Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1992, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1992.
Fréttir_________________________
Karl Steinar Guðnason vill að ísland sæki um aðild að EB:
Bara áherslumunur
hjá okkur Karli Steinari
- segirEiðurGuðnasonumhverfisráðherra
„Hvaö viðkemur því sem Karl
Steinar sagði í dag, um að viö ættum
að sækja um aðild að Evrópubanda-
laginu fyrir áramót, er það svipað
og hann sagði fyrir tveimur árum.
Hann er því samkvæmur sjálfum sér
í því. Ég held að í þessu máli sé að-
eins áherslumunur hjá okkur Karli.
Ég tel umsókn ekki tímabæra á þess-
ari stundu, ekki í dag. En ég ætla
ekki að segja hvaða skoðun ég hef á
því eftir einhvem tíma. Enda eru
breytingar í heiminum svo örar að
það er engin leið að segja til hvað
verður eftir einhveija mánuði,“
sagði Eiður Guðnason umhvérfis-
ráðherra í samtali við DV í gær-
kveldi.
Eiður sagðist viss um að það muni
ekki ganga jafn hratt fyrir sig og
margir halda að nágrannaþjóðir okk-
ar gangi í bandalagið og verði þar
fullgildir aðilar.
Karl Steinar Guðnason, formaður
fjárlaganefndar Alþingis, sagði í
samtali við DV í gærkvöldi að hann
hefði sagt fyrir tveimur árum að
hann teldi rétt af okkur að sækja um
aðild að Evrópubandalaginu. Hann
sagðist ekkert hafa skipt um skoðun
á þessum tíma. Það þyrfti því engum
að koma á óvart þótt hann leggi til
nú að íslendingar sæktu um aðild að
Evrópubandalaginu fyrir áramót.
„Breytingar í Evrópu hafa orðið
svo hraðar á skömmum tíma að ef
við eigum ekki að einangrast frá álf-
unni er ekkert vit í öðru fyrir okkur
en að sækja um aðild að EB og sjá
hvað okkur stendur til boða. Annars
verðum við bara afskipt sker úti í
miðju Atlantshafi, án þess að geta
haft áhrif á nokkum skapaðan hlut,
á þau mál sem munu hafa áhrif á
alla okkar lífsafkomu. Auðvitað er
ég með alla þá fyrirvara um aðgang
að auðlindum okkar sem allir hafa
verið með. En umræðan hér á Al-
þingi einkennist aftur á móti af al-
gerri móðursýki um að vilja ekki
tala við annað fólk. Við eigum auðvit-
að að kanna hvaða möguleika við
höfum. Ég tel okkur hafa mesta
möguleika núna að kanna það þegar
aðrar Norðurlandaþjóðir eru einmitt
að sækja um aðild,“ sagði Karl Stein-
ar Guðnason alþingismaður.
-S.dór
Það verður örugglega nóg að gera hjá Einari Jónssyni bensínafgreiðslu-
manni og félögum hans á Olís-bensínstöðinni við Gullinbrú milli klukkan
16 og 18 i dag. Þá verða gefnir afgangar úr tönkunum í tilefni af frjálsu
bensínverði. DV-mynd GVA
Olís-bensínstöðin við Gullinbrú:
Gef ur afganga úr tönkunum í dag
-1 tilefni af frjálsu bensinverði
„ Okkur kom saman um að gefa
hinum almenna bíleiganda kost á að
fagna með okkur fijálsu bensínverði.
Þess vegna ætlum viö að gefa þessa
slatta sem eftir eru á tönkunum hjá
okkur. Við hefðum þurft að losna við
þá hvort eð er, áður en við ákveðum
nýtt verð. Bileigendur geta þvi fyllt
farartæki sín af bensíni eða gasolíu
í dag án þess að borga eyri fyrir,“
sagði Páll Magnússon er rekur Olís-
bensínstöðina við Gullinbrú, við DV
í gær.
Sem kunnugt er verður verð á
bensíni gefið frjálst frá og með degin-
um í dag. Þetta þýðir að olíufélögin
ákveða nú sjálf verðið á blýlausu 92
oktana bensíni, svartolíu og gasoliu.
Verðlagningin hefur verið í höndum
Verðlagsstofnunar þar til nú.
Það er einmitt í tilefni þessara
breytinga sem Páll ákvað að gefa
fólki kost á að fylla bíla sína ókeypis
í dag milli klukkan 16 og 18.
„Þessi miðstýrða verðlagning hef-
ur alltaf verið þymir í augum okkar
sem stöndum í þessum rekstri," sagði
hann. „Auðvitað hefði átt að vera
búið að gefa þetta fijálst fyrir löngu.
Nú sýnum við ánægju okkar í verki.
Raunar er óvíst að bensínið endist á
tönkunum hjá okkur þessar tvær
klukkustundir því að það er víst far-
iö að minnka á þeim suriium. En
þeir fá örugglega fullan tank sem
komafyrstir." -JSS
Frumvarp viðskiptaráðherra um sölu rlkisbarikanna:
Agreiningur í þingf lokk-
um stjórnarf lokkanna
- talið vist að frumvarpið verði ekki lagt fram óbreytt
Frumvarp Jóns Sigurðssonar við-
skiptaráðherra um sölu Landsbank-
ans og Búnaðarbankans og gera þá
méð því aö hlutafélagi mætir mikilli
andstöðu í þingflokkum beggja
stjómarflokkanna. í gær var þing-
flokksfundur hjá Alþýðuflokknum
þar sem harðar deilur urðu um frum-
varpið. Samkvæmt Jieimildum DV
er talið víst að óbreytt verði fmm-
varpið ekki lagt fram.
