Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1992, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1992, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1992. 23 Hljómtæki Frá Onkyo koma brátt hljómtæki þar sem geislaspilara og kassettutæki hefur verið komið fyrir í fjarstýringunni. Þessi ofvaxna fjarstýring gerir að verkum að hlustandinn þarf ekki að standa upp til að skipta um disk eða kassettu. Þessi letidraumur mun væntanlega kosta um 90 þúsund krónur. Nýjung frá Onkyo gerir allt ráp um stofuna óþarft: Fjarstýring með geisla- spilara og kassettutæki Nú virðist draumurinn um að þurfa ekki að standa upp til að skipta um disk eða kassettu vera orðinn að veruleika. Hönnuöum hljómtækja hefur nú bókstaflega tekist að keyra hlustandann niður í sófann, nánast fyrir fullt og allt. Frá japanska hljómtækjafram- leiðandanum Onkyo koma brátt á markað hljómtæki þar sem farnar eru nýstárlegar leiðir til að auka þægindi hlustandans - og letina. Það má eiginlega segja að vöxtur hafi hlaupið í fjarstýringuna þar sem í henni er nú að finna bæði geislaspilara og kassettutæki. Um er aö ræða svokallað b:im kerfi (lesist bím - visar til innrauða geislans). Þessi hljómtæki eru eig- inlega framþróun á hefðbundnum hljómtækjastæðum (midistæðum) og eru væntanleg á markað hér snemma í sumar. Hina ofvöxnu fjarstýringu kalla menn nú réttilega stjórnstöð. Hún sendir innrautt merki frá geisla- spilaranum eöa kassettutækinu til móttökutækis sem er staðsett við útvarpsmagnara. (Móttökutæki þetta er laust þannig að hafa má útvarpsmagnarann inni í skáp og móttökutækið upþi á honum.) Milh útvarpsmagnarans og hátalaranna liggja hátalarasnúrur eins og undir venjulegum kringumstæöum. í raun er um tvær aðskildar ein- ingar að ræða, sljómstöðina ann- ars vegar og móttökutækið, út- varpsmagnarann og hátalarana hins vegar. Stjómstöðina má keyra með raf- hlöðum. Þó hlustandinn þurfi ekki Ohætt er að segja að fjarstýringarnar frá Onkyo hafi fengið skyndilegan vaxtaverk því í þær hefur verið settur geislaspilari og snældutæki. að standa upp allt kvöldið getur hann komið sér fyrir hvar sem er í sama herbergi og magnarinn er. Þannig er hreyfanleikinn í þessum nýju hljómtækjum í raun mun meiri en þekkst hefur til þessa. Taka ber þó fram að fjarstýringin drífur ekki í gegn um veggi svo að magnarinn og móttökutækið verða að vera í sama herbergi eða rými. Með þessum nýju Onkyo-tækjum getrn- hlustandinn valið hvað hann vill hlusta á og úr hvaða tæki án þess að standa upp. Til að auka enn á þægindin og möguleika á uppröðun em tækni- menn Onkyo að þróa leiöir til aö losna við hátalarasnúrurnar svo að þessi hljómtæki verði fullkom- lega þráðlaus. Þá er meiningin að setja magnarann í hátalarana. Það er þó framtíðarmúsík. Hljómver á Akureyri er með umboðfyrirOnkyo. -hlh A I |A//k® hljómtæki með “ ■ wVr\ karaoke-kerfi Fermingargjöfin sem er framtíðareign • Hágæðageislaspilari • 100 vatta magnari (300 vött PMPO) • BBE kerfi fyrir tæran hljóm • Super T bassi • 27 lykla fjarstýring • Hljómmiklir „3 way" hátalarar • Tvöfalt segulband • Útvarp m/FM, MB, LB og 24 stöðva minni • 5 banda tónjafnari • Dolby B og NR • Og fleira og fleira ... Verð kr. 59.900 stgr. Ný, breytt og betrl verslun D_____L_dL Kaaio ÁRMÚLA 38 (SELMÚLAMEGIN), 105 REYKJAVÍK SlMAR 31133, 813177 PQSTHÓLF 8933

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.