Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1992, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1992, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Börn náttúrunnar Kvikmynd Friðriks Þórs Friðikssonar fékk ekki ósk- arsverðlaun. Það eru auðvitað vonbrigði í ljósi þess að myndin var tilnefnd sem ein af fimm erlendum kvik- myndum til verðlaunanna. Kunnugir voru sömuleiðis nokkuð bjartsýnir og það ríkti eftirvænting meðal áhugamanna um kvikmyndalistina hér á landi. Enda þótt svona hafi farið er ástæðulaust að gráta Björn bónda. Sannleikurinn er sá að það er mikill heið- ur og afar óvænt viðurkenning þegar íslensk kvikmynd kemst 1 hóp þeirra bestu. í því er sigurinn fólginn, sigur Friðriks Þórs og sigur þessarar ungu listgreinar. Kvikmyndaiðnaður hefur átt erfitt uppdráttar hér heima enda þótt hvorki skorti áhuga né fólk til að hasla sér völl á þeim vettvangi. Það er dýrt að framleiða kvik- mynd og fjárhagsþrengingar hafa staðið okkar fólki fyr- ir þrifum. Kröfurnar hafa verið miklar og stundum óbiigjarnar á hendur ríkisvaldinu um styrki og fjárveit- ingar til kvikmyndaframleiðslu og þrátt fyrir Kvik- myndasjóðinn og virðingarverðar tilraunir til að styðja við bakið á greininni stendur íslensk kvikmyndafram- leiðsla á miklum brauðfótum. Margar góðar myndir hafa verið framleiddar hér á landi en aðrar líka afar slakar og fæstar hafa þessar myndir fengið þá aðsókn sem dugar til að standa undir kostnaði. Til þess að kvik- myndaframleiðsla eigi sér framtíð þurfa myndirnar að komast á alþjóðlegan markað sem gjaldgeng söluvara. Þegar til lengri tíma er litið er nánast útilokað að ætlast til þess að ríkið geti staðið undir kvikmyndafram- leiðslu eða veitt svo mikið fjármagn til hennar að viðun- andi sé. Áhugafólk í greininni verður sjálft að sanna sig og framleiða söluhæfa vöru. Enda getur enginn ætlast til þess að almannafé sé ausið 1 þessa framleiðslu á ári hverju þótt sjálfsagt sé að hjálpa framleiðendum til að hjálpa sér af stað. Að því leyti er kvikmyndaiðnaðurinn eins og hver önnur atvinnugrein sem þarf að sanna til- veru sína með eigin ágæti. Því fyrr sem kvikmyndafram- leiðendur þurfa ekki að sníkja almannafé með betlistaf í hendi því betra. Sú athygli, sem Böm náttúrunnar hefur notið að undanfórnu, er vítamínsprauta fyrir kvikmyndagerðar- menn. Árangur Friðriks Þórs sannar að það er ekki allt fengið með því að framleiða langar og rokdýrar myndir. Umtahð og athyglin, sem Böm náttúmnnar fær í sviðsljósi óskarsins, á að hjálpa öðrum og auðvitað Friðrik sjálfum til að feta sig áfram og koma fram- leiðslu sinni á' framfæri þannig að markaðurinn reiði fram fjármagnið sem til framleiðslunnar þarf. Kvikmyndaframleiðsla getur verið ein ábatasamasta framleiðsla nútímans enda jafnan talað um hana sem iðnað frekar en listgrein og má einu gilda ef og meðan menn standa og falla með sínum eigin verkum. Hingað til hefur íslenskt kvikmyndagerðarfólk verið eins konar böm náttúrunnar, í þeim skilningi að það hefur starfað við fmmstæðar aðstæður, takmarkað íjár- magn og víðs fjarri meginstraumum kvikmyndaheims- ins. Með tilnefningunni á mynd Friðriks Þórs emm við komin til byggða og tilnefningin á sömuleiðis að veita kvikmyndaáhugamönnum okkar sjálfstraust. Það er ekki ónýtt að eiga mynd á meðal þeirra bestu. Óskarinn fengum við ekki en orðstír deyr aldrei þeim sem sér góðan getur. Orðstír Friðriks Þórs mun spyrj- ast og verða honum og kollegum hans hér heima til framdráttar. íslenskir kvikmyndaframleiðendur geta sannarlega verið stoltir af Börnum náttúrunnar. Ellert B. Schram „Flest verkefni landbúnaðarráðuneytisins falla mjög vel inn í starfssvið annarra ráðuneyta...,“ segir m.a. í greininni. Leggjum land- búnaðarráðu- neytið niður Tillaga um að leggja landbúnað- arráðuneytið niður kann að hljóma sem spaug en hún er lögð fram í fullri alvöru. Tilgangurinn með því að leggja ráðuneytið niður er ekki aðeins sá að ná fram sparnaði og hagræðingu heldur einnig að hraða fráhvarfi frá þeirri forsjárhyggju sem enn eimir af í íslensku þjóðfé- lagi. Utgjöld sem falla undir landbún- aðarráðuneytið nema 5,3 milljörð- um króna samkvæmt fjárlögum fyrir árið 1992. Af þeim eru u.