„Það er rétt að skoðanir em skiptar
í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. En
við eigum eftir að ræða frumvarps-
drögin betur og því er ekki hægt að
segja neitt meira um málið á þessu
stigi,“ sagði Geir H. Haarde, formað-
ur þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í
gærkvöldi. /
Hjá Alþýðuflokknuip er andstaðan
við frumvarpið jafnvel enn harðari
en í Sjálfstæðisflokknum. Þingmenn
Krata, sem DV ræddi við í gær-
kvöldi, sögðu engar sættir nást um
frumvarpið óbreytt.
Höfuðástæðan fyrir andstöðunni
við fmmvarpið er ótti þingmanna við
að ríkisbankarnir tveir komist í
hendur tiltölulega fárra peninga-
manna eins og Útvegsbankinn gerði
þegar hann var seldur. Svo era aðrir
sem ekki vilja selja báða ríkisbank-
ana. Sérstaklega líta menn til Lands-
bankans í þeim efnum.
Þá er og mikil andstaða við sölu
ríkisbankanna innan bankaráða og
bankastjórnar þeirra beggja. Beita
menn öllum hugsanlegum þrýstingi
til að fá frumvarpið stöðvað.
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
gerði ekki mikið úr þessari andstöðu
í gær, sagðist búast við að samkomu-
lag næðist. Hann bendir á fmmvarp
sem stendur til að afgreiða á þessu
þingi sem á að koma í veg fyrir einok-
un og hringamyndun. Það fmmvarp
á að koma í veg fyrir að ríkisbank-
amir verði almenningshlutafélög
eins og flestir stjómarþingmenn vilja
ef selja á bankana.
-S.dór
Fyrrum forseti bæjarstjómar Seltjamamess:
Bæjarstjóri ætti að taka viðvörun alvarlega
- Seltimingar em búnir að verja allt að 80 milljónum í friðlýsingu lands
„Bæjarstjórinn ætti að taka við-
vömn okkar alvarlega í stað þess að
reyna að eyða málinu. Samkvæmt
lögrnn er nú komiö aö því að þaö á
að ganga frá aðalskipulaginu og við
ætlum okkur að hindra að það verði
gert samkvæmt öllum þeim hug-
myndum sem liggja fyrir í dag. Við
viljum að svæðið verði í framtíðinni
eins og það hefur verið í gegnum ald-
imar. Það á að vera opið, með göngu-
stígum og trimmbrautum, en alls
ekki hringvegi í gegnum varplandið
með steinsteypu þar fyrir innan,“
segir Magnús Erlendsson, fyrmrn
forseti bæjarstjórnar á Seltjamar-
nesi.
Magnús gegndi embætti forseta
bæjarstjórnar á ámnum 1976 til 1986.
Næstu fjögur árin á eftir gegndi
Guðmar Magnússon embættinu. Þeir
tveir ásamt Jóni Hákoni Magnús-
syni, formanni fulltrúaráðs Sjálf-
stæðisflokksins á Seltjamamesi,
hafa skrifað meirihluta sjálfstæðis-
manna í bæjarstjórn bréf þar sem
varað er við klofningi í flokknum
verði ekki hætt við allar hugmyndir
um að skipuleggja byggð og akvegi
um vestanvert Seltjamarnes.
Að sögn Magnúsar hefur bæjar-
stjórn varið allt að 80 milljón krónum
á undanfómum ámm tíl að kaupa
upp landsvæði á vestanverðu Sel-
tjarnamesi til að geta friðlýst það.
Því séu það svik viö íbúa á Seltjam-
amesi veröi ákveðið að byggja á
svæðinu og leggja um það vegi eins
og hugmyndir eru uppi um hjá nú-
varandi meirihluta bæjarstjórnar.
„Landeigendur sóttu gífurlega fast
í það að fá að byggja á svæðinu sam-
kvæmt aðalskipulaginu frá 1974. Þaö
skipulag var hins vegar meingaUað.
Því stóð ég gegn þessu ásamt mínum
gamla félaga Júlíusi Sólness og
vinstrafólkinu. Siðan hætti ég og
Júlíus gekk í björg. í kíölfarið féll
Valhúsahæðin og menn byrjuðu að
byggja einbýlishús þar. Bæjarstjór-
inn virðist ekki skynja að tímamir
breytast. Fólk vill opin svæði.“
Magnús segist þess fullviss að yfir
90 prósent íbúa á Seltjamamesi legg-
ist gegn því að byggðin verði aukin
á vestanverðu Nesinu og aö hring-
vegur verði lagður vestan Nesstofu.
Veginn segir hann ekki þjóna Sel-
timingum. Vilji höfuðborgarbúar
skoða svæðið sé þeim það velkomið
gangandi. Þá segir hann enga þörf á
því að fjölga íbúum Seltjamarness
enda hafi bærinn aUt sem hann þurfl.
-kaa