustunarherbergi okkar- njótið þess aó hlusta á góðan hljóm. FACD Tækniverslun Laugavegi 89. Sími 91-61 #30 #08 {psShsssíSs) Steini: Harman-Kardon eru bandarísk gagnrýnenda. hUómtæki sem hlotiö hafa góðar Harman-Kardon eru einnig með umsagnir í hljómtækjablööum víða úrval útvarpsmagnara og magnara um heim. Harman-Kardon fram- auk snældutækja meö hinu nýja leíða sex ólíka geislaspilara. Flagg- Dolby S sem er mun áhrifameira í skipið, HK 7600 Mkll, kostar 43.760 að eyða snældusuði en önnur krónur en sá næsti í röðinni, HK Ðolby-kerfi. Flaggskip snældu- 7500 Mkll, kostar 35.970. Litli bróð- tækjanna hjá HK, TD 4800, kostar ir gefur þeim stóra ekkert eftir og 81.950 krónur. hefur verið sérlega vel tekið meðal -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.