þ.b. 3,5 milljarðar greiðslur vegna bú- vöruframleiðslu en stjórnvöld ættu með öllu að hverfa frá þvi að greiða fyrir framleiðslu á einstaka neyslu- vörum og brengla á þann hátt verð- mætamat og ákvaröanir. Önnur verkefni landbúnaðarráðuneytis- ins eiga jafn vel eða betur heima í öðrum ráðuneytum. Hugarfarsbreyting Þar til nú hefur verið þörf á sér- stöku landbúnaðarráðuneyti, en á síðustu árum hefur þjóðfélagið tek- ið stakkaskiptum og er hið nýja umhverfisráðuneyti tímanna tákn. Áður var mikilvægt að sauðféð fengi næga fæöu á afréttum en nú er lögð áhersla á að sauðfé og aðrir grasbítar gangi ekki of nærri gróðri landsins. Áöur var talin þörf á að vemda sauðfé fyrir ökutækjum en nú er einnig talað um að vemda ökutæki fyrir sauðfé. Nú er rétti tíminn til að staðfesta þessa hug- arfarsbreytingu meö því að fækka verkefnum landbúnaöarráðuneyt- isins til aö byrja með og leggja það síðan niður. Til tals hefúr komið að stofna atvinnumálaráðuneyti með sam- einingu ráðuneyta landbúnaðar, iðnaðar og sjávarútvegs. Fækkun verkefna hjá landbúnaöarráöu- neytinu er eðlilegt skref í þá átt. Verkefni sem leggjast af Stærstu útgjaldaliðir landbúnað- arráðuneytisins em „Uppbætur á útfluttar landbúnaðarafuröir" rúmur milljarður og „Beinar greiðslur til bænda“ 1,5 milljarðar. KjáUarinn Snjólfur Ólafsson dósent við Háskóla íslands Það er stefna ríkisstjómarinnar að greiða ekki framar útflutningsbæt- ur og fellur því fyrri hðurinn sjálf- krafa niður um næstu áramót. Beinu greiðslumar em erfiöari viðfangs. Staðan virðist vera þannig nú að alþingismenn verði aö samþykkja lög um þessar greiðslur til ársins 1997 þar sem fyrrverandi landbún- aðarráöherra gerði samning þess eðlis við hagsmunaaöila í landbún- aði. Sennilega er hægt að komast hjá því að inna þessar greiðslur af hendi, en ef ekki þá verður að taka því. Meginatriöið er að framlengja ekki samninginn, þ.e. að stjómvöld haldi ekki áfram að greiða fyrir framleiðslu á búvörum. Önnur verkefni, sem eðlilegt er að leggja niður, em greiðslur til rekstrar Búnaöarfélags íslands, uppkaup á fullvirðisrétti og ýmsar aðrar greiðslur vegna búvöru. Að sjálfsögðu getur Búnaðarfélag ís- lands starfað áfram sem hags- munasamtök bænda, en það verður þá rekið á kostnað hagsmunaaðil- anna eins og t.d. LÍÚ og Landssam- band iönaðarmanna. Sum verkefni Búnaöarfélagsins færðust til Hag- stofunnar. Verkefni til annarra ráðuneyta Flest verkefni landbúnaðarráðu- neytisins falla mjög vel inn í starfs- svið annarra ráðuneyta en hér verður aðeins tvennt tínt til. ÖU verkefni sem snúa að landgræðslu og skógrækt ættu að færast til umhverfisráðuneytis en rann- sóknastofnanir og skólar til menntamálaráðuneytis. Tveggja ára áætlun Halldór Blöndal samgönguráð- herra þurfti örfáa mánuði til að leggja Skipaútgerö ríkisins niður. Hann hefur tekist á við íleiri þörf verkefni, t.d. er sú áhersla sem hann leggur á að sveitarfélög sam- einist inn rekstur hafna mjög til fyrirmyndar. Ég skora hér meö á Halldór Blöndal landbúnaðarráöherra að vinna að áætlun um að leggja land- búnaðarráðuneytið niður á tveim- ur til þremur árum. Ljóst er að þetta verkefni verður að vinnast á nokkuð löngum tíma og hags- munaaðilar munu vinna gegn þvi, en ég hef þá trú að Halldór sé rétt- ur maöur til að ráðast í verkið af festu og þolinmæði. Snjólfur Ólafsson „Til tals hefur komiö að stofna atvinnu- málaráðuneyti með sameiningu ráðu- neyta landbúnaðar, iðnaðar og sjávar- útvegs. Fækkun verkefna hjá landbún- aðarráðuneytinu er eðlilegt fyrsta skref í þá átt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.