Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1992, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1992.
27
Hljómtæki
Fyrst er að velja vlðartegund við
hæfi. Botnplatan er skorin sam-
kvæmt málunum á myndinni,
15x30 sentímetrar. Listarnir eru 18
miflímetra háir og 15 millimetra
breiðir.
5-diska geislaspilari og plötuspilari í sama tækinu.
Fisher G-5 samstæða.
Upptaka á geisladiska
Hefðbundnir geislaspilarar með
möguleika á upptöku sem ætlaðir
eru almenningi, CD-R, eru í þann
mund að verða fullhannaðir hjá
mörgum af helstu hljómtækjafram-
leiðendum heims. „Prototýpur" eða
frumgerðir hafa verið til sýnis á
hljómtækjasýningum undanfarið.
Philips hefur hannað tiltölulega
ódýr upptökutæki sem framleiðend-
ur víðs vegar eru að reyna, þar á
meðal Marantz. Sony og fleiri fram-
leiðendur segjast vera meö dýran
upptökugeislaspilara á leiðinni með-
an þeir hjá Kenwood halda því fram
að þeir séu með einn tiltölulega ódýr-
an. 3.500-35.000 pund, 350 þúsund til
3,5 milljónir króna, hafá verið nefnd
sem verð fyrir upptökugeislaspilara.
Búist er við að upptökugeislaspil-
arar, ef þeir fást á viðráðanlegu
veröi, verði helstu upptökutækin á
heimilum í framtíðinni. Minidiskur-
inn frá Sony mun ekki státa af hljóm-
gæðum eins og í stofunni og hljóm-
gæði stafrænu snældunnar (DCC) frá
Phihps hafa ekki verið reynd.
Geisladiskur til upptöku hefur
ýmsa kosti sem atvinnumenn geta
ekki síður nýtt sér en almenningur,
meðal annars útvarpsstöðvár. Disk-
ana þarf ekki að spóla til baka og
þeir slitna ekki eins og segulbönd.
Þá eyðast þeir ekki við síendurtekna
notkun. Þá má nota í auglýsingastef,
, jingles“, eða til söfnunar upplýsinga
og geymslu. Breska útvarpið, BBC,
mun vera byijað að nota þessa diska
fyrir efni.
Diskamir eru enn frekar dýrir,
kosta um 20 pund (2000 krónur)
stykkið.
Ýmsir fylgihlutir geta lagað hljómgæðin:
Hátalarastatíf
geta
hamið bassann
Til eru ótal fylgihlutir sem geta
lagað eða bætt hljómgæði hljóm-
tækja. Meðal þeirra sem þykja
skipta hvað mestu máli eru hátail-
arastatíf og sérsmíðaðar tækjahill-
ur.
Sæmilega þung hátalarastatíf
sem standa á pinnum og hafa pinna
fyrir hátalarana eru ákjósanleg til
að hemja bassahljóm hátalara. Há-
talararnir eru þá á föstum og
traustum undirstöðum sem tryggja
að hreyfiáhrif bassaeiningarinnar
verða sem minnst, þaö er þegar
hún gengur út og inn og titrar við
spilun. Annar augljós kostur er
hámarkseinangrun frá umhverf-
inu þannig aö endurvarpi og titr-
ingi sem berst út í umhverfið er
haldið í algeru lágmarki. Endur-
varpið í herberginu eða stofunni
verður minna og það sem meira er
- nágrannamir verða ekki fyrir
jafn miklu ónæði.
Hátalarastatíf fást í ýmsum gerð-
um og stærðum og kosta frá um
2.000-16.000 krónum parið. Góð
hátalarastatíf eru smíðuö úr hljóð-
dauðu efni og til að auka stöðug-
leika þeirra enn frekar eru þau í
sumum tilfellum fyllt meö þurrk-
uðum sandi eða blýi.
Vilji menn hlífa parketinu við
pinnunum má setja gúmmítutlur
eða tappa undir pinnana.
Auk statífanna má fá einnig fá
pinna sem skrúfað er upp í botn
hátalaranna eða keilulaga pinna
meö gúmbotni sem hátalaramir
standa síðan á. Þessir síðastnefndu
geta verið ákjósanlegir fyrir hátal-
ara í hillum.
Góö undirstaða er einnig ákjós-
anleg fyrir hljómtækin, bæði spil-
ara og magnara. Framleidd em
sérsmiðuð hljómtækjaborð eða
hillur þar sem gert er ráð fyrir
hefðbundnum plötuspilara efst.
Plötuspilarahillunni er tyllt á
pinna sem eru stillanlegir svo hill-
an geti verið fullkomlega lárétt.
Furðudeildin
Auk þessara heíðbundnu fylgi-
hluta má finna ýmsa undirfurðu-
lega hluti í búöum. Hvort áhrifin
em sálræn eða ekki er alveg á
huldu en víst er að oft þykjast
hlustendur merkja breytingu á
hljómgæðum vegna furðulegustu
hluta. Þegar skýra á áhrif þessara
hluta komast fjölfróðustu menn
hins vegar fljótt í þrot. Þannig er
þekkt sagan af manninum sem
bætti hljómgæði hátalaranna sinna
með því að setja fullar trópífemur
ofan á þá. Enginn kann að skýra
af hveiju hljómgæðin breyttust.
í verslunum má fá græna hringi
sem hmdir em á geisladiska.
Græni liturinn er sagður dempa
endurkast frá geislanum sem les
upplýsingar frá diskinum. Þannig
lét einn hlustandi sér ekki nægja
að hafa grænan hring á diskunum
heldur málaði hann diskskúffuna í
spilaranum sínum græna að innan.
Viti menn, hann sagði hljómgæðin
hafa lagast.
Það má endalaust segja frá uppá-
tækjum sem þessum en í lokin skal
minnst á eina hugmynd bresks
hljómtækjafíkils. Hann sagði betri
hljómgæði fást úr plötuspilaranum
sínum þegar hann klæddist ullar-
háleistum við hlustun.
-hlh
Hátalarastatíf af gerðinni Target. Statífið nær stendur á hvolfi og sjást
pinnaoddarnir greinilega. Pinnana má skrúfa til sé gólfflöturinn ójafn.
Par eins og þetta kostar um 14 þúsund krónur. DV-mynd Brynjar Gauti
Sjónvarpsmiðstöðin:
Samstæður frá Fisher
Meöal nýjunga í hljómtækjum frá
Fisher er 5-diska geislaspilari og
plötuspilari í einu og sama tækinu,
Fisher DAC-9025. Þessi merkilegi
spilari fæst sem hluti af samstæðu
frá Fisher, M-9040, sem kostar
89.950 krónur staðgreidd. Plötuspil-
arinn er hálfsjálfvirkur. Geislaspil-
arinn er ætlaður venjulegum
geisladiskum og einnig hinum
minni. Geislaspilarinn er búinn
helstu möguleikum sem geislaspil-
arar almennt eru. Magnari stæð-
unnar er 300 vatta með 5 banda
tónjafnara. Þá er útvarp með FM,
langbylgju og miðbylgju, 30 stöðva
minni og sjálfvirkum stöðvaleitara.
Með stæðunni fylgja 200 vatta þrí-
skiptir hátalarar og fiarstýring.
Fisher G-5 samstæðan er ekki
mikil um sig, aðeins 22 sentímetrar
á breidd. í henni er útvarp með FM,
langbylgju og miðbylgju, 36 stöðva
minni og sjálfvirkum stöðvaleitara.
Magnarinn er 130 vatta með 7
banda tónjafnara. Þá er í stæðunni
tvöfalt snældutæki með sjálfvirk-
um snældusnúningi. Þá fylgja 70
vatta þrískiptir hátalarar og þráð-
laus fiarstýring. Þessi netta stæða
kostar 75.950 krónur staðgreidd.
Fermingarstæða Sjónvarpsmið-
stöðvarinnar í ár er Fisher MC-929.
Hún fæst með og án geislaspilara.
Án hans kostar hún 35.550 krónur
staðgreidd en með honum 49.500
krónur staögreidd.
í stæðunni er hálfsjálfvirkur
plötuspilari, útvarp með FM, lang-
bylgju og miðbylgju, 30 stöðva
minni og sjálfvirkum stöðvaleitara.
Magnarinn er 60 vatta með 5 banda
tónjafnara. Segulbandið er tvöfalt
og stæðunni er stýrt með þráð-
lausri fiarstýringu. Með fylgja 110
vatta þrískiptir hátalarar.
Sjónvarpsmiðstööin er með mik-
ið úrval hljómtækjasamstæðna á
verði allt frá 21.900 krónum.
30 cm
Kaupa má alls kyns statíf fyrir
geisladiska í hljómtækja- og hjóm-
plötuverslunum. Þau eru oftast úr
plasti og geta verið prýðileg til sins
brúks.
Þyki mönnum þau statlf ekki
vera fyrir sinn smekk geta jieir far-
ið aðra leið og hreinlega smíðað sér
stæði fyrir geisladiskana sína.
Séu menn sæmilega verklagnir
geta þeir smíðað sér svona stæði
með lítOli fyrirhöfn. Myndirnar
hér sýna hvernig ganga á til verks-
ins. Mælt er með því að málunum
sé nákvæmlega fylgt.
/ L~ ^\ ^ J.1 /////
E T _ _
$ iBnmii ei a ■ h5
15 ÍÍ
mm mm
Llstunum er tyllt með Ifml og þess
gætt að 15 mllllmetrar séu á milli
þeirra. Plötunni er síðan hvolft og
litlir naglar negldtr i gegn, i listana.
Dlskastæðíð tekur 14 einfalda
geisladlska, 7 í hverja röð. Dlsk-
arnir sitja þannig að auðvelt er að
fletta i gegnum þá í leit að til-
teknum diski.